Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI Ay UJATnfQ*. “ ÍHni'L) n að fylla út í tímann, þótti jafnvel hæfa að fara á vit eins aðal erkifjandans í NATO, Bretans, og fá lánaðan hjá honum gamlan útjaskaðan slagara sem nefnist LAMBETH WALK. - Þykir ekki örgrannt um að margir hlustenda hafi verið farnir að missa vald á brosmildi sinni um þessar mundir. • Reynt að hressa uppá Heiðarleg tilraun var þó gerð til að hressa uppá frammistöðuna, þear teflt var fram hefðbundnu úrvalsliði „baráttu“-söngvara rót- tæklinga, — svo sem hinni ómiss- andi Olgu Guðrúnu (barnatíma- sérfræðingur útvarpsróttæklinga), — Kristínu Ólafsdóttir (baráttu- stjarna í Alþýðuleikhúsinu) — og Spilverki þjóðanna (þekktur „bar- áttu“-söngflokkur). — Og það voru bara þó nokkrar glætur í þessu: Spilverkið kunngerði m.a. „bráð- um verður bylting og ýmsu verður breytt". — Olga Guðrún staðfesti hvorki meira né minna en tíu sinnum í rykk „allir hafa eitthvað til að ganga á“, sennilega ætlað til að telja kjarkinn í kvíðafulla göngukappa. — Og hvað var það nú aftur sem hún Kristín Ól. var látin raula? — Jú, það var eitthvað þess efnis að stúlkur gangi (líka), og hefur vonandi komizt til skila. Og þá kom einn hefðbundinn göngudagsþáttur: hugleiðing í söng og mæltu máli um frásögn hinnar helgu bókar af HERLEIÐ- INGU GYÐINGA, og var nú langtum deyfðarlegri en í fyrra, þegar Jón Múli var látinn syngja „Let my people go“ (öll erindin) sem útleggst: „Lát þjóð mína lausa“! • Þá skeði slysið En ein aðalreglan í áróðri göngudaga skyldi þó skilmerkilega í heiðri höfð, nú sem endranær: „Gefa skal deginum þjóðhátíðar- blæ eftir föngum, með leik lýð- veldishátíðarsöngva, upplestri ættjarðarljóða o.s.frv.", og hefur þessi þáttarhluti að vonum yfir- leitt þótt heldur hjárænulegur. — en að þessu vinni fór allt úr böndunum: I upplestri hljómaði nú lýðvelidsóðurinn góði, þar sem meðal annars segir — „ . . .svo verði íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð, svo aldrei framar ísiands byggð sé öðrum þjóðum háð“. - OG ÞÁ SKEÐI SLYSIÐ: Strax á eftir upplestrin- um var nefnilega sungið þjóð- hátíðarlagið „RÍS ISLANDS FÁNI“, en einmitt um þær mundir mun svo ólánlega hafa til tekizt að HAFNIR VORU Á LOFT ÞEIR SEXTÁN (endurtek, SEXTÁN) BLÓÐRAUÐU SOVÉTFÁNAR, sem róttæklingar Keflavíkurgöng- unnar marséruðu síðan undir. — biðu nú margir eftir því hvort næst yrði lesið kvæðið með ljóðlín- unni: SOVÉT ÍSLAND, OSKA- LANDIÐ, HVENÆR'KEMUR Þtl, en svo varð ekki, enda gamanið þá þegar, að margra hyggju, orðið nægilega grátt. — Sagt er að þetta feilpúst sé nú til sérstakrar athugunar hjá SUSU. • Fimm gegn tíu Og eftir þessu var frammi- staðan almennt í handaskolum: Þrammsins getið aðeins fimm sinnum í fréttum, en tíu sinnum Straumsvíkurgöngudaginn sæla. — Enginn sérhannaður áróðurs- þáttur settur á stofn, en langhund- ur á Straumsvíkurdaginn. — Efni leiðara Þjóðviljans í morgunlestri þannig, að líkast var að köttur væri að snúast í kring um heitan graut (kosnÍTtgahrollur?). — og að síðustu, slakleg frammistaða í auglýsingaáróðri. Aðeins sautján tilkynningar lesnar í stað tuttugu og fimm í fyrra, enda „miðnefnd- in“ sögð blönk og aðrir látnir borga brúsann, svo sem eins og Rauðsokkur (sem er skiljanlegt) og Trésmiðafélagið. ( ... Hvers vegna Trésmiðafélagið?)! Miðað við framanskráða frammistöðu róttæklingadeildar ríkisútvarpsins, má ætla að SUSU- menn Þjóðviljans sitji nú með sveittan skallann og íhugi, hvort gefa þurfi út nýja nýskipan mála um róttæklingaáróður í ríkisút- varpinu. Með kveðju, Útvarshlustandi.“ Þessir hringdu . . . • Hvers vegna spíra en ekki bjór? Ég hef fulla vissu um það að nú upp á síðkastið er mun meira af 96% spíra í umferð en verið hefur. Sprúttsalar eru farnir að selja meira af víni en nemur því magni sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins selur og er það þó mikið. Þeir selja vissulega á uppsprengdu verði og fá um átta þúsund krónur fyrir flöskuna af 96% spíra. Ég vil nú spyrja um það hvort SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Búdapest í Ungverjalandi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Ornsteins, Svíþjóð, sem hafði hvítt og átti leik, og Schmidts, Póllandi. 36. Hxe5! - Hxe5, 37. Hxc6+ - Kg5, 38. Dd2+ - Í4, 39. Dg2+ og svartur gafst upp, því að stutt er í mátið. Hinn síungi David Bron- stein, sem tefldi hér á íslandi 1974, sigraði á mótinu, hlaut 11 v. af 16 mögulegum. þetta sé eins og það á að vera. Er ekki æskilegra að selja sæmilegan bjór í landinu? Bjór er bæði hollur og nærandi en það er meira en hægt er að segja um 96% spíra. Borgari. „Borgara" skal bent á að hafi hann óyggjandi vissu um spíra- smygl og ólöglega sölu ber honum skilyrðis%aust að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar og skýra henni frá staðreyndum. HÖGNI HREKKVÍSI „Þú hefur þinn klefa gráan eins og allra annarra!" ruggari | framúrakstur Cjallarhorn, hljóónemar og magnarar í miklu úrvali heimilistæki sf Tœknideild-Sœtúni 8. sími 24000 Glæsilegt einbýlishús í Keflavík Höfum til sölu 200 fm einbýlishús meö tvöföldum bílskúr á bezta staö í bænum. Húsiö er stofa, borðstofa, eldhús, hol, baö, 3 svefnherbergi, forstofa, þvottahús. Innréttaöur kjallari með 3 herbergjum. Elgnamlfilun Suðumes|a Hafnargötu 57, Keflavík Simi 3868. Opiö 1—6, 6 daga vikunnar. Hannes Arnar Ragnarsson, sími 3383. meö BOSCH f lautu BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON HÁ LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.