Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 11 Séð yfir salinn. eftir, portrett af Ragnari Kjartanssyni eftir Sigfús Thorarensen. Hallsteinn Sig- urðsson á þarna lítið, en eftir- tektarvert verk sem hann nefnir Þór með hamarinn, gert á þessu ári, en mjög ólíkt því er hann hefur áður sýnt. Helgi Gíslason sýnir þrjár lágmyndir allt and- lit, og fer skemtilega með viðfangsefnið. Það er eitthvað aðlaðandi við þessar lágmyndir. Jón Gunnar hefur gert vagn úr vír og kallar það Sólvagn, annað verk á Jón Gunnar þarna einnig úr vír og kallast Sólbörur. Séð hef ég veigameiri verk eftir Jón Gunnar og er ekkert sérlega ánægður fyrir hans hönd. Magnús Pálsson nefnir verk sitt Nafnlaust verk, enda'fór það fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Níels Hafstein nefnir verk sitt Gleraugnagaman. Það eru nokkrir hausar með ólíkum gleraugum. Líklega framúr- stefnugleraugu hvað sem það kann að vera eða tákna. Ragnar Kjartansson á þarna tvær lág- myndir í epoxy og kopar. Sú úr kopar er eitt besta verk sem ég hef séð eftir Ragnar og hestur hans er einnig snotur mynd. Sigurður Steinsson vinnur ætíð í járn og hefur náð góðum tökum á því efni. Tveir sýnendur eru þarna sem ég man ekki að hafa séð á sýningum áður. Það eru Ivar Valgarðsson sem á þarna eitt verk og Sverrir Olafsson einnig með eitt verk. Þeir eru báðir heldur óráðnir sem listamenn. Annar vinnur með blandaðri tækni en hinn í kopar. Menn síns tíma skulum við segja, svo að ekki verði þeir útundan í þessum línum. Og ekki má láta ónefnt listaverkið eftir Rúrí. Tileinkað Hollandi í blönduðu efni. Óþarft að fjöl- yrða um það því að listamaður- inn sjálfur segir í nokkrum línum sem fylgja verkinu hve merkilegt það sé. Eftir þeirri Coneept-kenningu eigum við mikinn auð fyrir ferðamenn í íslenskum fjöllum, ef við seldum hvern stein, sem síðan yrði gersemi eftir nokkur þúsund ár. I guðs bænum, höfum ekki hátt um þessa Concept-kenningu. í heild er þetta ekki með sterkustu sýningum sem þeir í myndhöggvarafélaginu hafa komið á laggirnar. En ég endur- tek að lokum að ég sakna þess að ekki var hægt að gera Austurstræti að vettvangi listar aftur. Það er leitt að sá siður skuli vera aflagður og engu um að kenna nema ómenningu í miðborg Reykjavíkur. Hver veit nema sá tími eigi eftir að koma, að hægt verði að gera miðborg- ina hátíðlega aftur? Látum oss dreyma um betri tíma og sýningar. verður eitthvað af þessum verk- um eftir hér í landi. Ég fæ ekki betur séð en að Norræna húsið megi vel við una hvað myndlist snertir á þessari Listahátíð. Vigdís Kristjánsdóttir er þekktari fyrir vefnað sinn en aðra myndgerð. Nú sýnir hún 16 vatnslitamyndir í bókasafni Norræna hússins. Vigdís hefur gert þessar myndir af mikilli natni og nákvæmni og er hand- verk hennar til sóma. Ekki er ég eins ánægður með listrænt gildi þessara mynda, en ekki skal ég fjölyrða um það. Vigdís kallar þessa sýningu sína Vetrarblómið, ef ég hef skilið sýningarskrána rétt en undirtit- ill mun vera „Islenskar jurtir og blóm.“ Þetta er nokkuð einhæf sýning hjá Vigdísi en fólk virðist kunna vel að meta hana og þá er tilganginum náð. Seppo Mattinen Landssam- band veiði- félaga 20 ára AÐALFUNDI Landssambands veiðifélaga er nýlokið. Fundinn sátu 50 manns úr öllum lands- fjórðungum. 20 ára afmælis félagsins var minnst en félagið var stofnað 21. júní 1958. Mörg mál varðandi veiðiréttar- eigendur voru rædd á fundinum. Má þar nefna. að fundurinn lýsti furðu sinni og andstöðu við dóm undirréttar í máli, sem risið hefur um eignarrétt að botni Mývatns, utan netlaga einstakra jarða. Þar er vatnsbotninn talinn vera eign ríkisins. Fundurinn þakkaði land- búnaðarráðherra skipun nefndar til að gera tillögur um úrbætur á eftirliti með lax- og silungsveiði, sem og hraðri meðferð mála þar að lútandi. Bent var á nauðsyn og hagkvæmni þess að auka fjár- framlög hins opinbera til rann- sókna á sviði veiðimála, og að sýnt væri að slík fjárframlög skiluðu brátt góðum arði. Fundurinn lýsti ánægju yfir að veiðimálastofnunin er nú að hefja rekstur rannsóknar- stöðva úti á landi. Andstaða við þingsályktunartil- lögu um aðskilnað veiðimála og fiskræktarmála kom fram á fund- inum. Ymsar aðrar tillögur voru samþykktar, svo sem um auknar mengunarvarnir og hámarksafla- takmarkanir í stángaveiði. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI I - SÍMAR: 17152-17353 /,.-»nÍ 1 / 27750 pn*r«r«y Ingólfsstrati 18 s. 271SO I Við Freyjugötu Laus 2ja herb. 2. hæð. Einbýlishús m/bílskúr við Flókagötu, Hafnarfirði. I Húsiö skiptist í húsbónda- | herbergi, 2 stofur, 3—4 | svefnherbergi, eldhús, bað | m.m. Ræktuö lóð. Upplýs- ■ ingar í skrifstofunni. Séreign v/Akurgerði ! Ca. 120 fm á tveim hæðum, J 4 svefnh., bílskúrsréttur. Raðhús v/Háagerði Ca. 140 fm, 4 svefnherbergi I m.m. Benedikt Halldórsson sölustj. | Hjalti Steinþórsson hdl. J Gústaf Þór Tryggvason hdl. Hraunbær 3ja herb. íbúö á 3. hæö sem skiptist í tvö svefnherb., stofu meö suöur svölum, flísalagt baö og eldhús meö borökrók. Sérsmíöaðar innrétt- ingar (skápar og fl.) í gangi. Ný teppi. Auk pess fjöldi ann- arra eigna á skrá. LAUGAVEGI, S: 13 Heimir Lárusson s. Ingileifur Einarsson s. 31361 Ingöttur Hjartarson hdl Asgeir Thoroddssen hdl ZJ66S8 Espigerði 4ra herb. glæsileg íbúö á 2. hæð (miöhæö) í nýju, litlu sambýlishúsi (ekki háhýsi) á besta staö í borginni. Suöur svalir. Útsýni. Verö 17.0—18.0 millj. Góö útborgun er nauösynleg. Háaleitisbraut 4ra herb. mjög góö íbúö á jaröhæö í góöu sambýlishúsi. Rólegur staöur. Góöar innréttingar. Stutt í versl., skóla og alla þjónustu. Æskileg skipti á minni eign. Verö 14,0—15,0 millj. Kjöreignsf Ármúla21R DAN V.S. WIIIJM Himmd 4 I n 85988*85009 DAN V.S. WIIUM, lögfræðingur Haraldur Magnússon, viöskiptafræðingur, Sigurður Benediktsson, sölumaður. Kvöldsími 42618. Hraunbær 4ra herb. íbúö um 110 fm. Geymsla og þvottaherbergi á hæöinni. Verö 15 millj. Útb. 11 millj. í smíöum — Þrastahólar 5 herb. íbúö um 130 fm. á jaröhæö. íbúðin er rúmlega fokheld. Sér inngangur. Utb. 9.3 millj. Skiptanlegt. Skipti á minni eign koma til greina. Fífusel 4ra herb. íbúö um 117 fm. Þvottaherb. og geymsla á hæðinni. Sér geymsla í kjallara. Bílskúrsréttur. íbúöin er til afhendingar nú þegar. Verö 13 millj. Útb. 9 millj. Álfaskeið 4ra herb. endaíbúö í blokk um 105 fm. Suðursvalir. Þvottaherb. á hæðinni. Útb. 9 millj. Höfum kaupendur aö 2ja—6 herbergja íbúöum, raöhúsum og einbýlis- húsum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfiröi og Mosfellssveit. — EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 29555 opid alla virka daga ffrá 9 til 21 ogum helgar ffrá 13 til 17 Höfum kaupanda að gömlu einbýli 7—8 hb. í gamla bænum. Má vera timb- ur- eða steinhús. Verzlunarhúsnæði í gamla bænum til sölu. Sumarbústaður í Vatnsendalandi Höfum í skiptum 2ja herb. íbúð í Hlíðum fyrir sérhæð í sama hverfi 140—160 fm + bílskúr. Leitið upplýsinga um eignir á skrá Hverfisgata 2ja hb. 2. hæð. Verð og útb. tilboð. Öldutún 2ja hb. kj. verð og útb. tilboð. Bugöulækur 3ja hb. jarðhæð, sér inng. sér hiti. Verð 11 m. Útb. 8.5 m. Grænakinn 3—4 hb. efri hæð. Verð tilboð. Höfum kaupendur að 2—3 hb. íbúöum. . Hjallavegur 3—4 hb. kj. í tvíbýli. Sér inng. Sér hiti. Verð tilboð. Suðurgata 3 hb. 1. hæð. í Hfj. sér inng. Verð 10 m. Útb. 6.5—7 m. í Hlíðum 4 hb. 2. hæð í skiptum fyrir einbýli 110—130 fm í Smá- íbúðahverfi, eða nágrenni. Blikahólar 4—6 hb. 5. hæð í fjölbýlish. Verð 14.5—15 m. Útb. 9.5—10 m. EIGNANAUST LAUGAVEGI 96 (vió Stjörnubió) SÍMI 29555 Sölum. Ingólfur Skúlason Lárus Helgason Svanur Þór Vilhjálmsson hdl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.