Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 18
\ g MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JUNI 1978 „Hvölum fer sízt fækkandi” segja skipstjórar hvalbátanna IIVALVEIÐARNAR hafa xens- ið hæriloKa það sem af er og á meðan hlaðamaður Morgun- hlaðsins dvaldi stutta stund í Ilvalfirði í >;a'r. komu þrír hvalhátanna inn. með 5 stórar lanKreyðar að ojí eru nú komn- ir um 50 hvalir á land í IIvalfirði í sumar. Lan«reyð- arnar sem skotnar hafa verið í sumar. eru allar stór dýr. yfir 00 fet á lenjjd að meðaltali. en skipstjórar hvalhátanna skjóta almennt ekki minni dýr en 52—54 fet. þó heimilt sé að skjóta lanjfreyðar niður í 50 fet. I>ej?ar rætt var við skip- stjóra hvalhátanna vildu þeir yfirleitt j?era lítið úr veru Greenpeace-manna hér við land. enda höfðu ekki allir þeirra séð skipið Rainhow Warrior. „Það sem af er úthaldinu hefur veiðin jienjíið prýðilejja ojí hvölum fer fjöljíandi á miðun- um. Enn sem komið er, fáum við mest af lanjíreyði, enda genjcur sandreyðurin ekki á miðin fyrr Friðhert Elí Guðmundsson. en líða tekur á sumar, ef hún kemur þá núna,“ sagði Sigurður Njálsson skipstjóri á Hval 6 þejíar við ræddum við hann um borð. Þeir á Hval 6 voru þá nýkomnir að landi með 2 lang- reyðar. Dvölin í landi að þessu sinni átti að vera 11/2—2 tímar, þar sem taka þurfti olíu, en olía er tekin í öðrum hverjum túr. „VIÐ eijíum ekki von á að við verðum mjiijf sijíursælir í sum- ar ojí éjf efast um að við truflum hvalveiðar fslenzku hvalhátanna mjöjí mikið. en það Jijíjíur líka Ijóst fyrir. að við komum aftur næsta sumar. ef íslandinjtar hafa þá ekki látið af hvalveiðum.“ sajíði David McTajíjfard leiðanjíurs- stjóri á skipi Greenpeace-sam- takanna. Rainbow Warrior. í samtali við Morjíunblaðið í jíær. Rainhow Warrior kom til Reykjavíkur í jíærmorjíun ojí lajfðist á ytri höfnina. Ástæðan fyrir því að skipið kom til hafnar var að jíera þurfti við talstöð skipsins og stilla sijfl- injcartæki. Því verki lauk í Þegar olía er ekki tekin, stanza hvalbátarnir aðeins 10—15 mín- útur í landi. Sótt langt út „Fram að þessu höfum við þurft að sækja hvalinn nokkuð lanjít út, en hann er nú farinn að náljíast landið, ojí vonandi fer hvölum ört fjöljíandi á næst- unni, en það er misjafnt frá ári til árs hve mikið af honum jíenjíur á miðin hér.“ Þejíar Sijíurður var spurður hvort hann hefði eitthvað orðið Injíólfur Þórðarson á hrúnar- va-njínum á Hval 9. iíys.. Jíærkvöldi ojí að söjfn McTujíjí- ard átti skipið að halda úr höfn í dají kl. 9 árdegis. „Nú þegar við höldum á miðin að nýju, höldum við áfram okkar fyrri mótmælaaðgerðum og eins legjíjum við áherzlu á að kvikmynda hvalbátana við veið- ar,“ sagði McTaggard. Hann sagði að þeir myndu reyna að hafa samband við skipverja á hvalbátunum og reyna að koma þeim í skilning um að þeir vildu láta friða hvalina. Þess bæri þó að geta, að ekki væri víst að árangur þeirra yrði mikill að þessu sinni, þar sem þeir væru nú í fyrsta skipti á íslandsmiðum og mikill mun- ur væri á veiðiháttum íslenzku hvalbátanna og Rússa og Jap- ana. Þá væri það einnig svo að um borð í Rainbow Warrior hefðu 18 af 23 mann áhöfn enga reynslu af sjómennsku. „Ég veit að það eru margir sem hlæja að okkur um þessar mundir, en þeir hinir sömu munu ekki alltaf hlæja, því við gefumst ekki upp. Ef við hefðum meira fé í höndunum þá væri leikur einn fyrir okkur að stöðva veiðarnar, því þá hefðum við keypt betra skip til þessarar farar," sagði hann. Þegar Morgunblaðið spurði McTaggard hvort Rainbow Warrior gengi ekki mun minna en hvalbátarnir sagði hann það rétt vera og sumir hvalbátarnir gengu allt að 4 mílum meira, og því miður gætu þeir ekki beitt gúmmíbátunum nema upp að 4 vindstigum. „Hins vegar vil