Morgunblaðið - 11.04.1978, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
37
Unnur Gísladóttir
Smith — Minning
Fædd 2. október 1910.
Dáin. 2. apríl 1978.
Hún Unnur Gísla er dáin.
Þegar ég hugsa til baka er
minningin um hana svo nátengd
bernsku- og unglingsárum mínum,
að ég get ekki látið hjá líða að
minnast hennar með örfáum orð-
Hún var bezta vinkona móður
minnar i meira en 35 ár. Þær
kynntust fyrst, þegar við bjuggum
um tíma í Borgarnesi og var
samband þeirra alia tíð mjög náið.
Unnur var þá í foreldarhúsum
með drengina sína tvo, Gunnar og
Ólaf, en hún missti mann sinn,
Sigurð, eftir aðeins 4 ára sambúð.
I Borgarnesi var hún organisti um
árabil og kenndi auk þess söng og
handavinnu.
Til þess að tryggja framtíð sína
og drengjanna sem bezt tók hún
sig upp og fór í Handavinnudeild
Kennaraskólans í Reykjavík, og
var það ekki svo lítið átak í þá
daga, þó hún nyti alla tíð mikils
tuðnings foreldra sinna, Katrínar
Runólfsdóttur og Gílsa Magnús-
sonar, skósmiðs.
Að námi loknu gerðist hún
handavinnukennari og um tíma
einnig söngkennari við Miðbæjar-
barnaskólann í Reykjavík og
kenndi þar alla tíð, þangað til
skólinn var lagður niður sem
slíkur. Síðustu árin kenndi hún við
Hlíðaskóla í Reykjavík.
Hún ávann sér alls staðar
virðingu og þökk nemenda sinna
og samkennara með hinni rólegu
og hlýju framkomu sinni og
fallega brosinu.
Fljótlega eftir að námi lauk
réðst hún í það stórvirki að kaupa
sér íbúð að Miklubraut 52.
Það voru áfáar ferðirnar, sem
við mamma „skrupum" inn á
Miklubraut, og alltaf var eitthvað
um að vera hjá Unni. Gestakomur
voru tíðar og ófáir voru þeir
unglingar og fullorðnir, einkum úr
Borgarnesi og Borgarfirði, sem
dvöldu hjá henni um langan eða
skamman tíma. Árin liðu,
drengirnir uxu úr grasi og urðu
fulltíða menn, stóðu sig með
eindæmum vel í skóla, fyrst í
menntaskóla hér heima og síðan í
háskólum erlendis. Þeir voru
móður sinni ætíð til gleði og
ánægju. Þeir kvæntust og hún
eignaðist framúrskarandi góðar
tengdadætur og mannvænleg
barnabörn.
Árið 1956 giftist hún Thorolf
Smith blaðamanni sem þá var
orðinn ekkjumaður og tók til sín
elsta barn hans, Einar Pál, og
reyndist hún honum ætíð sem
besta móðir og hafa þau búið
saman nú síðustu árin.
Manni sínum reyndist hún ætíð
sú stoð og stytta, sem henni einni
var lagið, en hann lézt langt fyrir
aldur fram árið 1969. Gísli faðir
hennar var einnig á heimili
hennar eftir að hann fluttist úr
Borgarnesi, þá orðinn ekkjumaður.
Var fagurt að sjá hve vel hún
annaðist hann til hinsta dags, en
hann lést í hárri elli.
Unni dreymdi oft stóra drauma
og alltaf var hún með einhverjar
hugmyndir á prjónunum. Sumt
komst í framkvæmd, annað ekki,
eins og gengur. Draumur hennar
var að ferðast og hún ferðaðist þó
nokkuð innanlands. Til Danmerk-
úr fór hún einu sinni, settist á
skólabekk og lærði það sem kallað
var „kunst-stopp", en það er falið
í því að gera við slysagöt á fötum
og efnum alls konar.
— Stöndum á
eigin fótum
Framhald af bis. 13
kröfur til annarra. Allir iönrekendur
verða jafnan aö gera ítrustu kröfur til
sjálfs síns, beita nýjustu stjórnunar-
aöferðum, fylgjast meö öllum tækni-
nýjungum, auka hagkvæmni í rekstri,
bæta vörugæöi og sölutækni og auka
vöruþróun og framleiðni. Atriðin, sem
til greina koma eru óteljandi. Enginn
vafi er á því aö viö iðnrekendur
eigum margt ólært og getum enn
bætt okkur mikið í öllum þessum
málum.
