Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreíósla Auglýsingar Askriftargjald 2000.00 í lausasölu hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstrætí 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. kr. á mánuói innanlands. 100 kr. eintakiö. Alþýðuflokkur — 70% „kaupráns” flokkur Alþýðuflokkurinn hefur gengið enn harðar fram í kröfugerð- inni um „samningana í gildi“ en kommúnistar í Alþýðubandalaginu. Áform Alþýðuflokksins sl. vetur voru ekki þau að efna til ólöglegra verkfalla í tvo daga eins og gert var, heldur stefndi Alþýðuflokkurinn að því að koma á almennum ólöglegum verkföllum til frambúðar þar til lagasetning ríkisstjórnarinnar hefði verið brotin á bak aftur. Síðan hefur Alþýðuflokkurinn staðið dyggilega við hlið kommúnista í öllum aðgerðum þeirra til þess að brjóta niður viðleitni ríkisstjórnar- innar til þess að ná stjórn á verðbólgunni. Þegar þessi forsaga Alþýðuflokksins undanfarna mánuði í kjaramálum er höfð í huga og borin saman við þá ákvörðun Alþýðuflokksins í meirihluta borgarstjórnar að greiða til starfsmanna Reykjavíkurborgar aðeins 30% af vísitöluskerðing- unni, verður ljóst hvílík hræsni hefur einkennt allan málflutning Alþýðuflokksins í kjaramálum undanfarna mánuði. I upphafi voru Alþýðuflokksmenn frumkvöðlar að ólöglegum verkfallsaðgerðum verkalýðssamtakanna. Síðan hafa þeir verið fangar kommúnista í öllum aðgerðum gegn efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Nú kemur í ljós, að þeir standa ekki við stóru orðin eftir að þeir eru komnir í meirihlutaaðstöðu í borgarstjórn. Alþýðwflokkurinn hefur krafizt þess, að samningarnir verði í gildi en í meirihluta borgarstjórnar stendur Alþýðuflokkurinn að ákvörðun um að greiða til starfsmanna borgarinnar 300 milljónir af þeim 1050 milljónum, sem greiða ætti, ef meirihlutaflokkarnir tveir, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, hefðu staðið við stóru orðin. Alþýðuflokkurinn hefur krafizt þess, að samningarnir tækju gildi, en í meirihluta borgarstjórnar stendur flokkurinn að því, að bæta einungis 30% vísitöluskerðingarinnar. Þetta þýðir, ef röksemdafærsla Alþýðuflokksmanna er notuð, að Alþýðuflokkur- inn er eins konar 70% „kaupráns“flokkur! Alþýðuflokkurinn hefur krafizt þess, að samningar yrðu í gildi, en hann stendur að því, að þeir taki ekki að fullu gildi fyrr en um áramót en þegar þar að kemur verður mánuður liðinn frá því að lagasetning ríkisstjórnarinnar rann út! Vísitöluskerðingin á nefnilega ekki að gilda nema til og með 1. desember á þessu ári. Alþýðuflokkurinn stendur því eins og Alþýðubandalag afhjúpaður í „kaupráns“baráttu sinni. Þessir flokkar hafa sakað aðra um „kauprán". Með aðgerðum sínum í borgarstjórn Reykjavíkur hafa þeir, ef þeirra eigin orð eru notuð, stimplað sig sem eins konar 70% „kaupráns“flokka. Hver var formaður Norð- fjarðardeildar Kommún- istaflokksins? Ragnar Arnalds, fyrrv. form. Alþýðubandalagsins, sagði nýlega í sjónvarpsþætti að Alþýðubandalagið boðaði íslenzkan sósíalisma en ekki skandinavískan, austurevrópskan eða asískan. Þetta er í samræmi við nýjustu matreiðslu Þjóðviljans á kenningunni. í þessu sambandi er rétt að minna á bakhlið eða uppruna Alþýðubandalagsins, sem áður hét Sameiningarflokkur alþýðu; sósíalistaflokkurinn og þar áður Kommúnistaflokkur íslands. I Alfræði Menningarsjóðs um íslandssögu, eftir Einar Laxness, segir m.a., að aðalmálgagn Kommúnistaflokksins 1936 hafi verið Þjóðviljinn. Þetta sama blað er nú aðalmálgagn Alþýðubanda- lagsins. Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, var einn mikilvirkasti félaginn bæði í Sósíalistaflokki og Komm- únistaflokki — og sama má segja um marga þá, er enn halda um stjórnvöl í Alþýðubandalaginu. Núverandi formaður Alþýðubandalagsins getur t.d. rifjað upp, hver var formaður Norðfjarðardeildar Kommúnistaflokks íslands á sinni tíð. Sannleikurinn er sá að Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn eru sömu fyrirbrigðin og áður en grímur nýrra nafna voru settar upp. Einu breytingarnar, sem þar hafa orðið, eru tízkubreytingar, sama eðlis og litabreytingar vissra dýrategunda, sem breyta um lit eftir aðstæðum og landslagi, til að villa á sér heimildir. En að baki orða og blekkinga er sami kommúnistakjarninn og áður. * sta kemur stöku sinnum upp á yfirborð Þjóðviljans, eins og gar einn skriffinnur hans sagði á liðnum vetri: Stalínistar eru lagar okkar! Þar liggja og ræturnar og þaðan er hin ðanalega næring runnin, þótt Ragnari Arnalds þyki henta að alla hana íslenzka, til að hún gangi frekar í hrekklaust fólk. Geir HaUgrímsson, forsætisráðherra: Loddaraleikur Alþýðubandalags í vaxta- og verdtryggmgarmálum Allir hljóta að vera sam- mála um, að nauðsynlegt sé, að sparnaður eigi sér stað og fjármagn myndist, sem að- gengilegt sé fyrir atvinnu- rekstur og einstaklinga. Ef þessu markmiði á að ná, verður að gera sparnað aðlað- andi. Hvernig er það unnt? Tryggja verður sparifjáreig- endum, að fjármunir þeirra haldi verðgildi sínu, þegar þeir þurfa á þeim að halda, að viðbættri lítilli þóknun fyrir að fresta því að eyða fé sínu. Þetta er grundvallaratriði. Ef við viðurkennum það, hljóta lágmarksvextir að vera jafn- háir og verðhækkanir í þjóð- félaginu, og helst ívið hærri. Verðtryggja verður spariféð með einum eða öðrum hætti. XXX Hér er að sjálfsögðu fjallað um frjálsan sparnað. Það er auðvitað til leið skyldu- sparnaðar, eða jafnvel skatt- heimtu, þannig að með þving- unum sé stuðlað að fjár- magnsmyndun. Við sjáum hver reynslan hefur orðið af þeirri leið, ýmsir fjárfesting- arlánasjóðir fá framlög bæði frá viðkomandi atvinnugrein og ríkissjóði. Má þar nefna Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, Fiskveiðasjóð o.fl. Allt fram á síðustu ár hafa þessi þvinguðu framlög atvinnu- greinanna og skattféð úr ríkissjóði að einhverju eða öllu leyti brunnið á báli verðbólg- unnar. Þessi sparnaður varð að engu. Núverandi ríkisstjórn hefur brotið blað i þessum efnum. Á 4 árum hafa útlánakjör stofn- fjársjóða verið færð til sam- ræmis við fjármagnskostnað þeirra og jafnframt hafa útlánakjör verið samræmd milli atvinnugreina til þess að stuðla að því, að takmarkað fjármagn leitaði í arðsama farvegi fyrir þjóðarheildina. Eg er þeirrar skoðunar, að afnema eigi í áföngum fram- lög á fjárlögum til fjárfesting- arlánasjóðanna, og skyldu atvinnufyrirtækja og atvinnu- greina til að greiða til þessara sjóða. Þá kröfu á að gera til sjóðanna, að þeir ávaxti fjár- magn sitt þannig, að við það bætist alltaf eitthvað frá ári til árs í raunverulegu verð- gildi. En það tekst auðvitað ekki nema útlán séu verð- tryggð, eða vextir a.m.k. sam- svarandi því, og um leið sé dregið úr verðbólguhraðanum. Ef við liöfnum þeirri leið að leggja á almenning skatta til að greiða niður vexti eða kostnað við verðtryggingu, þá verða lántakendur að borga nægilega háa vexti eða verð- tryggingu til þess að gera sparnað aðlaðandi og tryggja fjármagnsmyndun í þjóðfélag- inu. Umræður um háa eða lága vexti verða ávallt að taka mið af þessu. Þess ber þó að geta, að skýrt afmörkuð félagsleg lán, sem og t.d. til íbúðabygginga, hafa hér sér- stöðu, og fjármagnskostnaður þeirra hefur verið greiddur niður og af almanna fé. XXX Allir telja sjálfsagt að fá rétt endurgjald fyrir vöru, þjónustu eða framleiðslu sína. Menn vilja að minnsta kosti fá kostnað sinn greiddan. En margir, sem halda fast við þetta sjónarmið, krefjast þess að vextir séu lækkaðir. Þeir vilja ekki greiða raunvirði fyrir fjármagnið, eins