Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1978 raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ýmislegt Skammtímalán Traust fyrirtæki óskar eftir láni í ca. 5 mánuöi. Tilboö sendist afgreiöslu blaösins fyrir 20. júní merkt: „Öruggt — 3605“, landbúnadur Bújörð á leigu Ung hjón óska eftir aö taka á leigu góöa bújörö. Jöröinni þyrfti helzt aö fylgja: skepnur og vélar. Tilboö sendist til Mbl. fyrir 4. júlí merkt: „Bújörö — 7614“. Þakkarávarp Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem glöddu okkur meö heimsóknum, skeytum og gjöfum á 60 ára hjúskaparafmæli okkar. Guö blessi ykkur öll. Ólöf og Þórarinn, Ríp. Veiðileyfi Veiöileyfi í Hólsá, Ytri-Rangá, Eystri-Rangá og Fiská eru seld í Stórageröi 10, Hvolsvelli, sími 99-5170 kl. 9—11 og 16—18. Stangaveiðifélag Rangæinga. | húsnæöi i boöi Hafnfirðingar Óskaö er eftir umsóknum í 3ja herb. íbúö í verkamannabústaö aö Breiövangi 12. Umsóknareyöublöö liggja frammi hjá bæj- arverkfræöingi. Umsóknareyöublööum sé skilaö þangaö 20. júní. Stjórn verkamannabústaða húsnæöi öskast Hafnarfjörður — íbúð Kennarahjón óska eftir íbúö í Hafnarfiröi. Lysthafendur, vinsamlegast hringi í síma 51834. Afmæliskveðja: Eiríkur Björnsson læknir áttræður Þej;ar best lætur er lífið svo ííjöfult að maður fær að njóta þjónustu ojí vináttu manna sem standa stöðujjir í tímans rás, jjefína hój;værir og öruggir ævi- starfi sínu án allra umbrota, hávaða og yfirdrenpsskapar, þekkja sinn vitjunartíma en láta aðra um lætin. Það er jafnan gæfa að þekkja slíka menn; þeir fara aldrei í grafgötur um hvað skal gera þótt aðrir hafi hærra. Einn þessara veitulu vina minna er áttræður í dag, Eiríkur Björnsson læknir í Hafnarfirði. Þótt ég segi að Eiríkur læknir sé maður kyrrlátur í hversdagslífi og berist lítt á er ekki þar með sagt áð hann sé neinn veifiskati i skoðunum eða láti ekki í ljós meiningar sínar umbúðalaust ef því er að skipta. Hann hefur mörgu kynnst og mikið reynt á sínum langa læknis- ferli og enn gegnir hann störfum sínum dag hvern þótt Elli kerling sæki nú á að taka hann fangbrögð- um. Hann hefur verið önnum kafinn heimilislæknir í stórum bæ í hálfan fimmta áratug og áður gegndi hann læknisstörfum vest- anlands og austan. Ekki fer hjá því að athugull og skyldurækinn læknir með svo langan feril að baki þekki mannlífíð frá mörgum hliðum og viti- gjörla um breysk- leika fólks og lífsgildi, kosti og galla. Eiríki er ekki gjarnt að ræða um meðbræður sína og systur en beri hræringar í samfélagi og athafnir einstaklinga á góma verður þess fljótt vart að þekking hans og skilningur er harla yfirgripsmikill. Ég kynntist Eiríki lækni Björns- syni fljótlega eftir að hann fluttist til Hafnarfjarðar og um langt skeið höfðum við svo að segja dagleg samskipti. Hann hafði á hendi tannviðgerðir á skólabörn- um þá tvo áratugi sem ég var kennari, yfirkennari og skólastjóri við Barnaskóla Hafnarfjarðar og var jafnframt skólalæknir. Ekki fór hjá því að við ræddum þá margt saman, bæði um einstök tilfelli sem fyrir komu í fjölmenn- um skóla og heilsugæslu og heilbrigðishætti almennt. Jafnan fann ég það glöggt í viðræðum okkar hvað hann er félagslega sinnaður, mannlegur í þenkimáta og manneskjulegur í ályktunum og vinnubrögðum. Það er mannbæt- andi að blanda geði við slíka menn. Jafnfrarfít varð ég þess fljótt var að hann fylgist vel með og gerir sér far um að kynna sér þær nýjungar sem sjúklingum hans mega til heilla horfa. Ef til vill kom mér það stundum töluvert á óvart hversu hann hafði brotið málefni til mergjar og kunni á mörgu skil þar sem hann hefur alla tíð verið frábitinn afskiptum af félagsmálum og hlédrægur utan starfs. Hann hefur ávallt vitað hvað hann hefur fyrir satt og rétt þótt rödd hans hafi lítt heyrst á mannfundum og í dægurmálaerj- um. Hann hefur verið traustur maður eins og hann hefur verið traustur læknir. Eiríkur Björnsson er austfirð- ingur að ætt og uppruna, fæddur og uppalinn á Karlsskála við Reyðarfjörð, og er kominn af merku fólki austur þar. Hann lauk læknisprófi frá Háskóla íslands 1926 og var við framhaldsnám í Danmörku og víðar um skeið. Á fyrstu læknisárum