Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
29
Jón Bragi Bjarnason.
Lauk doktors-
prófi í lífefna-
frædi í Banda-
ríkjunum
JÓN Bragi Bjarnason efnafræð-
ingur hefur lokið doktorsprófi í
lífeínafræði frá Ríkisháskóianum
í Colorado í Fort Collins. Fjallaði
doktorsritgerð Jóns Braga um
einangrun og greiningu
enzym-blæðingarþátta úr eitri
amcrískrar landslöngu en slöngu-
bit valda um 50 þúsund dauðsföll-
um í heiminum ár hvert.
Jón Bragi er fæddur 15. ágúst
1948, sonur hjónanna Rósu Guð-
mundsdóttur og Bjarna Braga
Jónssonar. Hann lauk B.S. prófi
frá Háskóla íslands 1973, en hefur
síðan stundað framhaldsnám og
rannsóknir við Colorado-háskóla,
en rannsóknirnar voru styrktar af
heilbrigðisráðuneyti Bandaríkj-
anna. Kennir Jón Bragi nú lífefna-
fræði við Háskóla íslands og hefur
hafið rannsóknir á enzymum úr
þorski. Hann er kvæntur Guðrúnu
Stefánsdóttur og eiga þau tvær
dætur.
Ráðning rekstrar-
stjóra Vegagerd-
arinnar fordæmd
SVOHLJÓÐANDI tillaga var sam-
þykkt á kjördæmisráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins á Austurlandi,
sem haldinn var á Reyðarfirði 2.
apríl 1978:
Fundurinn fordæmir þau vinnu-
brögð samgönguráðherra, sem
beitt var við ráðningu rekstrar-
stjóra Vegagerðar ríkisins á Aust-
urlandi nú nýverið.
(Fréttatilkynning)
Hjálparsveitir
skáta kallaðar út:
„Það hefur orðið mikill
jarðskjálfti uppi í Hval-
firði og þar eru a.m.k. 34
manns slasaðir, nánar til-
tekið í nágrenni við Hvíta-
nes.“ — Þannig hljóðaði
útkall það sem allar hjálp-
arsveitir skáta á suðvest-
urhorninu fengu klukkan
7.30 á sunnudagsmorgun
og voru þeir þar beðnir að
mæta með allan sinn
mannskap og
flutningatæki
Um klukkan 10.30 voru allar
sveitirnar frá Reykjavík, Kópa-
vogi, Garðabæ, Hafnarfirði og
Njarðvíkum mættar með um 100
manns á staðinn ásamt fjölda
bj örgunarbifreiða.
Þá kom í ljós að hér var
aðeins um sviðsett stórslys að
„Fjöldi f ólks stórslasað eftir
mikinn jarðskjálfta í Hvalfirði”
ræða, sem 14 nýútskrifaðir
kennarar í skyndihjálp frá
Björgunarskóla Landssambands
hjálparsveita undir stjórn kenn-
ara síns Thors B. Eggertssonar
stóðu að.
Mbl. ræddi við Thor og innti
hann eftir gangi æfingarinnar,
undirbúningi og tilgangi þessa
útkalls. — „Eftir að sveitirnar
voru komnar hér á staðinn, var
sett á stofn leitar- og björgunar-
stjórn sem var skipuð stjórn
Landssambands hjálparsveita
skáta. Skipulögð var leit að
hinum slösuðu, sem voru á víð
og dreif Um 20 hektara svæði
allt kringum eyðibýlið að Hvíta-
nesi.
Hinir slösuðu voru 34 að tölu,
skátar úr skátafélaginu Garðbú-
um í Reykjavík, sem voru
útbúnir sem eðlilegast með hin
ýmsu gervisár, margir hverjir
mjög mikið slasaðir. Það kom
mér nokkuð á óvart hversu allar
aðgerðir gengu fljótt og vel fyrir
sig, öll stjórnun svo og kunn-
áttusamleg handbrögð hinna
almennu félaga, sem sáu um að
koma hinum slösuðu til hjálp-
ar,“ sagði Thor ennfremur.
