Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Zóphónías Zóphóníasson framvkæmdastjóri Pólarprjóns h.f. cr staddur hér í öðrum prjónasalnum. Prjónuóum úr 180 tom- um af ull á síðasta ári Litið inn hjá Póiarprjóni á Biönduósi Eitt iðnfyrirtækja á Blönduósi cr Pólarprjón h.f. og er fram- kvæmdastjóri þess og cinn eig- enda Zóphónías Zóphóníasson. Ræddi Mhl. lítillega við hann á döKunum og greindi hann m.a. frá því að fyrirtækið hefur starfað siðan árið 1971 og auk þess scm það annast prjón rekur fyrirtækið saumastofu sem saum- ar flikur ýmsar sem seldar eru til útlanda. — Við prjónum fyrir sauma- stofurnar hér á Norðurlandi, segir Zópóhías, en þær eru m.a. á Sauðárkróki, Skagaströnd, Húsa- vík og víðar og hafa með sér samband er nefnist SPSN og eru átta stofur í sambandinu. Sam- bandið stendur saman að okkar hagsmunamálum, t.d. hönnun og öðru. Hvað starfa margir hjá fyrir- tækinu? — Hjá okkur starfa í allt 45 til 50 manns og eru þar nokkrir hálfsdagsmenn. Svolítill sam- dráttur varð hjá okkur í byrjun ársins, en við erum að rétta úr kútnum um þessar mundir. Ég tel að það muni nokkuð mikið um fyrirtæki sem þetta í ekki stærri bæ en Blönduós, með um 900 íbúa. Hverjir eru helztu erfiðleikar sem steðja að? — Það er hin eilífa vérðbólga sem gerir okkur erfitt fyrir rétt eins og flestum öðrum. Hún hlýtur alltaf að koma niður á verðinu sem við verðum að bjóða og fyrr eða síðar kemur að því að verðið verður of hátt. Mörg lönd vilja kaupa af okkur en menn hugsa sig tvisvar um ef verðið fer upp úr öllu valdi. Þá fara menn að líta til eftirlíkinga og þær eru raunar okkur annað stærsta vandamál og eru óneitanlega að byrja að hafa slæm áhrif. Ég held að þessi útflutningur á bandi hafi haft töluvert að segja í því'sambandi, hann flýtir vissulega fyrir því að eftirlikingar komist á markaðinn og tel ég að hann hafi flýtt fyrir eftirlíkingunum um 2 ár. Reyndar er furðulegt til þess að hugsa að föt sem framleidd eru í einu landi og síðan flutt um hálfan heiminn skuli vera ódýrari en föt sem framleidd eru hér á landi úr ull, sem framleidd er hér. Eftir að hafa spjallað við Zóphónías um stund var gengið með honum um fyrirtækið og eru alls 20 prjónavélar, flestar í gangi allan sólarhringinn. Sagði hann að alls hefði verið prjónað úr um 180 tonnum af ull á liðnu ári. í öðru húsi er að finna saumastofuna og litum við þangað inn einnig. Þar var m.a. stödd Anna Einarsson sem hefur annast um hönnun og fer hún síðan á prjónastofurnar til að kenna starfsmönnum að sauma flíkyrnar. — Ég hef oft rekið mig á það, sagði Anna, að fatahönnuðir eru ekki nógu mikið heima í sauma- skapnum sjálfum til að geta hannað flíkur, það er ekki hægt að segja fyrir um verk ef maður kann ekki verkið sjálfur. Því legg ég mikla áherzlu á að fara sjálf um og kenna viðkomandi að sauma þegar um nýjar flíkur er að ræða. Anna Einarsson (t.v.) hannar flikur og Margrét Jóhannesdóttir (t.h.) cr vcrkstjóri á saumastofunni. Þcgar prjónað hcfur vcrið úr cfninu cr það tilhúið til sníðingar. Ljósm. Rax. ✓ Brauðfæðum allt Húna- flóasvæðið segir Þorsteinn Húnfjörð sem rekur braudgerðina Krútt á Blönduósi Á Blönduósi er brauðgerð sem heitir svo mikið sem Brauðgerðin Krútt. Stoínandi hennar er Þor- steinn Húnfjörð, en hann hefur nú snúið sér að stofn- un annars fyrirtækis er nefnist Ósplast og hafa synir hans, Kári Jónas og Oskar tekið við rekstri brauðgerðarinnar. Þorstein Húnfjörð hitti Mbl. að máli á Blönduósi þar sem hann var að dútla í garðinum í góða veðrinu og var rætt við hann bæði um brauðgerð og plastfyrirtækið sem er að verða að veruleika: — Ég hef bakað síðan árið 1950 og var fyrst hér á Blönduósi, en fluttist síðan til Akureyrar og ætlaði að gera það gott þar. Ekki ílengdist ég þar heldur fluttist aftur hingað og brátt varð til Brauðgerðin Krútt, en fyrst var reistur lítill skúr undir fyrirtækið. Árið 1971 var síðan reist steinhús á lóðinni og eigum við enn eftir land til að stækka, en ég geri þó ekki ráð fyrir að það verði á næstunni. Hvert seljið þið brauðin? — Salan nær eiginlega yfir allt Húnaflóasvæðið, þ.e. Skagaströnd, Hvammstanga og svo jafnvel lengra austur eftir en segja má að kringlurnar seljist eiginlega víða, enda teljum við okkur vera sérfræðinga í kringlum. Salan fer mest fram gegnum Þorsteinn Húnf jörð í garðinum að húsabaki. I baksýn sjást húsin, skúrarnir eins og Þorsteinn sagði, sem brauðgerðin var fyrst staðsett í og þar fyrir aftan sést aðeins í steinhúsið sem byggt var 1971. Bræðurnir Karl Jónas (t.h.) sem sér um nótur og útkeyrslu og óskar sem er bakarinn, standa hér við eina af nýjustu vélum fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.