Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 Afmæli í Suðurgötu 7 Skúlptúr á Listahátíð Á sama tíma og listahátíð stendur yfir, er svolítil veisla í Suðurgötu 7, þar sem gallerí hefur verið starfrækt í eitt ár. Þegar Sólon íslandus átti sitt eins árs afmæli, reit ég hér í blaðið nokkrar línur í því tilefni. Það skrif varð að nokkurs konar útfararsálmi þeirrar ágætu stofnunar, og nú er ég hálfhrædd- ur við að minnast á afmælið í Suðurgötu 7. Vonandi er þetta ástæðulaus ótti, sem á sér aðeins stoð í hugarórum mínum, og vonandi á starfsemin í Suðurgötu 7 eftir að verða öllum þeim, er að henni standa, til gagns og gamans. Það hefur alltaf verið gaman að koma þar á sýningar, og margt hefur borið þar á góma á því ári, sem nú hefur runnið sitt skeið. Hópurinn, sem upprunalega stóð að stofnun þessa gallerís, hefur að sjálfsögðu tekið nokkrum breyt- ingum á þessum tíma. Sumir hafa farið til náms erlendis, aðrir komið í þeirra stað, og þannig hefur þetta rúllað án þess að kosta ríki eður borg einn einasta eyri, og ef menn muna rétt, eru 100 aurar í einni krónu, og allir vita, hvers krónan er megnug. Það eru 11 manns, sem sýna verk á þessari afmælissýningu, og kennir þar margra grasa. Sum þessara verka er ádeila, önnur aðeins hugmyndir, sumar snjallar, aðrar nokkuð algengar, en flest verkanna munu vera ættuð frá coneept-heimspeki, sem byrjaði á sinum tíma í Gallerí SÚM og hefur svo endurfæðst í Suðurgötu 7. Sýnendur hafa allir komið fram áður meö verk sín, að einum undanskildum, JÓN KARL HELGASON heitir sá og sýnir verk, er hann byggir á gluggarúð- um og spegli á gólfi með höndum úr plastefni (?) og nefnir „Speglun". SVALA SIGURLEIFS- DOTTIR á þarna myndseríu, sem unnin er nokkuð í anda Erros, hvað tækni snertir, en mjög ólík að öðru leyti. ÁRNI PÁLL sýnir verk, sem mun vera gert í minningu Vilhjálms söngvara Vilhjálmsson- ar og titill verksins tekinn úr texta, er hann söng. Annars var hjá honum einnig að finna mikið af sokkaböndum, 1000 eða 100.000, og maður verður undrandi á, að hann skuli hafa fundið slíkt á þessum síðustu tímum. Listamenn geta allt. ' MAGNÚS Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON GUÐLAUGSSON hefu'r skrifaðar útskýringar með verkum sínum, og er það ágætt. BJARNI H. ÞÓRARINSSON tekur grænu byltinguna í gegn í einu af verkum sínum. Landslagsmálari er smellið verk og gerir grín að okkur þeim eldri. STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ sýnir grafík, en hann er nýlega búinn að sýna ásamt FRIÐRIK Þ. FRIÐRIKSSYNI í SUÐURGÖTU 7. Hann er einnig á þessari sýningu. Aðrir, sem verk eiga á þessari sýningu, eru: HANNES LÁRUSSON, HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON, EGGERT PÉTURSSON og INGÓLFUR ARNARSSON. Ég hef gaman af að sjá slíkan hóp sem þarna er að verki. Hann er meira og minna í mótun og því best að vera varkár í tali. En starfsemi sem þessi er ágæt, og maður veit ekki, hvað kann að. koma fram og verða til í slíkri starfsemi. Bara það, að áhuginn er fyrir hendi, er þess virði að gleðjast yfir, og ég er allur af vilja gerður til að ýta undir, að þessi starfsemi megi dafna. Hitt er svo annað mál, hve merkileg listaverk hafa orðið til á þessum stað. Það verður allt tíundað síðar. Lítil mynd var gerð í tilefni afmælisins, og fylgir hún þessum línum. Þar hefur Erro