Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
21
SPENNAN EYKST
SPENNAN jókst aft nýju í keppninni í 1. deildinni í handknattleik
er Fram og Víkingur gerðu jafntefli á sunnudagskvöldið. Þýða
þessi úrslit það, að alls ekki er útilokað að þrjú lið verði efst og
jöfn í efstu sæt-um deildarinnar. en fyrir leikinn virtust Víkingar
vera að sigla fram úr öðrum liðum. Víkingar hafa nú tapað 6
stigum, en Haukar og Valur 8 stigum hvort félag. Á botninum
gerðist það um helgina að Ármenningar misstu síðasta hálmstráið
er þeir töpuðu fyrir Val og eru nú fallnir niður í 2. deild, en þaðan
komu þeir í fyrra.
Það virðist ætla að verða
mikið um aukaleiki í handbolt-
anum í vor. Þannig þurfa þrjú
lið að berjast á botninum í 1.
deild kvenna eftir að KR vann
Víking á laugardaginn og auk
síðarnefnda félagsins taka
Haukar og Ármann þátt í þeirri
keppni. í 2. deild karla þurfa Þór
frá Akureyriog Leiknir að leika
aukaleiki um hvort liðið leikur
síðan við Breiðablik um sæti í 1.
deildinni. Þetta er þó ekki allt,
því útlit er fyrir að Valur eða
Fram þurfi að leika aukaleiki
við FH um Islandsmeistaratitil-
inn hjá kvenfólkinu.
En það er ekki aðeins í
félagakeppninni, sem spennan
er mikil. I keppninni um marka-
kóngstitilinn er mikil barátta á
milli þeirra Andrésar Kristjáns-
sonar og Jóns H. Karlssonar,
sem hafa skorað 70 og 71 mark,
reyndar er Björn Jóhannsson úr
Ármann með í þessari keppni,
en hann á aðeins einn leik eftir.
Næstu leikir í fyrstu deildinni
verða á föstudaginn er Víkingur
leikur gegn ÍR og KR mætir
Ármanni.
Staðan í 1. deild karla:
Víkingur 12 7 4 1 261.223 18
Haukar 12 6 4 2 246i218 16
Valur 12 7 2 3 250.232 16
Fram 13 4 4 5 267.271 13
FH 12 5 2 4 235.220 12
ÍR 12 4 3 5 243.229 11
KR 12 3 2 7 251.266 8
Ármann 13 2 1 10 240.286 5
Markhæstu leikmenn 1. deild-
ar eru eftirtaldi:
Jón Karlsson Val 71
Andrés Kristjánsson Haukum
70
Björn Jóhannsson Ármanni 70
Brynjólfur Markússon IR 62
Haukur Ottesen KR 52
Páll Björgvinsson Víkingi 49
Þorbergur Aðalsteinsson í skotfæri í leik Fram og
Víkings. Guðjón Erlendsson til varnar, Gústaf, Atli
og Árni fylgjast með. (ljósm. Mbl. Friðþjófur).
Ekkert gull, en
góðmálm samt
EKKI tókst íslenzku júdómönnunum að ná sér í gull á Norðurlandamótinu, sem fram fór í Helsinki
um helgina. Er mótið var haldið hér á landi fyrir ári fengu íslendingar tvenn gullverðlaun, en þá
titla tókst ekki að verja að þessu sinni. Eigi að síður stóðu júdókapparnir sig vel og koma heim
með tvenn silfurverðlaun og fern bronzverðlaun.
Bjarni Friðriksson var sá ís- laun í opna flokknum og bronz í 95 fyrra vann hann gullverðlaun í
lenzku keppendanna, sem mest kom kílóa flokki. Gísli Þorsteinsson fékk þessum þyngdarflokki. í opnum
á óvart, en hann hlaut silfurverð- silfurverðlaun í 95 kg flokki, en í flokki varð Gísli í þriðja sæti.
Halldór Guðbjörnsson varð sömu-
leiðis þriðji í sínum þyngdarflokki
að þessu sinni, en sigraði í fyrra.
Jónas Jónasson varð síðan fjórði
íslendingurinn til að hljóta bronz-
verðlaun í sínum þyngdarflokki.
•Finnar höfðu mikla yfirburði á
mótinu og fengu öll gullverðlaunin.
I einstaklingskeppninni fengu Is-
lendingarnir næstflest verðlaun
ásamt Svíum, 2 silfur, 4 bronz. í
sveitakeppninni komu Norðmenn
mest á óvart og urðu í þriðja sæti.
Finnar sigruðu, Svíar aðrir, Danir
fjórðu og íslenzka sveitin varð
síðust, enda ekki fullskipuð. — áij
(---------------\
jr
Agúst
meistari
- Ólafur
slapp
ÁGÚST Svavarsson og félagar
hans í Drott urðu Svíþjóðar-
meistarar í handknattleik um
helgina er þeir unnu Lugi í
síðari úrslitaleik liðanna
20.17. í fyrri leiknum sigraði
Drott cinnig. þá 19.18 á
heimavelli Lugi. Ágúst Svav-
arsson fékk ekki að taka þátt
í úrslitakeppninni. cn Jón
Hjaltalín gerði þrjú mörk í
þessum tveimur leikjum.
