Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 13 Eiríkur Alexandersson: Byggðasjóður hefur verið opnaður fyrir Suðumes — þrátt fyrir andstöðu Alþýðubandalags og Framsóknar og hjásetu Alþýðuflokks Að hengja bakara fyrir smið Úrslit nýafstaðinna byggða- kosninga urðu mörgum sveitar- stjórnarmanninum mikil von- brigði. Greinilegt er, að í þeim hefur frammistaða einstakra flokka eða frambjóðenda á nýliðnu kjörtímabili minnstu ráðið um afstöðu kjósenda, heldur hafa tímabundnar óvinsældir ríkis- stjórnarinnar ráðið mestu, jafnvel þar sem síst skyldi. Við sem erum í forystuliði Sjálfstæðisflokksins og stuðnings- fólk hans, erum að sjálfsögðu mjög óánægð með þessa framvindu mála, ekki síst með tilliti til þess að við teljum að um tímabundna og að verulegu leyti óverðskuldaða óánægju sé að ræða í garð ríkisstjórnarinnar. Andstæðingum Skúli Einarsson, matsveinn: Sjó- menn! Senn fara í hönd kosningar til Alþingis okkar íslendinga og fyndist mér rétt að við sjómenn hugleiddum okkar mál. Eg hef á undanförnum árum haft að^töðu til að fylgjast með verkum Péturs Sigurðssonar og veit ég því að hann hefur barist af mikilli hörku og samviskusemi fyrir okkar málum. Við eigum því mætan málssvara á þingi þar sem Pétur er. Fyrir utan jsau líknar- og mannúðarmál sem hann hefur unnið að en ekki hafa farið hátt. Nægja mundi að nefna D.A.S. í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem Pétur er ómissandi maður sakir dugnaðar og samviskusmi. Eg vil spyrja ykkur sjómenn: Hví ekki að taka höndum saman og tryggja að fulltrúi okkar sjómanna, sem ég veit að hefur hug og þor til að flytja mál okkar inn á Alþingi, haldi sínu réttmæta sæti. Að endingu skora ég á sjómenn hvar í flokki sem þeir standa að kjósa D-listann. Með þetta í huga skulum við sjómenn taka okkur þetta kjörorð: Pétur skal aftur á þing. Skúli Einarsson matsveinn. Tunguseli 4. Reykjavík. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \i «.nsi\(..\- SÍMIW l'.K: 22480 hennar hefur tekist að koma því inn hjá launafólki, að stjórnin hafi með svokölluðum kaupránslögum vegið að lífskjörum þess og jafnvel mannréttindum. Þessi leikur var þeim auðveldur. Ríkisstjórnir eiga að sjálfsögðu ekki að hreyfa við gerðum kjarasamningum milli aðila vinnumarkaðarins með lög- gjöf eða á annan hátt, nema í hreinum undantekningartilfellum, ég vil segja neyðartilfellum. Menn geta deilt um, hvort að Jiessu sinni voru slíkar aðstæður fyrir hendi. En ég fyrir mitt leyti efast ekki um það eitt andartak, að ríkis- stjórnarflokkarnir töldu að með umræddri löggjöf væri verið að hamla gegn frekari óðaverðbólgu og tryggja kaupmátt launa, svo sem verða mátti miðað við aðstæð- ur í þjóðfélaginu. Og siðast en ekki síst trúðu þeir því, að með þessum ráðstöfunum væri atvinnuleysis- vofunni bægt frá dyrum fólks í landinu. En til voru fleiri leiðir að þessu marki, sem ekki hefði verið jafn auðvelt að túlka sem árás á lífskjörin. Hvers vegna voru þær ekki valdar? Mér, og jafnvel fleirum, býður í grun að þær séu verri, fyrst þær voru ekki valdar svona rétt fyrir tvennar kosning- ar. Og lái okkur þeir sem vilja. Nei, sannleikurinn er sá, að sagan á eftir að gera þessari ríkisstjórn hærra undir höfði en mörgum öðrum. Hún tók ekki við fullum korn-* hlöðum, eins og vinstri stjórnin sálaða, sem andaðist þó fyrir tímann, vegna þess að hún hafði ekki þrek til að framkvæma nauðsynlegar en óvinsælar ráð- stafanir, sem ráðherrar hennar voru þó allir sammála um að þyrfti að gera. Nei, hún tók við þrotabúi vinstri stjórnarinnar. Samt hefur henni þó tekist að koma verðbólgunni úr rúmlega 50% niður í ca. 32%, eins og nú horfir. En staksteinarnir sem upp úr standa, þegar ferill ríkisstjórnar- innar undir forystu Sjálfstæðis- flokksins er skoðaður, er útfærsla landhelginnar í 200 mílur, sem jafnast á við stærstu atburði íslandssögunnar aðra, svo sem endurheimt fullveldisins, og það að sjálfstæðismönnum og öðrum lýðræðissinnum tókst að tryggja varnir landsins. Hvað snýr að Suðurnesjamönnum? En Suðurnesjamenn þurfa ekki að láta Sjálfstæðisflokkinn gjalda fyrir verk sín. Framkvæmdir við Hitaveitu Suðurnesja eru nú komnar á lokastig, eingöngu fyrir frábæra fjármagnsfyrirgreiðslu undir for- ystu fjármálaráðherra, Matthías- ar Á. Mathiesen. Sú fyrirgreiðsla nemur nú