Morgunblaðið - 11.04.1978, Page 19

Morgunblaðið - 11.04.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 19 4 þingmenn úr Reykjavík og af Reykjanesi; Fjöldi atkvæða en ekki hlutfall ráði skiptingu uppbótarsæta bingmennirnir Ellert B. Schram (S), Jón Skaftason (F), Guðmundur H. Garðarsson (S) og ólafur G. Einarsson, hafa flutt eftirfarandi frv. til breytinga á kosningalögum> 1. gr. 122. gr. laganna orðist svo: Til þess að finna, hverjir fram- bjóðendur þingflokks hafa hlotið uppbótarþingsæti sem aðalmenn, skal fara þannig að: Fyrst skal gera flokknum landskjörslista, þannig að rita skal á lista í stafrófsröð nöfn allra frambjóð- enda flokksins, er eigi hafa náð kosningu í kjördæmum. Því næst skal skrá við nafn hvers frambjóð- anda þann atkvæðafjölda, er sæti því, sem hann skipar á framboðs- listanum að kosningu lokinni, ber samkvæmt 109. gr. Þá skal raða þeim frambjóðendum, sem eru á listanum, þannig, að sá, sem hæsta atkvæðatölu hefur, verði efstur, sá, sem næsthæsta atkvæðatölu hefur, verði næstur o.s.frv. Þeir, sem nú standa efstir á landskjörslista hvers þingflokks, hafa náð kosningu sem lands- kjörnir þingmenn, svo margir af hverjum landskjörslista sem hlut- aðeigandi þingflokki hafa hlotnast uppbótarsæti. 062. gr. Lög þessi öðlast gildi nú þegar. Greinargerð Greinargerð með frumvarpinu hljóðar svo: „Nú í allmörg ár hefur verið vakin rækileg athygli á því, að óhjákvæmilegt sé að taka til endurskoðunar kjördæmaskipan og kosningalög til þess að leiðrétta það mikla misvægi sem orðið hefur á atkvæðisrétti kjósenda eftir því í hvaða landshluta þeir búa. Þessar ábendingar og kröfur hafa komið fram bæði innan og utan þings. Meiri hluti kjósenda getur ekki og vill ekki lengur við það una, að atkvæði þeirra vegi fjórfalt eða jafnvel fimmfalt léttara en annarra, eingöngu vegna búsetu. Á það er minnt, að allar breytingar, sem gerðar hafa verið á kjördæmaskipan hér á landi, hafa verið til þess að halda sem mestu jafnvægi milli atkvæða annars vegar og fjölda þingmanna hins vegar. Þetta sjónarmið var meginröksemdin fyrir hinni rót- tæku breytingu sem gerð var á kjördæmaskipuninni hér 1959, sem við búum við enn þá. Á þeim tíma, sem liðinn er frá þessari breytingu, hafa orðið geysimiklir búferlaflutningar og breytingar á íbúafjölda frá einu byggðarlagi til annars. Það hefur áreiðanlega ekki verið vilji þeirra, sem að breytingunum stóðu 1959, að sú kjördæmaskipan, sem þá var ákveðin, yrði óbreytt um aldur og ævi eða í skjóli hennar yrði fjórfaldur munur á atkvæðamagni að baki þing- manna. Núverandi kjördæmaskipan er að þessu leyti afskræming á lýðræðinu og misbýður réttlætis- kennd hins almenna kjósanda. Allt frá árinu 1972 hefur setið að störfum þingkjörin stjórnar- skrárnefnd. í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar var lýst yfir því, að stjórnarskrá og kjördæmaskipan yrði tekin til endurskoðunar. Þrátt fyrir þetta hvort tveggja bólar ekki enn á neinum tillögum. Ekki er þó hægt að halda því fram, að skort hafi á þrýsting eða ahuga. Miklar umræður hafa staðið yfir nær látlaust mörg undanfarin ár. Samtök ungra manna úr þrem stjórnmálaflokk- um hafa lagt fram athyglisverðar tillögur. Margoft hafa verið lagðar fram á Alþingi tillögur til þings- ályktana, sem hvatt hafa til aðgerða í málinu. Á fyrsta þing- degi yfirstandandi þings urðu umræður um málið, þar sem forsætisráðherra gaf yfirlýsingu um að stofnað yrði til viðræðna allra þingflokka til að fjalla um hugsanlega samstöðu um breyt- ingar á kjördæmaskipan eða kosn- ingalögum. Einhverjar umræður munu hafa farið fram, en allt hefur komið fyrir ekki. Nú þegar skammt er eftir af þinghaldi þykir sýnt, að ekki verða samþykktar breytingar á stjórnar- skrá að því er varðar kjördæma- skipan. Þetta veldur stuðnings- mönnum þessa frumvarps miklum vonbrigðum. Við höfum því gripið til þess ráðs, sem nú virðist eitt Framhald á bls. 31. J6n Árm. Héðinsson: 5% heildarkjörfylgi nægi til uppbótarþingsætis Jón Ármann Héðinsson (A) hefur flutt frv. til laga um að 5% heildarkjörfylgis nægi stjórn- málaflokki til uppbótarþingsætis, þó að hann fái ekki jafnframt kjördæmakjörinn þingmann. í greinargerð með frv. segin I 31. gr. stjórnarskrárinnar er talið upp, hverjir eigi sæti á Alþingi. Þar segir í d-lið: „11 landskjörnir þingmenn til jöfnun- ar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar." í