ég benda á að ég náði Hval 7 á tuttugu mínútum nú fyrir skömmu og er ég lagði frá Rainbow Warrior á gúmmíbátn- um var Hvalur 7 5.5 sjómílur frá okkur. Þá er ekki rétt að við höfum sjaldan komið auga á hvalbátana, því á þeirri viku sem við höfum verið hér við land, höfum við 8 sinnum rekizt á hvalbáta og tekið kvikmyndir af þeim í hvert skipti. Þá vil ég aðeins segja, að það eina sem við viljum er að íslendingar hætti hvalveiðum í 10 ár í samræmi við yfirlýsta stefnu Sameinuðu þjóðanna, að þeim tíma loknum gætu ísland- ingar eflaust veitt miklu fleiri hvali árlega en þeir gera nú. Við ætlum okkur einnig að koma í veg fyrir hvalveiðar Spánverja, Portúgala og S-Afríkumanna,“ sagði McTaggard. David McTaggard fyrir framan brúna á Rainbow Warrior í gær. var við Rainbow Warrior á miðunum, sagði hann: „Þeir voru komnir á miðin um daginn og varð ég þá var við skipið í ratsjánni og færðum við okkur þá lengra frá þeim, því það er nóg af hval á miðunum. Þá gengur Rainbow Warrior í mesta lagi 10.5 mílur þannig að fljótt dró í sundur með okkur." Yfirstandandi vertíð, er tutt- ugasta og fimmta hvalvertíð Sigurðar og níunda vertíðin, sem hann er skipstjóri. Átuskilyrðin ráða miklu „Það er misjafnt hvað mikið er af hval á miðunum. í hitteðfyrra var óhemjumikið af langreyði á miðunum, en í fyrra gekk hvalurinn langt austur og norður með landi, sökum lélegra átuskilyrða í sjónum á okkar miðum, en ekki mega líða nema 30 tímar frá því að hvalur er veiddur þar til að hann er kominn á skurðarplanið hér í Hvalfirði. Hins vegar kom mjkið af sandreyði á okkar mið í fyrra, Steypireyðar- og hnúfubaks- stofnarnir í örum vexti og andarnefjan ekki aldeilis útdauð Hvalur fi og Hvalur 7 við bryggju í Ilvalfirði. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. — „Við munum reyna að láta Greenpeace-menn sigla sem mest um miðin í sumar og halda okkur að sjálfsögðu sem lengst frá þeim,“ sagði Sigurður. Sigurður Njálsson með Þórð son sinn um borð í Ilval fi. en Þórður kom að heimsækja fiiður sinn. þar sem stanzað var í höfn í 2 klukkustundir. Ljósm. Mbl. Þórleifur Ólafsson. en þá höfðum við lítið orðið varir við þessa hvaltegund í 2—3 ár. Hvalagöngurnar virðast fara alveg eftir átuskilyrðum í sjón- um, en sem betur fer er nóg til af hval. Mikið aí steypi- reyði og hnúfubak Sigurður sagði, að þeir hefðu séð mikið af steypireyði á ferðinni í sumar og þó sérstak- lega mikið af hnúfubak, sem annars héldi sig mest við ísröndina á slóðum loðnunnar. Það hefur komið fyrir að svo mikið hefur verið að steypireyði í sumar að hún hefur tafið okkur frá veiðum, þannig að viö höfum siglt á blástur, en þegar við höfum komið nær hvalnum hefur það reynst vera steypi- reyður á ferð. Hún er alveg norður í Kolluál og er oft nær landi en langreyðurin. Hvalurinn órólegur í átuleysinu „Vertíðin hefur gengið sæmi- lega, þrátt fyrir mikla ótíð og kaldan sjó, sem aftur þýðir að lítil áta er í sjónum, en ég held að þetta sé nú allt að lifna," sagði Friðbert Elí Gíslason skipstjóri á Hval 7, en þeir komu með 2 langreyðar. „Hvalavöðurnar eru svipaðar og áður, um allt veiðisvæðið, en það er erfitt að ná hvalnum núna í átuleysinu, hann er órólegur á meðan svo háttar til, en sem stendur er sjórinn aðeins 7 gráðu heitur." Friðber Elí var spurður hvort hann héldi að sandreyðurin myndi ganga á miðin í sumar. Kvaðst hann ekki vera viss um það, því væri aldrei hægt að spá. Hins vegar hefði verið nóg af sandreyði í fyrra. Staðreyndin væri samt sú, að nú í sumar mætti aðeins veiða 84 sandreyð- Framhald á bls. 2G. 99 Efast um að árangurinn verði mikill að þessu sinni segir David McTaggard leiðangurs- stjóri á Rainbow Warrior 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.