Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 39 r — Oddur Olafsson Framhald af bls. 19 Reykjaneskjördæmi: Hafnarfjörður, Gullbringusýsla, Grindavíkur- kaupstaður, Njarðvíkurkaupstaður, Keflavíkurkaupstaður. b) 12 þingmenn kosnir hlutbundinni kosningu í tveim 6 manna kjördæmum: Norðurlandskjördæmi eystra: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaupstað- ur, Dalvíkurkaupstaður, Ólafsfjarðarkaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkurkaupstaður og Norður-Þingeyjarsýsla. Suðurlandskjördæmi: Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjakaup- staður, Rangárvallasýsla og Árnessýsla. c) 14 þingmenn kosnir hlutbundinni kosningu í Reykjavík. d) 4 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti, í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu við almennar kosningar. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára. Á hverjum framboðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri menn en kjósa á í því kjördæmi, og skulu varamenn, bæði fyrir kjördæmakosna þingmenn og landskjörna, vera svo margir sem til endist á listanum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 3. gr. Ákvæði um stundarsakir Almennar kosningar til Alþingis skulu fara fram, þegar stjórnar- skipunarlög þessi öðlast gildi, og falla umboð þingmanna niður á kjördegi." Greinargerð „Þær breytingar, sem hér er lagt til að gerðar verði, eru eftirfarandi: 1. Kjördæmum verði fjölgað úr átta í níu. 2. Kjördæmakosnum þingmönnum verði fjölgað úr 49 í 56. 3. Landskjörnum þingmönnum verði fækkað úr 11 í 4. Heildartala þingmanna verði óbreytt. 4. Reykjaneskjördæmi núverandi verði skipt í Reykjaneskjördæmi: Hafnarfjörður, Gullbringusýsla, Grindavíkurkaupstaður, Njarðvíkur- kaupstaður og Keflavík, og 5. nýtt kjördæmi: Suðurvesturlandskjördæmi: Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Kjósarsýsla. Hvort þessara kjördæma hafi 5 kjördæma- kosna þingmenn. 6. Kjördæmakosnum þingmönnum í Reykjavík verði fjölgað úr 12 í 14. Ibúafjöldi kjördæma er eftirfarandi, tölur í svigum sýna íbúafjölda á bak við hvern þingmann: a) kjördæmakosna þingmenn, b) eftir að uppbótarsætum hefur verið úthlutað: Vesturlandskjördæmi ...... Vestfjarðakjördæmi ....... Norðurlandskjördæmi Vestra Norðurlandskjördæmi eystra Austurlandskjördæmi ...... Suðurlandskjördæmi ....... Reykjaneskjördæmi ........ Reykjavík................. Mundi sennilega verða: Vesturlandskjördæmi ...... Vestfjarðakjördæmi ....... Norðurlandskjördæmi vestra Norðurlandskjördæmi eystra Austurlandskjördæmi ...... Suðurlandskjördæmi ....... Suðvesturlandskjördæmi ... Reykjaneskjördæmi ........ Reykjavík ................ . 14077 (a) 2815 b) 2346) . 10187 (a) 2037 b) 1455) . 10304 (a) 2060 b) 2060) . 24749 (a) 4125 b) 4125) . 12083 (a) 2417 b) 2014) . 19185 (a) 3197 b) 3197) . 47433 (a) 9487 b) 5929) . 83685 (a) 6974 b) 5218) . 14077 (a) 2815 2815) . 10187 (a) 2037 b) 2037) . 10304 (a) 2060 b) 2060) . 24749 (a) 4125 b) 4125) . 12083 (a) 2417 b) 2417) . 19185 (a) 3197 b) 3197) . 