Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 3 Benedikt Gröndal: Krafan um samning- ana í gildi var fyrst og fremst mótmæli - sé mér ekki annað fært en fallast á lausn borgarstjórnarmeirihlutans „VARÐANDI afstöðu núver- andi meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur þá sé ég mér ekki annað fært en að fallast á þau viðhorf hans að vilja leysa verðbótamálið stig af stigi“, sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðu- flokksins er Mbl. leitaði álits hans á tillögu meirihlutans í borgarstjórn í visitölumál- inu og spurði hvort hann teldi hana standa við fyrir- heit Alþýðuflokksins fyrir kosningar. „Þegar efnahagsmálin voru til umræðu á Alþingi og í verðbólgu- nefnd aðhylltumst við tillögu sem gerði ráð fyrir því að samningarn- ir héldust, en að óhjákvæmilegt væri að gera nokkrar hliðar- ráðstafanir sem hefðu haft í för með sér einhverjar fórnir fyrir flesta launþega", sagði Benedikt. „Eins og málum er nú komið eru þau orðin flóknari en svo að þau verða ekki leyst með einu pénna- striki. Ég hefði talið æskilegra að hægt hefði verið að draga línuna við tæplega 200 þúsund króna mörk, en hins vegar er ljóst að reynsian hér á landi sýnir að það er ákaflega erfitt að draga línu af Baráttufund- ir í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn í Kópa- vogi gengst nú fyrir daglegum fundum í Sjálfstæðishúsinu milli klukkan 18 og 19 þar sem tveir til þrír framhjóðendur flokksins í Reykjaneskjördæmi eru til staðar. Þessir fundir eru opnir öllum, en eru einkum ætlaöir hverfafulltrú- um og öðrum sem vilja leggja flokknum lið í kosningabarátt- unni. þessu tagi og leiðir alltaf til einhverra erfiðleika. Ég tel að krafan um samningana í gildi hafi fyrst og fremst verið mótmæli gegn því hvernig ríkis- stjórnin og meirihluti Alþingis fóru með þá samninga sem gerðir höfðu verið og þá serstaklega samningana við opinbera starfs- menn sem ríkisstjórnin hafði sjálf skrifað undir svo skömmu áður. Ég vil gjarnan jafnlaunastefnu en tel eðlilegt að hún sé mótuð í samningunum sjálfum og þar þarf að koma til það sem við Alþýðu- flokksmenn köllum launasáttmála, þar sem aðilar vinnumarkaðarins og ríkið, þessir þrír aðilar, koma allir saman og reyna að ná almennu þjóðfélagslegu samkomu- lagi um laun og launaþróun yfir tiltekið tímabil. Slíkur heildar- sáttmáli yrði grundvöllur farsælli þróunar í launamálum á því tiltekna tímabili". Fallinn út af hinu pólitíska litrófi? TVÆR tilraunir voru gerðar tiP þes.s að taka upp sjón- varpsþáttinn með fulltrúum Alþýðubandalagsins. þeim Ragnari Arnalds og Olafi Ragnari Grímssyni. áður en upptakan tókst. Ástæðan var sú. að sjónvarpsmönnum gekk illa að ná réttum lit. Magnús Bjarnfreðsson varp- aði þá fram þeirri spurningu. hvort sjónvarpsmenn gætu ekki fundið litinn á Ólafi Ragnari! Víglundur Þor- steinsson bætti við> „Ileldur þú. að hann sé kannski fallinn út af hinu pólitíska litrófi"! Ólafur Ragnar þagði. fyrsti áfangi ákvörðunar meiri- hluta borgarstjórnar Reykjavíkur engin áhrif. Til viðbótar þessu kemur síðan sú breyting, sem verður á verðbótameðferð yfir- vinnu- og álagsgreiðslna sam- kvæmt Reykjavíkurákvörðuninni. Áfangahækkun 1. júní, 5.000 krón- ur hjá ASÍ og 3% hjá BSRB, er meðtalin í öllum tölunum. Hér fer á eftir tafla yfir dagvinnulaun 1. júní 1978 miðað við hæð desemberlauna: sem koma á til framkvæmda 1. september, fjölgar starfsmönnun- um, sem fá fullar vísitölubætur í 459 eða 17,7% allra starfsmanna borgarinnar. í síðasta áfanga fjölgar svo starfsmönnunum í 1.693 og er þá náð því marki að 66% starfsmanna Reykjavíkur- borgar fá fullar vísitölubætur. Hærra gerir tillaga meirihlutans ekki ráð fyrir að prósentan komist, því að lagasetning ríkisstjórnar- innar gengur þá úr gildi og munu Fjöldi f þeirra starfsmanna Reykjavíkurborgar, sem fær fullar vísitölubætur 1. júlí miðað við tillögu borgarstjórnarmeirihlut- ans og taka laun samkvæmt kjarasamningi starfsmannafélags- ins er 104, en alls eru starfsmenn- irnir 2.567. Það eru því aðeins 4,1% starfsmannanna sem tillaga borgarstjórnarmeirihlutans gerir ráð fyrir að fái fullar vísitölubæt- ur í fyrsta áfanga. I öðrum áfanga, allir eftir það njóta fullra vísitölu- bóta samkvæmt lögunum. Þá segir í Þjóðviljanum í gær á forsíðu: „Borgin gengur að kröfu Verkamannasambandsins." — Eins og fram kemur í baksíðufrétt Morgunblaðsins í dag er langt því frá að tillaga borgarstjórnarmeiri- hlutans fullnægi kröfu Verka- mannasambandsins, því að hún gerði ráð fyrir greiðslu verðbóta frá 1. marz 1978. S-listinn við þingkosningar: Oviðkom- andi Sjálf- stæðisfólki í Kópavogi GUÐNI Steíánsson. sem skipaði efsta sa-ti S-listans — lista Sjálfstæöisfólks í Kópavogi við bæjarstjórnarkosningarnar. hef- ur óskað að taka fram að S-listinfí. sem nú er í framboði í Reykjaneskjördæmi. sé Sjálf- staðisfólki með öllu óviðkomandi og að aðstandendúr S-listans við hæjarstjórnarkosningarnar hafi marglýst yfir fullum stuðningi við D-listann í Reykjaneskjör- dæmi. Fyrir 17. júní Mikió magn af nýjum vörum TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20 Laugaveg 66. Austurstræti 22 Glæsibæ Sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.