Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 Nú stendur yíir sýniiu; Ásgeirs Lárussonar í SÚM. Þar sýnir hann 15 sýningargripi, vatnslitamyndir. hluti ok tauskúlptúr. Sýninsin er opin 4 —9 e.h. en henni lýkur 20. júní. Nokkrir sýninjíargripanna eru til sölu við vægu verði. Milljón gefin i orgelssjóð Seltjarnar- nessafnaðar SÓKNARNEFND Seltjarnarness var boðuð á heimili þeirra Guð- rúnar Jónsdóttur og Snæbjörns Asgeirssonar hinn 9. júní s.l. til þess að veita móttöku minningar- gjöf um hjónin frú Bryndísi Ó. Guðmundsdóttur og Jón Guð- mundsson endurskoðanda. Nýja- bæ. Seltjarnarnesi, en gjöfin er gefin í tilefni af 50 ára hjúskapar- afmæli þeirra hjóna þann dag. Gjöfina afhenti Snæbjörn Ás- geirsson fyrir hönd gefenda, dætra þeirra hjóna, Ragnhildar, Guðrún- ar, Ingibjargar og Elínar auk tengdasona, en hún nemur einni Meirihlutamyndun í bæjarstjórn: „Erfitt þegar þrír ræðast við í Kópavogi” „ÞETTA gengur állt rólega fyrir sig, enda samkomulag um málefni gott,“ sagði Björn Ólafsson verk- fræðingur í Kópavogi og talsmað- ur Alþýðubandalagsins þegar Mbl. innti hann eftir gangi mála í sambandi við meirihlutamyndun í bæjarstjórn. „Þetta er seinvirkt þegar þrír aðilar ræðast við,“ sagði Björn, „en það skýrist væntanlega í þessari viku hvort það gengur saman eða ekki.“ Samningaviðræður standa yfir hjá öllum listum nema D-lista og S-lista. Framhald aí bls. 48 aðeins 4,1% borgarstarfsmanna fái fullar verðbætur, í öðrum áfanga verði þeir orðnir 17,7% og í hinum þriðja og síðasta verði fjöldi þeirra, sem fullra vísitölu- milljón króna og mun renna í orgelsjóð. Orgelsjóðurinn var stofnaður af móðurömmu þeirra systra, frú Ragnhildi Brynjólfsdóttur Ólafs, til minningar um eiginmann henn- ar, Guðmund Ólafs frá Mýrarhús- um. Guðmundur Ólafs var bróðir Halldóru kaupkonu Ólafs, en hún gaf peningaupphæð, sem varið skyldi til kirkjubyggingar á Seltjarnarnesi til minningar um föður sinn, Ólaf Guðmundsson frá Mýrarhúsum. Formaður sóknarnefndar þakk- aði þessa höfðinglegu gjöf, gefna í minningu mætra hjóna, sem borið hafa uppi heiður byggðarlagsins. Hafnfirzku verkalýðs- félögin fengu 750 þús. kr. GUÐRÍÐUR Eliasdóttir, formað- ur Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar í Hafnarfirði, og Hallgrímur Pétursson, formaður Verkamannafélagsins Hlifar í Hafnarfirði, voru í gær kvödd á skrifstofu Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík. Þar afhenti Þórunn Valdimarsdóttir formaður félagsins hafnfirzku félögunum 500 þúsund krónur til styrktar verkfalisfólki hjá Bæjar- útgerð Ilafnarfjarðar og þar var einnig stödd Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, formaður Starfs- stúlknafélagsins Sóknar og af- henti 250 þúsund krónur af sama tilefni. Að sögn Guðríðar Elíasdóttur kvað hún stefnt að því að úthluta þessum peningum til verkafólks- ins, sem verið hefði í setuverkfalli við Bæjarútgerðina í dag. bóta njóta kominn í 66% borgar- starfsmanna. Lengra nær tillaga meirihlutaflokkanna ekki, enda munu þá allir njóta fullra verð- bóta, þar sem febrúarlög ríkis- stjórnarinnar