Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Frost á hálendinu — eitthvað hlýnar á næstu dögum — Það cr víst óhætt að segja það. að langt er síöan jafn langvarandi kuldakast hcfur komið svona síðla júnímánaðar,“ sagöi Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í fyrradag. — Það var frost á hálendinu kl. 9 í gærmorgun og á Grímsstöðum á Fjöllum var hitinn um frost- mark. Á öllu norðanverðu landinu hefur verið rigning og slydda og hefur slyddan náð allt suður í Sandbúðir og að Hveravöllum, en þar fyrir sunnan hefur veður verið bjart, sagði Guðmundur. Guðmundur sagði, að útlit væri fyrir að norðanáttin héldist eitt- hvað áfram, en þess væri að vænta að kuldinn yrði ekki eins mikill. Vaxandi lægð væri yfir Bretlands- eyjum og þegar hún væri farin að virka, mætti búast við að áttin yrði austanstæðari, sem þýddi að veður hlýnaði eitthvað. Ingvar Axelsson hjá garðyrkju- deild Reykjavíkurborgar sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að gróður tæki mjög hægt við sér, enda hefði hiti verið við frostmark við jörðu í Reykjavík síðustu nætur, en ekki hefðu menn þó orðið varir við skemmdir á gróðri. Ef gras ætti eitthvað að spretta í sumar og skrautblóm að blómstra þá þyrfti að hlýna í veðri á næstunni. Kvað Ingvar marga hafa gripið til þess ráðs að breiða plastdúka yfir garða í garðlöndum borgar- innar í þeirri von að eitthvað sprytti betur undan þeim. L dP J i * 1 /j \ < M -‘i § , 1:1 r „.. y, i 11 |;| | 1 1) Imr ^ Höggmynd Gerðar í Austurstræti Vegfarendur um Austurstræti, sem voru býsna margir á fimmtu- dag veittu athygli stórri bronz- styttu, sem komið hefur verið fyrir í Austurstræti. Þetta er skúlptúr eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara. Myndina gerði hún úr steinsteypu í þessari stærð og var hún flutti heim eftir lát hennar. Þangað til hafði styttan staðið í garði í Cheval Mort austan við París. Reykjavíkurborg keypti stytt- una og lét steypa hana í bronz í Noregi. Hefur henni nú verið komið fyrir til frambúðar á göngugötunni í Austurstræti. Ljósm. Ól.K. Mag. Yfirvinnubann boð- að í Siglufirði Sijfluíirði 22. júní VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Vaka hefur boðað yfirvinnubann hjá þeim fyrirtækjum. sem ekki greiða nú fullar vísitiiiubætur frá og með 1. júlí n.k. Kemur yfirvinnubannið til framkvæmda hjá fyrirtækjum eins og Siglósfld, Sfldarverksmiðjum ríkisins og Þormóði ramma. Önnur fyrirtæki í bænum hafa yfirlcitt samið um greiðslu á vísitölubótum eftir þeim kröfum. sem Verkamanna- samband íslands setti fram á sínum tíma. Ennfremur hefur Siglufjarðarkaupstaður samið við sína starfsmenn á sömu forsendum og Reykjavíkurborg við sitt starfsfólk. - mj. Sviðsmynd úr leiksýningu Nemendaieikhússins á Pilsaþyt. „Reynum að ná suðrænum skap- hita í sýninguna” Fylgzt med æfingu Leiklistarskóla nema á ítölsku 18. aldar leikriti „Kveníólk! Það ætti að kála þeim öllum og brytja þær í beitu.“ Á sviðinu í Lindarbæ er allt snælduvitlaust og setningum sem þessari rignir úr allri ringul- reiðinni út í salinn. Fjórði bekkur S í Leiklistarskóla Islands er á síðasta snúningi með æfingar á ítölsku leikriti frá 18. öld, Pilsaþyt eftir Carlo Goldoni. Og snúnings- hraðinn er mikill. Sýningar Nemendaleik- hússins hafa öðlast fastan sess í leikhúslífi höfuðborgarinnar. Bæði eru þær kjörinn vettvang- ur fyrir nemendur til að sýna afrakstur náms síns, og jafn- framt, ef vel tekst til, gustar frá þeim þörfum ferskleik í leikíist- ina. Þessi sami bekkur hefur í