Morgunblaðið - 11.04.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
33
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Vörubíll til sölu
Scania 110 árg. 1974. Upplýs-
ingar í síma 93-7144.
Frúarkápur til sölu
úr ullarefnum.
Kápusaumastofan Díana, Miö-
túni 78, sími 18481.
Muniö sérverzlunina
meö ódýran fatnaö.
Verölistinn Laugarnesvegi 82,
S. 31330.
Keflavík
Annast allar almennar bílaviö-
gerðir og róttingar. Lími á
bremsuboröa. Opiö frá 8—7.
Opiö laugardaga.
Bílaverkstaeöi Prebens,
Dvergasteini, Bergi, sími 1458.
Brotamálmur
er fluttur aö Ármúla 28, sími
37033. Kaupi allan brotamálm
langhæsta veröi. Staögreiösia.
□ EDDA 59784117—2 Aukafi
□ EDDA 59784117 = 2
□ Mimir 59784127 — 2
IOOF Rb. 1 E 1274118% — Sk.
KFUK AD
fundur í kvöld kl. 8.30 aö
Amtmannsstíg 2 b. Séra Lárus
Halldórsson hefur biblíulestur.
Allar konur velkomnar.
Fílarielfía
Almenn kveöjusamkoma fyrir
Garöar Ragnarsson, og trú, kl.
20.30.
Kvennadeild
Flugbjörgunar
sveitarinnar
Fundur veröur haldinn miöviku-
daginn 12. apríl kl. 20.30. Spiluö
veröur félagsvist. Takiö meö
ykkur gesti.
Stjórnin.
SVD. Hraunprýöi,
Hafnarfiröi
heldur skemmtifund i Góö-
templarahúsinu í kvöld kl. 8.30.
Konur mætiö stundvíslega og
takiö meö ykkur gesti.
Stjórnin.
Safnaöarfólk í Nessókn
Félagsvist í Safnaöarheimili
kirkjunnar, fimmtudaginn 13.
apríl kl. 8.30 e.h. Fjölmenniö og
takiö meö ykkur gesti.
Kvenfélagiö.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Sér hæö
130 m2 hæö í þríbýlishúsi viö Sólheima til
sölu. Upplýsingar í síma 31165.
Til leigu
Til leigu skrifstofuhúsnæöi aö Hverfisgötu
54, Reykjavík. Um er aö ræöa ca. 140—150
m2 húsnæöi, en því fylgja 4 bílastæöi.
Inngangur er í húsnæöiö bæöi frá Hverfis-
götu og Laugavegi.
Húsnæöiö veröur leigt óinnréttaö þannig aö
væntanlegur leigjandi getur ráöiö innrétt-
ingum.
Upplýsingar í síma 26933 og 26113 á
skrifstofutíma.
marlfaðurinn
Austurstræti 6.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Athugiö — útsala í Hofi
Ennþá er mikiö til af garni og hannyröavör-
um. Einnig tilbúnir púöar, dúkar, diskamott-
ur og ýmsar gjafavörur.
Hof Ingólfsstræti 1.
Til sölu dráttarvél
Ford 7600 ekin 500 tíma. Upplýsingar í síma
97-1129.
Vefnaöarnámskeiö
Er aö byrja kvöldnámskeiö í almennum
vefnaöi og myndavefnaöi.
Upplýsingar í síma 34077 kl. 10—12 og
4—6.
Guðrún Jónasdóttir.
nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð
sem augl. var í 9., 95., og 99. fbl. Lögbirtingarblaösins 1977 á
fasteigninni Borgarhrauni 10, Grindavík, þinglýst eign Magnúsar
Ásgeirssonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 13. april 1978 kl.
15.30.
Bæjarlógetinn í Gríndavík.
tilboð — útboö
Útboö —
fjarskiptabúnaöur
Landsamband Hjálparsveitar skáta óskar eftir tilboöum í
fjarskiptabúnaö á VHF-tíönissviði. Um er aö ræöa handtæki, tæki
í bifreiöar og 'endurvarpsstöö. Útboðsgögn fást á skrifstofu
Landsambandsins Nóatúni 21 Reykjavík. Skrifstofan er opin frá kl.
13—16 alla virka daga. Sfml 26430. Tilboöum skal skilaö á sama
staö fyrir 1. maí 1978.
