Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
— Utflutningsbann
Framhald af bls. 48
landinu. Þá má og minna á að
Vestfirðir standa utan við
aðgerðir Verkamannasam-
bands íslands.
Morgunblaðinu barst í gær
fréttatilkynning frá ASÍ, þar sem
samþykkt 10-manna nefndarinnar
er kunngerð. Næstkomandi
fimmtudag er ráðgert að boða
samráðsnefndir svæðasamband
ASI til fundar viðlO-manna nefnd-
ina og verður þar fjallað um stöðu
samningamálanna. Verður
fundurinn haldinn á Hótel Loft-
leiðum og hefst klukkan 14.
Samdægurs er ráðgerður mið-
stjórnarfundur ASI. Fréttatil-
kynning ASI frá í gær er svohljóð-
andi:
„10-manna nefnd Alþýðusam-
bands íslands kom saman til
fundar klukkan 10 í morgun að ósk
Karls Steinars Guðnasonar, for-
manns Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur og nágrennis.
Gerði hann grein fyrir umræðum
þeim, sem farið hafa fram á
Suðurnesjum um væntanlega þátt-
töku félaganna þar í aðgerðum
Verkamannasambandsins. Að
loknum umræðum var eftirfarandi
samþykkt gerð samhljóða:
10-manna nefnd ASI samþykkir
að beina því til aðildarsambanda
sinna að þau flýti athugunum
sínum á frekari aðgerðum en
þegar hafa verið ákveðnar."
Snorri Jónsson varaforseti ASÍ
kvað hugsunina á bak við þessa
samþykkt 10-manna nefndarinnar
vera þá að ekki, ætti að láta
Verkamannasambandið eitt vera á
ferðinni með aðgerðir og önnur
sambönd innan Alþýðusambands-
ins komi einnig með. Snorri kvaðst
ekki vita, hvað Suðurnesjamenn
hygðust fyrir — „það upplýstist
ekki“, sagði hann og tók fram að
þeir hhefðu enn ekki boðað út-
flutningsbann.
Snorri var spurður að því, hvort
það væri ekki galli á útflutnings-
banninu, ef Suðurnes tækju ekki
þátt í aðgerðinni. Hann kvað það
að vísu vera verra, en þó væri
bannið orðinn hlutur um lang-
mestan hluta landsins, aðeins
Vestfirðir og Suðurnes væru ekki
með. Nú kvað hann önnur sam-
bönd þurfa að ákveða hvenær þau
gripu til aðgerða og hvers konar.
„Hitt er annað mál að það er ætlun
okkar, “ sagði Snorri, „eða meiri-
hlutans að minnsta kosti, að
þessar aðgerðir, reyni sem minnst
á okkar fólk, en séu sem áhrifa-
ríkastar."
Morgunblaðið hafði samband
við Karl Steinar Guðnason, for-
mann Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur og nágrennis og
spurði hann um hvað Suðurnesja-
menn ætluðust fyrir og hver
gangur hefði verið að 10-manna
nefndar fundinum. Karl Steinar
sagðist ekki telja þetta mál til þess
að ræða í fjölmiðlum á þessu stigi
og vildi ekkert um það segja.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
Isiands, kvað það sem í jaun vetí
að gerast væri að Suðurnesjamenn
hefður óskað eftir fundi til frekari
viðræðna og niðurstaða fundarins
hefði verið samhljóða. Svo væri
aðeins að vita, hvernig málin
þróuðust. Guðmundur sagði að hin
eindregna ósk Verkamannasam-
bandsins um að aðildarfélög þess
boðuðu útflutningsbann fyrir 15.
apríl heföi verið samþykkt ein-
róma áð viðstöddum öllum stjórn-
armönnum og öllum varamöhnnm.
Síðan heföu þessi tilmæli verið
samþykkt alls staðar þar sem þau
hefðu verið borin upp, nema á
einum stað, Reyðarfirði. í nokkr-
um félögum eru og einstakar
tímabundnar aðgerðir í undirbún-
ingi og á umræðusligi til viðbótar
og áhrifsauka.
Guðmundur kvað allar þær
aðgerðir, sem launþegafélög
stefndu að ekki vera samkvæmt
„teoríunni", því að andsvör væru
þeim mun auðveldari frá hendi
vinnuveitenda, eftir því sem að-
gerðir væru hefðbundnari. Því
væri um að gera að leita eftir
nýjum og áður óþekktum
aðgerðum.
