Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 + Konan mín, NANNA KÁRADÓTTIR, Laugavegi 70B, andaðist aöfararnótt 14. þ.m. Gústaf A. Ágúataaon Systir okkar MAGNHEIÐUR ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR frí Gilsfjarðarmúla, andaðist 9. júní. Útförin fer fram frá Aöventkirkjunni Ingólfsstræti 19, mánudaginn 19. júní kl. 13.30. Jarösett veröur í Fossvogskirkjugaröi. Hallfríöur Guöjónsdóttir og systkini + Faöir minn, ODDUR ÓLAFSSON lést aö Elliheimilinu Grund 13. þ.m. Fyrir hönd aöstandenda. Þorsteinn Oddsson + Sonur minn og bróöir okkar, HARRÝ R. SIGURJÓNSSON Túnbrekku 4, Kópavogi lést þann 13. júní s.l. Sigrún Sturlaugsdóttir og systkíni hins litna. + Eiginmaöur minn, PÁLL PÁLSSON Litlu-Heiði, Mýrdal, andaöist í Landspítalanum þriójudaginn 13. júní. Margrét Tómasdóttir + Móöir okkar, tengdamóöir og amma MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR Suðurgötu 51, Siglufirði verður jarösungin frá Siglufjaröarkirkju föstud. 16. júní kl. 2 e.h. Guðlaug Rögnvaldsdðttir Bjarni Ásgeirsson Hafdís Rögnvaldsdðttir Bocchino Frank Bocchino Kristinn Rögnvaldsson Víoia Pálsdöttir Jðhanna Rögnvaldsdðttir Páll Magnússon og barnabörn + Útför fööut míns, KARLS Á. TORFASONAR, fyrrv. aðalbókara, Einimel 19, fer fram frá Dómkirkjunnl föstudaginn 16. júní kl. 13.30. Btóm og kransar vinsamlega afbeönir, en þeir sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. BjarnÞór Karlsson. + Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför móöur minnar, SOFFÍU KATRÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, fri Odda, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd vandamanna. Ólatur Árnason. + Jaröarför móöur minnar GUÐLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR Álfabrekku v/Suóurlandsbraut hefur farið fram í kyrrþey aó ósk hinnar látnu. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Magnús L. Jónsson ÓlafurPállHjalta- son — minning Fæddur 3. október 1959 Dáinn 8. júní 1978 „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Þessi orð voru mín fyrsta hugsun er mér var færð andláts- fregn Ola Páls bjartan og fagran júnímorgun. Eg vissi hann í góðum höndum, honum liði vel og þrautir hans búnar. Það var mér huggun á erfiðri stund. Ósjálfrátt reikaði hugurinn til áranna er ég kynntist honum fyrst. Ég man hann glaðværan og skemmtilegan ungling sem alltaf gat séð góðu hliðarnar á máli hverju og alltaf komið öllum í gott skap, þeim er umgengust hann. Hlýtt viðmót hans og falleg framkoma hreif mig eins og aðra þá, er urðu á vegi hans. Þessum góðu eiginleikum hélt hann fram á hinstu stund. Það virtist heldur ekki skipta hann máli er veikindin fóru að bæra á sér. Hann kvartaði aldrei og spyrði einhver um líðan hans svaraði hann- einlægt með fallega brosinu sínu: „Það er allt í lagi með mig.“ En Drottinn gefur og tekur. Hann einn ræður og undir hans vilja verða allir að beygja sig. Ég er þakklát Óla fyrir þann tíma sem ég fékk að fylgjast með honum. En minningarnar eru góðar og fallegar, þær lifa í vitund minni og þeim miðla ég til litlu frændanna hans er þeír eldast og þroskast og bið þá að hafa þær að leiðarljósi. Þó ég kveðji hann með söknuði þá veit ég að það er ekki hinsta kveðja. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Elsku Dóra og Olli. Guð elskar ekki bara þá sem deyja ungir. Hann elskar alla. Hann er með ykkur núna og styrkir ykkur á erfiðri stund. Hann leiðir líka drenginn ykkar á brautum hins ókunna lífs. Anna Egilsdóttir. Við brostum og hlógum að hvors annars vindhöggum uppi á Hval- eyrarvelli um daginn, en greini- lega hefur gamli maðurinn með ljáinn hlegið hæst, því honum urðu ekki á nein mistök í sínu höggi. Kannski var það hugboð um nærveru hans, að síðasta upphafs- höggið hans Óla á 12. braut var svona frábært. En Óli Páll hafði ekki einungis áhuga á golfi, því karate og knattleiki stundaði hann einnig af kappi. I hita leiksins var drengskapurinn þó aldrei lagður til hliðar, leikgleðin og ánægjan að vera í góðum félagsskap ljómaði ávallt af honum. Hví var Óli sem var ekkert nema góðmennskan og umburðarlyndið, og ekki einu sinni orðinn 19 ára, tekinn frá okkur, einmitt þegar hörgull er á góðum drengjum í okkar heimi. Guð hlýtur að hafa ætlað honum eitthvert stórt og veigamikið hlutverk, eitthvað óvinnandi hér á meðal okkar jarðneskra, og eflaust sér hann framtíðardraumana rætast hjá Honum. Hans harði en miskunn- sami skóli tekur við af Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, þar sem veikindi knúðu hann til að hverfa frá námi um skeið. Og