Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978
FIAAMTUDAGUR 22. JUNI 1978
I 18. TBL. — 59. ÁRG.
þegar. Hringið 1 sima 22906, 22957. 23015 eða |
22869.
Kosningastjórn A-listans I Reykjavik.
Ein af umbótunum:
Alþýðuflokkurínn notar ekki merktar kjörskrár
Guðlaugur Þorvaldsson tekur við skipunarbréfi sínu sem sáttasemjari ríkisins úr hendi Gunnars
Thoroddsen félagsmálaráðherra í gær. Við hlið ráðherrans stendur Hallgrímur Dalberg,
ráðuneytisstjóri. <
„Mun gera mitt bezta”
- segir Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor, sem skipaður
hefur verið sáttasemjari ríkisins frá 15. apríl næstkomandi
GUÐLAUGUR Þorvaldsson,
háskóiarektor var í gær skipað-
ur sáttasemjari ríkisins tii
fjögurra ára frá og með 15.
apríl 1979, þar til hefur Torfi
Hjartarson sáttasemjari sam-
þykkt að gegna embættinu.
Guðlaugur tók í gær, rétt um
klukkan 17, við skipunarbréfi
sínu úr hendi Gunnars Thor-
oddsen félagsmálaráðherra í
félagsmáiaráðuneytinu.
„Eg vil fyrst og fremst vonast
til þess að fólk ætlist ekki til of
mikils af mér í þessu starfi,"
sagði Guðlaugur Þorvaldsson, er
hann hafði tekið við skipunar-
bréfi sínu úr hendi ráðherra.
„Ég mun að sjálfsögðu reyna að
gera mitt bezta, en ég veit að við
erfið mál er að glíma. I hinn
stað er alltaf erfitt að skipta um
starf. Ég man það, þegar ég
hvarf úr Arnarhvoli, Hagstofu
og fjármálaráðuneyti, að ég
saknaði umhverfisins, málefn-
anna og ekki sízt fólksins. Hið
sama verður, þegar ég hverf úr
Háskólanum — þar hef ég haft
mjög góða samstarfsmenn og
ánægjuleg verkefni að fást við,
að vísu erfið, en skemmtileg og
kveð ég þau með nokkrum trega.
Bót er í máli, að ég hef þegar
unnið töluvert mikið með þeim
aðilum, sem ég kem til með að
vinna með, bæði frá Alþýðusam-
bandi, Vinnuveitendasambandi
Framhald á bls. 27
fyrir Alpýðuflokkinn á Alpingi og
í ríkisstjórn.
í prófkjörinu hlaut Eggert G.
Þorsteinsson 2131 atkvæði. í
HVAÐ gera stuðnings-
menn Eggerts G. Þorsteins-
sonar og Jóns Ármanns?
Hafnarfjörður:
Alþýduflokkur stund
adi „persónunjósnirv
Opinberlega á móti eigin breytingum á kosningalögum
ALÞÝÐUFLOKKURINN kveðst
ekki ætla að hafa starfsfólk sitt í
kjördeildum kjörstaðanna og held-
ur ekki notast við merktar kjör-
skrár. Voru þessar breytingar á
kosningastarfi sérstaklega kynnt-
ar fyrir sveitastjórnakosningarn-
ar og þótti forystumönnum
Alþýðuflokksins rétt að kynna
breytingarnar með sérstökum
blaðamannafundi. Unnu aiþýðu-
flokksmenn í Reykjavík eftir
þessari ákvörðun við borgar-
stjórnarkosningarnar en víða í
öðrum sveitarfélögum, s.s. f
Hafnarfirði, hafði Alþýðuflokkur
inn fulltrúa sína í kjördeildum og
fylgdust með því hverjir hefðu
neytt kosningaréttar síns, en þetta
kaliar Alþýðufiokkurinn nú „per
sónunjósnir.“
þó þetta bann lengi því á sumar-
þingi 1959 fluttu tveir þingmenn,
Steindór Steindórsson frá Alþýðu-
flokknum og Einar Olgeirsson frá
Alþýðubandalaginu, breytingartil-
lögu við kosningalögin þess efnis að
fyrrnefnt bann yrði fellt niður. Var
tillaga þeirra Steindórs og Einars
samþykkt og hefur sú skipan gilt
allt til þessa og flestir stjórnmála-
flokkamna nýtt sér þá heimild, s.s.
Alþýðuflokkurinn.
Dvöl fulltrúa stjórnmálaflokk-
anna í kjördeildum til að safna
upplýsingum um hverjir hafi neytt
atkvæðisréttar síns hefur ekki
alltaf verið leyfð. Vinstri stjórnin
fyrri, sem var samteypustjórn
Framsóknarflokks, Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags, beitti sér
fyrir því að á árinu 1957 var
fulltrúum flokkanna með breytingu
á kosningalögum bannað að merkja
við þá sem höfðu kosið. Ekki stóð
Kjósið áður
en þið farið
að heiman
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins hefur
beðið Mbl. aö koma á framfæri peim
tilmælum til fðlks sem ekki veröur
heima á kjördag að kjósa áöur en paö
fer aö heiman. Kjörfundur á sunnudag-
inn veröur opinn frá kl. 9 árdegis til kl.
23 og eftir paö getur fólk ekki kosið.
Utankjörstaðarkosning í Reykjavík fer
fram í Miðbæjarskólanum og er kjör-
staöur opinn í dag milli kl. 10—12,
14—18 og 20—22 en annars staöar
getur fólk kosiö utankjörstaðar hjá
sýslumönnum, bæjarfógetum og
hreppsstjórum.