Samkeppnin harönar stööugt. ís-
lenskir iónrekendur eiga ekki nema
eitt svar: Betri vörur og betri
þjónustu við neytendur. íslensk
iðnkynning sýndi og sannaói aö
íslenskir neytendur vilja kaupa í
vaxandi mæli innlendar vörur, ef þær
standast samanburó við erlendar
hvaö verö og gæði snertir.
Við þurfum einnig aö efla samtök
okkar svo þau séu þess megnug að
takast á viö vaxandi viöfangsefni,
innan iönaðarins sjálfs og á opinber-
um vettvangi.
Sömu starfsskilyröi
Iðnaðurinn hefur staöiö undir
bættum lífskjörum íslendinga undan-
farin 10 ár og svo mun veröa næstu
ár — en því aöeins aö honum verði
sköpuó eölileg rekstrarskilyröi.
Tillögur þær, sem ég hefi nefnt um
breytta skipan efnahagsméla, miöa
allar aö því aö skapa atvinnuvegun-
um heilbrigö rekstrarskilyröi.
lönaöurinn fer ekki fram á nein
forréttindi.
Við krefjumst:
— Sömu starfsskilyröi og aðrir
höfuðatvinnuvegir njóta.
— Sömu starfsskilyröa og erlendir
keppinautar njóta. hver í sínu
landi, og síöast en ekki síst.
— Sömu starfsskilyrða og útlending-
ar njóta á íslandi.
Verði séö um nauösynlega laga-
setningu til þess að svo verði er
engin ástæöa til aö óttast atvinnu-
leysi á íslandi, veröbólgan mun
hjaöna, fólksflutningar úr landi munu
stöövast og lífskjör fara batnandi.
Ég lýsi því hér enn einu sinni yfir,
aö íslenskir iðnrekendur eru reiðu-
búnir aö greiöa starfsfólki sínu
verulega hærri laun, ef iðnaðurinn
fær aö njóta eólilegra starfsskilyröa.
— íþróttir
Framhald af bls. 21
landanna. Sagði Ellert í gær að
forystumenn sænska sambands-
ins hefðu lýst því yfir á þinginu,
að þeir gætu ekki blandað sér í
deilumál félaga frá Svíþjóð og
öðrum löndum. Félögin yrðu að
leysa þessi mál sín á milli.
Sagði Ellert, að hann myndi á
næstunni skrifa forráðamönn-
um Halmia ítarlegt bréf og
einnig bera þessi mál undir
FIFA. Tækist ekki að leysa þessi
mál ætti Matthías samkvæmt
reglum að fara í leikbann í eitt
ár. — Mér finnst þó líklegast að
KSÍ úrskurði Matthías löglegan
og hann fái því að leika með
Akranesi í sumar, en þetta
verður þó ekki gert nema með
samþykki annarra félaga í 1.
deildinni, sagði Ellert að lokum.
- áij.
Ennþá man ég Unni sitjandi í
fatahrúgunni með þar til gerð
gleraugu, einbeitandi sér að vinn-
unni, og þegar upp var staðið varð
maður að leita vel til að finna
vegsummerki.
Eina draumaferð fór hún líka
ásamt föður sínum til Ameríku til
að heimsækja Gunnar son sinn.
Ég held að eftir að ég giftist og
fluttist frá Reykjavík hafi hún
aldrei gleymt að hringja í mig á
afmælinu mínu og loksins kom
hún í heimsókn til mín til
Vestmannaeyja á s.l. vori, rétt
áður en hún gekkst undir stóra
aðgerð. Þá var hún nokkuð farin
að heilsu, en naut þó fegurðar og
hrikaleika Eyjanna á fögrum
vordögum.
Við mamma og fjölskylda mín
sendum allri fjölskyldu Unnar
innilegustu kveðjur á þessum
erfiðu tímum.
Unnur veri Guði falin og ég
þakka henni allt sem hún var
okkur.
Hólmfríður Ólafsdóttir.
Frænka mín, Unnur Gísladóttir
Smith, lézt sunnudaginn 2. apríl sl.
og verður útför hennar gerð frá
Garðakirkju í dag. Á liðnu sumri
kenndi hún þess sjúkdóms, sem
ekki tókst að ráða bót á.