Jón Helgason, formaður Verka-
lýsðfélagsins Einingar á Akureyri,
en félagssvæði þess nær yfir
Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð og
Hrísey var einn þeirra, sem gerði
fyrirvara um þátttöku í út-
flutningsbanni Verkamannasam-
bandsins. Fyrirvara, sem var um
algjöra samstöðu. Jón vildi ekki
tjá sig um málið, þar sem hann
hefði ekki setið 10-manna nefndar
fundinn í gær. Þá spurði Morgun-
blaðið Jón, hvort það myndi breyta
ákvörðun Einingar um þátttöku í
aðgerðunum, ef niðurstaðan yrði
sú að Suðurnes boðuðu ekki. Jón
sagði að enn hefði ekkert komið
fram, sem breytti þeirra afstöðu.
„Þegar við. ákváðum þetta, byggð-
um við það á mati forystumanna
vítt og breytt og á þeirri samstöðu
innan Verkamannasambandsins
sem var um aðgerðirnar. Bar ég
svo þetta undir stjórnina hér og
þar sem líkt var á- komið með
félaginu í Vestmannaeyjum, sem
verið hafði með sömu fyrirvara og
við, þá vildi ég ekki verða eftirbát-
ur.“ Jón kvað Einingu spanna yfir
stórt svæði með mörg frystihús og
því hefði hann ekki viljað verða
dragbýtur á þá félagslegu sam-
stöðu, sem myndazt bafði.
Jón Helgason kvað Einingu
síðan hafa óskað eftir viðræðum
við Vinnuveitendafélag Akureyrar
og KEA. Sá fundur var haldinn í
gær, en sá fundur varð ekki
frábrugðinn öðrum fundum með
vinnuveitendum, ekkert jákvætt
kom út úr viðræðunum. Kom þar
fram að vinnuveitendur telja sig
ekki vera til svara um þessi
kröfumál launþegasamtakanna,
heldur rikisstjórnina.
Þá ræddi Morgunblaðið við
Benedikt Davíðsson, formann
Sambands byggingarmanna, sem
sagði fátt eitt hægt að segja um
þá stöðu, sem komin væri upp um
aðgerðir VerkamannasamSands-
ins. Hann sagði að sér væri ljóst
að hið erfiða atvinnuástand á
Suðurnesjum, sem verið hefði, ylli
verulegum erfiðleikum um fram-
kvæmd útflutningsbanns þar. Þess
vegna væri erfitt að fá slíka
aðgerð samþykkta þar.
Um önnur sambönd innan ASÍ
og þá áskorun 10-manna nefndar
ASI um að þau flýttu athugunum
á aðgerðum, sagði Benedikt, að
hann teldi að þau kæmu mjög
fljótlega inn í myndina og boðuðu
aðgerðir, þegar útflutningsbannið
færi að virka. Hann nefndi sem
hugsanlega möguleika tímabundin
svæðaverkföil. Ekkert hefði hins
vegar verið ákveðið um slíkar
aðgerðir.
— Alþýðubanka-
málið
Framhald af bis. 48
I öðru lagi er Óskari Kristmanni
Hallgrímssyni og Gísla Jónssyni
gefið að -sök að láta geyma
innistæðulausa tékka að upphæð
rúmlega 35 millj. króna mánuðum
saman á árinu 1975 í bankanum
lengst af sem reiðufé í kassa. Jón
Hallsson er talinn hafa látið þetta
viðgangast þó að hann hafi hlotið
að vita um það.
í þriðja lagi er Jóni Hallssyni og
Gísla Jónssyni gefið að sök að hafa
á árinu 1975 gefið út fjölda
innistæðulausra tékkja samtals að
fjárhæð rúmlega 3,3 millj. og um
2 millj. króna til einkaþarfa á
reikninga sína í bankanum og séð
um að þeir væru innleystir og
geymdir í bankanum í langan tíma
án þess að reki væri gerður að
innheimtu þeirra.
Ákærðu eru fyrst og fremst
ákærðir fyrir að hafa misnotað
starfsstöðu sína í bankanum og
með því gerst brotlegir gegn 249.
gr. hegningarlaganna."
249. grein hegningarlaganna.
sem vísað er til í frétt ríkissak-
sóknara hljóðar svo: „Ef maður,
sem fengið hefur aðstöðu til þess
að gera eitthvað, sem annar maður
verður bundinn við, eða hefur
fjárreiður fyrir aðra á hendi,
misnotar þessa aðstöðu sína, þá
varðar það fangelsi allt að 2 árum,
og má þyngja refsinguna, ef mjög
miklar sakir eru, allt að 6 ára
fangelsi."