Landsamband
Hjálparsveita skáta.
Aöalfundur
Byggingasamvinnufélags barnakennara
veröur haldinn aö Þingholtsstræti 30
mánudaginn 17. apríl n.k. kl. 20.30.
Dagskrá: Samkvæmt lögum félagsins.
Stjórnin.
— Nokkur orð
að gefnu tilefni
Framhald af bls. 13 .
fulltrúi þeirra á búnaðarþingi. Ég
trúi því illa, að það séu margir
bændur á Suðurlandi, sem treysti
mér ekki til þess að vinna að
þeirra hag og landbúnaðarins í
heild, þó að ég sé ekki framleið-
andi búvara og eigi því sjálfur ekki
eins mikið í hættu og bændur, ef
landbúiiaðSrinn lendir á þrenging-
um. En þessi hugsunarháttur, að
enginn leggi sig fram nema hann
hafi sjálfur beinan hag af því, er
mér svo framandi, að mér líður
alltaf hálf illa, þegar ég verð hans
var, sem því miður kemur alloft
fyrir. Þeir sem aðhyllast hann
þekkja nnilega kunnugri hinu,
hvernig farið er að við að hlunn-
fara náungann og auðgast á
annarra kostnað. Ekki vil ég þó
væna Magnús Finnbogason um
slíkan verknað.
Magnús Finnbogason telur sig
hafa hlustað á orð, sem ég á að
hafa sagt í sjónvarpsviðtali, nú um
það leyti, sem búnaðarþing lauk
störfum. Þarna hefur Magnús
tekið mjög illa eftir eða misheyrt.
Sannleikuinn er sá, að ég hef ekki
gert upp hug minn hvernig takast
megi að spyrna við gegn fram-
leiðsluaukningu á mjolk og sauð-
fjárafurðum, þannig að hljótist
ekki af óbætanlegt tjón, vegna
versnandi afkomu bændastéttar-
innar eða vaxandi framleiðslu-
kostnaðar á búvörueioingu, sem
myndi orsaka það tvennt, að
minnka samkeppnisaðstöðu land-
búnaðarins og auka á dýrtíð í
landinu. Magnús heldur að ég hafi
mikinn áhuga á að kjarnfóður-
gjald verði sett á hér á landi. Ég
hef ekki staöið að neinum sam-
þykktum þar að lútandi, nema í
sambandi við uppbyggingu inn-
lends fóðuriðnaðar. I því frum-
varpi sem fóðuriðnaðarnefnd
samdi, var gert ráð fyrir allt að
6% kjarnfóðurgjaldi, gegn veru-
legu framlagi frá ríkinu sem
mótframlagi til uppbyggingar
innlendrar kjarnfóðurframleiðslu.
Mín skoðun er óbreytt í því máli,
enda var það samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum- á búnaðar-
þingi 1977. Eftir þessu hefur þó
ekki verið farið og er nú svo komið,
að allt útlit er fyrir að grænfóður-
verksmiðjurnar stöðvist nú á
þessu vori vegna fjárhagsörðug-
leika. Og ég spyr, er von á öðru?
Myndi nokkur innlend fram-
leiðslugrein geta staðist sam-
keppni af slíku tagi, sem gras-
kögglaiðnaðurinn hefur átt við að
búa? Ég er þeirrar skoðunar að
mikill meiri hluti bænda skilji
þetta og vilji leggja eitthvað af
mörkum til þess, að þessi grein
landbúnaðarins geti þrifist áfram.
Ég hef enn fremur þá skoðun, að
vel komi til greina að hagkvæmt
þætti að jafna kjarnfóðurverðið,
þannig að framleiðsluráð land-
búnaðarins hefði lagalegan rétt til
þess að taka kjarnfóðurgjald undir
þeim kringumstæðum þegar inn-
flutt kjarnfóður er orðið ódýrara
en innlend fóðurframleiðsla og
markaðserfiðleikar eru verulegir
eins og nú blasa við. Slík heimild
var borin upp og samþykkt á
nýafstöðnu búnaðarþingi, og var
ég einn af 20 búnaðarþingfulltrú-
um, sem greiddu þeirri tillögu
atkvæði.