„Þegar búið var að hlúa að
hverjum sjúklingi og koma
honum á sjúkrabörur, voru þeir
fluttir með sjúkrabílum sveit-
anna á neyðarsjúkrahús sem
komið hafði verið upp í félags-
heimilinu að Félagsgarði. Þessu
var svo öllu lokið um klukkan
12.00, þannig að það er hægt að
vera mjög ánægður með árang-
urinn. — Hvað varðar undirbún-
ing og markmið með æfingunni,
þá er það að segja að tilgangur-
inn er fyrst og fremst að kanna
ástand sveitanna með tilliti til
þess að samkvæmt samningi við
Almannavarnir ríkisins um þátt
hjálparsveita skáta í kerfinu ef
til stóráfalla kemur, er það
hlutverk þeirra að sjá um
sjúkrahjálp og þjónustu, ásamt
því að setja upp neyðarsjúkra-
hús á staðnum. Hvað varðar
undirbúninginn er það að segja
að hann hófst strax í janúar s.l.
þegar við fórum að huga að stað
og hvernig bezt væri að skipu-
leggja þetta.“ — Að lokum sagði
Thor, að eftir slysið hefði
hópurinn komið saman þar sem
gallar og kostir æfingarinnar
voru ræddir.
Helgi mátaði Timman
og er nær öruggur um
að hljóta alþ jódatitil
„EG ÞARF að fá hálfan vinning úr Þremur síðustu umferðunum til þess að fá alþjóðlegan titil og
ég geri ráð fyrir því að mér takist ekki að klúöra þessu núna,“ sagöi Helgi Ólafsson skákmeista%í
samtali við Mbl. í gær, en telja má fullvíst að Helgi verði útnefndur alþjóðlegur meistari í skák að
loknu Lone Pine-skákmótinu, eftir að hann sigraði hollenska stórmeistarann Jan Timman glæsilega
í 6. umferð mótsins. Helgi hefur áður unnið til hálfs titils, það var á skákmóti í New York 1976.
Helgi sagöi að hann hefði verið í
ágætu formi á þessu móti og verið
farsæll í skákum sínum. I skákinni
við Timman tefldi hann mjög vel í
mikilli baráttuskák og í tímahraki í
lokin missti Hollendingurinn alveg
þráðinn og Helgi mátaöi hann, sem
er afar sjaldgæft á kaþpmótum. Var
staða Helga gjörunnin og hefði
Timman getað gefið skákina
nokkru áður.
Margeir Pétursson tefldi við
júgóslavneska stórmestarann
Janosevic og lék iliilega af sér eftir
að hafa verið með goða stöðu og
tapaði. Haukur Angantýsson tefldi
við finnska stórmeistarann Wester-
inen og vann Haukur skákina í 42
leikjum. Ásgeir Þ. Árnason tapaði
fyrir Bandaríkjamanninum Taylor
og Jónas P. Erlingsson tapaði fyrir
Whitehead, sem einnig er frá
Bandaríkjunum.
Eftir 6 umferðir er Polugaevsky
efstur með 5'/2 vinning en hann
sigraði Reshevsky í síðustu umferð.
Bent Larsen kemur fast á hæla
Sovétmannsins með 5 vinninga, en
hann hefur nú unnið 5 skákir í röð,
síöast Bretann Mestel. í 3.-6.
sæti eru Portisch, Peters og Laine
með 4'/2 vinning, en Helgi er í
7. —17. sæti með 4 vinninga.
Margeir og Haukur hafa 3 vinninga,
Ásgeir 1% og Jónas '/2 vinning.
Hér fer á eftir sigurskák Helga
gegn Timman.
Hvítt: Helgi Olafsson
Svart: Jan Timman.
1. c4 — e5 2. Rc3 — Rf6 3. Rf3 —
Rc6 4. e3 — Bb4 5. Dc2 — 0-0 6.
d3 — He8 7. Bd2 — d6 8. a3 —
Bxc3 9. Bxc3 — Bg4 10. Be2 —
Bxf3 11. Bxf3 — Rd4 12. Dd1 — d5
13. 0-0 — Rxf3+ 14. Dxf3 — c6 15.
e4 — d4 16. Bd2 — Rd7 17. b4 —
b6 18. Dh3 — a5 19. f4 — exf4 20.
bxa5 — bxa5 21. Bxf4 — Rc5 22.
Hab1 — a4 23. Hb4 — He6 24. Hf3
— De7 25. Dg3 — h6 26. h3 — Hf6
27. Bd2 — Hxf3 28. Dxf3 — Rb3 29.
Bf4 — Df6 30. Dg3 — He8 31. Hxa4
— Rc5 32. Ha5 — Rxd3 33. Bxh6
— Re5 34. Bf4 — Rxc4 35. Hf5 —
De6 36. Hg5 — g6 37. e5 — Hd8
38. h4 — d3 39. h5 — Kg7 40. hxg6
— fxg6 41. Hh5 — Hd7? 42. Dg5
— Dg8 43. Df6 mát.