og þeir krefjast fyrir eigin vöru og þjónustu. Þessi tvískinnungsháttur í efnahagsumræðum og viðhorfi manna er afar óraunsær. Hann kemur ekki síst fram í tali stjórnmálamanna, eftir því við hvaða hagsmunahópa þeir ræða. Alþýðubandalagsmenn, með Lúðvík Jósefsson og Ólaf Ragnar Grímsson í broddi fylkingar, lofa að tryggja sparifjáreigendum sérstakar verðbætur, en lántakendum lægri vexti. Þetta er ekki einsdæmi um loddaraleik Al- þýðubandalagsins. Þeir lofa öllum öllu án þess að nokkur þurfi að borga. Dæmið gengur blátt áfram ekki upp. Auðvitað geta vextir haft áhrif á verðbólguna og verð- bólguþróun. Vextir eru kostn- aður hjá fyrirtækjum og ýta undir þörf þeirra fyrir að fá hærra verð fyrir vöru sína. En þó er atvinnurekstrinum mest virði, að fjármagnsmyndun eigi sér stað í þjóðfélaginu, svo að lánsfé til arðbærs rekstrar og fjárfestingar sé tiltækt á hverjum tíma. Vaxtakostnaður fisk- vinnslufyrirtækja er talinn nema 5% af framleiðslukostn- aði, þegar launa- og hráefnis- kostnaður þeirra nemur 75—80% af framleiðslukostn- aði. Lækkun vaxtakostnaðar leyfir því ekki hækkun launa, sem nokkru máli skiptir. Háir vextir eru ekki undir- rót verðbólgu heldur viður- kenning á staðreyndum. Ymsar kenningar eru, eins og kunnugt er, uppi um það hvað valdi verðbólgu á hverj- um tíma. Menn tala um eftirspurnarverðbólgu, þ.e. erðbólgu, sem skapast af of mikilli eftirspurn í þjóðfélag- inu. Menn tala um verðbólgu sem stáfar af því, að launa- kostnaður eða annar kostnað- ur atvinnufyrirtækja hafi hækkað um of, þ.e. kostnaðar- verðbólgu. Ég er þeirrar skoðunar, að verðbólgan stafi ekki alfarið af launakostnaði eða hækkuð- um launum eða kaupi. En þegar hækkun launa fer sam- an við of mikla eftirspurn að öðru leyti, er voðinn vís. T.d. þegar halli er á ríkissjóði, meira er lánað út en sparnaði nemur, og erlend lán eru tekin umfram það sem vinnuafl eða vöruframboð leyfir. Við slíkar aðstæður er um eftirspurnarverðbólgu að ræða. Vextir eru einmitt til þess fallnir að draga úr henni og stuðla að því, að menn íhugi hverja fjárfestingu út frá þeirri forsendu, að þeir verði að borga lán, sem tekin eru til hennar með jafn verðmiklum krónum og fengnar voru að láni. Menn eiga ekki að geta treyst á að fá margfalt verð fyrir fjárfestinguna við sölu en borga lánin með verðminni, óbreyttri krónutölu. Það er athyglisvert, að Alþýðubandalagsmenn eins og Lúðvík Jósefsson og Ragnar Arnalds hafa gerst málsvarar þess óréttlætis, sem verðbólg- an hefur í för með sér í tekju- og eignatilfærslu í þjóðfélag- inu. Séu vextir eða fjármagns- kostnaður ekki í samræmi við verðlagsbreytingar, tapar sá, sem sparar, en sá sem lánar græðir. Með lágvaxtastefnu í verðbólgu hafa þeir Lúðvík og Ragnar tekið verðbólgubrask- ara og skuldakónga upp éc sína arma og sýnist það vera í samræmi við andstöðu þeirra félaga og forvígismanna laun- þega úr hópi Alþýðubandalags og Alþýðuflokks við raunveru- lega launajöfnunarstefnu. Mikið er nú á sig lagt til að slá pólitískar keilur fyrir kosning- ar. Breytilegir vextir eru einmitt tæki til að koma í veg fyrir of mikla eftirspurn. Þeir jafna hag sparifjáreigenda og lántakenda. Breytilegir vextir eru einmitt mjög til þess fallnir að draga úr verðbólgu, þegar eftirspurnarþenslan er of mikil, en um leið stuðlar beiting vaxta að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar fjármagns og dregur því úr valdi lánastofnana og greiðir götu einstaklinga og atvjnnu- vega að fjármagni, að því tilskyldu að þeir veiti fjár- magninu í arðsama farvegi í þágu þjóðarheildarinnar. I samræmi við þetta hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir nýrri vaxtastefnu, þar sem ávöxtunarskilyrði hafa verið bætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.