Það sem ég tel mikilvægustu
ákvarðanir búnaðarþings, og var
ég í hópi þeirra þingfulltrúa, sem
mótuðu þær, en allir þingfulltrúar
greiddu þeim atkvæði, voru í
fyrsta lagi að leiðbeiningar-
þjónustan reyndi að draga úr
framleiðsluaukningu á mjólk og
sauðfjárafurðum, þangað til betur
áraði í markaðsmálum, og í öðru
lagi að skipa nefnd, sem kannaði
hvaða aðgerðir væru líklegastar til
að koma að bestu gagni til þess að
bændastéttin þyrfti ekki að selja
búsafurðir verulega undir verð-
lagsgrundvallarverði, og þar með
fá yfir sig stórversnandi afkomu,
eins og nú horfir, ef ekkert verður
að gert. Nefnd þessi á að skila áliti
í júlímánuði, en þá er líklegt að öll
þessi mál verði skoðuð í sambandi
við nýjan stjórnarsamning að
afloknum kosningum og því mikil-
vægt að gaumgæfileg athugun á
þessum málum hafi farið fram.
Það voru þessar tillögur, sem ég
var að • reyna að lýsa við frétta-
menn sjónvarpsins og vona ég að
flestir, sem á hlýddu geti staðfest
það.
Ég hef að beiðni flokksbræðra
minna fallist á að verða í framboði
til búnaðarþings á þessu vori, og
vona ég að það hendi mig aldrei að
bregðast trausti þeirra manna,
sem hafa kvatt mig til þeirra
vandasömu starfa, sem sennilega
bíða næstu búnaðarþinga. Um leið
vil ég þakka þeim Jóni á Selalæk,
Lárusi á Miðhúsum og Sigmundi í
Langholti, sem nú ætla að draga
sig í hlé, ágæt störf á búnaðar-
þingi á undanförnum þingum. Þeir
þurfa ekki að kippa sér upp við
það, þó að þeir séu kallaðir
ellilífeyrisþegar, þó ósmekklegt og
stráklegt sé. Ég held að búnaðar-
þing starfi best með því að
aldursdreifing sé þar nokkuð mikil
og að þessu sinni hefur heyrst, að
búnaðarþing yngist, verulega upp,
þar sem um helmingur þingfull-
trúa hefur haft við( orði að gefa
ekki kost á sér.
Ég treysti því, að þeir erfiðleik-
ar, sem landbúnaðurinn hefur átt
við að stríða í markaðs- og
framleiðslumálum leysist á þann
veg, að sveitirnar blómgist áfram
og bændastéttin fái búið við
vaxandi farsæld og menningu.
Ég vona, að sú forystusveit, sem
valin verður í vor, verði samhent
í því að leysa vandamál land-
búnaðarins og finna nýjar leiðir,
sem leiði til nýrrar sóknar í
framleiðslumálum landbúnaðar-
ins.
Hjalti Gestsson.
— Vextir og
verðbólga
Framhald af bls. 18
augum þó að menn sláist um á hæl
og hnakka enn þann dag í dag að
taka lán, jafnvel með 32% vöxtum.
Það virðist ekkert lát á eftirspurn
eftir lánsfé þrátt fyrir vextina.
Það er kominn tími til þess að
menn opni augun fyrir þeirri
staðreynd og viðurkenni hana, að
verðbólgan ekki einasta orsakar
háa vexti í þessu þjóðfélagi og
marga aðra óáran í efnahagsmál-
um okkar, heldur orsakar hún líka
ýmsa þá siðferðisbresti, sem við
eigum við að glíma, því miður. Það
er ekkert raunhæft ráð til að koma
vöxtum niður nema að lækka
verðbólguna. Að því eiga háttv.
alþingismenn og öll áhrifaöfl í
þjóðfélaginu að beina kröftum
sínum. Ekki með sýndarmennsku,
eins og oft vill verða úr umræðum
hér á Alþingi, heldur af einlægni,
ábyrgð og ákveðni.
Við erum sífellt að skipta meiru
en tii er í því formi að smækka
krónuna, rýra kaupgildi hennar.
Ef við reynumst ekki menn til að
stoppa þennan hættulega leik, þá
mun verðbólgan vaxta okkur upp
fyrir höfuð. Smávægileg vaxta-
lækkun hefur hins vegar hæpin
áhrif í þessa átt. Þar þurfá til að
koma önnur og víðtækari ráð en
fyrst og fremst almannavilji og
breytt viðhorf til samfélagsins.