í PRÓFKJÖRI pví, sem Alpýöu-
flokkurinn efndi til um skipan
framboöslista flokksins viö al-
píngiskosningarnar í Reykjavík,
geröust pau tíðindi, aö einn af
forystumönnum Alpýðuflokksins
um áratugaskeiö, Eggert G. Þor-
steinsson, var felldur frá ping-
mennsku. Eins og kunnugt er
hefur Eggert G. Þorsteinsson
veriö einn af fremstu forystu-
mönnum Alpýöuflokksins í
verkalýöshreyfingunni, jafnframt
pví aö gegna trúnaöarstööum
tveimur efstu sætum á lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík eru nú
opinberir starfsmenn.
í Reykjaneskjördæmi gerðust
einnig þau tíðindi í prófkjöri
Alþýðuflokksins, að Jón Ármann
Héöinsson var felldur frá áfram-
haldandi framboði og þing-
mennsku á vegum Alþýöuflokks-
ins. í prófkjörinu hlaut Jón Ármann
681 atkvæði.
í tilefni af þeim alþingiskosning-
um, sem fram fara á morgun, hefur
Framhald á bls. 26
Sverrir Hermannsson:
Smekklaus heimska
SVERRIR Hermannsson hefur
beðið Morgunblaðið fyrir eftir-
farandi til birtingar á útsíðu
blaðsinsi
„Ekki veit ég hvaða vitmaður
hefur tekið saman grein í Morgun-
blaðinu í gær um Austurlands-
kjördæmi með mynd af mér, enda
skipti ég mér ekki af því. Þar eru
tíunduð afrek mín og annarra
þingmanna í kjördæminu. Smekk-
lausari heimsku hef ég aldrei séð
en þá að hæla þingmönnum fyrir
sjálfsagðan hlut eins og þann að
rétta hjálparhönd eftir jafn-
hörmulega atburði og gerðust í
snjóflóðunum í Neskaupstað.
Ef þetta hefur átt að heita
afrekaskrá mín, sakna ég þess að
þess skuli ógetið að ég var fyrsti
flutningsmaður ásamt þingmönn-
um úr öllum flokkum að lagafrum-
varpi um nýtingu landhelginnar
og átti einn stærstan hlut að því
að málið náði fram að ganga fyrir
þinglok 1975. Eins átti ég aðalhlut
að máli, að ná fram ákvörðunum
um virkjun við Hól í Fljótsdal, en
Morgunþlaðið þvargar um gamlar
tillögur um Bessastaðaá.
Þá var ég aðalhöfundur hinnar
nýju áætlunar Sjálfstæðisflokks-
Framhald á bls. 26
1,1 milljón kr. í
gjaldeyri stolið
BROTIZT var inn hjá Guðmundi
Jónassyni hf.Borgartúni 34,
Reykjavík, í fyrrinótt og stolið
dönskum seðlum að jafnvirði
rösklega milljón krónur, um
30.000 krónum og um jafnvirði
50.000 króna í kanadískum og
bandarískum dollurum.
Peningarnir voru geymdir í
læstu skrifborði og skiptust
dönsku seðlarnir þannig: 22 1000-
króna seðlar, einn 500 króna seðill,
sex hundrað króna seðlar og 4 tíu
króna seðlar. Peningarnir voru
greiðsla sem fyrirtækinu barst
seint í fyrradag.
Þjófurinn hafði brotið rúðu á
bakhlið hússins og síðan brotið sér
leið inn á skrifstofu og í skrifborð-
ið. Innbrotið var tilkynnt um
fjögurleytið í fyrrinótt er tveir
starfsmenn fyrirtækisins komu til
Sóknarhugur í
sjálfstæðismönnum
— segir Guðmundur H. Garðarsson
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samhand við Guðmund H. Garð-
arsson, 7. mann á lista sjálf-
stæðismanna í Reykjavík og
spurði hann um stöðuna í
kosningabaráttunni og væntan-
leg úrslit kosninganna.
„Það er mikill sóknarhugur í
sjálfstæðismönnum í Reykjavík.
Fólk gerir sér grein fyrir að nú
snýst taflið um frelsið og
borgaralegt lýðræði, og skiptir
miklu máli að við sjálfstæðis-
menn komum vel út úr
kosningunum.
Alþýðuflokki og Alþýðubanda-
lagi virðist hafa tekist að villa á
sér heimildir gagnvart allmörgu
fólki. — Ég hef þó trú á því, að
það sjái nú í gegnum blekkingar-
vefinn og kjósi Sjálfstæðisflokk-
inn í ríkari mæli.
Segja má að við Pétur Sigurðs-
son skipum baráttusæti í þessum
kosningum, ég sem kjördæma-
kjörinn í 7. sæti og Pétur sem
uppbótarþingmaður.
A Alþingi höfum við Pétur
tekið virkan þátt í veigamiklum
hagsmunamálum fyrir launafólk
og afstaða okkar til hinna
umdeildu laga um efnahags-
ráðstafanir, sem tóku stórfelld-
um breytingum til hins betra
með bráðabirgðalögunum í maí
s.l. hefur markast af því að við
vildum tryggja atvinnuöryggi. —
Við treystum því að Reykvíking-
ar meti það að menn taki
heiðarlega afstöðu til erfiðra
mála og menn sem standa við
gefin fyrirheit, sem við Pétur
Sigurðsson höfum ætíð gert í
þingstörfum okkar. Fólk tryggir
því kosningu okkar Péturs á
sunnudag.