verið tekinn til fyrirmyndar með Mao formann í teboði á Austurvelli, Alþingis- húsið verið numið brott og Suður- gata 7 sett í staðinn. Lesa mætti úr þessu ágæta hugmynd svona rétt fyrir kosningar. Én það er hvers og eins að skoða og skil- greina eftir sínu hugarfari. . Að lokum þetta: Til hamingju með árið og allar góðar óskir. Þessi sýning er þaðhógvær að gera enga kröfu til að vera þáttur í listahátíð. Það eitt er gott merki um umburðarlyndi og hæversku. Mao formaður virðist koma meira við sögu en aðrir liðnir menn þessa dagana í Reykjavík, meira að segja er andlitsmynd af honum á amerísku sýningunni í Listasafni íslands, þar var því ekki mjög frumlegt að nota hann á afmælis- mynd fyrir Suðurgötu 7. En ekki meir um það, aðeins haldið ykkar striki, og hver veit nema glatt verði á hjalla næsta árið í Gallerí Suðurgötu 7. Til hamingju. Sú var tíðin, að Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík setti mikinn svip á tilveruna þá daga, sem Listahátíð stóð. Það er að segja þegar skúlptúr var sýndur í göngugötunni Austur- stræti, þar sem ljós og skuggar sjálfrar náttúrunnar léku um verkin og gæddu þau því lífi, sem listin ein nær að geisla frá sér. En Adam var ekki lengi í Paradís. Landsins börn og gáfaðasta þjóð í heimi gátu ekki látið það ógert að misþyrma listaverkum á almannafæri og nú er svo komið áð Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík hefur orðið að koma sýningu sinni fyrir innan húss og þar með er hátíðarsvipur Austur- strætis allur. Þar stendur nú aðeins turn, öllum til ama nema þeim, er settu hann niður. Einkennilegt, að ekki skuli vera búið að kveikja í honum. Ásmundarsalur hefur orðið fyrir valinu til að forðast listelsku miðbæjarfólksins. Þar er sæmilegt að vera en rými takmarkað og því ekki mögu- leiki á að sýna nema brot af því, sem gert er á þessu sviði, sérstaklega meðal ungra lista- manna. Það er einnig tánknrænt fyrir þann ágæta stað, er Ásmundur Sveinsson kom upp af miklum og ótrúlegum dugn- aði hér á árum fyrr, að nú skuli þessi salur eiga að verða aðsetur arkitekta. Ekki veit ég hvaða not þeir hugsa sér af þessum fræga stað, en eftir því sem sést hefur á prenti verður myndlistin að víkja og finna sér annað byrgi, þegar stormar gerast naprir og birta af skornum skammti. Sýning Myndhöggvarafélags- ins á Listahátíð er nokkuð sundurlaus og all misjöfn. Sigurjón Ólafsson er þar á ferð með skurð í tré og stendur sig eins og hetja að vana, hann ber að mínu viti höfuð og herðar yfir þá 12 aðra listamenn sem eiga verk á þessari sýningu. Það eru 28 verk, sem sýnd eru, og verður ekki annaö sagt en að þar kenni margra grasa. Unnið er í Concept-stíl, abstrakt stíl, fíg- úratívum stíl og alls konar efni eru notuð, gips, tré, vír, járn, eposý og eir. Elstur þessara listamanna er Magnús Árnason, og sýnir hann höfuð af Þorsteini heitnum Valdimarssyni. Ég hef ekki séð betri hlut frá hendi Magnúsar. Þarna er einnig annað höfuð, sem maður tekur „Wr með hamarinn“, eftir Hallstein Sigurðsson. Myndlist 1 N orræna húsinu Framlag Norræna hússins til listahátíða hefur ætíð verið mikið og fjölþætt. Hér verður aðeins minnst á þann þátt þess sem að myndlist snýr en þrír myndlistarmenn sýna þar að þessu sinni. í kjallara'num eru hjónin Seppo Mattinen (Finni) og Helle—Vibeke Erichsen (Dani). Þau sýna bæði grafík