Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1978
GRANI göslari
Sæl elskan mín.! — Þú ert eins
off ég búin að stirka yíir allar
heitstrengingarnar í nótt!
Fljújtandi diskar — staðreynd
maður. — Ertu ekki giftur?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Varnaræfing, suður var gjafari
og norður-suður á hættu.
Norður
S. 1083
H. D63
T. ÁG9
L. DG105
Vestur
S. 9
H. ÁK1072
T. K862
L. K84
Lesendur spila út hjarta ás gegn
fjórum spöðum suður eftir þessar
sagnir:
Suður Vestur Norður Austur
1 S 2 II 2 S pass
3 S 4 S p&ss pass hringinn. 3 G pass
í hjartaásinn lætur austur
fjarkann og suður áttuna. Hvað
gerum við svo?
Fleiri pósthús
Smá pistill hefur borizt þar sem
þess er farið á leit við póstyfirvöld
að þau fjölgi afgreiðslustöðum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu:
„Ég hef rekið mig á það að of
fáar póstafgreiðslur eru í Reykja-
vík. Fyrir utan aðalpósthúsið er
ein afgreiðsla í Vesturbænum
síðan ein á Hlemmi, ein í Voga-
hverfi og ein í Breiðholti. Þá er og
ein í Umferðarmiðstöðinni, en mér
finnst einhvern veginn að hún
nýtist ekki sem bezt nema fyrir þá
sem e.t.v. búa þar næst, en eru
ekki mjög margir. Hins vegar fer
þar um fjöldi fólks, sem áreiðan-
lega hefur full not af því pósthúsi.
En það, sem ég vildi fá að benda
á, er að vel mætti hugsa sér að
opnuð væri póstafgreiðsla í Háa-
leitishverfinu einhversstaðar. Þar
og í Múlanum eru orðin svo mikil
umsvif fyrirtækja að áreiðanlega
er full þörf á nýju pósthúsi og á
ég þar við fullgilt pósthús, sem
leigir út pósthólf og þangað sem
menn geta sótt sín ábyrgðarbréf
o.s.frv. Það má vel vera að
einhverjar áætlanir séu uppi um
að reisa pósthús á þessum slóðum
og er það vel og mætti brýna
Við virðumst eiga þrjá slagi
nokkuð örugga, hjartaás-kóng og
laufkóng. Heldur er ósennilegt, að
makker eigi tromplag og þá er
bara tígullinn eftir. Og ráðast
verður á hann strax eða áður en
hjartadrottningin verður slagur
fyrir hugsanlegt tígulafkast. Nú
eða jafnvel lauf eigi suður aðeins
tvíspil þar.
Allt mælir því með að spila tígli
og ráðast þannig á einu innkom-
una í borðið.
Austur
S. G52
H. G54
T. D753
L. 962
Suður
S. ÁKD764
H. 98
T. 104
L. Á73
En okkur nægir ekki að spila
lágum tígli. Nían verður þá látin
frá borði og austur ræður ekki við
stöðuna. Lauf verður tekið með ási
og hjarta látið í tígulás. Og á líkan
hátt gefur hjarta frá austri tvö
niðurköst.
Við spilum því tígulkóngnum og
sagnhafi ræður ekki við okkur. Þá
er tryggt að innkoman í borðið er
tekin nógu snemma. Og ef við
fáum slaginn tökum við á hjarta-
kónginn áður en við spilum aftur
tígli.
MAÐURINN Á BEKKNUM Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói
17
— Kona?
hað var miskunnarlaust að
segja þetta eftir að hafa skynj-
að tilfinningar hennar, en
hann komst ekki hjá því.
— Kannski það.
— Sagði hann yður nokkuð?
- Nei.
— Hefur hann aldrei reynt
til við yður?
Hún mótmælti ákaft.
— Nei, nei, aldrei! Ég sver
það. Ég er viss um að það hefur
honum aldrei dottið í hug.
Hann vissi ekki hvort sér
væri óhætt að taka upp pípu-
stertinn og kveikja í.
— Ég get ímyndað mér það
hafi verið sár vonbrigði lyrir
ykkur öll þegar Kaplan skýrði
ykkur frá því að hann ætlaði að
leggja fyrirtækið ntður.
— Já. það getlð þér bókað.
— Kannski sérstaklega fyrir
Louis Thouret?
— Ilann var sá sem virtist
hafa hvað sterkust tengsl við
fyrirtækið. Hann hafði verið
þar alla sína tíð. Þér verðið að
muna að hann hafði byrjað þar
við sendlastörf þegar hann var
aðeins fjórtán ára gamall!
— Hvaðan er hann ættaður?
— Frá Believille. Eftir því
scm hann sagði mér var móðir
hans ekkja og það var hún sem
fór einn góðan veðurdag á fund
gamla Kaplans með hann. Þá
varð hann að hætta í skóla.
— Er móðir hans dáin?
— Já, fyrir löngu.
Ilvers vegna læddist sú hugs-
un að Maigret að hún dyldi
hann einhvers? Hún hljómaði
fjarska einlag, horfði beint í
augu honum og þó skynjaði
hann ákveðna varfa'rni, eins og
þegar hún hafði knmið hljóð-
laust fram á filtskónum sínum.
— Mér hefur skilizt það hafi
reynzt honum nokkrum erfið--
leikum bundið að finna nýja
vinnu?
— Hver hefur sagt það?
— Ég dró þá ályktun af því
sem húsvörðurinn sagði mér.
— Það cr auðvitað alltaf
erfitt þegar fólk er komið yfir
fertugt. ég tala nú ekki um
þegar fólkið hefur enga sér
staka menntun. Sjálf var ég...
— Þér voruð líka í
erfiðleikum.. ?
— Tja, ég leitaði fyrir mér í
nokkrar vikur.
— Og hr. Louis?
— Miklu lengur.
— Er það hughoð yðar eða
vitið þér það?
— Eg veit það.
— Heimsótti hann yður
þann tima?
- Já.
— Hjáipuðuð þér honum?
Hann var reyndar öldungis
hárviss um að hún hafði gert
það.
— Hvers vegna spyrjið þér
um það?
— Vegna þess að meðan ég
hef ekki ítarlega mynd af
manninum sem hann var síð-
ustu árin sem hann lifði, hef ég
enga möguleika á því að hafa
upp á morðingjanum.
— Það er rétt, viðurkenndi
hún eftir nokkra umhugsun.
— Ég hjálpaði honum. Ég skal
segja yður allt af létta, en helzt
kysi ég það yrði milli okkar.
Umfram allt má kona hans
ekki fá að vita um það. Ilún er
svo stolt.
— Þekkið þér hana?
— Nei, hann sagði mér írá
málavöxtum. Svilar hans eru í
góðum stöðum og þeir hafa
allir byggt sér sfn eigin hún.
— Það gerði hann líka.
— Hann var tilneyddurr,
vegna þess kona hans linnti
ekki látunum. Það var hún sem
krafðist þess þau byggju í
Juvisy eins og systur hennar.
Hún talaði ekki alveg eins
rólega og áður, hann fann
niðurha-lda ólgu sem hafði búið
um sig lengi innra með henni.
— Var hann hræddur við
konu sína?
— Ilann vildi engum gera
mein. Þegar við misstum störf