Morgunblaðið - 11.04.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
47
„Ævi Marilyn Monroe“ nefnist leikrit sem þessa dagana er verið að sýna í
Schiller-leikhúsinu í Berlín. Með aðalhlutverkið fer Therese Diirenberger, er hér sést
á æfingu á leikritinu.
Tekur ekki við af
Hubert Humprey
St. Paul, Minnesota,
8. apríl. Reuter.
MURIEL Ilumphrey sagði í dag
að hún hefði ekki hug á að halda
sæti fráfallins eiginmanns síns,
Hubert Humphreyes, og myndi
því ekki fara í framboð í auka-
kosningum í nofember. Muriel
tók sæti manns síns í bandarísku
öldungadeildinni í febrúar, er
hann féll fra.
„Ég hef tekið þátt í kosninga^
baráttu 12 sinnum og í 33 ár stóð
ég við hlið manns míns, þegar
hann var borgarstjóri Minnea-
polis, varaforseti og þingmaður.
Nú langar mig til að sinna heimili
mínu,“ sagði Muriel Humphrey í
kvöldverðarboði með demókrötum.
Kvöldverðarboðið var haldið í
minningu Huberts Humphreys og
voru um 5.000 manns viðstaddir.
Muriel sagði að hún hefði meiri
hug á að sinna heimilisstörfum
sínum en málefnum Bandaríkj-
anna. Nokkurra vonbrigða þótti
gæta á fundinum með afstöðu
Muriel, en henni var þó klappað lof
í lofa fyrir vel unnin störf í
þinginu.
Muriel Humphrey er eina konan
sem situr í öldungadeild banda-
ríska þingsins.
518 handteknir
fyrir samsæri
Nikósíu, 10. apríl. Reuter.
LÖGREGLA handtók í gær
10 grískættaða Kýpurbúa í
nágrenni Limasol, og er þá
fjöldi þeirra sem handteknir
hafa verið vegna gruns um
samsæri gegn stjórn
Kypríanousar orðinn 518.
Handtökurnar hófust fyrir
viku síðan.
Meðal þeirra sem voru
teknir fastir í gær Var Vassos
Pavlides, foringi EOKA-sam-
takanna, sem rændu í desem-
ber syni Kyprianousar.
Pavlides er grunaður um að
hafa skipulagt árásir á
stjórnmálafrömuði og er-
lenda fulltrúa á Kýpur.
Kyprianous sagði í dag að
hoaart yrði tekið á þeim sem
reyndu að stofna til ófriðar á
eynni.
Amin gagnrýnir
rádherra sína
Nairobi, 10. apríl, Reuter AP.
IDI Amin, forseti Uganda, sagði í
dag að sumir ráðherrar hans væru
„stoltir og heimskir" og varaði þá
við breytingum á stjórninni, að því
er útvarpið í Uganda skýrði frá í
dag.
Samkvæmt fréttum útvarpsins
gagnrýndi Amin fjármálaráð-
herrann, Moses Ali, fyrir að gefa
vinum sínum bifreiðar, sem ríkið
borgaði. Sagði Amin að senn liði
að því að Ali hefði engin völd til
að gefa stórgjafir.
Ali hefur gefið vinum sínum í
Kampala margar bifreiðir, og
sagði forsetinn afleiöingar gjafa
Alis vera að allar götur í höfuð-
borginni væru tepptar af bif-
reiðum.
Þá sagði Amin að allar bifreiðar
í Uganda væru fluttar inn frá
einni bifreiðaverksmiðju, vegna
Framhald á bls. 30.
Muriel Humphrey
Veður
víða um heim
Amsterdam
Aþena
Berlin
Briissel
Chicago
Frankturt
Genf
Helsinki
Jóhannesarb.
Kaupmannahöfn
Lissabon »
London
Los Angeles
Madríd
Malaga
Miami
Moskva
New York
Ósló
Palma, Majorca
París
Róm
Stokkhólmur
Tel Aviv
Tokýó
Vancouver
Vinarborg
10 skýjað
20 skýjað
14 sólskin
10 skýjað
18 rigning
17 heiðskírt
12 mistur
5 skýjað
20 rígning
12 sólskin
16 sólskin
8 heiðskírt
21 heiöskírt
15 skýjað
17 léttskýjað
26 heiðskírt
4 sólskin
14 heiöskírt
10 skýjaö
16 mistur
13 skýjað
12 skýjað
8 skýjað
24 skýjað
17 heiðskírt
15 skýjað
16 sólskin
Rússi dæmdur
fyrir landráð
Moskvu, 10. apríl. Reuter
SOVÉSK yfirvöld tilkynntu í dag
að þau hefðu dæmt Leonid
nokkurn Lubman til 15 ára vistar
í vinnubúðum fyrir landráð.