verða ekki lengur í gildi. Smygl ad söluverd- mæti 4 millj. kr. Á ÞRIÐJUDAG er m/s Dettifoss kom til Reykjavíkur að utan fundu tollverðir smyglvarning í skipjnu, að söluverðmæti hér á landi um 4 milljónir króna. Var hér um að ræða rúmlega hálft tonn af nautakjöti, 2 litsjónvarpstæki, 1 sambyggt útvarps-, sjónvarps- og segulbandstæki, 1 segulbandstæki, 29 flöskur af áfengi, 12 kassa af bjór og 2.400 vindlinga. Aðal eigendur að varningi þess- um voru matsveinn, stýrimaður og bátsmenn, segir í frétt frá Toll- varzlustjóra. Varningurinn var falinn á milli þilja í skipinu. Alþýðubanda- lagið gefur svar viðáskor- uninni á fostudag Kommúnistaflokkur Islands hefur sent Alþýðubandalaginu í Reykjavík og Fylkingunni form- legt boð um kappræður þessara þriggja aðila fyrir kosningar um málefni kosninganna og 'þá sér- staklega verkalýðsmál samkvæmt upplýsingum Benedikts Kristjáns- sonar sem skipar þriðja sæti á lista Kommúnistaflokks Islands í Reykjavík í komandi alþingiskosn- ingum. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns hefur formaður Alþýðu- bandalagsins tekið við áskoruninni og sagt að ákvörðun um það hvort taka skuli áskoruninni verði tekin nk. föstudag. Kvað Benedikt hins vegar að áður hefði formaðurinn lýst því yfir að þeir myndu taka áskoruninni ef hún bærist form- lega. — Varnarliðið Framhald af bls. 48 „Ef sú staða myndaðist í síslenzkri pólitík að loknum þessum kosning- um að það yrði grundvöllur til myndunar vinstri stjórnar með aðild Framsóknarflokksins, yrði það þá stefna Framsóknarflokks- ins sem þú myndir beita þér fyrir að yrði framkvæmd, að varnarliðið færi héðan af landi brott, til dæmis í áföngum á fjórum til fimm árum?“ Einar Ágústsson vísaði til fyrra svars síns um stefnu Framsóknar- flokksins í varnarmálum en Markús ítrekaði spurningu sína og spurði hvort hann væri reiðubúinn til að beita sér fyrir því að varnarliðið færi á fjórum árum. „Ja, fjórum árurn," sagði Einar Ágústsson þá. „Ég hef nú ekkert umboð til þess að lofa því að það þurfi að taka fjögur ár.“ „Skemmri tíma kannski?" spurði Markús Örn. „Jafnvel," svaraði Einar. - Standa ekki við Framhald af bls. 48 launagreiðslum, sem bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar mæla fyrir um, en í hinu hækka þeir launagjöld á vegum borg- arinnar um 300 millj. króna (150 fyrir borgarsjóð sjálfan og 150 fyrir borgarstofnanir) til viðbótar ofangreindri fjárvönt- un, samkvæmt þeirra eigin sögn. Athyglisvert er, að í ráðstöf- unum núverandi borgarstjórn- armeirihluta felst viðurkenn- ing á nauðsyn efnahagsaðgerð- anna. Ekki er staðið við stóru orðin fyrir borgarstjórnar- kosningar: Samningana í gildi. Þeir eiga fyrst að taka gildi eftir að gildistími efnahagslag- anna hefur runnið sitt skeið. Fátt sýnir raunar betur nauð- syn efnahagsaðgerðanna frá því í vetur, að helstu andstæð- ingar þeirra treysta sér ekki til að standa við stóru orðin og setja samningana í gildi frá 1. mars s.l., enda hefði það kostað Reykjavíkurborg á annan millj- arð króna. Þeir hreykja sér hins vegar af því að hækka laun