vor glímt við þrjú ólík verkefni, Fansjen, sem sýnt var í Lindar- bæ, sjónvarpsverkefni með Ágúst Guðmundssyni kvik- myndagerðarmanni og nú Pilsa- þyt. Það er Þórhildur Þorleifs- dóttir sem leikstýrir verkinu, og hún hefur sem oftar fengið Messíönu Tómasdóttur til þess að gera leikmynd og búninga. Leikurinn gerist í ítölskum bæ. Konurnar bíða þess að karlmennirnir komi að landi með aflann. Allt tal þeirra yngri mótast af baráttunni um karl- menn staðarins. Og þegar mennina ber að landi með fiskinn, flækjast þeir í net þessarar valdabaráttu afbrýði- seminnar. Þessu fylgir blóðheit ringulreið með misskilningi í kross eins og í frönskum farsa, þó að tónninn sé kannski öllu naprari. Loks kemur málið fyrir fulltrúa dómarans, sem er áhrifamikill á staðnum. Hann reynir að greiða úr vandanum, en ekki af manngæskunni einni, „Ég er heiðvirður og á að fá að njóta þess.“ Staða konunnar á 18. öld. „Leikritið er skrifað í kring- um 1760,“ tjáði okkur Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri. „Það lá fyrir höfundinum að lýsa stöðu konunnar á þeim tímum. Hann starfaði sjálfur sem fulltrúi hjá dórpara og skynjaði vel þennan stéttamun, sem lýst er í leikrit- inu. Hann talar einmitt í formála fyrir verkinu um ástandið í bænum, þar sem margar konur neyðast til að berjast um fáa karlmenn til að hljóta viðurkenningu. Hann lýsir mikilli samúð með alþýðu- fólki í slíku samfélagi, þar sem algengt var að heldri menn hefðu greiðan aðgang að ungum alþýðustúlkum og kæmu fram sem nokkurs konar verndarar þeirra. í áðurnefndum formála kemur Goldoni fram með mjög athyglisverðar skoðanir fyrir þennan tíma á leikritun. Hann vill sýna alþýðufólk í skilnings- ríku ljósi." Á hvað leggið þið einkum áherzlu í uppfærslunni? „Við erum að reyna að ná þessum suðræna skaphita í sýninguna. Ég vona að engum sem sér sýninguna detti í hug að hún gæti gerzt í sveitaþorpi á íslandi. Éinnig lögðum við áherzlu á að konurnar í verkinu yrðu ekki fráhrinandi þó að þær höguðu sér illa. Það má ekki gera fólk hlægilegt á kostnað þess sjálfs." „Þetta verkefni er ólíkt því sem krakkarnir hafa nokkurn tíma gert, þau hafa aldrei áður fengizt við kómedíu. En þetta er einmitt eitthvert erfiðasta leik- listarform sem til er; það reynir kannski meira en nokkurt annað form á tækni leikaranna, þó að gamanleikir þyki oft ófínni en alvarleg yerk.“ Fólk ætti að flykkjast á sýningar. Erfitt hlýtur það að vera. Það gengur mikið á allt til loka leiksins. Hinum suðræna blóð- hita er mikið lýst með táknræn- um hreyfingum og leikarar eru á stöðugum þeysingi um allt sviðið, út og inn. Og heitu orðin þyrlast í allar áttir. Að lokinni æfingu lítum við sem snöggvast á bak við. Þar er vart runninn af leikendum móðurinn, og brátt eru setningarnar farnar að fljúga í grunsamlega miklu samræmi við leikritið: — Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt sem nemendaverk. — Það hentar mjög vel fyrir hópinn. — Eins og reyndar hin verk- efnin sem við höfum tekið. — Þetta er mjög fjölhæfur flokkur. — Næst tökum við kabarett. — Fólk ætti aö flykkjast á sýningar hjá okkur. — Það verður svo lítið um leikhús í sumar. Það er lélegt í bíó. Úti er rigning, en hér er sól. Þetta er eiginlega á við för til Lignano. Leikritið Pilsaþytur verður frumsýnt í Lindarbæ á mánu- dagskvöldið, 26. júní. Úti í sal fylgist leikstjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, með gangi mála ásamt Messfönu Tómasdóttur og Olafi Erni Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.