Morgunblaðið - 27.04.1978, Side 33

Morgunblaðið - 27.04.1978, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1978 33 — Sérstök áherzla. . . Framhald af bls. 16 til heilsubótarstöðvar í Portoroz í Júgóslavíu. Á stöð þessari hafa fjölmargir íslendingar fengið bót meina sinna á undanförnum árum svo sem við hjarta-, tauga- og magasjúkdómum, asthma og psoriasis, svo eitthvað sé nefnt. Áfram er boðið upp á þessa þjónustu og nú í sumar er heilsubótarstöðin með nýjung, megrjunaraðferð, sem tekur 10 daga. Er algengt að menn missi 10 kg. á 10 dögum. Þarna er beitt öllum nýjustu aðferðum, svo sem nálastunguaðferðinni. Enskunám í írlandi er nýjung. Dvalið verður á völdum írskum heimilum í einn mánuð og auk þess að umgangast enskumælandi fólk fara nemendur í einn taltíma á dag hjá kennara. Ferðist og fræðist nefnast ferðir um Júgóslavíu, sem skipu- lagðar eru í samráði við verkaiýðs- hreyfinguna íslenzku. Þetta eru sjö daga ferðir til margra þekktra borga og verða margir vinnustaðir heimsóttir. Ferðast í loftkældum vögnum og íslenzkur fararstjóri verður með í förinni. NÝSTÁRLEGAR EVRÓPUFERÐIR Samvinnuferðir og Landsýn hafa nú skipulagt þrjár einstæðar ferðir. Sú fyrsta er sólarferð til fimm landa um miðjan ágúst, þriggja vikna ferð. Fyrst er farið til Portoroz í Júgóslavíu og dvalið þar í nokkra daga en síðan verður farið í ferð um Júgóslavíu, Austur- ríki, Þýzkaland, Sviss og Ítalíu undir leiðsögn íslenzks farar- stjóra. Komið er m.a. til Bled, Salzburg, Múnchen, Zúrich, Mílanó og Feneyja og allt það markverðasta skoðað. Að lokinni ferð verður slappað-af í nokkra daga í sólinni í Portoroz. Þá er boðið uppá 10 daga ferð í júlí um Rínarlönd og Mosel. Þetta landsvæði er frægt fyrir litríka sögu og fagurt landslag. Komið varður m.a. til Dússeldorf, Koblenz, Lorelei, Wiesbaden, Svartaskógar, Freiburg, Colmar í Frakklandi, Trier og Kölnar. Loks er ferð sem kallast „sept- emberdagar á Ítalíu“, þriggja vikna ferð til sögufrægra og Samvinnuferða á fundi. fallegra staða. Fyrst liggur leiðin til Portoroz en þaðan er farið til Bologna og Florens á Ítalíu, siglt er til Elbu, dvalið í Róm í 3 daga, ekið yfir að strönd Adríahafs og hún þrædd. Dvalið er í Pescara, Rimini og dvergríkinu San Marinó, sem er svo vinsæll ferða- mannastaður, áð aðgangur er takmarkaður. Loks verða Feneyjar skoðaðar en dvalizt síðustu dagana i Portoroz áður en haldið er heim til Islands. Fjöldi þátttakenda er takmark- aður í þessar ferðir. Verði er stillt í hóf en innifalið í verðinu eru allar ferðir, hóteldvöl, morgun- verður, ein máltíð og leiðsögn íslenzks fararstjóra. Landsýn og Samvinnuferðir hafa ýmsar fleiri nýjungar á boðstólum. Ein þeirra er útvegun Sumarbú- staða á Norðurlöndum. Yfirleitt eru bústaðirnir í fallegu og rólegu umhverfi og leigu þeirra er í hóf stillt. I boði eru ódýr fjölskyldu- fargjöld til Norðurlandanna og hefur þarna opnast ódýr leið fyrir fjölskyldur að eyða sumarleyfinu á Norðurlöndum. ___________________/________ í SÓLINA _________í SOVÉT____________ Skipulagðar hópferðir Islend- inga til sólarbaðstaða í Sövétríkj- unum er enn ein nýjungin hjá Landsýn og Samvinnuferðum. Þarna eru sameinaðar sólar- og skoðunarferðir á einstakan hátt. Ferðin hefst með flugi til Kaup- mannahafnar í byrjun ágúst og þaðan verður flogið til Moskvu og dvalið þar í tvo daga. Næst liggur leiðin til Kiev og þaðan verður farið til sumarleyfisbæjarins Sochi við Svartahaf og dvalið þar í sjö daga. Eftir góða hvíld í Sochi liggur leiðin til Leningrad þaðan til Kaupmannahafnar og loks heim. Önnur ferð er á boðstólum 7. júlí. Sem fyrr hefst ferðin í Kaupmannahöfn, en þaðan verður farið til Leningrad og stoppað þar í tvo daga. Næstu áfangar eru Tallin, Riga og Vilinius en ferðin endar í Moskvu. Heim er flogið í gegnum Kaupmannahofn. Land- sýn hefur áður skipulagt svona ferðir og hafa þær þótt heppnast mjög vel. I ferðunum verða sovézkir og íslenzkir fararstjórar og innifald- ar í verði eru ferðir, hötel og fullt fæði. Þá er aðeins ógetið l'erða, sem orðnar