Olvmpia. liðið. sem Ólafur
Benediktsson hefur leikið með
í vctur. slapp við fall úr
Allsvenskan. Eftir spennandi
aukakeppni neðstu liða 1.
deildar og þeirra efstu í 2.
dcild vann Olvmpia sigur í
síðasta leik sínum. 25.23 gegn
CV 74 og það nægði liðinu til
að hanga uppi. Danirnir Bock
og Pazyj skoruðu 19 af mörk-
um Olympia í þessum leik.
- áij
TEITUR byrj-
aði á að skora
í Allsvenskan
TEITUR Þórðarson byrjaði
vel er keppnin hófst í 1.
deildinni í Svíþjóð á sunnudag-
inn, en Teitur er fyrsti íslend-
ingurinn. sem leikur í deild-
inni. Skoraði Teitur annað
mark östers gegn Vestarás. en
liðið vann sannfærandi 2.0
sigur. Undanfarið hefur tals-
vert verið skrifað um Teit í
sænsk blöð og honum líkt við
eldfjall og markagíg ef svo má
að orði komast. Á blaðsíðu 27
er endursögn á grein um Öster
úr Dagens Nyhcter.
Meðal úrslita í Allsvcnskan
um hclgina má nefna að
Malmö, meistarar fyrra árs.
unnu AIK 3.0. Elfsborg, sem
varð í 2. sæti deildarinnar í
íyrra. gerði 1.1 jafnteíli á
útivelli og ÍFK Gautaborg
vann Landskrona 2*1. í þeim
leik skoraði Ralf Edström
annað mark sigurliðsins og
nálgast óðum sitt bezta form.
en hann var einn af lykilmönn-
um Svía í IIM 1974. |
- áij I
SENDUM NANASTC-LIÐ
EF ÍSLAND TEKUR ÞÁTT
I OL I KNA 1 í SPYRNU
STJÓRN KNATTSPYRNUSAMBANDSINS. FIFA, samþykkti nýlega mcð 10 atkvæðum gegn 7 að
þátttakendur í undankeppni Ólympiuleikanna í Moskvu megi ekki haía leikið með landsliðum sínum
í heimsmeistarakeppni. hvorki í undankeppni eða aðalkeppni. Mái þetta verður lagt fyrir þing FIFA
í Argentínu í byrjun tnaí og verði tillagan samþykkt þýðir það að ísland sendir nánast c lið til
undankeppni ÓL — verði þá ákvörðun tekin um að senda lið til keppninnar.
Morgunblaðið bar þetta mál
undir EUert B. Schram í gær og
sagði Ellert að tillagan væri
komin fram til að koma í veg
f.vrir að þjóðir A-Evrópu færu
alltaf framhjá áhugamanna-
reglum og notuðu sína sterkustu
atvinnumenn í Ólympíukeppni.
— Knattspyrnan hefur smátt og
smátt misst gildi sitt á Ólym- — Mín skoðun er sú að
píuleikum og þannig hafa t.d. knattspyrnan sé að lognast útaf
Svíar og Englendingar ekki sem Ólympíuíþrótt. Það hefur
verið meðal þátttakenda undan- verið rætt um ýmsar leiðir til að
farin ár, sagði Ellert. — Nú er koma í veg fyrir að Austan-
útlit. fyrir að engin Norður- tjaldsþjóðirnar noti atvinnu-
landaþjóðafina nema Finnar menn sína á ÓL og sú tillaga á
verði með í undankeppni næstu mestu fylgi aö fagna að leik-
Ólympíuleika. menn, sem tekið hafa þátt í
HM-leikjirm, verði .útlilokaðir
frá Ól. Norðurlandaþjóðirnar
eru t.d. fiestar inni á .þessu úr
því sem komiö er. Fyrir okkur
þýðir þetta hins vegar aö þarna
er verið að banna hinum einu
raunverulégu atvinnumönnum
að taka þátt í Ólympíuleikunum.
Að sjálfsögðu stangast það
algjörlega á við grundvallarhug-
sjón Ólympíuleikanna, en við
verðum að athuga gaumgæfi-
lega hvort við tiíkynnum þátt-
töku í ÓL með það í huga að
e.t.v. 20 af okkar beztú leik-
mönnum fá ekki að vera með í
keppninni, sagði Ellert B.
Schram.
Ellert sat í síðustu viku þing
forinanna norrænu knatt-
spyrnusambandanna og var þar
meðal annars rætt um mál
Matthísar Ilallgrímssonar og
Halmia. Kom þar fram að dönsk
félög eiga í svipuðum inála-
rekstri við sænsk félög vegna
skipta leikmanna á milli
Framhald á hls. 37.