sínum var hann staðgengill héraðslæknisins í Ólafsvík tvisvar og starfandi læknir í Neskaupstað um þriggja ára skeið. Árið 1933 fluttist hann til Hafnarfjarðar og þar má segja að ævistarf hans hafi verið. Hann kvæntist árið 1929 Önnu Einars- dóttur frá Hafranesi við Reyðar- fjörð og er hún einnig af kunnum austfirskum ættum. Þau hjón hafa lengst af búið við Austurgötu 41 og er öllum ljóst að þar er mikil gifta í för. Kalla má að hús þeirra sé eins konar virt og vinaleg stofnun í bænum, lækn- ingastofan á neðri hæð, glæsilegt heimili uppi og fallegur garðurinn að baki. Allt vitnar þetta um sérstaka snyrtimennsku og mynd- arskap af beggja hálfu. Þar ólust börn þeirra tvö upp, Guðrún og Björn, sem nú eru að verða miðaldra fjölskyldúfólk. Svona líður tíminn; þau voru í barna- skóla þegar ég var þar kennari, mannvænleg og ljúf börn eins og við var að búast. Margt hefur breyst í læknis- þjónustu og skipulagningu heil- brigðismála þá rúmlega hálfu öld sem Eiríkur Björnsson hefur verið starfandi læknir. Heimilislæknar í þéttbýli sem þjónuðu fólki á gamla vísu eru nú sem óðast að hverfa og sama má segja um héraðslæknana í dreifbýlinu. Enginn fær spyrnt við þróun í tímans rás og breyting- ar verða ekki umflúnar. Ný tækni og nýskipan kallar á nýtt fyrir- komulag. Eiríkur Björnsson er að verða einn af síðustu heimilis- læknunum. Víst er eftirsjá í þeim og margs er að minnast. Þegar sonur okkar hjóna var lítill drengur og hann varð lasinn eða meiddi sig var vanaviðkvæði hans þegar honum var ljóst að hann var miður sín: „Hringja í Eirík.“ Ekkert lýsir betur trausti og einlægu viðhorfi barnsins til heimilislæknisins en þetta við- bragð. Ég hygg að margir hafi svipaða sögu að segja frá kynnum sínum af heimilislækninum Eiríki Björnssyni. Hin persónulegu tengsl og hlýleg viðkynning er inntakið í reynslu sjúklingsins af lækninum. Hringt var í Eirík og Eiríkur kom svo fljótt sem við varð komið. Eiríks var vitjað og hann var til taks undir eins og færi gafst. Og hann fylgist vel með hvernig sjúklingnum farnast. Sé ekki um venjulega pest að ræða eða minni háttar kvilla er hann ekki uppnæmur og lætur lítið yfir en spjallar og gefur góð ráð. En hánn getur einnig verið snöggur upp á lagið og snar í snúningum ef alvara er á ferðum. Þá skiptir hans sjúklingur mestu máli. Mörg dæmi veit ég um það að hin langa reynsla hans í læknisstörfum og vakandi áhugi hefur gert hann næman og glöggan í sjúkdóms- greiningu. Hafi hann hugboð um að sjúkdómur sé illkynjaður sýnir hann hugarró og stillingu við sjúklinginn en lætur einskis ófreistað að fá úr því skorið á sem bestan hátt og svo fljótt sem kostur er. Þannig vitna athafnir hans um hinn gamla og trausta heimilislækni. Þessar línur áttu ekki að verða nein úttekt á læknisferli Eiríks Björnssonar, aðeins afmælis- kveðja frá mér og fjölskyldu minni til hans og fjölskyldu á merkum tímamótum. Megi órunnið æviskeið verða honum milt og gjöfult eins og hann hefur verið mildur og veitandi í lífi og starfi. Stefán Júh'usson. — Upplýsinga- frelsi eða... Framhald af bls. 35 Yfirlýsingar af þessu tæi flokkast undir pólitíska fífldirfsku — eða barnaskap. Og Þjóðviljinn, sem hampaði tillögunni mest, sagði á forsíðu á kjördag: „... í dag ert þú í borgarstjórn". Þetta er rangt. Enda þótt við b.úum við fulltrúa- lýðræði er almenningur meira en atkvæði. Almenningur á að vera í borgarstjórn alla daga, ekki bara á kjördag. Birgir Isleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í kosningablaði, að gott samband við borgarbúa hefði verið sér mikils virði. Hann lét sér þó nægja að halda hverfafundi á tveggja ára fresti. Forveri hans í starfi, Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, gerði sér betur grein fyrir mikilvægi þess, að borgarbúar fylgdust með störfum borgar- stjórnar. Þriðja nóvember 1967 sendi hann Blaðamannafélagi ís- lands bréf, þar sem hann skýrir frá því, að hann hyggist halda mánaðarlega fundi með fulltrúum dagblaða, útvarps og sjónvarps auk þess, sem hann óskaði ábend- inga og álits á „þessari tilraun og fyrirkomulagi". Því miður heyra þessir fundir sögunni til. Það hvarflar