Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.04.1978, Qupperneq 48
Alþýðubankamálið: Opinbert mál gegn banka- stjórum og skrifstofustjóra UNGA stúlkan, Svala Hrönn, situr þarna innan um hrannir af grýlukertum í Raufarhólshelli við Þrengslin, en fyrstu 100 metrana inn í þennan um 1 km langa helli er oft mikil svellbunga með þúsundum grýlukerta bæði í góifi og lofti hellisins. Op Raufarhólshell- is eru innan girðingar um 70 metra frá veginum t.v. rétt áður en komið er fram á hæðina í síðustu brekkunni niður úr Þrengslunum. Tjón Alþýðubankans talið nema tugum milljóna króna RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur tveimur fyrrverandi banka- stjórum Alþýðuhankans, þeim Óskari Hallgrímssyni ojf Jóni Hallssyni, svo og fyrrverandi skrifstofustjóra hankans, Gísla Jónssyni, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Er þeim gefið að sök að hafa misnot- að starfsstöðu sína í bankan- um og að hafa staðið þannig að stjórn bankans að hann hafi orðið og verði fyrir fjárhagstjóni svo tugum milljóna skipti. I frétt frá embætti ríkissak- sóknara, sem Mbl. barst í gær, segir svo orðrétt: „I dag hinn 10. apríl 1978 var af ákæruvaldsins hálfu höfðað opin- bert mál fyrir sakadómi Reykja- víkur á hendur Oskari Kristmanni Hallgrímssyni og Jóni Hallssyni, fyrrverandi bankastjórum Al- þýðubankans h.f. svo og Gísla Jónssyni, fyrrverandi skrifstofu- stjóra sama banka, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19, 1940. 1 fyrsta lagi er hinum fyrrver- andi bankastjórum gefið að sök að hafa á árunum 1974 og 1975 hagað Ráðherra bandaríska flughersins kemur hing- að til lands RÁÐHERRA bandaríska flug- hersins, John C. Stetson, kemur hingað til lands á föstudaginn og hefur hér sólarhringsviðkomu. Hjá upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna fékk Mbl. þau svör ein, að Islandsferð ráðherrans væri að- eins „venjuleg heimsókn tii að kynnast af eigin raun starfsemi varnarliðsins og til viðræðna við embættismenn bandamanna Bandaríkjanna." lánveitingu, víxlakaupum, yfir- dráttarheimildum og ábyrgðar- skuldbindingum í nafni bankans á þann veg að einatt vantaði stórum á að nægar tryggingar væru settar fyrir greiðslum með þeim afleið- ingum að bankinn varð og verður fyrir fjárhagstjóni svo tíigum milljónum króna skiptir. Framhald á bls. 30. 10 ára telpa drukknaði í höfninni á Reyðarfírði Reyðarfirði, 10. apríl. SÁ SORGLEGI atburður gerðist hér fyrir hádegi í dag, að 10 ára telpa féll út af haínargarðinum og drukknaði. Kafari var feng- inn frá Eskifirði til að leita telpunnar í höfninni og fann hann lík hennar um kl. 14. Tildrög slyssins eru ó- kunn. Gréta Bátur frá Bol- ungarvík stór- skemmdist af eldi Bolungarvík, 10. apríl. LAUST upp úr klukkan 10 í morgun kom upp eldur í vélbátnum Sæfinni frá Bolungarvík, þegar háturinn var á veiðum. Tveir menn voru um borð og varð mannhjörg. Sæfinnur fór í línuróður klukkan sjö í morgun en þegar skipverjar höfðu lagt línuna 12 mílur út af Deild, urðu þeir varir við eld í vélarrúmi bátsins, sem magnaðist mjög skjótt. Talstöðin varð óvirk og ekki tókst þeim að ná sambandi í gegnum neyðartalstöð, svo að þeir skutu flugeld, sem nærstaddir bátar urðu strax varir við, og fór vélbátur- inn Sigrún frá Súðavík, sem næst var Sæfinni, strax á staðinn. Þá var eldurinn orðinn svo magnaður, að skipverjar sáu sér ekki annað fært en yfirgefa bátinn og fóru þeir yfir í Sigrúnu, sem tók Sæfinn í tog. Hafrannsóknaskipið Dröfn, sem statt var hér í Djúpinu, kom inn til Bolungarvíkur og tók menn úr slökkviliðinu ásamt slökkvibúnaði og fóru þeir á móts við bátana. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Dröfn tók Sæ- finn í tog og kom með hann til Bolungarvíkur um klukkan 18. Er hann að sjá mikið brunninn ef ekki ónýtur. Meðal annars er öll yfirbygg- ing að aftan brunnin. Tveir menn voru á Sæfinni. Skipstjóri og jafnframt eigandi bátsins er Gunnar Þ. Ólafsson Bolungarvík og keypti hann bátinn hingað fyrir tæpu ári síðan. Með honum var á bátnum Magnús Kristjánsson. Sæfinnur er eikarbát- ur, 21 lest að stærð, smíðaður á Skagaströnd 1972. —Gunnar. Ljósmynd Árni Johnsen Suðumes hafa enn ekki boðað útflutningsbann FUNDUR 10-manna neíndar Alþýðusambands íslands óskaði eftir því í gær að önnur sambönd innan ASÍ flýttu athugunum sínum á aðgerðum. Fundurinn var haldinn að beiðni Suðurnesja- manna, sem enn hafa ekki boðað til útflutningsbanns, en óskir stjórnar Verkamanna- í>rjú þingmannafrumvörp um kosningareglur: Fjöldi atkvæða en ekki hlut- fall ráði uppbótarþingsætum sambandsins voru þær að útflutningsbann yrði boðað eigi síðar en 15. apríl. Ef Suðurnesjamenn boðuðu t.d. í dag, kæmi slík aðgerð ekki til framkvæmda fyrr en 18. aprfl. Er því augljóst, að Suðurnesjamenn hafa ekki orðið við tilmælum stjórnar Verkamannasambandsins. Það mun mál manna, að þetta rýri mjög áhrif útflutnings- bannsins, en ástæður munu m.a. þær, að atvinnuástand á Suðurnesjum hefur verið verra en annars staðar á Framhald á bls. 30. Reykjaneskjördæmi verði skipt í tvö 5 manna kjördæmi 5% heildaratkvæða framboðsflokks tryggi rétt til uppbótarþingsætis I gær voru lögð fram á Alþingi þrjú þingmanna- frumvörp, er ýmist varða kjördæmaskipan eða niður- stöður alþingiskosninga. • í fyrsta lagi/ frumvarp Ellerts B. Schram (S), Jóns Skaftasonar (F), Guðmundar II. Garðarssonar (S) og Ölafs G. Einarssonar (S), þ.e. fjögurra þingmanna Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæma, sem felur í sér tvær breytingar á núgildandi lagaákvæðum um uppbótaþing- sætl' Frv. gerir annars vegar ráð fyrir því að hlutfallstala við útreikning. uppbótarsæta verði felld brott og hins vegar að fleiri en einn frambjóðandi hvers flokks geti hlotið landskjör (uppbótar- þingsæti) í sama kjördæmi. Þessi breyting myndi ekki hafa áhrif á þingmannatölu flokka í þingkosn- ingum, miðað við kjörfylgi í kosningunum 1974, heldur einung- is á það, hvaða frambjóðendur verða uppbótarþingmenn hvers flokks. þe^a ákvæði hefði verið í lögum 1974, hefðu uppbótarþing- sæti í Reykjavík orðið 8 en voru 4, en óbreytt í öðrum kjördæmum. Þetta gæti að sjálfsögðu breytzt í næstu kosningum, þar sem íbúa- tala hefur breytzt verulega, eink- um í Reykjaneskjördæmi. - í öðru lagi er frumvarp Odds Ólafssonar (S) til breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins. Það gerir ráð fyrir að kjördæmum verði fjölgað úr.8 í 9. Núverandi Reykjaneskjördæmi verði skipt í tvö kjördæmi: Framhald á bls. 30. Áburðar- verð hækk- ar um 32% NÝTT verð hefur verið ákveð- ið á áburði til bænda frá Áburðarverksmiðjunni í Guíu- nesi. Hækkar vcrðið um 32% frá því verði, sem gilti í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.