23052 (a) 4610 b) 4610) .24350 (a) 4870 b) 4870) .83685 (a) 5977 b) 4649)“ Sýning Jóhannesar á Loftinu Fyrir um það bil þremer árum hófust sýningar á Loftinu við Skólavörðustíg. Það var Jóhann- es Jóhannesson, sem þar reið á vaðið, en síðan hafa margir átt athvarf hjá Helga Einarssyni með sýningar sínar, og hefur verið lögð ríkari áhersla á gæði sýninga á þessum stað en mörgum öðrum. Þar ber að þakka Björgu Sverrisdóttur, sem sýnt hefur mikla natni og umhyggju í stjórnun þessa staðar. Helgi Einarsson mun nú vera að því kominn að leggja niður rekstur á þessum skemmtilega stað, og ekki veit ég, hver þar tekur við, en það er vel við eigandi, að Jóhannes Jóhannesson, sem fyrstur varð til að brjóta þarna ísinn, skuli einmitt sá, er heldur þar loka- sýningu á vegum þeirra Helga og Bjargar. Mér er enn í fersku minni sýning Jóhannesar á þessum stað. I fyrstu var ég lítt trúaður á, að staðurinn væri heppilegur fyrir sýningar. Þar var ekki vítt til veggja og húsið orðið lúið og gamalt. Hélt ég því, að andstæðurnar milli nútíma- verka Jóhannesar og þessa umhverfis yrðu heldur miklar, til að vel færi. Allar þessar vangaveltur urðu þó að engu, þegar sýningin var komin á sinn stað. Það var sannarlega meira en skemmtileg sýning, sem Jóhannes byrjaði með í þessu húsnæði, og ég er viss um, að fleiri en ég muna þann viðburð, að minnsta kosti verður sú sýning í huga þeirra, sem tilfinningu hafa fyrir myndlist og gera þá kröfu, að litur og form segi sitt af hverju. Á þeirri sýningu, sem nú er á Loftinu, hanga rúmlega tuttugu verk, sem öll eru ný af nálinni, flest unnin í olíukrít og vatns- liti. Sjaldan hef ég séð Jóhann- esi takast jafn vel upp og nú, og er mikið sagt, því að oft hefur Jóhannes Jóhannesson vakið mikla athygli með verkum sín- um. Hann er einn af fáum íslenskum málurum, sem ætíð Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON virðist í framför, og hann hefur sérstakt lag á því að endurnýja list sína, en er þó jafnframt mjög mótaður, til dæmis í litameðferð. Hann er í þessum nýju verkum ferskari en oft áður, og hann er líka svolítið fígúratívari. I myndfletinum má líta konur, blóm og alls konar hreyfingar, en þessa gætti vart á sýningu hans á Loftinu fyrir nokkrum árum. Jafnvel má koma auga á nokkra breytingu á myndgerð Jóhannesar frá því á Septem síðastliðið haust. Þar var hann með olíumálverk ein- vörðungu, en á þessari sýningu eru aðeins vatnslita- og krítar- myndir. Jóhannes hefur alltaf beitt mjög sérstakri litameðferð, þar sem hann leikur á vissa eigin- leika litarins, sem rekja má allar götur til áhrifa frá Fen- eyjamálurunum gömlu (Tizian o.fl.), til Flórens og fram til Matisse. Þá má stundum láta sér koma í hug sum af verkum Calder, og er sannarlega ekki í kot vísað. Þetta er ekki sagt til hnjóðs listamanninum, heldur til að sýna, hve föstum fótum hann stendur í myndlistinni, og er hann þar andstaða við dýrkendur hinnar svokölluðu „Nýlistar", sem virðast álíta, að leikni og kunnátta skipti ekki máli, listamaður nútímans stökkvi alskapaður fram úr uppákomum og skrípaleikjum alls konar. Sú stefna hefur runnið sitt skeið að mestu erlendis, ef marka má ummæli blaða, og vonandi sér brátt fyrir endann á henni hérlendis. Jóhannes er framsækinn listamaður. Það hefur orðið mikil breyting í myndgerð hans, en samt verður ekki um villst, hver er höfundur verkanna á Loftinu. Ég held, að óhætt sé að fullyrða, að Jóhannes hafi ekki um langa hríð verið í jafn góðu formi og nú. Það er seiðandi kraftur í verkunum á þessari sýningu — kraftur, sem hlýtur að ná til þeirra, sem hafa augun opin fyrir góðri myndlist. Því hefur stundum verið fleygt, að Jóhannes færi all-íhaldssamur í list sinni. Það afsannar þessi sýning, nema ef til vill fyrir þeim, sem taka skrípalæti fram yfir þróaða list. Undarleg er tilveran. Nú eru þeir álitnir íhaldssamir, sem fyrir nokkrum árum þóttu