Morgunblaðið - 27.04.1978, Síða 26

Morgunblaðið - 27.04.1978, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Að efnissöfnun og efnisvali hafa unnið: Anton Einar Pjetursson, Árni Sigfússon, Bryndís Guðmundsdóttir, Eyþór Ólafsson, Guðmundur Snorrason, Guðrún K. Guðfinnsdóttir, Gunnar Páll Þórisson, Jónas Egilsson (ljósmyndun), Kristinn Andersen, Magnús Ástvaldsson, Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Garðarsson, ólafur Thoroddsen, Rósa Hilmarsdóttir, Sighvatur Karlsson, Skafti Harðarson. Útlitshugmyndir. Kristján Hjaltason. Ég er staddur á 3. hæð að Ármúla 1. Mér skildist að þarna hreiðraöi Byggung um sig og lítill miöi á veggnum gefur til kynna að svo sé. Ég er sýnilega staddur í öðru fyrirtæki, en spyr samt um Byggung. „Jú“ er svarað, „gangtu inn í endann og þá opnast fyrir þér nýr salur. Þar er Byggung." — Eg gekk í endann og inn um hurð en þar var enginn salur, aðeins getnr skóla- fólk „Hvað með kostnaðarspár á þessum framkvæmdum?" „Já, það er nú það“ segir Þorvaldur og flautar hugsi —“ Þær eru nú alltaf hæpnar. Standast svona 3 daga í verðbólgunni. — Bíddu ég ætla að ná í ...“ hann er þrotinn út úr herberginu og kemur að vörmu spori með aftur pappírsbunka. „Það er gert ráð fyrir að 2ja herb. íbúö muni kosta FARID AB BYfifiJA? nokkurskonar skúringarkompa. Þar var skrifborð. Það er sýnilegt aö peningarnir fara ekki í þægindi framkvæmdastjóra. Viö skrifborðið sat ungur maður Þorvaldur Mawby og grúfði sig yfir teikningar. Viö tókum nú tal saman hann og ég í þeirri von að uppfræöa ungt fólk um möguleika á eigin íbúðarhús- næöi. Eftir vingjarnlegt tal um allt og ekkert þori ég ekki lengur að tefja framkvæmdastjóra Byggung á slíku og geri mig líklegan til aö vera alvarlegan. „Já spurðu — og ég helli uppá kaffið“ segir Þorvaldur og um leiö er áhugi minn fyrir alvarlegu forstjóraviðtali burtu rekinn. „Hvenær var Byggung stofnað". „Ætli það hafi ekki verið í mars 1974“ — „Og þú varst kosinn formaður?" skýt ég inní „Já, það var nú það“ svarar Þorvaldur og hellir kaffi í bollana. „Hver var aðdragandin?" „Nú þetta var ein af hugmyndum okkar Heimdellinga til þess aö gera ungu sjálfstæðisfólki kleyft að byggja hagkvæmt." „Ég held að það sé best þú rekir fyrir mér Byggingarsöguna." „Já við hófum byggingarframkvæmdir við Hagamel í júní 1974. Þarna var um 27 íbúðir að ræða. 6 íbúðir voru 2. herb. og hinar 3ja.“ — Ég spurði um kostnaðarhliðina. — „2ja herb. íbúðirnar kostuðu frá okkur tilbún- ar undir tréverk með malbikuöu bílastæði og fullfrágenginni sam- eign og raflögn 2,6 milljónir. 3ja herb. íbúöirnar kostuðu þannig 4 millj., 82 þús. kr.“ „Hvað var húsnæöisstjórnarlán mikiö á þess- um tíma?“'— „Það var 2,3 millj. svo þú sérð að kaupendur þurftu því að borga sjálfir fyrir 2ja herb. íbúð 300 þúsund til okkar að frádregnu húsnæðismálaláni og 3ja herb. íbúðareigendur um 1,8 milljón. Þetta afhentum við í ársbyrjun ‘77.