hjá Honum er tónlist og hörpusláttur, svo Öli getur blásið með á trompetinn, sem hann lærði á í Barnalúðra- sveit Reykjavíkur. Þetta er erfitt líf segjum við flest einhvern tímann, en Öli bróðir æðraðist ekki einu sinni, þótt hann vissi, að kallið gat komið fyrr en varði. í ár stóð baráttan og brosandi fór hann til feðranna. -Veraldlegur auður fyrnist fljótt en andlegur lifir og af þeim skildi hann nóg eftir okkur til eftir- breytni og fyrirmyndar. Vinir hans og vinkona og við öll í fjölskyldunni verðum ætíð hjá honum, einnig ættingjar og tengdafólk mitt í Englandi, sem kallaði hann glóhærða engilinn sinn. Guð geymi hann og varðveiti. Jonni og Janine. Nú kveðjum við hinstu kveðju Ólaf Pál Hjaltason, sem ætíð var okkur góður vinur og bekkjar- félagi. Ólafur var sonur Hjalta Ó. Jónssonar og Halldóru Svein- björnsdóttur. Fyrstu kynni okkar af Ólafi voru í barnaskóla og síðan höfum við fylgst að í gegnum árin. Ólafur hafði mikinn áhuga á íþróttum og var það sama hvaða íþróttagrein var, alltaf bar hann af pg stóð ætíð framarlega. Einnig hafði Ólafur áhuga á námi og námsmaður var hann góður. Átti hann sér takmark á því sviði sem hann stefndi að, en oft fer öðruvísi en vonir standa til. Það sem maður fyrst tók eftir í fari þessa drengs var lífshamingja hans og gleði, og hvar sem hann kom vakti hann gleði og ánægju í vinahópi. Ólafur átti unnustu og var samband þeirra hamingjuríkt, þótt stutt stæði, því að oft tekur hamingjan enda þegar hún sendur sem hæst og vottum við unnustu hans samúð í hryggð hennar. Enginn hefði trúað að svo ungur og hraustur drengur sem Ólafur var hyrfi svo skjótt af lífsbraut- inni sem raun varð. Þótt ævi Ólafs hafi verið stutt þá skilur hann eftir skarð sem aldrei verður fyllt og munum við alltaf minnast hans sem hugljúfs og tryggs vinar. Viljum við votta foreldrum, systkinum, unnustu og ættingjum hans samúð og biðjum Guð að hjálpa þeim í sorg þeirra. Snorri Páll Snorrason. Hilmar Heiðar Eiríksson. Nú drúpa blómin í döprum garði því genginn er einn þá engan varði. en minningin lifir þótt maöurinn deyi björt eins og sól í sumarvegi. (S.M.) Við hyggjum að þessar ljóðlínur lýsi nokkuð vel tilfinningum margra okkar sem í dag fylgjum til grafar Óli Páli Hjaltasyni, sem lést aðfaranótt 8. júní aðeins 18 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Hjalta Ólafs Jónssonar framkvæmdastjóra og Halldóru Sveinbjörnsdóttur til heimilis að Heiðargerði 10 og var yngstur af 6 systkinum sínum. Dag skal að kveldi lofa, stendur einhvers staðar, og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þessi orð sönnuðu merkingu sína, er okkur barst andlátsfregn góðs vinar okkar, Ólafs Páls Hjaltasonar, sem í blóma lífs síns var kallaður frá okkur, og okkur sem eftir lifum verður svarafátt. Við vitum öll að kallið kemur fyrirvaralaust en einhvern veginn er það svo, að það kemur alltaf svo óvænt að mann setur hljóðan. Við kynntumst Óla fyrst í barnaskóla og var hann í eðli sínu glaður og traustur vinur. Snemma þar á því hve góðum gáfum hann var gæddur og hversu ljúfur hann var, sem hvert foreldri óskar að 'megi prýða barn sitt. Hugur hans stóð til langskólanáms, enda var Óli vel greindur og dæmigerður fulltrúi æskunnar, fullur af lífi og áformum, tilbúinn að mæta því sem lífið hefur upp á að bjóða. Hann var kallaður íslenski sólar- geislinn á sjúkrahúsinu þar sem hann dvaldist síðustu ævidaga sína. Við minnumst Óla alltaf sem okkar besta vinar. Við sendum foreldrum hans, systkinum og ættingjum innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurjón G. Bragason Björn Vigfússon. + Innilegar þakkir færum viö öllum, sem sýndu okkur vinarhug og samúö viö andlat og jaröarfor, ÓLAps Q j5hannssonar •kipstjóra, Rauðagerði 42. Sigríður Magnúsdóttir, Bðra Ólafsdðttir, Ingibjörg Ólafsdðttir, Páll Sigurgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þakka innilega veitta samúö og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, JÓNS KR. GUDMUNDSSONAR, skðsmiös, Skðlabraut 30, Akranesi. Björg Jönasdóttir. + Innilegustu þakkir færum við öllum þeim fjær og nær sem sýndu okkur samúö og vinarhug meö blómum og samúöarkveöjum viö fráfall GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR Vestmannaeyjum. Magnús Ágústsson Magnús R. Magnússon, Valgeröur Magnúsdðttir, Haraldur Júlíusson, Magnús H. Haraldsson, + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, MARÍU JÓNSDÓTTUR, frá Gautastöðum, Dölum. Guörfður Ingimundardðttir, Ingi Ingimundarson, Sigurvin Elíasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.