borgarstarfsmanna sem nemur 300 milljónum króna útgjalda- aukningu á ári fyrir borgarsjóð og borgarfyrirtæki. Á máli núverandi meirihlutamanna í Reykjavík og stjórnarandstæð- inga heitir þetta líklega að þeir séu að skiia innan við þriðjungi „ránsfengsins" til baka. I sam- þykktum meirihlutans felst sem sagt viðurkenning á efna- hagsráðstöfunum og snefill af ábyrgðartilfinningu að þessu leyti. Nú eftir úrslit byggðakosn- inganna, þegar Alþýðubanda- lagið hefur orðið að sýna af sér dálítið meiri ábyrgð en áður, bregður svo við, að aðalgagn- rýnin á bráðabirgðalögin felst ekki í þeim launum, sem þau mæla fyrir um. Hins vegar er nú sagt, að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við launþega- samtökin og löggjöfin sé árás á „helgasta rétt launþegasamtak- anna“, 8 stunda vinnudaginn. Hvort tveggja er rangt. Ég átti langar viðræður við for- mann Verkamannasambands íslands og aðra foringja í verkalýðsfélögunum áður en til útgáfu bráðabirgðalaganna kom. Verkalýðshreyfingin fylgdist náið með viðhorfunum við undirbúning efnahagslag- anna í vetur. Það hefur hins vegar sannast nú í kosninga- baráttunni, að það voru ekki endilega hagsmunir umbjóð- endanna, sem réðu ferðinni hjá verkalýðsforingjunum, heldur voru þeir komnir í pólitískt valdatafl. Bráðabirgðalögin hækka dagvinnulaun meira en eftir- vinnuna. Heilbrigð skynsemi segir manni, að það ætti að draga úr áhuga manna á að vinna eftirvinnu og minnka þörfina fyrir það, sagði forsæt- isráðherra að lokum. — Lagmeti Framhald af bls. 2 er unnið að markaðsmálum í Ástralíu og hafa tilraunasending- ar fengið góðar viðtökur þar og einnig í Singapore, Hong Kong og Nígeríu. Sídlarafurðir voru um það bil 3/4 af heildarverðmæti útflutn- ingsins í fyrra og eru gaffalbitar langstærsti hlutinn, en þeir voru 64% af heildarútflutningsmagninu og gáfu 69% verðmætanna. Hlut- deild þorskafurða í heildarút- flutningnum var 10%. Ákveðið hefur verið að ráða matvælaverkfræðing til starfa hjá Sölustofnun lagmetis á þessu ári. — Hvölum fer... Framhald af bls. 18 ar en 304 langreyðar, þannig að það kæmi ekki að mikilli sök þótt stór sandreyðarganga væri ekki á ferð. Greanpeace-menn eltu okkur „Jú, við höfum aðeins orðið varir við skip Greenpeace sam- takanna. Þeir eltu okkur uppi á gúmmíbát kl. 7 að morgni til, en gátu ekki mikið aðhafzt, þar sem móðurskipið Rainbow Warrior varð strax langt á eftir okkur. Þá er líka erfitt að hemja sig um borð í þessum gúmmíbát- um, ef eitthvað gárar á sjónum. Við höfum ekkert upp á Green- peace-menn að klaga og vona ég að við getum haldið okkur fjarri þeirn." Friðbert Elí sagði að þetta væri 28. sumarið, sem hann væri við hvalveiðar, þar af væri hann búinn að vera 25 ár sem skipstjóri. Hann hefði séð vel hve mikill vöxtur væri nú í hnúfubaks- og steypireyðar- stofnunum og virtist þessum tegundum fara fjölgandi frá ári til árs, og ljóst væri að langreyði og sandreyði fækkaði ekki, nema síður væri. Þá sagði hann, að hvalurinn, sem veiðzt hefði í sumar, væri yfirleitt stór, þetta 61—62 fet að meðaltali. Skipstjórarnir