stjórnarskránni er hvergi skýring á því, hvað „þingflokkur" er. Þá skýrgreiningu er að finna í kosningalögum, og getur Alþingi breytt henni að vild með því að breyta um ákvæði. Um þetta segir Einar Arnórsson í Réttarsögu Alþingis (bls 603); „Stjórnskipulög láta ekki um það mælt í einstökum atriðum, hvern- ig fara skuli um skipun uppbótar- þingsæta. Þau fela almenna lög- gjafanum að setja fyrirmæli um það í lögum um Alþingiskosning- ar. Almenna löggjafanum er því frjálst að skipa þeim málum svo sem honum þykir heppilegast innan þeirra markalína, sem sett eru í stjórnskipunarlögunum." I umræðum um kosningalögin er jafnan bent á þann galla, að samkvæmt skýrgreiningu laganna á þingflokki geti komið fyrir, að flokkur fái 10—15% greiddra atkvæða án þess að fá kjördæma- kosinn þingmann og falli því út af þingi. Væri það í megnasta ósam- ræmi við ákvæði stjórnarskrár- innar um að flokkar skuli hafa „þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína“. Tvívegis hefur Alþýðuflokkur- inn komist í þessa hættu. í kosningunum 1953 fékk flokkurinn aðeins einn kjördæmiskjörinn þingmann. Ef það hefði ekki tekist, hefðu 15.6% allra greiddra atkvæða fallið dauð og áhrifalaus. Árið 1974 fékk flokkurinn aftur einn kjördæmiskjörinn þingmann, og var þá hætta á, að 9.1% atkvæða yrðu áhrifalaus. Segja má að Einar Arnórsson bendi á þessa hættu, er hann segir í áðurnefndu riti (bls 605); „Sá flokkur, sem hefur að vísu verið talinn stjórnmálaflokkur í kosn- ingunum samkvæmt 28. gr. kosn- ingalaganna, en hefur ekkert þingsæti fengið í kjördæmi, getur því ekki heldur fengið uppbótar- sæti, jafnvel þótt samanlögð at- kvæðatala hans út af fyrir sig gæti veitt' honum rétt til þess. I sjálfu sér sýnist það ekki hugsunarrangt, að slíkur flokkur gæti fengið uppbótarsæti. Hann er fulltrúi tiltekinnar landsmálastefnu, og kosningarnar hafa leitt í ljós, að stefnan hefur nægilegt kjósenda- fylgi til eins eða fleiri fulltrúa á þinginu. Ef landið allt væri eitt kjördæmi, þá mundi slíkur flokkur hafa fengið þingfulltrúa." Efni frumvarps þessa er að fella niður það ákvæði kosningalaga, að flokkur verði að fá kjördæmiskjör- inn þingmann til að teljast „þing- flokkur" og koma til greina við úthlutun uppbótarsæta. I stað þess er sett 5% mark og flokkum veittur réttur til uppbótarsæta ef þeir ná því, hvort sem þeir hafa kjördæmiskjörinn þingmann eða ekki. í mörgum nágrannalöndum gilda þær reglur, að flokkar fá alls enga fulltrúa á þing ef þeir ná ekki tilteknu hlutfalli atkvæða. Hér er ekki gengið svo langt. Samkvæmt þessu frumvarpi mundu flokkar auðvitað halda þeim þingmönnum, sem nái kjöri í kjördæmum, enda þótt hlutfallstala þeirra af at- kvæðum sé innan við 5%. Uppbót- arsæti fá þeir hins vegar ekki nema þeir ná því marki. Á sama hátt er flokkum tryggður réttur til uppbótarsæta, ef þeir fá 5% eða meir, þótt þeir hafi ekki fengið kjördæmiskjörinn þingmann. Oddur Olafsson alþingismaður: Reykjanes verði tvö 5 manna kjördæmi Frumvarp til stjórnskipunarlaga ODDUR ólafsson (S), þingmaður Reyknesinga, hefur lagt fram frv. til laga um skiptingu Reykjaneskjördæmis í tvö 5 manna kjördæmi. Frv. er svohljóðandii 1. gr. „31. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: Á Alþingi eiga sæti 60 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum þar af: a) 30 þingmenn kosnir hlutbundinni kosningu í 6 fimm manna kjördæmum: Suðvesturlandskjördæmi: Garðakaupstaður, Kópavogskaupstaður, Seltj arnarneskaupstaður, Kj ósarsýsla. Vesturlandskjördæmi: Borgarfjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla. Vestfjarðakjördæmi: Barðastrandarsýsla, Vestur-Isafjarðarsýsla, Bolungarvíkurkaupstaður, Isafjarðarkaupstaður, Norður-Isafjarðar- sýsla, Strandasýsla. Norðurlandskjördæmi vestra: Vestur-Húnavatnssýsla, Austur-Húna- vatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Siglufjarðar- kaupstaður. Austurlandskjördæmi: Norður-Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaupstaður, Suður-Múlasýsla, Eskifjarðarkaupstaður, Neskaupstaður og Aust- ur-Skaftafellssýsla. Framhald á bls. 39. Rýmingarsala 30-50% afsláttur Kuldaúlpur fyrir börn og fullordna Skiðajakkar -blússur -úlpur 6 Sportval ! LAUGAVEGI 116 - SIMAR 14390 & 26690 ZETA NORD skíóaskór á kr. 7.800 (áöur kr. 9.800) stæröir 7.5-10 mánud- þriöjud. -miövikud.-fimmtud.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.