Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 33 Iskyggilega lítið af járni, A- og D-vítamíni í dagfæðinu Neyzlukönnun Manneldisráðs í nokkrum barna- og unglingaskólum í Reykjavík Inngangur Fyrstu skipulegar rannsóknir á mataræii Islendinga fóru fram árin 1938—39 — neyslukönnun í skólum, einkum á Vestfjörðum en einnig í Reykjavík — og fjöl- skyldukönnun víða um land á vegum Manneldisráðs. Manneldisráð varð til úr nefnd sem þáverandi forsætisráðherra Hermann Jónasson skipaði til undirbúnings manneldiskönnunar á íslandi 1939. Lög um Manneldisráð voru þó ekki sett fyrr en á árinu 1945 þar sem sérstök ákvæði voru um skipan þess. Þrátt fyrir það form sem ráðinu var gefið með lögum, lá starfsemi ráðsins niðri þar til á ný varð skipað í það og þá fyrir forgöngu landlæknis árið 1974. í þessu nýskipaða ráði var landlæknir forseti samkv. lögum, en aðrir ráðsmenn voru Baldur Johnsen, yfirlæknir, prófessór Júlíus Sigur- jónsson, Snorri Páll Snorrason, yfirlæknir og Örn Bjarnason, skólayfirlæknir. Þegar prófessór Júlíus Sigurjónsson lét af störfum tók prófessór Hrafn Tulinius við af honum í ráðinu, en seinna var svo Jón Óttar Ragnarsson, dósent skipaður í ráðið í sambandi við sérstakar rannsóknir í vetur. Þrátt fyrir skipun í Manneldis- ráð gat það ekki tekið til starfa fyrr en á árinu 1977 en þá var fyrst veitt nokkurt fé á fjárlögum til starfsemi þess sem aðallega hefur farið til að standa undir kostnaði við nefndarstörf, skrifstofuhald og rannsóknir. Meðlimir ráðsins gerðu sér fljótlega grein fyrir því að tilþess að hægt væri að sinna aðalhlut- Kópavogi, 11. júni 1978. Virðulegi ráðherra. Ég verð í upphafi að biðja þig velvirðingar á því að þurfa að trufla þig frá kosningabaráttunni með því að skrifa þér þetta bréf. Astæðan er samt að mínu mati brýn, þar sem um er að ræða mannréttindi og mun ég gera grein fyrir þeim sjónarmiðum, er til grundvallar liggja, í sem fæstum orðum, þar sem fjölmiðlar hafa og kynnt málavöxtu. Útvarpsráð fól þeim fimm starf- andi stjórnmálaflokkum að til- nefna fulltrúa til þess að semja dagskrá í sjónvarpi fyrir komandi kosningar, og voru tillögur þeirra í þá átt, að nýjum framboðum var enginn tími ætlaður í sjónvarpi, nema einu sinni í flokkakynningu tíu mínútur (var upphaflega fimm mínútur). Á sama tíma fá þessir fimm gömlu flokkar 30 mínútur í flokkakynningu, og auk þess koma þeir fram í fjórum þáttum til viðbótar, sem tæknimenn sjón- varps segja taka a.m.k. Vh tíma. Samkvæmt lögum og í reglpgerð um ríkisútvarp heyrir ríkisútvarp- ið stjórnarfarslega undir mennta- málaráðuneytið. Þar með ert þú æðsti maður þessarar stofnunar, enda þótt ákvarðanir útvarpsráðs um efni séu endanlegar sbr. 6. gr. útvarpslaga. Þó með þeim fyrir- vara, að ráðið setur reglur eins og þurfa þykir til gæslu þess, að fylgt sé ákvæðum 3. gr. sömu laga. En í 3. gr. 3. mgr. segir orðrétt: „Ríkisútvarpið skal í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Það skal virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu verki ráðsins, þ.e. ráðgjöf fyrir almenning og stjórnvöld, yrði að hefja manneldisrannsóknir á breiðum grundvelli og vinna að því að teknar verði upp næringafræði- legar rannsóknir á innlendum og erlendum matvælum sem eru á borðum Islendinga. Hvað snertir manneldisrann- sóknir komu til grein ýmsar aðferðir. Fyrir valinu varð „skóla- rannsóknaraðferðin" sem er til- tölulega auðveld í framkvæmd enda til reynsla af slíkri rannsókn og því samanburðargrundvöllur fyrir hendi. Hinsvegar hefur Manneldisráð frá upphafi í um- ræðum um þessi mál lagt áherslu á að gerð