eru nokkuu konar „hefð“ eins og t.d. ferða tí'Kaupmanna- hafnar og London. Til þessara tveggja staða er ,boðið upp á margar ferðir. Hér hefur verið getið hópferða, sem Samvinnuferðir og Landsýn bjóða uppá í sumar. Hópferðirnar eru stærsti þáttutinn í starfi ferðakrifstofanna en þær annast einnig alla almenna ferðaþjónustu fyrir einstaklinga og hópa hvert sem er í heiminum. Á þessum tímum flókinna fargjaldareglna er mikilvægt fyrir fólk að leita til sérhæfs starfsfólks varðandi upp- lýsingar um skipulagningu ferða." CITROÉNA TÆKNILEG FULLKOMNUN — Fyrirmyndar- stétt Framhald af bls. 14. inn á þátt SlS í afurðasölu okkar bændanna og þá einkennilegu samfléttun þess við hagsmuna- samtök okkar sem leiða til stétta- baráttu af því tagi sem hér hefur verið lýst. Var þá leiddur fram síður „Tímans" uppvakningur nokkur sem Dufgús nefnist, en réttnefndari hefði verið SÍS-elski ellegar SÍS-unnari, því að hann hefur SÍS fyrir undirsæng og SÍS fyrir sængurhiminn, lifir í SIS og á SÍS og hrærist í SÍS og heldur að það sé upphaf alls og endir. Helmingur greinar hans er tilraun til að gera mig tortryggilegan, hinn helmingurinn fer til þess að gera minna úr áhrifum SÍS á afkomu bænda en ég hélt fram í erindi mínu. Eg hafði sagt: „SIS má heita einrátt um afurðasölu bænda“. Dufgús segir: „Bóndanum hefði átt að vera kunnugt að SIS ánnast um minna en helming af afurðasölu bænda". Víst hefði ég mátt geta þess, að í „húsi föður míns eru margar vistarverur" og sala mjólkurafurða er ekki innan SÍS heldur Mjólkursamlaga í tengslum við kaupfélög sem eru innan SIS. En það sem máli skiptir er að sala sauðfjárafurða á erlendan markað er öll á vegum SÍS, og hefur aldrei komið í ljós, að SÍS hafi gert verulegt átak til þess að ná þar neinum markaði á sama tíma og áróðursmenn Fram- sóknar — hins pólitíska arms SIS — hafa haldið því að bændum, að íslenskt dilkakjöt sé svo einstakt, að það mætti selja sem villibráð og lúxus á markað erlendis — og því óhætt að auka framleiðsluna ótakmarkað, umfram það sem innanlandsmarkaðurinn gleypir. Það er líka orðið næstum árvisst að „Tíminn" birtir stórar fyrir- sagnir um að SIS sé að ná nýjum stórmarkaði á dilkakjöti hjá ný-olíu-ríkjum arabaþjóðum á stórkostlegu verði — og dettur svo niður mállaus, heyrnarlaus — og vitlaus. Með þessu móti er samvinnu- hreyfingin — sem bændur stofn- uðu upphaflega sér til hagsbóta — komin í tölu þeirra stofnana, sem eru sannkallaðir bændagálgar. Kenning mín er sú, aðbændur eigi þá sérstöðu meðal stétta í íslensku þjóðfélagi, að þeir cru einir um að stofna sínar eigin aftökusveitir. Saumavélar til sölu Allskonar saumavélar til sölu í góðu ástandi. Upplýsingar í síma 36600, 36601 og 36602. Belgjagerðin Bolholti 4. • 'f EF ÞAÐ ER FRÉTT- / NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ClTROÉN^GS DRAUMABILL FJÖLSKYLDUNNAR ÞEGAR ÁKVEÐIN ERU BILAKAUP ER NAUÐSYNLEGT AÐ VITA HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA HVAÐ BÝÐUR CITROÉN* YÐUR? 1. Báðir bílarnir hafa verið valdir bílar ársins 2. Fullkomió straumlínulag gerir bílinn stöðugri og minnkar bensíneyðslu. 3. Framhjóladrifið, sem CITROÉN byrjaði fyrstur með skapar öryggi í akstri við allar að- stæður 4. Vökvastýri, (CX) með þeim eiginleikum að átakið þyngist, því hraðar sem er ekið. 5. Vökvafjöðrun (aðeins á CITROÉN) skaþar eiginleika og öryggi sem enginn annar bíll get- ur boðið upp á. T.d. hvellspringi á miklum hraða er það hættulaust, enda má keyra bílinn á þrem hjólum. 6. Vökvahemlar sem vinna þannig áð hemiunin færist jafnt á hjólin eftir hleðslu. 7. Þrjár mismunandi hæöarstillingar, meö einu hándtaki, gerir bílinn sérstaklega hentugan við islenskar aðstæður. t.d. i snjó og öðrum tor- færum 8. Samkværpt sænskum skýrslum reyndist CITROÉN einn af fjórum endingarbestu bílum þar i landi. 9. CITROÉN er sérstaklega sparneytinn. 10. Miöað við allan tæknibúnað er verðið á CITROÉN mjög hagkvæmt. : i SAMA HÆÐ ÓHÁÐ HLEÐSLU - G/obus? k LAGMULI 5. SIMI81555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.