—Fjöldi atkvæða
Framhald af bls. 48
Suðvesturlandskjördæmi
(Garðakaupstaður, Kópavogs-
kaupstaður, Seltjarnarneskaup-
staður og Kjósarsýsla) og
Reykjaneskjördæmi
(Hafnarfjörður, Gullbringusýsla,
Grindavíkurkaupstaður, Njarðvík-
urkaupstaður og Keflavíkurkaup-
staður). Hvort kjördæmi fái fimm
kjördæmakosna þingmenn (í stað
þess að fá 5 nú sem eitt kjördæmi).
Norðurlandskjördæmi eystra og
Suðurlandskjördæmi hafi áfram 6
kjörna þingmenn. Þingmönnum
Reykjavíkurkjördæmis verði fjölg-
að úr 12 í 14. Landskjörnum
þingmönnum (uppbótarsætum)
verði fækkað úr 11 í 4. Heildartala
þingmanna verði óbreytt.
- í þriðja lagi er frv. Jóns Á.
Héðinssonar (A), sem felur það í
sér að flokkur þurfi ekki að fá
kjördæmakosinn þingmann til að
hljóta uppbótarþingsæti, heldur
nægi honum 5% (eða meira) af
samanlögðum gildum atkvæðum í
öllum kjördæmum til slíks, ef
hann fullnægir að öðru leyti
ákvæðum gildandi laga um upp-
bótarþingsæti.
Á þingsíðu Mbl. í dag (bls. 19)
er að finna efnisatriði úr greinar-
gerðum með þessum frumvörpum,
er skýra innihald þeirra nánar.
— Moro
Framhald af bls. 1.
tali við Moro eins og Moro hefur
haldið fram. Moro sakar Taviani
að hafa skipt um pólitískar
Skoðanir og segir að hann sé
„virðingarlaus og ögrandi“.
I yfirlýsingu Rauðu her-
deildanna segir að minni Moros
hafi ekki bilað nú þegar hann eigi
að svara til saka fyrir alþýðudóm-
stóli. Þetta þykir gefa til kynna að
Moro verði neyddur til að senda
frá sér fleiri yfirlýsingar um
Kristilega demókrataflokkinn og
kannski um nokkur þeirra
hneykslismála sem flokkurinn
hefur verið viðriðinn á undanförn-
um árum.
Herdeildirnar harðneita því að
leyniviðræður standi yfir: „Af-
staða samtaka okkar hefur alltaf
verið og er enn: engar leyniviðræð-
ur ... það má ekkert fela fyrir
alþýðunni."
— Ekkert
Framhald af bls. 1.
austurhluta hernámssvæðisins á
morgun. Þar með verða þorpin
Marjavoun og Khiam áfram á
valdi Israelsmanna og sömuleiðis
þrjú önnur fjallaþorp þar sem
auðvelt er að hafa eftirlit með
svaeðunum sem þeir hörfa frá.
Á föstudaginn ætla ísraelsmenn
að hörfa frá annarri brú yfir
Litaniána og nokkrum nálægum
þorpum á miðsvæðinu. Þeir hafa
ekkert látið uppskátt um hvenær
þeir hyggist hörfa frá stöðvum
sínum í vestri, en þær eru nokkra
kílómetra frá stöðvum Palestínu-
manna umhverfis Tyros.
Israelsmenn Iögðu fram brott-
flutningsáætlun sína þegar Kurt
Waldheim, framkvæmdastjóri SÞ,
hafði skorað á Menachem Begin
forsætisráðherra að fyrirskipa
skjótan brottflutning. Líbanskir
og palestínskir leiðtogar hafa
fordæmt áætlunina og hermála-
sérfræðingar í Beirút telja að
fyrirhugaður brottflutningur verði
óverulegur.
- Móðir Apagovs
Framhald af bls. 1.
heyrðist vera: „þetta hafa sovézk
yfirvöld neytt mig til að gera og
síðan hneig hún niður," sagði
ungfrú Savborg.
Ludmila Agapova stakk sig með
brauðhnífi 1976 þegar fyrri beiðni
um vegabréfsáritun var neitað.
Hún skýrði blaðamönnum frá því
í síðustu viku að fjölskyldan hefði
gert fjórar tilraunir til að komast
til lítillar flugvélar sem flaug frá
Finnlandi til að flytja fjölskylduna
til Svíþjóðar.