yrði nákvæm rannsókn með viktunum á öllum mat sem fer í heimilishaldið eins og gert var í rannsóknum Manneldisráðs (Júl. Sig.) 1939—40 en til þess vantar ennþá nægilegt fé. Sú aðferð sem hér er notuð gefur aðeins gróft meðaltal. Hægt væri að tengja svörin við aðrar upplýs- ingar um þroska barnanna með breyttum skrásetningum sem hafa verið teknar upp í 3 skólum í vor. Hafa verður í huga, að hér er um að ræða athugun á fæði barnanna sem ekki verður heimfært upp á annað heimilisfólk nema að tak- mörkuðu leyti. Heimilisinnkaupa- eða viktunaraðferðir gefa einn fastan viðmiðunarpunkt, þ.e. heimilisnotkuunina, en síðan verð- ur að áætla hlut hvers fjölskyldu- meðlims. Þótt ríkulega og skyn- samlega sé keypt inn geta einstak- ir fjölskyldumeðlimir fengið hörg- ulsjúkdóma af sérvisku, melting- ar- eða efnasjúkdómum eða óreglu. Síðastnefnda aðferðin er þó sú óhlutdrægni gagnvart öllum flokk- um og stefnum í opinberum málum „stofnunum, félögum og einstaklingum." Svo mikið þykir löggjafanum í húfi, að hann krefst þess að þetta sé sett inn í reglugerð um ríkisútvarp, sbr. 15. gr. og einnig í reglur um frétta- flutning sbr. 1. gr. Til þess að forðast allan mis- skilning, þá er þessi barátta okkar, frambjóðenda V-listans, til þess að fá leiðréttingu á þessum augljósu lögbrotum og valdníðslu ekki einvörðungu gerð okkar vegna. Ef einhver leiðrétting fengist, þá nytu öll sex nýju framboðin góðs af. Tekið skal skýrt fram, að Ijótasti þáttur máls þessa að mínu mati var sú framkoma útvarps- ráðs, að eftir að fjögur bréf bárust frá K-, R-, S- og V-listanum um einhverja leiðréttingu og beiðni um sáttaumleitan, þá skyldi svarið verða svo orðrétt: „Niðurstaðan varð sú, að engu væri hægt að breyta úr því sem komið væri, enda hæpið að raska því sam- komulagi, sem þegar hefði verið gert við fulltrúa stjórnmálaflokk- ana“ þ.e. þeirra fimm sem fyrir voru. Öllum sáttaumleitunum var því hafnað og útvarpsráð hélt engan fund, þegar lögbannsmálið var lagt fyrir borgarfógetaem- bættið, svo ómerkilegt var erindið að þeirra mati. Að lokum vil ég leggja nokkrar spurningar fyrir þig, virðulegi ráðherra. Síðan hvenær eignuðust stjórnmálaflokkarnir (fimm) út- varpið með húð og ’ár'" í lagasafni frá 1973, sem ei 80 besta sem völ er á í framkvæmd. Árangur þessarar neyslukönn- unar í skólum hefur byggst á áhuga og velvilja skólastjóra og kennara sem ber að þakka. Niðurstöður sem hér fara á eftir eru byggðar á svörum 270 barna á aldrinum 10, 12 og 14 ára úr 4 skólum í Reykjavík. Hvert barn var látið svara spurningum um neyslu þess í 5 daga. Helstu niðurstöður 1. Hefðbundin skipan máltíða hefur mjög riðlast á heimilum miðað við fyrri tíð og er viða mikil óregla á þessum málum. 2. Neysla mjólkur og mjólkur- afurða er meiri en annarra matvæla miðað við skammtafjölda og heildarmagn og hefur vaxið frá fyrri tíð, t.d. frá 1938 um þriðjung. Neysla undanrennu er hverfandi. 3. Brauðneysla er allmikil en hefur þó farið minnkandi, líklega vegna óreglu á heimilismáltíðum. Þar með minnkar notkun A- og D-vítamíns í viðbiti. 4. Fiskneysla er nú aðeins 'k af því sem var fyrir 40 árum. Afturámóti hefur kjötneysla aukist um helming, en samanlagt hefur neysla þessara hefðbundnu fæðutegunda minnkað um 20-30% 5. Grænmetisneysla, þar með taldar kartöflur , mun svipuð og áður ef allt er talið en kartöflu- neysla mun hafa minnkað með minnkandi fiskneyslu en annað grænmeti aukist. 