Það er mikill skaði fámennri
þjóð þegar hæfileikamiklir ein-
staklingar hverfa úr röðum foryst-
unnar en Unnur var góðum gáfum
gædd og farsælum. Af mikilli
kunnáttu og samvizkusemi miðlaði
hún uppvaxandi æsku undirstöðu-
góðu veganesti því hún kenndi
bæði söng og hannyrðir um
margra ára skeið. Minnast því
margir farsællar leiðsögu hennar
þegar þeir voru að vaxa úr grasi
og á miklu valt að réttur grund-
völlur væri lagður að framtíðar-
starfi.
Unnur fæddist í Borgarnesi 2.
október 1910 og voru foreldrar
hennar hjónin Gísli Magnússon,
rakarameistari, ættaður frá Mið-
húsum í Garði, en föðurætt annars
úr Árnessýslu og Rangárþingi, og
kona hans, Katrín Runólfsdóttir,
Gunnlaugssonar bónda í Árna-
gerði í Fljótshlíð, Runólfssonar
bónda á Mið-Fossi í Mýrdal. Á
heimilinu dvaldi móðir Katrínar,
Guðrún Sæmundsdóttir, Guð-
brandssonar á Lækjarbotnum í
Landmannahreppi, en kona hans
var Katrín Brynjólfsdóttir, en frá
þeim er komin Lækjarbotnaætt,
fjölmenn og dreifð víða um land og
utan.
í fögru umhverfi, Borgarnesi,
sem þá var lítið þorp, ólst Unnur
upp við mikið ástríki enda tápmik-
il og falleg stúlka. Þar eignaðist
hún leikfélaga sem urðu margir
góðvinir þar til yfir lauk. Ekki var
Unnur gömul þegar sorgin barði
að dyrum. Gunnar bróðir hennar,
sem hún unni svo heitt og var
augasteinn heimilisins, lézt
skömmu eftir fermingu úr lungna-
bólgu, sem hann hafði fengið eftir
hretviðri sem gerði þegar hann
vann við vegagerð ofantil í Borgar-
firði. Þá var legið við í tjöldum,
sem ekki gáfu mikið skjól þegar
norðangarri steyptist niður sveit-
ina svo sem oft gerðist fyrirvara-
lítið. Það áfall fékk mjög á alla
fjölskylduna og gleymdist aldrei.
Unnur var óvenju glæsileg kona
sem eftir var tekið hvar sem hún
fór. Hún gekk í hjónaband árið
1932 og var maður hennar Sigurð-
ur Ólafsson frá Sámsstöðum í
Hvítársíðu. Sigurður var fallegur
maður og skapgóður öðlingsmaður
er stundaði verzlunarstörf í þorp-
inu fallega. Þau eignuðust tvo
drengi, sem fyrir löngu hafa
stofnað sín heimili, en þeir eru dr.
Gunnar verkfræðingur og Ólafur
arkitekt, báðir landsþekktir fyrir
störf sín. Því miður nutu þau
Sigurðar ekki lengi því hann lézt
árið 1936. Var það áfall ungri
móður þungbær raun, sem hún bar
í hljóði með litlu sonunum. í þessu
mótlæti var hún vel studd af
foreldrum sínum og ömmu en þar
dvaldi hún þar til synirnir hófu
sinn námsferil hér í Reykjavík.
Það var Unni mikið gleðiefni hve
synirnir voru miklir námsmenn og
náðu þeim markmiöoni í náminu,
sem þeir höfðu sett sér. Þá
gladdist.hún yfir því að geta haft
föður sinn, þann prúða sjentil-
mann, hjá sér á heimilinu þar til
hann lézt 1971.
Síðari maður Unnar var Thorolf
Smith, sá landskunni frétta- og
útvarpsmaður. Gengu þau í hjóna-
band á gamlársdag 1956. Var
sambúð þeirra hin bezta enda
mátu þau hvort annað að verðleik-
um, bæði fjölgáfuð og samhent í
einu og öllu. Thorolf hafði misst
konu sína, Jóhönnu, frá ungum
börnum og gekk Unnur syninum
Einari Páli í móður stað. Thorolf
lézt 1969 langt um aldur fram,
öllum harmdauði. Minnist ég hans
ávallt sem bezta æskuvinar míns,
en við bjuggum í nágrenni í æsku
og vorum óvenju samrýmdir.