Valentin Agapov sagði í dag að
fréttin um sjálfsmorðstilraunina
kæmi sér ekki alveg á óvart. Hann
kvaðst óttast að bæði móðir hans
og kona hans reyndu að fyrirfara
sér vegna þess mótlætis sem þær
ættu við að stríða.
Hann kvaðst vona að sænska
stjórnin gerði eitthvað til að
hjálpa fjölskyldunni. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum ætlar
stjórnin ekki að aðhafast neitt í
málinu að svo stöddu, en haldið
verður áfram að reyna að fá Rússa
til að leyfa konunum að fara eftir
diplómatískum leiðum.
— Bracht
Framhald af bls. 1.
ræningjana. Það var fyrir þrem-
ur vikum og fjölskyldan fékk þá
bíllykla barónsins og armbands-
úr hans en enga sönnun fyrir því
að hann væri á lífi.
Krafa kom fram um lausnar-
gjald að upphæð um 500 millj-
ónir íslenzkra króna. Saksókn-
arinn í Antwerpen sagði í dag að
aldrei hefði komið fram sönnun
um að Bracht barón hefði verið
á lífi og að lausnargjaldið hefði
ekki verið greitt. Hann kvað það
greinilegt að ekki hefði verið um
pólitískt mannrán að ræða.
— Skuldir
Framhald af bls. 3.
frem.,1 rekja til greiðslna ríkis-
ábyrgðasjóðs vegna skuldar Raf-
magnsveitna ríkisins við Lands-
virkjun og uppgjörs útflutnings-
uppbóta á landbúnaðarafurðir
vegna fyrri ára.
Skuldir ríkissjóðs við Seðla-
bankann námu 14.928 milljónum
króna í ársbyrjun 1978 og í
marzlok 21.978 milljónum króna.
Að auki hækkuðu erlend endurlán
Seðlabankans til ríkissjóðs um
2.728 milljónir króna vegna geng-
isuppfærslu.
í greiðsluáætlun ríkissjóðs fyrir
árið 1978 er gert ráð fyrir
lántökuþörf ríkissjóðs í Seðla-
banka að fjárhæð 7 milljarðar
króna vegna reksturs A-hluta
stofnana fyrstu sex mánuði þessa
árs, en við lok þriðja ársfjórðungs
hafi lántökuþörfin lækkað í 3.6
milljarða króna og jöfnuður hafi
náðst í árslok."
- Bonnheimsókn
Framhald af bls. 1.
Ladislav Hejdanek, dægurlaga-
söngkonan Marta Kubisova og dr.
Jaroslav Sabata sem var skipaður
talsmaður hreyfingarinnar í síð-
ustu viku.
I bréfinu er sérstaklega minnzt
á mál Ivan Jirous, sem sagt er að
verði leiddur fyrir rétt f Prag á
morgun gefið að sök að hafa
truflað opnun listasýningar í
höfuðborginni. Hann var forsvars-
maður dægurlagahljómsveitar
sem var stungið í fangelsi eftir
hávaðasama tónleika skammt frá
Prag. Síðustu meiriháttar réttar-
höld gegn andófsmönnum fóru
fram í janúar þegar þrír baráttu-
menn mannréttinda voru dæmdir
í 14 mánaða til þriggja ára
fangelsisvistar.
Því er einnig haldið fram í
bréfinu að hótað hafi verið að
höfða mál gegn tveimur róm-
versk-kaþólskum klerkum, Marian
Zajicek Pezinok og Robert Gombik
frá Senec fyrir að dreifa afritum
af mannréttindayfirlýsingum og
ritgerð eftir prófessor Jan
Patocka, fyrrverandi talsmann
hreyfingarinnar, sem lézt fyrir
einu ári.
í Bonn er haft eftir heimildum
í stjórninni að mannréttindamál
verði borin upp á fundum með
Husak. í veizlu til heiðurs Bo-
huslav Chnoupek utanríkisráð-
herra gagnrýndi Hans-Dietrich
Génscher utanríkisráðherra
óbeinlínis íhlutun Rússa í Aust-
ur-Afríku er hann sagði að ekki
ætti að flytja togstreitu austurs og
vesturs til álfunnar. Eftir veizluna
sagði Genscher að heimsókn
Husaks markaði mikilvæg þátta-
skil í sambúð landanna.
Ymsir andstæðingar heimsókn-
arinnar segja að aldrei hefði átt að
bjóða Husak. Hans Huyn greifi,
þingmaður CSU, sakaði stjórnina
um smekkleysi og pólitíska
heimsku með því að bjóða Husak
10 árum eftir innrásina í landið.
