Morgunblaðið - 11.04.1978, Page 18

Morgunblaðið - 11.04.1978, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 Jón Skaftason, alþ.m.: Vaxtalækkun verður að byggjast á verðbólguhjöðnun Innstreymi sparifjár í bankakerfið forsenda útlána til atvinnuveganna Framsóknarmenn deila um vexti og verðbólgu Pall Pétursson. (F) mælti nýveriö fyrir frv. til la>?a. er hann flytur ásamt tveimur öðrum þinsmiinnum Framsóknar- flokksins. þess efnis, að ríkis- stjórnin ákveói. aó fenKnum tiliögum Seólahanka Islands, hámark ok lágmark vaxta. Vcxtir af rekstrar- o>? afuróalánum atvinnuve>janna verði ok háðir beinum ákvörðunum ríkisstjórn- ar. Breyting sú. sem hcr er lögð til að gerð verði á lögum Seðlabanka. felst í því. að sögn flutninKsmanna. að „ákviirðunar- vald um vexti skuli fært frá Seðlahankanum til ríkisstjórnar- innar. þó að sjálfsösðu verði Seðlahankinn ríkisstjórninni til ráðuneytis". Daemið írá Lúðvík Jósepssyni PP lagði áherzlu á það í framsögu sinni að vextir væru mikilvægur þáttur í stjórn efna- hagsmála. Því væri nauðsynlegt að ákvörðunarvald um þá væri í höndum ríkisstjórnar og ábyrgðin hjá Alþingi. PP sagði gildandi lög, sem fælu í sér ákvæði um, að Seðlabanka bæri að vinna að framgangi efnahagsstefnu, er ríkisstjórn markar, væru of loðin og sköpuðu ríkisstjórninni ekki nægilegt svigrúm. Nýlegt dæmi væri að fyrrv. viðskiptaráðherra, Lúðvík Jósepsson, hefði svarið af sér ábyrgð á vaxtahækkuninni í júlí 1974. PP sagði sitt mat, að um of hefði verið gengið á vald Alþingis og brýnt væri að það endurheimti áhrif sín, sem því bæri skv. stjórnarskrá og lögum. Þetta vald þyrfti m.a. að sækja í hendur „ýmissa æviráðinna starfs- manna kerfisins og sérfræðinga ...“ PP sagði það „lítilmennsku hjá stjórnmálamönnum að veigra sér við að taka ákvarðanir sjálfir, sem þeim bæri að taka.“ PP sagði að það yrði að breyta vaxtastefnunni. Vaxtakjör hefðu þrengt kosti atvinnuveganna. Færði hann til ýmis dæmi um þá staðhæfingu um vaxtaútgjöld í • bingfundir á fimmtudag F'undir voru í báðum þing- deildum sem og sameinuðu þingi á fimmtudag. í s.þ. voru fjórar tillögur til þingsályktunar af- greiddar til nefnda og annarrar umræðu: 1) tillaga að hafna- áætlun 1977—1980, 2) um raf- orkusölu á kostnaðarverði til stóriðju, 3) um orkusparnað og 4) um þjónustu- og úrvinnslu- iðnað í sveitum. • Fjöldi stjórnar- frumvarpa Matthías Bjarnason, sjávar- útvegs-, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra mælti fyrir fjór- um stjórnarfrv. í neðri deild: 1) Samábyrgð íslands á fiskiskip- um, 2) Varnir gegn kynsjúkdóm- um, 3) Um þroskaþjálfa, mennt- unarkröfur og starfsréttindi og sjávarútvegi og landbúnaði. Hann sagði háa vexti skapa misrétti milli þeirra, sem komið hefðu sér upp aðstöðu ýmiss konar og hinna sem ættu slíkt eftir. Þeir mögnuðu og verðbólguna. Hlutur sparifjár- eigenda hefði að vísu verið bág- borginn í verðbólgunni, ekki sízt aldraðra, er lagt hefðu fé á véxti til efri ára. Þeirra hlut mætti hins vegar bæta gegnum trygginga- kerfið. Húga mætti og að verð- tryggingum. En hávaxtaleiðin stefndi á rangar brautir. Jón Skaftason. Þetta frumvarp breytir engu Jón Skaftason (F) sagði frv. þetta, þótt samþykkt yrði, ekki hafa hina minnstu breytingu í för með sér. Ég veit ekkert dæmi þess, meðan ég hefi setið í bankaráði Seðlabankans, að vaxtaákvörðun hafi verið tekin í andstöðu við ríkisstjórn. Það mun raunar aldrei hafa verið gert. Eg hef margupp- lýst þessa staðreynd í þingflokki Framsóknarflokksins. Það er og ótvírætt að lög um Seðlabanka Islands frá 1961 leggja þá ótvíræðu lagaskyldu á banka- stjórnina, að hún taki ekki ákvarðanir, er gangi á stjórnar- stefnu á hverjum tíma. Greinin, sem hér um ræðir, hljóðar svo: „I 4) Um heilbrigðisþjónustu, sem er ítarlegur lagabálkur. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra mælti í neðri deild fyrir 2 frv. og 1 í e.d.: 1) Um meðferð mála vegna rangr- ar notkunar stöðureita öku- tækja, 2) Breytingar á áfengis- lögum (hækkun viðurlaga) og 3) fyrir frv. að gjaldþrotalögum í e.d. (en það mál hefur þegar hlotið samþykki n.d.). Matthias A. Mathiesen fjár- málaráðherra mælti í n.d. fyrir frv. að hækkuðum viðurlögum vegna söluskattsbrota. • Önnur mál Halldór Asgrímsson (F) flutti ítarlegt yfirlit og nefndar- álit fyrir nýjum lagabálki (stj. frv.) um hlutafélög, sem verið hafði til umfjöllunar í nefnd hjá efri deild. Þá afgreiddi efri deild til neðri deildar stjórnarfrv. um áskorunarmál. Auk fyrrgr. mála öllu starfi sínu skal Seðlahankinn hafa náið samstarf við ríkisstjórn og gera henni grein fyrir skoðun- um sínum varðandi stcfnu í efnahaggsmálum og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining í ríkisstjórn að ræða, er seðlabankastjórn rétt að lýsa honum opinherlega og skýrra skoðanir sinar. Hún skal engu að síður telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því að sú stefna, sem rikisstjórn markað að lokum. nái tilgangi sínum.“ Þessi lagagrein sýnir svo ekki verður um villst, að samþykkt þessa frv. hefði engar meiri háttar breytingar í för með sér í samandi við vaxta- ákvarðanir í landinu. JSk sagði og að ef markaðsöfl, Páll Pétursson. þ.e. framboð og eftirspurn eftir lánsfé á íslenzkum lánamarkaði, hefðu verið látin ákvarða vexti, þá væru þeir nú, þrátt fyrir það að þeir séu háir í dag, enn hærri. JSk sagist ekki þekkja nein dæmi þess í öðrum ríkjum að vaxtaákvæði í logum væru með þeim hætti, sem frv. þetta legði til. Þvert á móti hefðu svokallaðir miðbankar viða meiri völd en hér væri, s.s. í V-Þýzkalandi. Sann- leikurinn væri og sá að gjaldmiðill þeirra þjóða væri nokkru beysnari heldur en íslenzka krónan , „sem flýtur á vatni“. JSk sagðist geta tekið undir eitt í greinargerð flm. Þar segði: „Seðlahankinn hefur um nokkurt skeið ákvarðað vexti í landinu. Sú afgreiddi neðri deild til alls- herjarnefndar frv. um kosning- ar til Alþingis og frv. um sönnun fyrir dauða manna. • Dómvextir Ellert B. Schram (S) hefur flutt frv. til laga um dómvexti. Frumvarpsgreinin hljóðar svo: Á tímabilinu frá stefnu- birtingu til dómsuppsögu í dómsmáli getur dómari, eftir kröfu aðila, ákveðið, að vextir af dómkröfu séu jafnháir innláns- vöxtum af vaxtaaukalánum eða öðrum sambærilegum vaxta- kjörum, er taki sem fyllst tillit til varðveislu á verðgildi fjár- magns. Dómari skal þó ekki verða við slíkri kröfu ef atvik þau, sem getið er í 1. og 3. tl. 2 mgr. 177 gr. laga nr. 85/1936 eiga við um stefnanda eða ef þegar hefur verið tékið tillit til verðbólgu á ofangreindu tímabili við endan- lega- kröfugerð í málinu. Sama gildir í útivistarmálum, ef stefn- andi skilaði ekki greinargerð. Lög þessi taka gildi nú þegar. • Leigukaup á verksmiðjuskipi Ellert B. Schram og Ingólfur Jónsson hafa flutt frv. til laga skoðun að hiutur sparifjáreig- enda hafi verið mjög fyrir borð horinn og að rétta verði hlut þeirra hefur ráðið ákvörðun þankans á seinustu misserum." Þetta er rétt að því er viðvíkur sparifjáreign. Það er tillit til hagsmuna sparifjáreigenda sem verið hefur leiðarljósið. Þrátt fyrir háa vexti í landinu síðustu árin er það staðreynd, að raunvextir af sparifé síðustu 25 árin hafa aðeins verið jákvæðir tvö eða þrjú ár. Öll hin árin hefur sá, sem viljað hefur lána fé sitt gegn um bankakerfið út í þjóðlífið, horft á fjármuni sína skreppa saman. Ég geri mér grein fyrir vaxtaþunga atvinnuvega í dag. En hvern veg ætla þeir, sem nú heimta lægri vexti, að tryggja innstreymi sparifjár í bankakerf- ið, til að endurlána atvinnuvegum, ef vextir halda hvergi nærri í við verðbólguna? Ef sá, sem leggur á sig sparnað, sér sér stórlega meiri hag í að fjárfesta peninga sína, t.d. með hætti sem eykur á eftirspurn- arþenslu í þjóðfélaginu, heldur en fela þá bankakerfi til ávöxtunar? Gæti ekki slík stefna stefnt í hættulegan lánsfjárskort í þjóð- félaginu, sem bitnaði e.t.v. ekki sízt á atvinnuvegunum? JSk sagði það ekki óeðlilegt, að háir vextir væru taldir verðbólgu- hvetjandi, yfirborðslega skoðað. Fólk væri þó smám saman að gera sér grein fyrir því að ein höfuðor- sök óðaverðbólgu hér á landi væri sú öra og ofsalega fjárfesting, sem verið hefði í landinu um langt skeið. Háir vextir draga úr en auka ekki slíka umfram og verðb.