Margar gleðistundir átti Unnur
í faðmi fjölskyldunnar en fékk
einnig að kynnast sorginni eins og
fram hefur komið hér að framan;
en nú er hún vissulega komin í
samfélag við ástvini sína, sem á
undan eru gengnir yfir landamær-
in. Við sem hér erum eftir um
stund þökkum Unni samfylgdina
og óskum henni Guðs blessunar.
Runólfur Sæmundssun
Haustið eftir að kennslu var
hætt í Miðbæjarskólanum árið
1969, hóf Unnur Gísladóttir störf
í Hlíðaskóla og hér vann hún
síðustu starfsár sín. Það er happ
hverjum skóla að fá kennara, sem
vinnur störf sín af samviskusemi
og kostgæfni.
Unnur fylgdist vel með öllum
nýjungum í sérgrein sinni: hand-
menntun. Sjálf var hún mjög vel
verki farin og má segja að allt sem
hún snerti á léki í höndum hennar.
Slíkur kennar er góð fyrirmynd og
hefur örvandi og bætandi áhrif á
nemendur sína. Það er einnig happ
fyrir starfslið skóla, þegar í
hópinn bætist félagi, sem með
viðmóti og framkomu og léttri
lund eykur sarnheldni og samhug
og gerir starfið léttara og ánægju-
legra.
Þannig var Unnur sem kennari
og félagi. Þótt starfsár hennar í
Hlíðaskóla yrðu ekki mörg, átti
hún sinn þátt í því að móta þann
anda, sem ríkt hefur hér við
skólann.
Undir lokin, er baráttan við
sjúkdóm þann sem lagði hana að
velli, var hafin, var ekki unnt að
merkja það í fasi hennar og
framkomu. Þá sýndi hún æðru-
leysi og hugarró f*a» kom 1 Ijósi
hinn sterki stofn. Og nú, er leiðir
skiljast um sinn, og Unnur hefur
lagt upp í nýja ferð fylgja hertni
hugheilar þakkir fyrir samfylgd
liðinna- ára, sem voru allt of fá.
Fjölskyldu hennar og vinum
vottum við samúð okkar.
Starfsfélagar Hlíðaskóla.
Starf
fóstrunnar
í GREININNI um Fósturskóla
íslands í blaðinu á sunnudag féll
niður kafli í annarri málsgrein.
Þar átti að standa: „Fyrstu
fóstrurnar brautskráðust árið
1948, aðeins 9 að tölu. Þrjátíu
árum síðar s.l. vor brautskráðust
65 fóstrur. I skólanum eru í vetur
172 nemendur. I allt hafa verið
brautskráðar 550 fóstrur."
AUGLÝSINGASIMINN ER:
22480
|H«r0iui(itabib
AF HVERJU ERU TVÆR HULSUR
Á TORGRIP MÚRBOLTANUM
FRÁ
VIÐMÆLANDI: B.B. byggingavörur h.f. Suðurlandsbraut 4 Sími 33331
„Spyrja viðskiptavinir þínir ekki iðulega
um al hverju séu tvær hulsur á TOR-
GRIP múrboltanum frá œa50@iæES?“
„Jú, en það er yfirleitt öllum Ijóst að
þessar tvær hulsur gefa helmingl melri
festingu en aðrir boltar og þeir virðast
hafa melri togkraft. Og samkvæmt
áreiðanlegum upplýsingum sem ég sýnl
ávallt viðskiptavinum, þá eru boltarnlr
hannaðir með togþollð í huga og efnlð
sem notað er í framleiðsluna er gott. Nú,
verkfræðingar sem hingað koma til inn-
kaupa sýna þessum boltum mikinn
áhuga og sérstaklega þegar þelr lesa
um niðurstöður um álagsprófanir
ÍKEKHIKCISj boltanna."
„Hvernig er það, koma þeir sem byrja á
að kaupajjKIlHSuIsKE boltana yfirleitt
aftur?"
„Já, þeir koma reglulega aftur.
Fæst í flestum
byggingavöruverzlunum
V-
Umboðsaðilar
HF.
51 Sundaborg
Sfmi: 84000 - Reykjavík