6. Neysla ávaxta var nær engin fyrir stríð (1938—40) og C-vítamín því í lágmarki, víða aðeins 15—16 bls., er nafnið stjórnmálaflokkur hvergi nefnt, né skýrt hvers konar fyrirbæri hér um ræðir. Ég vil einnig spyrja þig, með hvaða rétti eða á grundvelli hverrar lagaheimildar, var hægt fyrir útvarpsráð, að fela fimm gömlu flokkunum undirbúning dagskrár fyrir þessar kosningar? Eðlilega gætu þeir haft hagsmuni af því að takmarka tjáningarfrelsi nýrra framboða. Að lokum vegna greinargerðar lögmanns ríkisútvarpsins, dags. 7/6 1978 í fógetarétti Reykjavíkur, vil ég spyrja tveggja spurninga? Ert þú sammála honum, að dómstólar geti ekki breytt tilhög- un dagskrár? Það er minn grund- vallarskilningur á lögum, að séu lög brotin, þá er það einmitt hlutverk dómstóla að fjalla um málsatvik í öllum tilvikum. Einnig krafði sami lögmaður okkur um tryggingu, yrði lögbann samþykkt, til greiðslu tjóns og miskabóta aðeins kr. 12.500.000. — tólf milljónir og fimm hundruð þúsund —, þar af miskabætur ein milljón krónur. Hver heimilaði lögmanni út- varpsins að gera þessar kröfur og á hvaða lagagrundvelli eru þær byggðar? Var hér aöeins verið að hræða og ógna viðkomandi aðila, en allir vita, hvaða lög eru brotin með slíku athæfi stjórnvalda? Ég hef að undanförnu verið að fást við m.a. prófessora í lögum og þjóðfélagsfræðum, en það skal ég segja þér ráðherra góður, að miklu meiri trú hef ég á brjóstviti þínu til úrbóta, en stjórnvisku þessara aðila. Svar óskast sem fyrst. Sigurður Helgason. • mg. daglega. Nú er ávaxtaneysla um það bil 1 skammtur á dag, sem gefur 60—70 mg. C-vítamín í dagsfæði eða fjórföldun frá fyrrri tíð. Það er mikil framför. 7. Mjög hefur minnkað neysla á hvefskonar heimalöguðum graut- um, t.d. hafragraut, en í staðinn hefur komið ýmiskonar tilbúið „morgunkorn", sem telja verður afturför. 8. Utan heimilis hefur neysla aukist, en þar er aðallega um að ræða ýmiskonar gosdrykki og sælgæti . Þetta er mikið áhyggju- efni og fjölþætt vandamál. Hluti af því vandamáli eru söluskálar (svokallaðar „sjoppur") í nágrenni skólanna eða annarsstaðar með dag- og kvöldsölu á vítamín- og steinefnasnauðum sætindum. Nauðsynlegt er að tryggja sölu á G-mjólk, kókó-mjólk, harðfiski og ávöxtum. Það væri til bóta ef ekki verður í annað hús að venda til frambúðar. 9. A- og D-vítamínauðugar fæðutegundir vantar alveg í fæðið fyrir utan smjör og vítamínbætt smjörlíki, en notkun þess fer eftir brauðáti. Fullfeit mjólk er góð svo langt sem hún nær. Hér myndi síld, 1 skammtur á viku sem samsvaraði 25 g á dag, fylla mælinn. Valt er að treysta á lýsisgjöf á heimilum því að könnun sýndi að lýsi er notað að jafnaði 1 sinni í viku auk fjölvítamína. Gróf áætlun um einstök næringarefni I. Kalk virðist vel við hæfi, u.þ.b. 1 g á dag, en það kemur aðallega úr mjólkinni. II. Járn er of lítið í fæðinu, og var þess að vænta. Grænmeti gefur mikið en þó er of lítið af því. Mest myndi þó muna um slátur og lifur ef slíkt væri oftar á borðum svo og heilkorn. III. Fituleysanleg vítamín, A og D, eru ekki nægileg í fæðinu nema lýsi sé tekið. Brauðát hefur minnkað og þar með smjör og vítamínbætt smjörlíki. Ánnars gefur mjólkurmatur nokkurt magn en D-vítamín er þó lítið í nýmjólk en steinefnainnihald kann að hafa áhrif til þess að bæta úr D-vítamínskortinum vegna heppilegra hlutfalla milli ein- stakra efna. Laufin „Er laufin grænu litka börð ...