skytu ekki minni hvali en 52—54 fet , en stærsta langreyður sem komið hefði á land í Hvalfirði væri kringum 75 fet. Ástandið getur gjör- breyzt á einum degi „Það er búið að vera leiðinlegt tíðarfar og óhagstætt til hval- veiða. Mér finnst sjálfum að tiltölulega lítið sé gengið af hvai á miðin, en ástandið getur ‘ gjörbreyzt á einum degi. Það vantar átuna núna,“ sagði Ingólfur Þórðarson skipstjóri á Hval 9, en þeir komu að landi með 1 langreyði síðdegis í gær. „Það vantaði einnig átuna í fyrra, og þá hélt hvalurinn sig úti fyrir Suðausturlandi og Norðurlandi.“ Við spurðum Ingólf hvort hann hefði séð einhverja breyt- ingu á hvalastofnunum, sem veiddir eru, til hins verra, en Ingólfur hefur verið skipstjóri á hvalbátunum frá 1952. „Ég get ekki séð að minna sé um hval en áður, nema síður sé, til dæmis hef ég aldrei séð jafn mikið af langreyði og í hitteðfyrra og þá gátum við veitt miklu meira af þessum hval, en vorum snemma búnir með kvótann. Síðari hluta þess sumars, þ.e. eftir að lang- reyðarkvótinn var búinn vorum við úti um allan sjó í leit að búrhval og þar voru alls staðar hópar af langreyði." Andarnefjan ekki aldeilis útdauð „Þá hefur borið mjög mikið á steypireyði og hnúfubak á mið- unum, og er greinileg aukning í stofnunum. Þá má heldur ekki gleyma andarnefjunni. Það hef- ur verið skrifað um það í blöðin að hún sé útdauð, en það er langt frá því. Við á Hval 9 töldum milli 10 og 15 andarnefj- ur á nokkrum klukkutímum nú á dögunum, og við teljum aldrei hvali nema á beinni stefnu, og er það gert til að koma í veg fyrir tvítalningu," sagði Ingólf- ur. ÞÓ' — Bridge Framhald af bls. 31. um 17—3, en sem kunnugt er eru spilaðar þrjár umferðir í unglingaflokki. Fyrri hálfleikur- inn var nokkuð jafn. Þó höfðu Norðmenn unniö 6 tígla í 4. spili á meðan Islendingar töpuðu 5 tíglum. Þar á móti kom að íslendingar unnu slemmu í 2. spili sem Norðmenn höfðu ekki áhuga á. Einnig höfðu Norð- menn „doblað" 3 spaða í spili 14 sem unnust. íslendingar höfðu 3 stig yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var nánast endur- tekning á fyrri hálfleiknum frá kvöldinu áður, og er bezt að hafa sem fæst orð um hann, en Norðmenn fengu um 80 punkt- um meira en ísland. Norðmenn unnu leikinn 20 mínus 3. Staðan eftir 8. umferð. Opinn flokkur. Noregur 114 Danmörk 82 Svíþjóð 107 ísland 73 'h Finnland 30 xk Kvennaflokkur. Svíþjóð 61 Danmörk 37 ísland 36 Finnland 26 Unglingaflokkur. Noregur , 92 Svíþjóð 84 ísland 36 Síðasta umferðin í mótinu verður spiluð í dag og hefst kl. 13. Kl. 13.00 10. umferð. Opinn flokkur: Island — Noreg- ur, Svíþjóð — Finnland, Dan- mörk situr hjá. Kvennaflokkur: Danmörk — Finnland, Svíþjóð — Island. Yngri flokkur: Island — Svíþjóð, Noregur situr hjá. ■* »r* * t t i vtt***:V4. t Vinstri meiriWutinn 19 o*> 7H rrrrrr-—— - 5- kr. ..... —■ agvinnukaup eins og P tthvcrt hlutfali þeirrar ' hækki um eittnverr 1 h*kka hver.ju ■ Krafa Verkamannasambandsin.s. sem lögð var fram á sáttafundi 19. maí sfðastliðinn. lV4VéVAV»V*‘, IAA F,».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.