þegar tæpum 3 milljörð- um króna. Þessi eina framkvæmd mun til ársloka 1980 spara um 1800 milljónir í erlendum gjaldeyri í spöruðum olíukaupum. Hún ein jafngildir því að vera um 200.000 króna skattlaus launauppbót á ári fyrir t.d. 5 manna fjölskyldu á Suðurnesjum. Byggðastefnan hefur valdið Suðurnesjamönnum þungum búsifjum. Það er fyrir ötula baráttu þingmanna kjördæmisins og sjálfstæðismanna í stjórn Frainkvæmdastofnunar ríkisins, ekki síst Ólafs G. Einarssonar, sem Byggðasjóður hefur nú verið opnaður fyrir Suðurnes, gegn atkvæðum alþýðubandalags- mannsins Ragnars Arnalds, fram- sóknarmannsins Ingvars Gíslason- ar og hjásetu formanns Alþýðu- flokksins, Benedikts Gröndal. Atkvæði féllu 4 gegn 2 og ein hjáseta. Ekki mátti tæpara standa. Svona mætti halda lengi áfram að færa rök fyrir því, að Sjálf- stæðisflokkurinn verðskuldar nú sem fvrr öflugan stuðning kjós- enda jafnt í sveitarstjórnakosn- ingum sem kosningum til Alþing- is, og ekki hvað síst á Suðurnesj- um. Rúmsins vegna verður þetta að nægja að sinni. En að lokum skora ég á allt Suðurnesjafólk og aðra, sem þetta greinarkorn lesa, að taka ábyrga afstöðu í alþingis- kosningunum 25. júní n.k. Þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn engu að kvíða. (Grein þessi birtist upphaflega í Suðurnesiatíðindum). Guðmundur Árnason: Næstum því frítt um borð í fréttabréfi H.F. Eimskipafé- lags íslands, 2. tölublaði í ár, er að finna grein um vörukaupa- samninga eftir Svein Ólafsson fulltrúa félagsins. Þar sem blað Eimskips er að sjálfsögðu ekki vettvangur umræðna um þau atriði, sem fjallað er um í greininni, leyfi ég mér að gera nokkrar athugasemdir við greinina hér í Mbl. Með grein sinni hyggst Sveinn taka af öll tvímæli um það hvað sé F.O.B. (frítt um borð) og hvað sé ekki F.O.B. Eftir að hafa þekkt Svein í meira en 40 ár veit ég, að hann telur sig hafa fundið sannleikann, því að annars birti hann ekki þessi skrif, sem að mínu mati túlka sjónarmið erlendra flutningsmiðlara, en fara ekki saman við hagsmuni Islendinga. Fáar þjóðir eru eins háðar inn- og útflutningsverzlun og Islendingar. Allar aðferðir til að lækka kostnað við útvegun vara erlendis frá eru þess vegna veigamikill þáttur í að bæta lífskjörin. „Hvers vegna“, svo að ég noti fyrirsögn greinar Sveins, leggur Eimskipafélagið þá áherzlu á, að íslendingar taki upp vörukaupasamninga á grundvelli Incoterms — 1953. Það er skoðun mín að Incot- erms — 1953, eigi ekki við um utanríkisverzlun Islendinga, fyrst og fremst vegna þess að þær málsgreinar skilmálanna, sem oftast er vitnað til, nr. 7—9 eru rangtúlkaðar og misnotaðar. Ég álít að þær eigi aðeins við þegar um er að ræða milliríkja- viðskipti, þar sem vörur eru fluttar um eitt eða fleiri lönd á ákvörðunarstað, t.d. fljótaflutn- inga. Allur útflutningur okkar, eða langt til allur, er seldur F.O.B. en engum útflytjanda dettur þó í hug að reikna flutningsmiðlun ofan á vöru- verðið. Hér er því spurning, sem ég hefi reyndar spurt áður, án þess að samtök innflytjenda hafi sýnt því áhuga, að svar fáist: „Hversu lengi eigum við að láta það viðgangast enn að íslenzku skipafélögin séu notuð af er- lendum flutningsmiðlurum til að þvinga út ósamningsbundnar greiðslur fyrir þjónustu, sem þegar hefur verið greidd í vöruverðinu?" Er grein Sveins skálkaskjól fyrir Eimskip til að halda uppteknum hætti, þvert ofan í hagsmuni okkar allra, og innheimta eftirkröfur fyrir er- lenda flutningsmiðlara vegna kostnaðar, sem þegar er greidd- ur í vöruverðinu? Aukin þjónusta Sérpantanir á Ulferts húsgögnum. Hafið þið leitað lengi að réttu húsgögnunum? Farið búð úr búð og ekki fundið það rétta? I vali á húsgögnum ræður smekkur miklu. Nýi Ulferts litmyndalistinn er fullur af smekklegum húsgögnum: Raðstólum, borðum, stólum, rúmum ofl. Þið finnið áreiðanlega eitthvað við ykkar hæfi. Skrifið eftir nýja Ulferts litmyndalistanum og veljið síðan eftir ykkar eigin smekk. Eins og áður er úrval Ulferts húsgagna að jafnaði til á lager verslunarinnar. Til Kristjáns Siggeirssonar hf. Laugavegi 13,101 Reykjavík. Vinsamlega sendið mér ókeypis Ulferts litmyndalistann. Nafn: HÚSGnGDPVERSLUn KRISTJÁnS SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113 REYKJAVIK SIMI 25870 Heimilisfang:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.