oft að mér, að íslendingar séu það, sem Jón Ólafsson, ritstjóri, kallaði á síð- ustu öld „atkvæðafénaður“ í kver- inu „Jafnræði og þekking. Nokkur stjórnfræðileg undirstöðuatriði um réttan grundvöll sjálfstjórn- ar“. Með þessu átti hann við, að illa upplýst þjóð, „upplýsingarlaus rnúgr", sem hefði atkvæðisrétt, léti óhjákvæmilega leiðast af þeim, sem vissu betur, þeim, „sem hafa alla yfirburði yfir þá“. Til þess að koma í veg fyrir, að íslendingar haldi áfram að vera „atkvæðafén- aður“ verður að gefa þeim betri kost á að fylgjast með störfum kjörinna fulltrúa sinna, þannig að yfirburðir hinna síðarnefndu verði ekki svo miklir þekkingarlega séð, að við hinir fyrrnefndu, sauðsvart- ur atkvæðafénaðurinn, verðum ekki einber tæki í höndum kjör- inna fulltrúa vorra. Áskorun til Alpýöu- bandalagsmanna Að lokum er ekki nema sjálfsagt að beina þeirri áskorun til borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, 'að þeir beiti sér fyrir því, að tillaga félaga þeirra Þorbjarnar Brodda- sonar, varaborgarfulltrúa, verði borin upp á nýjaleik. Kristján Benediktsson, framsókn, ætti að kíkja í stefnuyfirlýsingu flokks síns fyrir kosningar, þar sem fjallað er um upplýsingaskyldu embættismanna borgarinnar og Björgvin Guðmundsson, krati, ætti að kanna stefnuskrá flokks síns, þar sem fjallað er um sama efni og auk þess og ekki síður að rifja upp í huga sér ótal yfirlýsing- ar flokksfélaga sinna um aukið lýðræði og opnari stjórnsýslu (ef þær hafa þá ekki allar farið framhjá honum). Og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins ættu að skoða hug sinn í þessu efni aftur og viðurkenna fyrir sjálfum sér, að hvorki Davíð Óddsson né þeir sjálfir hafi gripið í rétta strenginn, þegar þeir ösnuðust til að samþykkja, að 63 ára gömul bandarísk lýðræðis- regla væri andlýðræðisleg. — Tónhvísl Framhald af bls. 15 sæmilegur, sagði. Stefán. Að vísu hefur mest verið um undirleik að ræða, en við því er ekkert að segja. Hins vegar var Stefán mjög vansæll með hljóm- burð Laugardalshallarinnar, og sagði að blásararnir ættu í miklum erfiðleikum að gera hljómsveitarstjórum til geðs í þeim húsakynnum. Stefán taldi tónleikagesti sýna hljóðfæra- leikurum hljómsveitarinnar töluverðan áhuga, og fylgjast með árangri þeirra náið. Hann sagðist sjálfur vilja fara að sjá ný andlit í salnum, og taldi ekki vanþörf á að efna til sérstakra tónleika, eða flokks tónleika, er höfðaði til nýrra áheyrenda. Jákvæðasta hlið starfsársins, segir Stefán, eru hin tíðu ferðalög hljómsveitarinnar út á land. Það veitir okkur hljóð- færaleikurunum ánægju í starfi, enda er okkur alls staðar vel tekið. * * * I kvöld eru síðustu tónleikar Sinfóníuhjjómsveitar íslands á þessu starfsári. Eftir eru nokkr- ar hljóðritanir, en síðan taka við sumarleyfi. Er við klöppum Birgit Nilson lof í lófa, með þakklæti fyrir (vafalaust) góða skemmtun, skulum við minnast hljóðfæraleikaranna okkar, og þess, hve við værum miklu fátækari nyti þeirra ekki við. Að lokum vil ég fyrir hönd tónleika- gesta allra, þakka félögum SÍ, og stjórn, vel unnin störf í vetur, og óska þeim endurnærandi sumarleyfa. — Skora á Framhald af bls. 1 Embættistima Leones lýkur í desember en þingmaður hefur sakað hann um að svíkja undan skatti. Hafin er bráðabirgðarann- sókn til að ganga úr skugga um hvort ástæða sé til að höfða mál gegn honum. Vikublaðið L’Espresso birtir í dag nýjar ásakanir sem geta orðið Leone hættulegar og heldur því fram að hann hafi gert sig sekan um misferli og skattsvik í sam- bandi við smíði 39 herbergja húss í Fornello skammt frá Róm. — Zaire Framhald af bls. 1 Zaire til að ræða tafarlausa aðstoð við landið og það framtíðarvanda- mál að rétta við efnahaginn sem hefur orðið fyrir barðinu á lækkun verðs á kopar um tveggja ára skeið. Zaire hefur þegar samþykkt að starfsmaður Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) fylgist með gjald- eyrisviðskiptum landsbankans í samráði við bankastjórann. Sjóð- urinn hefur einnig beðið um að útlendingur fái það starf í fjár- málaráðuneqtitlu að hafa eftirlit með opinberum útgjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.