róttækir, óferjandi og óalandi fyrir frávik frá viðurkenndri myndlist. Nú er allt leyfilegt í myndlist, einkum og sér í lagi það, sem minnst hefur með myndlist að gera, en nærist af moldviðri útskýring- anna. — Freeport Framhald af bls. 15 — Hefur þú sjálfur ver- ið áfengissjúklingur? — Nei, ég var svokallaður hófdrykkju- maður. Fékk mér einn og einn kokkteil, drakk vín með mat og þess háttar. Ég hætti hins vegar að bragða áfengi fyrir 12 árum. — Af hverju, fyrst þetta var ekkert vandamál? — Ég lagði málið einfaldlega niður fyrir mér og leit á það í ljósi þeirrar reynslu og vitneskju, sem ég hafði þá yfir að ráða. Hugsaði sem svo: Mér finnst ljómandi gott að fá mér einn lítinn þegar svo ber undir — þegar ég fer í samkvæmi eða þegar ég er þreyttur, til dæmis. Hvers vegna finnst mér það gott? Jú, það svæfir óþægileg einkenni. En það losar mig ekki við þau. Þess vegna verð ég að gera eitthvað annað til að losna við þau. Ég verð að gera eitthvað róttækara í málinu til þess að öðlast þá vellíðan, sem ég sækist eftir. Þreytunni sigrast ég á með því að hvíla mig og gæta þess að hafa ekki of mikið að gera, og ég get sennilega líka dregið eitthvað úr henni með því að haga störfum mínum á annan hátt og nýta tímann betur. Ég veit að áfengi — þótt í litlum mæli sé — er óhollt og gerir mér alls ekkert gott. Hvers vegna í ósköpun- um skyldi ég þá vera að drekka það? 'Niðurstaðan varð auðvitað sú að þetta væri heimskulegt og mér ósamboðið. Sams konar röksemdafærsla kom mér svo til að hætta að reykja tveimur árum síðar, en þá hafði ég reykt tvo og jafnvel þrjá pakka á dag í mörg ár. — Þú telur sem sagt að þessi aðferð — að kanna vandamálið niður í kjöl- inn, verða sér úti um alla tiltæka vitneskju um orsakirnar og hef jast síð- an handa um úrlausn — geti komið að gagni á fleiri sviðum) — Það liggur í augum uppi. Þetta er ekkert annað en spurning um heilbrigða skynsemi og nákvæm vinnubrögð. — Hvað um f jölskyldur áfengissjúklinga? Fjölskyldur þeirra og nánustu vinir þurfa á meðferð að halda. Það býr enginn við þetta vandamál í mörg ár án þess að það skilji eftir sín spor. Það er líka vandi að umgangast þá, sem eru byrjaðir í endurhæfingu og eru að aðlagast eðlilegu lífi á nýjan leik. Það má svo lítið út af bera. Ég get sagt smásögu til að skýra þetta. Einn sjúklinga minna — Herbert hét hann — hafði náð frábærum árangri. Hann var hættur að drekka, gekk að sínum daglegu störfum með oddi og egg, var virkur í AA-samtökunum, og var þar að auki svo lánsamur að eiga heimili og fjölskyldu. Þegar hann var búinn að vinna á kvöldin fór hann með lest, sem kom á næstu brautarstöð við heimili hans á slaginu hálf sex. Þaðan ók hann heim til sín og settist að borðum ásamt fjölskyldu sinni. Þannig hafði þetta gengið í marga mánuði því að Herbert var reglusamur og stundvís maður alveg eins og konan hans, sem var komin með matinn á borðið þegar Herbert sté inn fyrir þröskuldinn. Svo gerist það einn góðan veðurdag, að hann birtist ekki í dyrunum á þessum venjulega tíma. Strax og liðnar eru fimm mínútur fer konan að vera óróleg og áður en varir er hún orðin sannfærð um að nú hafi Herbert þá eftir allt saman dottið í það. Viðbrögðin verða ótti, reiði og taugaspenna. Þremur stundarfjórðungum síðar kemur Herbert, strokinn og fínn og bláedrú. Konan sér strax og 4eyrir að hann er allsgáður. í gleði sinni gengur hún að honum, tekur utan um hann og kyssir hann á kinnina. Þá bregður svo við að Herbert stirðnar