Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978______________________________________________ I-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 Landsliöið lofar góðu Sigraði pressuliðið 106:102 ÍSLENZKA landsliðið í körfuknattleik sýndi það á sunnudaginn, að það er til alls líklegt í Norðurlandamótinu sem hefst í Reykjavík eftir hálfan mánuð, er það sigraði pressuliðið í stórskemmtilegum leik fyrir troðfullu húsi áhorfenda vestur í Hagaskóla með 106 stigum gegn 102. Strax í upphituninni fengu áhorfendur að sjá forsmekkinn af því sem koma skyldi. Leikmenn beggja liða kepptust þá við að sýna kúnstir sínar og var það bráðskemmtilegt á að horfa. Mesta athygli vöktu Pétur Guðmundsson og Banda- ríkjamennirnir Mark Christen- sen og. Rick Hockenos, sem „tróðu“ með meiri tilþrifum en áður hefur sést hér á landi. Svo við víkjum okkur að leiknum, þá var hann alltaf mjög jafn og í leikhléi hafði landsliðið forystu, 48:45. Pressan náði góðum kafla um miðjan síðari hálfleikinn og komst 8 stig yfir, en landsliðið var ekki búið að segja sitt síðasta orð og komst yfir 97:94 skömmu fyrir leikslok, en pressan jafnaði 100:100. Lands- liðið átti þó síðasta orðið og sigraði eins og áður sagði. 106:102. Leikur þessi var mjög vel leikinn af beggja hálfu og einhver skemmtilegasti körfu- boltaleikur, sem sést hefur hér á landi. Landsliðið sýndi að það er á réttri leið, því að það þurfti vissulega stórleik til þess að sigra sterkt pressulið með þrjá bandaríska snillinga í broddi fylkingar. Pétur Guðmundsson tók á sig rögg ísíðari hálfleik og sýndi þá hvers hann er megnug- ur. Til þess að ná betri árangri þarf hann þó að vera miklu jákvæðari. Erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmanna, langflestir áttu góðan leik. Jón Sigurðsson, Kristján Ágústsson, Pétur, Símon Ólafsson og Gunnar Þorvarðarson voru allir góðir. Mark Christensen, Dirk Dunbar og Rick Hockenos léku allir snilldarlega með pressu- liðinu og féllu aðrir leikmenn liðsins óneitanlega í skuggann þótt þeir stæðu sig allir vel. Var oft unun að horfa á þá félaga leika listir sínar. Mark Christensen sannaði það hversu sterkur leikmaður hann er, en því er ekki að neita, að minnst hefur borið á honum í vetur af þeim bandarísku leikmönnum, sem hér léku. í góðu liði er hann síst lakari heldur en hinir. Stigin fyrir landsliðið: Pétur Guðmundsson 25, Kristján Ágústsson 18, Símon Ólafsson 17, Jón Sig. 15, Gunnar Þorvarðarson 12, Þorsteinn Bjarnason 8, Bjarni G. Sveins- son 6, Torfi Magnússon 4 og Kári Marísson 2. Stigín fyrir pressuna: Dirk Dunbar 22, Mark Christensen og Rick Hockenos 19 hvor, Einar Bollason 12, Jónas Jóhannesson 8, Brynjar Sigmundsson og Geir Þorsteinsson 6 hvor, Bjarni Jóhannesson og Ingi Stefánsson 4 hvor og Steinn Sveinsson 2. Mjög góðir dómarar voru Eiríkur Jóhannesson og Hilmar Victorsson ín Lokastaðan ímfLkvenna KR - ÍS 52.43 ÍR - Þór 51.46 KR - Þór 64.26 LOKASTAÐAN. KR 6 5 1 342.253 10 ÍS 6 5 1 323.266 10 Þór 6 1 5 237.305 2 ÍR 6 1 5 282.361 2 Eítir er aukaúrslitaleikur milli KR og ÍS. Rick_ Hockenos fylgir á eftir skoti frá samherja sínum í pressuleiknum á sunnudag.Torfi Magnússon. Mark Christensen Pétur Guðniundsson og Geir Þorsteinsson fylgjast með. Dauft yfir Reykjavíkurmótinu í lyftingum GÚSTAFÆTLARAÐ VERJA NM-GULLIÐ LÍTIL REISN var yfir Reykjavikurmótinu í lyftingum í Laugardalshöllinni á sunnudag og sterkustu lyftingamennirnir tóku ekki á öllu sínu. Ástæðan var sú. að um næstu helgi fer Norðurlandsmótið í lyítingum fram í Kotka í Finnlandi og verða þar 5 íslenzkir lyftingamenn meðal keppenda, þeir Gústaf Agnarsson, Már Vilhjáimsson, Birgir Þór Borgþórsson, Ágúst Kárason 'og Kári Elfasson. Þeir Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson urðu Norðurlandameistarar á síðasta móti, sem haldið var í Reykjavík og verður að reikna með að Gústaf eigi alla möguleika á að verja titil sinn að þessu sinni. Þá ættu þeir Kári Eliasson og Már Vilhjálmsson að geta náð verðlaunum á mótinu. Kári Elíasson, Ármanni, sá um að met væru sett á Reykjavikurmótinu á sunnudaginn, en lyftingamenn halda helzt ekki mót án þess að setja a.m.k. eitt íslandamet. Kári setti mct í snörun er hann lyfti 105 kflóum í 67.5 kflóa flokki og hann setti einnig met í samanlögðu, 227.5 kfló. Gústaf Agnarsson tók enga áhættu í 110 kílóa flokki. Ilann lyfti „aðeins" 300 kflóum samtals, cn á íslandsmótinu á dögunum lyfti hann 342.5 kflóum. Norðurlandametið í flokknum er 350.5 kfló og hefur Gústaf gert betur en að lyfta þcirri þyngd á æfingum að undanförnu: Til marks um hve dauft var yfir Reykjavíkurmótinu má nefna að Gústaf notaði þetta mót aðeins sem æfingu og að því loknu hélt hann áfram æfingum í Jakabóli. aðsetri lyftingamanna f Laugardalnum. 56 KlLÓA FLOKKlIRi 75 KILOA FLOKKIJR, Þorvaldur RognvaldsNnn. KR. 145 (65— 80) Ólafur Emilsson. Á, 220 (95—125) 60 KÍLÓA FLOKKUR. Baldur Boncþórsson, KR, 135 (60— 75) Lárus GuAjónsson, KR, 115 (50 —65) 67.5 KÍLÓA FLOKKUR. Kári Elíasson, Á. 227.5 (105-122.5) Leifur Björnsson, KR. 170 (75—95) 82.5 KÍLÓA FLOKKUR. Már Vilhjálmsson. Á, 255 (115-140) Hraifi Helgason, KR, 187.5 (77.5—110) Valur Stelánsson. KR. 160 (70— 90) 90 KlLÓA FLOKKUR, Biririr Borgþórsson. KR. 262.5 (117.5—145) Snorri Aanarsson. KR, 235 (100—135) 100 KÍLOA FLOKKUR. Óskar Kárason, KR, 245 (110—135) 110 KÍLÓA FLOKKUR. Jén P. Sigmarsson. KR. 167.5 (72.5-95) Gústal Agnarsson, KR. 300 (130-170) mmHm Sólveig Þórhallsdóttir og Hanna Birgisdóttir berjast um knöttinn f leik KR og ÍS á föstudaginn. Sigur KR færði liðinu aukaleik gegn ÍS um íslandsmeistaratitilinn. (Ijósm. ÁG). TVEIR GÓÐIR SIGRAR FÆRÐU KR AUKALEIK KR TRYGGÐI sér um helgina aukaúrslitaleik um íslands bikarinn í mfl. kvenna í kröfuknattleik með því að sigra ÍS 52i43 og Þór 64i26 og ná þar með ÍS