og málverk. í Bókasafni sýnir Vigdís Kristjánsdóttir vatns- litamyndir. Þarna höfum við norrænt samstarf í raun og veru, en samt sem áður hefði verið enn ánægjulegra að hafa hinar þjóðirnar með. En öllu er stakkur skorinn, einnig menningarstarfsemi Norræna hússins, en eins og allir vita var það mikill fengur fyrir okkur hér í Reykjavík að fá slíka stofnun sem Norræna húsið, og við höfum fengið margt fróðlegt og skemmtilegt þar að sjá og heyra sem annars hefði farið algerlega fram hjá okkur. Ef einhverjir í Færeyjum lesa þessar línur mínar, þá vil ég óska þeim til hamingju með að fá til sín sams konar stofnun á næstu árum. Það er ótrúlegt, hvað gera má með slíka menningarmiðstöð ef rétt er að farið. Við skulum fara í kjallarann. Þar er skemmtileg sýning hjóna sem eru mjög ólíkir myndlistar- menn en hafa eitt sameiginlegt: Það, sem kallað er á dönsku KOLORISTISK BEGAVELSE. Því miður trúi ég ekki sjálfum mér fyrir að þýða þetta hugtak, svo sæmilegt megi kallast, á íslenska tungu. En þarf nokkra þýðingu? Skilja ekki allir við Vigdís Kristjánsdóttir hvað er átt? Þetta er ein af þeim erlendu slettum sem allir lista- menn notuðu hér á árunum en ef til vill notar yngra fólkið ensku eða hollensku. Viðfangs- efni þeirra hjóna eru nokkuð ólík, og eflaust má finna betri menn en mig til að skilja hvað til að mynda Mattinen er stundum að fára. Hann er skáldlegur rómantíker, ein- kennileg sámblanda af skóluðum myndlistarmanni og náttúrubarni. Myndir hans segja sögu, en hvaða sögu? Það er ég ekki viss um, en ég held ég skilji betur myndbyggingu hans og litameðferð (koloristisk begavelse). Þar virðist hann algerlega hitta í mark og hefur ótrúlegt öryggi, sem um leið hefur skapað persónuleg viðhorf sem hann kemur mjög greini- lega til skila. Það er mann- eskjan og umhverfið sem hann glímir við og hann gerir það á mjög snjallan hátt. Ég nefni örfá verk máli mínu til stuðn- ings, en þau eru bæði á litlum og stórum léreftum. No 5, 9, 11, 18, 28 og 35, sem er stærsta verk sýningarinnar. Rúmir 5 metrar á lengd. Þetta eru mest olíumál- verk, en Mattinen sýnir einnig nokkrar tréristur, sem ekki síður bera persónulegt svipmót. Til að gera langt mál stutt: Þarna er listamaður á ferð, sem sérlega skemmtilegt var að komast í tæri við. Helle—Vibeke Erichsen sýnir aðallega grafík en einnig nokkur málverk. Hún velur sér annað viðfangsefni en eiginmaður hennar, og það er samfélagið sem á meiri þátt í verkum hennar en hjá Mattinen. Þarna eru tréristur, ætimyndir, tré- ristur í lit og nokkur málverk. Það er ekki hin fagra og sminkaða hlið mannlífsins sem listakonan hefur valið sér að verkefni heldur fyrst og fremst elli, vændi og hin ömurlegri hlið mannlífsins í stórborginni. Þarna sitja þær í gluggunum í Amsterdam, gömul kona hjá slátrara, ostasali, kona við gröf. Þannig eru titlarnir og þeir falla sannarlega vel að myndefninu. Ég held, að hér sé mjög snjöll listakona á ferð og enginn þurfi að efast um að hún kann sitt fag. Hún hefur boðskap að færa sem okkur öllum kemur við hvort heldur okkur líkar betur eða verr. Það er óþarfi hér að romsa upp númerum á myndum Helle—Vibeke Erichsen. Þær eru allar þess virði að þær séu vel og vandlega skoðaðar. Þarna er alvara á ferð og vonandi Ilelle-Vibeke Erichsen *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.