upp og rýkur á dyr. Næstu þrjá sólarhringa lætur hann hvorki sjá sig né heyra, — ekki fyrr en hann hringir til mín, augafullur. Það næsta sem gerist er það, að hann er lagður inn, og þegar hann er búinn að sofa úr sér fæ ég að heyra söguna. Svo fer ég að tala við konuna. Hún skilur ekki upp eða niður, veit ekkert af hverju maðurinn rauk á dyr og fór á fyllirí. I hennar útgáfu af frásögninni hafði bara gleymzt eitt atriði. Um leið og hún kyssti Herbert þefaði hún ósjálfrátt af honum, eins og hún hafði gert svo oft áður þegar hann kom heim. Hún tók ekki eftir þessu sjálf en þetta var nóg til að slá manninn gjörsamlega út af laginu. Þegar ég benti henni á þetta varð hún auðvitað miður sín. En það var ekki hægt að lá konunni þessi viðbrögð. Hún var ekki laus við hugaræsinginn um leið og Herbert kom. Þessi kona þurfti á aðstoð að halda við að leysa þann vanda, sem hún átti við að stríða vegna þess að hún átti áfengissjúkan mann. Það þurfti ekki síður að fræða hana um ástæðuna fyrir því að Herbert stökk á dyr og fór að drekka en hann sjálfan. — Svo við snúum okkur að viðhorfunum í málefn- um áfengissjúkra hér á íslandi. Nú hefur þú rætt við marga um þessi mál undanfarna daga og kynnt þér starfsemi Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamál. Hvers hefurðu orðið áskynja og hvaða tillögur hefurðu gert til úrbóta? — Ég er í einu orði sagt gáttaður á því, sem áunnizt hefor hér á aðeins tveimur árum. Hér hefur veríð unnið svo ötullega að þessum málum að það sem hefur tekið fimmtán ár í Bandaríkjunum hefur tekið tvö ár hér á landi. Ég treysti mér til að fullyrða að með sama áframhaldi verður ísland eftir aðeins tvö til þrjú ár það land í heiminum, sem bezt er á vegi statt með tilliti til áfengismála. Þegar ég ræddi við Jónas Jónasson í útvarpsviðtali fyrir ári sagði ég, að þið munduð ná þessu marki eftir fimm ár — það er að segja fjögur ár héðan í frá. Nú er ég sannfærður um að það verður enn fyrr. Þetta er ekki lítill árangur, en skýringin er án efa sú meðal annars hversu fámennt þjóðfélag ykkar er. Fjölmiðlar hafa tvímælalaust haft sitt að segja, ég þarf ekki annað en nefna hvernig Morgunblaðið hefur brugðizt við þessa daga sem ég er búinn að vera hér. Þið sinnið þessu á allt annan hátt en blöð annars staðar. Það getur verið að blað eins og The New York Times hefði minnzt á svona fyrirlestraheimsókn og áfengis- varnaherferð með smáklausu einhvers staðar neðanmáls. Það sem vekur athygli mína er þessi mikli og almenni áhugi, sem fólk hér hefur á málinu, og það að allir virðast leggjast á eitt. Þetta er allt eins og ein fjölskylda. Ég vil segja það að lokum, læknum til hvatningar og öðrum þeim, sem nauðsyn- legt er að leggi sitt af mörkum, að það er ekki hægt að hugsa sér þakklátara starf en þetta. Þegar ég ber saman þau tuttugu ár; sem ég starfaði að lækning- um, áður en ég sneri mér að því að hjálpa ■fólki til að hætta að drekka, og þau fimmtán ár, sem liðin eru síðan ég fór að reka Freeport, þá finnst mér að fyrra tímbilið hafi verið hálfgerð tímasóun. Áfengissjúklingar eru eins og aðrar mannlegar verur í eðli sínu yndislegt fólk — gott fólk — sem á það skilið að fá bót meina sinna svo það geti lifað lífinu. Og það er svo vel hægt að hjálpa því til að fá bót á þessum sjúkdómi, því að áfengissýkin er einn þeirra sjúkdóma, sem með almennilegri meðferð er hægt að sigrast á. i nánast öllum tilfellum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.