að stigum. KR-ÍS 52.43 (49.14). KR byrjaði leikinn mjög vel og komst í 6:0, en ís gekk mjög illa að finna leið í gegnum sterka KR-vörnina. Mikið var um mistök í fyrri hálfleiknum og lítið skorað og í leikhléi hafði KR yfir 19:14. Fljótlega í síðari hálfleik tók KR leikinn í sínar hendur og á 13. mínútu var munurinn orðin 17 stig, 39:22. Þetta var of mikið fyrir ÍS, þrátt fyrir að fjórar beztu KR-stúlkurnar þyrftu að yfirgefa völlinn með fimm villur. Þeim tókst þó að minnka muninn og lokatölur voru eins og áður sagði 52:43 fyrir KR. Sigur KR var mjög sanngjarn og það sem gerði gæfumuninn var sterk vörn, sem ÍS hafði ekkert svar við, og góð hraðaupp- hlaup. Beztan leik átti Linda Jónsdóttir, en Björg Kristjáns- dóttir og Emelía Sigurðardóttir áttu einnig ágætan leik. Þá á allt liðið hrós skilið fyrir góðan varnarleik. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, þegar lið gengur til leiks með því hugarfari, að það sé nánast formsatriði að ljúka leiknum, en það gerðu ÍS-stúlkurnar óneitanlega að þessu sinni. Kolbrún Leifsdóttir var langbezt hjá ÍS, en Guðný Eiríksdóttir og Hanna Birgis- dóttir áttu þökkalegan leik. Stigin fyrir KR: Linda 21, Börg 10, Emelía 8, Erna og Kristjana 4 hvor, Sólveig 3 og Olga 2. Stigin fyrir ÍS: Kolbrún 17, Guðný 11, Hanna 7, Ragnhildur 4, Sigurlaug og Valerður 2 hvor. í leiknum voru dæmdar 19 villur á ÍS, en 32 á KR. KR fékk 23 vítaskot og hitti 10, en ÍS 45 og hitti 21. KR — Þór 64.26 (31.10). Leikur KR óg Þórs var leikur kattarins að músinni. Yfirburðir KR voru algerir og í fyrri hálfleiknum mátti sjá tölur eins og 15:0 og 23:4, en í leikhléi var staðan 31:10. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, aðeins spurning hve munurinn yrði mikill. Lokatölur urðu 64:26. Með þessum sigri náði KR ÍS að stigum og þurfa liðin að leika aukaúrslitaleik um íslands- meistaratitilinn. Þór situr hins vegar á botninum ásamt ÍR með 2 stig. Stigin fyrir KR: Linda 26, Emelía 13, Erna 9, Kristjana 6, Olga 4, Björg, Salína og Sólveig 2 hver. Stigin fyrir Þór: María 8, Ásta 6, Guðríður og Guðrún 4 hvor, Alice og Sólveig 2 hvor. ÁG. HELDURÞÓR SÆTISÍNU? ÞÓR sigraði Snæfell frá Stykkishólmi f körfuknattleik á laugardaginn, en liðin leika tvo leiki um réttinn tii að leika í Úrvalsdeildinni næsta vetur. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið var betra f leiknum á laugardag og má fullvíst telja að Þórsarar leiki meðal þeirra beztu í körfunni næsta vetur. Úrslit leiksins urðu 64—46 og ólíklegt verður að telja að Þór glutri því forskoti niður í leik liðanna á Akranesi næst- komandi laugardag. Mark Christensen var f sér- flokki leikmanna á vellinum að þessu sinni og skorað tæpan helming stiga Þórs, 31 af 64. Einar Sigfússon, fyrrum ÍR-ing- ur var helzta skytta Uólmara að þessu sinni og gerði 16 stig í leiknum. - Sig. G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.