Lubman er talinn vera af
Gyðingaættum og er frá Len-
ingrad.
Tass-fréttastofan sagði að
Lubman hefði afhent skjöl sem
geymdu ríkisleyndarmál ítölsku
konunni Gabrielli, sem stundaði
nám í rússnesku í Leningrad,
Skjölin fundust í fórum Gabrielli
við farangursskoðun á Moskvu-
flugvelli þegar hún hugðist yfir-
gefa Sovétríkin 11. ágúst í fyrra.
Samtök rússneskra útlaga
(NTS) sendu Gabrielli til Sovét-
ríkjanna að sögn Tass. Sovésk
yfirvöld segja N.T.S. vera í tengsl-
um við vestrænar leyniþjónustur.
Sendiráð Italiu í Moskvu sagðist
í dag ekki hafa upplýsingar um
neinn ítalskan þegn með þessu
nafni í heimsókn í Sovétríkjunum.
Þetta gerðist 11. apríl
1973 — Nazistaleiðtoginn Mar-
tin Bormann opinberlega lýstur
látinn og leit að honum hætt.
1972 — Þúsundir bíða bana í
jarðskjálfta í Suður-íran,
1963 — Leit hætt að banda-
ríska kjarnorkukafbátnum
„Thresher" sem hvarf með 129
mönnum innanborðs undan
Cape Cod.
1953 — Samkomuiag gert um
fangaskipti í Kóreu.
1951 — Truman forseti leysir
Douglas MacArthur hershöfð-
ingja frá störfum.
1899 — Bandaríkjamenn taka
við stjórn Filippseyja af Spán-
verjum.
1891 — Uganda lýst brezkt
verndarsvæði.
1814 — Napoleon leggur niður
völd og er flænidur til Elbu
samkvæmt samningum í Fon-
tainebleau.
1805 — Bretar og Rússar
ákveða samkvæmt samningnum
í St. Pétursborg að mynda
ríkjabandalag gegn Frökkum.
1713 — Frakkland, Bretiand,
Holland, Savoy, Portúgal og
Prússland samþykkja friðinn í
Utrecht — Spánverjar láta
Gíbraltar af hendi við Breta.
1677 — Hertoginn af Orleans
sigrar Vilhjálm af Óraníu í
Kassel.
Afmali dagsins. George Can-
ning, brezkur ráðherra (1770 —
1827) — Manuel Quintana,
spænskt skáld (1772 — 1857) —
frú Ethel Kennedy, ekkja
Roberts Kennedys (1928).
Orö dagsins. Hugrekki er mesti
mannkosturinn því að það
tryggir alla hina — Sir Winston
Churchill, brezkur þjóðarleið-
togi (1874 - 1965).
Chirac varar
i
Giscard við
París, 10. apríl. Reuter.
JACQUES Chirac ieiðtogi
gaullista varaði Valery Giscard
d’Estaing forseta við því í dag að
halda að flokkurinn myndi sjálf-
krafa veita stjórninni stuðning.
„Við munum láta sannfæringu
okkar ráða þegar við tökum
afstöðu í einstökum málum,“
sagði Chirac á ílokksþingi
Gaullista í dag. Flokkur hans er
stærstur stjórnarflokkanna.
Flokksþing gaullista samþykkti
að ráðherrar og þingdeildaforsetar
úr röðum þeirra skyldu ekki gegna
flokksembættum. Sérfræðingar
telja þetta bein viðbrögð við
kosningu Jacques Chaban-Delmas
í embætti forseta þjóðþingsins í
stað hins opinbera frambjóðanda
flokksins, Robert Fabre.
Chaban-Delmas er gauilisti en
hlaut stuðning þeirra afla í
stjórnarflokkunum sem styðja
Giscard dorseta. Sigur hans var
talinn sigur fyrir Frakklandsfor-
seta og niðurlæging fyrir Chirac.
Frekar kalt hefur verið á milli
Chiracs og D'Estaing frá því að
forsetinn leysti Chirac úr embætti
forsætisráðherra í ágúst 1976.
Yfirlýsing Chiracs í dag*er talin
bera togstreitunni ljósan vott.
Skip tekið
í landhelgi
Póllands
Varsjá 8. apríl. Reuter.
HIN opinbera fréttastofa Pól-
lands, PAP, skýrði frá því í dag,
að vestur-þýzkt fiskiskip hefði
verið staðið að ólöglegum veiðum
innan póTsku landhelginnar í
Framhald á bls. 31.