- hvetjandi fjárfestingu. Fjármagn- ið hefur, þrátt fyrir allt, ekki verið það dýrt, að menn hafa talið sig geta hagnast vel á slíkri fjárfest- ingu, vegna verðbólgunnar í landinu. Því hafa þeir e.t.v. lagt í margs konar fjárfestingu, sem hafði ekki önnur arðsemissjónar- mið, en sem verðbólgan lagði upp í hendur þeim, en ekki varðandi framleiðni í verðmætasköpun atvinnuveganna. JSk sagði að spariskírteini frá árinu 1965 væru nú 26,4-föld að verðmæti. Krónan er sem sé í dag þetta miklu minni en hún var fyrir 13 árum. Það er ekki óeðlilegt, þegar menn hafa svona dæmi fyrir Framhald á bls. 33. Þingfréttir í stuttu máli um breytingu á lögum nr. 33/1922, svohljóðandi: A eftir 11. gr. laganna komi ný grein sem verði 12. gr. og hljóði svo: Framangreind ákvæði um bann við fiskvinnslu erlendra aðila í íslenskri fiskveiðilögsögu skulu eigi standa í vegi fyrir því, að ríkisstjórninni sé heimilt að leyfa íslenskum aðilum, sem fullnægja ákvæðum laga þess- ara, að semja um „leigu-kaup“ á stóru verksmiðjuskipi til vinnslu á kolmunna og öðrum sjávarafla. Skal í því tilviki heimilt að gera skipið út til vinnslu í íslenskri fiskveiðilög- sögu eða íslenskum höfnum, enda þótt það sé skráð á nafn Þingmað- ur talar fyrir sjö frumvörpum Það bar við í neðri deild Alþingis sl. miðvikudag að einn þingmaður, Pétur Sigurðsson (S), talaði fyrir sjö dagskrár- málum, frumvörpum til laga, og var hann jafnframt fyrsti flutningsmaður 5 frumvarp- anna, en tvö voru stjórnar- frumvörp, er hann flutti nefndarálit fyrir sem formaður sjávarútvegsnefndar deildar- innar. Stjórnarfrv., sem sjávarút- vegsnefnd hafði fjallað um, voru annars vegar um breyt- ingu á lögum um fiskimálasjóð, hækkun á hámarkslánum, og hins vegar um breytingu á Verðlagsráði sjávarútvegs, þ.e. verðlagningu á lifur og síldar- úrgangi. Frv., sem PS flytur sjálfur, ýmist einn eða með öðrum, eru þessi: 1) um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, þ.e. um aðstoð við kjósendur, sem aðstoðar þurfa við, þegar kosið er utan kjörfundar, 2) um breytingu á lögum um sönnun fyrir dauða manna, sem ætla má að farist hafi af slysförum, og 3) þrjú frv. um lífeyrissjóði (starfsmanna ríkisins, hjúkrunarfræðinga og barna- kennara), þ.e. samræming á lánakjörum o.fl. erlendra aðila, þar til nánar tiltekinn hluti kaupverðs er greiddur með þeim hætti að leigugreiðslur ganga að hluta til greiðslu kaupverðs. Skipið verði skráð hér á landi, það verði mannað íslenskri áhöfn og svari rekstur þess hér til allra skatta og skyldna. • Könnun á atvinnu- og félagsmálum á Þórshöfn Allir þingmenn norðurlands- kjördæmis eystra hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um könnun á atvinnu- og félagsmálum á Þórshöfn. Til- lagan felur ríkisstjórninni að láta kanna nú þegar ástand og horfur í atvinnu og félagsmál- um Þórshafnar í N-Þingcyja- sýslu. Athuga skal, hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til þess að tryggja þar eðlilega hyggðaþróun. Sérstaklega skulu kannaðir möguleikar þess að koma upp loðnuvinnslu á Þórshöfn, t.d. með því að SR kaupi síldarbræðsluna á staðn- um og breyti henni í loðnuverk- smiðju. Tillögunni fylgir ítarlcg greinargcrð, sem gerð verður nánari grein fyrir á þingsiðu Mbl. síðar. Þungur skriður á þingmálum Sagt frá fundum og nýjum málum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.