“ (Spyrjandi fór nú að velta því fyrir sér aö hefði hann ekki eytt í þetta og hitt þá hefði hann vel getað klofiö aö greiöa tæpar 2 millj. á 2Ví ári. Þ.e. 60.000 á mánuði hvað þá 2ja herbergja íbúð) „Ég hef heyrt aö nú hafi 3ja herb. íbúð frá ykkur selst á 12 milljónir — getur þetta verið rétt?“ „Eg hef jú heyrt þessu fleygt“ svarar Þorvaldur — „en sjálfur hef ég ekkert kynnt mór þetta svo ég veit ekki hvað er til í þessu. Annars er þetta verðið sem gengur í dag. Við í Byggung leggjum áherslu á hagkvæmni og skipulag og þannig náum við þessu á gott kostnaöar- verð svo ráöa menn hvaö þeir vilja gefa mikið fyrir þetta á markaön- um“. „Hvað er svo framundan?" spyr ég um leið og ég lít á stafla af teikningum á borðinu. „Nú það er þetta sem þú ert að horfa á. Við vorum að fá úthlutaö 80 íbúðum á Eiðsgranda svo nú er ekkert eftir en að drífa í þessu." Þetta er svo skörungslega mælt að spyrjandi veltir því fyrir sér hvort Þorvaldur meíni að hann eigi að fara. Varla liggur svo á. „Segðu mér, komast aðeins skráðir sjálfstæðismenn í Bygg- ung?“ „Nei, nei. Hugmyndin þótti svo framkvæmanleg að 1975 var ákveðið að gera þetta byggingar- samvinnufélag opið öllum". „Voru ekki einhver vandamál með eiðsgrandaúthlutunina"? „Jú upphaflegt skipulag fyrir Eiðsgrandasvæðið var fyrir 2,5 til 3,5 hæða hús. Aöstæður þarna eru slíkar að stofnkostnaður við hverja íbúð hefði orðið gífurlegur. Við bentum því borgaryfirvöldum á að slíkt yrði ungu fólki nánast ofviða og komu þau til móts við óskir okkar. Þannig fengum við að hafa áhrif á skipulagið og tillagan sem nú er í gangi er einmitt vegna þessa. 5,5—5,6 milljónir fullbúin (stofa og 1 herb. ca. 60 fm) og lítil 3ja herb. íbúð 6,7 milljónir (ca. 72 fm) fullbúin. „Hvernig getur ungt fólk í dag fjármagnað svona fyrirtækí?“ er næsta spurning þegar séö er aö málið er ekki eins einfalt og árin sem Hagamelsblokkin reis. „Nú, húsnæðismálalán er 3,4—3,6 milljónir. Þaö þýðir að Byggungmaöur þarf að greiða t.d. í 3ja herb. íbúö á byggingartíman- um rúmar 3 milljónir. 1/5 áætlaðs íbúöarverðs greiöist við upphaf framkvæmda og síðan hitt með jöfnun afborgunum á byggingar- tíma. En ég endurtek að þetta er verð miöað við 1. mars og reiknað í réttu hlutfalli við niðurstöðutölur á Hagamelsbyggingunni." Þannig þyrfti að borga út við 2ja herb. íbúð kr. 1.1 millj. og svo 1 milljón á byggingartíma. „Hversu margir eru í félaginu“? „Það eru 1091 skráöir félagar". „Fer úthlutun eftir skráningarröö félaga eða eftir því hve mikiö þeir geta greitt út?“ Nú setur Þorvaldur sig í lög- fræöingslegar stellingar og segir: „Samkvæmt 13. gr. laga félags- ins þá hafa þeir forgangsrétt sem greitt hafa í stofnsjóö 1/5 hluta andvirðis húsnæöisins er þeir hyggjast byggja. Þar fyrir ofan skiptir ekki máli hve upphæðin er há. Þessum aöilum er raðað upp eftir því í hvaöa röð þeir uppfylltu þetta skilyrði. Þó að menn hafi ekki uppfyllt þetta 1/5 skilyrði að fullu þá ganga þeir fyrir eftir því hve mikið þeir greiddu. Annars er gengið á beina röö félagsmanna. Nú hafa þegar yfir 120 manns uppfyllt þetta 1/5 skilyrði svo þú sérð að hart er sótt.