“ — kvað Jón Thóroddsen. Sumarið var skáldum okkur yrkisefni og hvatning til að ígrunda verk skaparans. Hinn fagri sumargróð- ur gefur okkur margt um að hugsa. Hann minnir á andlega gróðurinn, uppvaxandi æskulýð. Ungi æskuskari óskabörn vors lands. Sjá, hve voldug vitna verkin skaparans. (Hugrún). í dag er það hlutskipti okkar áð hlúa að gróandi þjóðlífsins. Það veldur mestu um gæfu og þjóðar- heill. Kristni þjóðar eru laufin grænu á þjóðarmeiðnum. Þau gefa lífinu mestan tilgang, lit og skart. Eitt af þessum grænu blöðum er Æskulýðsblaðið, rödd kristinnar æsku. Blaðið hóf göngu sína fyrir réttum þrjátíu árum og var þá smátt í sniðum. En markið var hátt að leiða hina ungu til trúar á Drottin. Því nefni ég þetta, að gert hefur verið stórt átak í útgáfumálum blaðsins. Með vor- og sbmarkomu var blaðið sent til unglinga sem IV. C-vítamín er mjög ríflegt eins og áður segir. V. Bl-vítamín virðist í lægra lagi. VI. Hitaeiningar og Protein (hvíta) éru rífleg hér eins og yfirleitt í fæði íslendinga. Athugasemd Hér liggja fyrir niðurstöður mataræðisrannsókna úr nokkrum skólum í Reykjavík, en eftir er að ljúka við fleiri, m.a. utan Reykja- víkur. Fyrsta úrvinnsla gefur til kynna að ískyggilega lítið sé af járni. A- og Ð-vítamíni í dagfæð- inu. Þetta eru allt efni - sem líkaminn getur safnað forða af til langs tíma, og er því rétt að taka þessar niðurstöður með nokkrum fyrirvara. Þó má segja að notkun spendýralifrar og sfldar við og við auk sláturs ætti að vera góð trygging. Það má heldur ekki vanrækja árstíðabundnar fæðu- tegundir, svo sem fisklifur og hrogn annarsvegar og grænmeti svo sem grænkál o.fl. meðan fæst. Loks verður að telja að B1 sé í algjöru lágmarki. Þá er rétt að benda á að aukin notkun heilkorns gæti bætt úr Bl-vítamínskorti og járnskorti að miklu leyti. Þá er vert að hafa í huga að nú mun mest af því hveiti sem til landsins er flutt koma frá þeim stöðum í Evrópu þar sem ekki er bætt vítamínum og steinefnum í hveitið en það hveiti er ódýrara en ameríska hveitið sem áður var flutt til Islands og er vítamín- og steinefnabætt. Þá er rétt að benda á að samkvæmt ákvæðum laga frá 1947 er heimilt að bæta vítaminum og steinefnum í hveitið sem notað er hér á landi og er sjálfsagt að notfæra sér þá heimild. (Hveitið, sem selt er í smápökkum til heimilisnotkunar, er vítamín- og steinefnabætt). (Frá Manneldisráði) Nýr innan- ríkisráð- herra á Ítalíu HómahnrK. 11. júní — Krutcr. GIULIO Andreotti, forsætisráð- herra Italíu, skipaði í gærkvöldi tiltölulega óþekktan mann til að taka við embætti innanríkisráð- herra. Maðurinn heitir Virginio Rognoni og er rúmlega fimmtugur lögfræðingur frá Pavia á Norð- ur-ítaliu. Eins og alkunna er sagði fyrr- verandi innanríkisráðherra Franceso Cossiga af sér eftir að Rauðu herdeildirnar myrtu Aldo Moro nú í maíbyrjun, eftir að hafa haldið honum í gíslingu í 54 daga. grænu víðast á öllu Norðurlandi og kynnt víða um land. Blaðinu fylgir lesefni fyrir yngstu börnin, og nefnist það „Bréfið”. Æskulýðsblaðið er í þeim bún- ingi, að það höfðar sterklega til æskunnar. Efnið er trúarlega uppbyggjandi og nýstárlegt í framsetningu. Blaðið ætti að vera á hverju heimili barna og ungl- inga, þeim til hjálpar og leiðsagn- ar í heimi, sem skortir mjög jákvætt og heillandi viðhorft til lífsins. Ritstjórinn er séra Jón A. Báldvinsson, Staðarfelli S.-Þing. og afgreiðslumaður Jón A. Jóns- son, Hafnarstræti 107, Akureyri. Blaðið er gefið út á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í liólastifti. Þegar við lofsyngjum okkar fögru fósturjörð, skulum við hyggja að því, hver þau eru í raun og veru hin grænu laufin, sem gefa lífinu í senn mestan yndisleik og íslandi framtíð. Akureyri. 9. júní Pétur Sigurgeirsson. Opið bréf til menntamálaráðherra Greinargerð vegna synjunar útvarpsráðs um frekari þátt- töku V-listans í sjónvarpsdagskrá fram til kosninga Sr. Pétur Sigurgeirsson:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.