Æskulýðshreyfingar stjórnarand-
stæðinga hafa mótmælt heimsókn-
inni. Æskulýðsdeild jafnaðar-
manna flokksins (SPD) hefur
skorað á Helmut Schmidt kansl-
ara að biðja Husak að sleppa úr
haldi öllum pólitískum föngum.
— Annar listi
Framhald af bls. 2
prófkjörið eiga að gilda til niður-
röðunar, en bauð að skipta á 2. og
3. sæti ef það þætti æskilegt. Hins
vegar ætlaði nefndin 4. sætið
manni sem hafnaði í 12. sæti í
prófkjörinu.
Mér var boðið 5. sætið, en ég
samþykkti það aldrei, kvaðst hins
vegar ekki geta bannað að nefndin
gerði uppástungu um mig í það
sæti, en það skal tekið fram að álit
nefndarinnar var ekki einróma. Ef
ég hefði verið samþykkur því að
þiggja það sæti hefði ég ekki látið
kjósa um mig í 2. og 4. sæti eins
og gert var. Mér fannst ekki
ástæða til þess að hreyfa neinum
andmælum á fundi fulltrúaráðsins
um þetta mál, því að það hafði ég
gert svo oft í viðræðum mínum við
undirbúningsnefndina og ég varð
að reikna með því að það sem þar
var rætt hafi komizt óbrenglað til
uppstillingarnefndar.
Mér finnst hins vegar mjög
óeðlilegt að 10 á listanum skuli
hafa átt sæti í uppstillingarnefnd
eða meirihluti nefndarinnar.
Ákvörðun mín um þátttöku
sjálfstæðismanna í öðru framboði
til bæjarstjórnarkosninganna í
vor er tekin eftir vandlega íhugun.
Hún er tekin flokksins vegna og
vegna þeirra viðbragða fólksins
sem hvarvetna lætur í ljós undrun
sína og vill mótmæla þeim vinnu-
brögðum sem viðhöfð hafa verið.
Þetta mótframboð ætti ekki að
koma á óvart, svo ákveðið varaði
ég þriggja manna nefndina við því
hvaða afleiðingar þeirra vinnu-
brögð myndu hafa.“
Þá kvaðst Guðni geta nefnt nöfn
sjálfstæðismanna sem væru til-
búnir að taka sæti á nýjum lista
sjálfstæðismanna, en endanleg
ákvörðun í sæti væri ekki ráðin
ennþá, en þessi nöfn nefndi hann
auk sín: Eggert Steinsen, Kristinn
Skæringsson, Grétar Norfjörð,
Þorvaldur Lúðvíksson, Þór Erling
Jónsson, Frosti Sigurjónsson,
Helgi Hallvarðsson, Þorvarður
Áki Eiríksson, Gísli Sigurðson,
Stefán Stefánsson, Bergljót Böðv-
arsdóttir og Kjartan Jóhannsson.
— Amin
Framhald af bls. 47.
þess að Ali þægi mútur frá
eigendum hennar.
Amin gagnrýndi einnig
viðskiptaráðherrann, Noah
Mohammed, og Ali Towelli, yfir-
mann þjálfunabúða lögreglu
Uganda. Sagði Amin að ef þeir
athuguðu ekki sinn gang, myndi
hann grípa til sinna ráða.
— Sjópróf
Framhald af bls. 2
Leós var það sú að skipstjóri
bátsins sofnaði á vaktinni. Fimm
menn voru á bátnum i umræddri
veiðiferð og sváfu allir nema
skipstjórinn morguninn sem
strandið varð. Hann var á vakt á
meðan báturinn togaði en um
klukkan 8.30 fór hann aftur í
kortaklefa til þess að líta í bók en
ekki vildi betur til en svo að hann
sofnaði yfir bókinni. Klukkan 9.50
eða klukkutíma og 20 mínútum
eftir að skipstjórinn sofnaði tók
báturinn niðri í fjörunni og hafði
hann þá togað stjórnlaus þennan
tíma. Vöknuðu nú skipverjar við
vöndan draum en þá var of seint
að bjarga bátnum.
Eins og fram hefur komið tókst
ekki að bjarga bátnum af strand-
stað og eru örlög hans ráðin þar
í sandinum. Leó var stálskip, 101
tonn að stærð, smíðaður í
Vestur-Þýzkalandi 1959. Var Leó
þekkt aflaskip í Vestmannaeyjum.