“ (80 íbúöum úthiutað). „En hvenær fá þá þessir rúmlega þúsund félagar húsnæöi?“ „Já, þar erum við nú komin upp á náö og miskunn borgaryfirvalda. Við horfum spurnaraugum á Korpúlfsstaðalandið". Þá þakkaði spyrjandi góð svör gekk suður og settist í bílinn sinn. Þar átti hann þó þak yfir höfuöið — en stærra þak varð að bíða og þar var hann aðeins einn af þúsund. L r: u l ji" I M* 11 Sighvatur Karlsson og Eyþór Ólafsson, Menntaskólanum við Sund: „AÐ AUKA VÍBSVNI, HtOSKA OG MBWnr Menntaskólinn við Sund er ein af þeim stofunum samfélagsins, sem hafa innan vébanda sinna fólk, sem getur kennt einstaklingum að tileinka sér nauösynlega kunnáttu og leikni, sem samfélagið þarfnast á sviði háþróaðrar tækni og vísinda. Margt ber aö hafa í huga þegar svona stofnunum er komið á fót og er Menntaskólinn við Sund þar engin undantekning. Skipulag kennslunnar og húsnæðisins þar verður að fylgja auknum kröfum hins tæknivædda þjóöfélags og nemenda. Þaö er óhjákvæmilegt að margt verði útundan vegna ýmissa orstaka, en það má bæta það sem byrjað var á og koma til móts við kröfur nemenda. Hvað má bæta í Menntaskólan- um við Sund? 1. Það mætti ráða námsráögjafa í fullt starf í skólann fyrir lítilsmegn- uga nemendur, og aöra, sem óska eftir ráðleggingum í sambandi við námið. Sá maður ætti einnig að hafa á reiðum höndum helstu námsleiðir í þjóðfélaginu. 2. Æskilegt væri að fleiri val- kostir væru fyrir nemendur skólans og ættu þeir aö auka víösýni þeirra, þroska og menntun. 3. Ennfremur mætti stokka upp bekkjakerfið, með því að gefa nemendum enn meiri kost á að vinna í starfshópum að einhverjum verkefnum en nú er gert. Einnig væri æskilegt aö halda opna fundi öðru hvoru um skólamál almennt í skólanum. 4. Vinnuálag á nemendur mætti og breytast. Nemendur þyrftu að geta ráðið námshraða sínum sjálfir og miðað hann við vilja og getu, (s.b.r. áfangakerfið í M.H.). 5. Félagslíf nemenda er með eindæmum lélegt og er það þeim einum að kenna. Það er eins og þeir prísi sig sæla aö vera ekki innan veggja þessa kaldranalega skóla sem í rauninni ætti aö gjörbreyta, en þaö þarf fjárveitingu og raunsæi viökomandi yfirvalda til til þess aö skólinn geti litið sæmilega út að utan sem innan. Það ætti að mála hann smekklega aö utan sem innan og koma fyrir skemmtilegum listaverkum á viss- um hliðum hússins og inni í húsinu. Inni í húsinu mætti t.d. breyta nokkrum kennslustofum í setustof- ur þar sem kennslan gæti farið fram á frjálslegri grundvelli, hafa þar „aldingaröa náttúrunnar" með suðræn blóm og listaverk sem gleðja augaö. Ennfremur væri æskilegt að hafa nokkur gullfiska- búr fyrir rannsóknir áhugasamra nemenda á flothæfni íslensku krónunnar. mmmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.