Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Kristján Jónsson og starfsstúlkur við framleiðslustörf. „Við íslendingar erum bara svo litlir sölumenn" fíætt vid Krístján Jónsson verksmidjustjóra á Akureyri Eitt af stærri atvinnufyrir- tækjum á Akureyri er Niður- suðuverksmiðja Kristjáns Jóns- sonar og Co á Oddeyrartanga. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 af bræðrunum Kristjáni Jónssyni, Mikael framkvæmda- stjóra fyrirtækisins og Jóni Árna ásamt föður þcirra bræðra og Hjalta Einarssyni sem starfaði hjá fyrirtækinu. Mbl. heimsótti verksmiðjuna og náði tali af Kristjáni. „Niðursuðan byrjaði í ákaf- lega smáum stíl. Við byrjuðum í litlu húsi hérna á staðnum, 50 fermetra húsnæði, og byrjuðum þá að leggja niður kryddsíld til útflutnings til Bandaríkjanna. Síðan stækkuðum við svolítið við okkur, fengum allt húsið, um 100 fm og hófum niðursuðu á smásíld sem veidd var hér í firðinum. Fyrirtækið var svo stækkað til muna árið 1960 með nýtízku vélum til niðursuðu á smásíld, að töluverðu leyti til útflutnings. Árið 1963 var hafin framleiðsla á gaffalbitum úr kryddsíld, sem hefur farið stöð- ugt vaxandi síðan og náði hámarki hjá okkur á síðasta ári þegar framleiðslan var rúmlega 6 milljónir dósa af gaffalbitum. Á árinu 1972 hófum við niður- suðu á rækju sem veidd er við Grímsey og Kolbeinsey og enn- fremur framleiðum við niður- soðnar fiskibollur, fiskbúðing o.fl. og grænmeti. — Grænmet- ið kemur frá útlöndum ýmist þurrkað eða nýtt. Hér hefur orðið töluverð endurnýjun síðustu þrjú árin. ByKKÖ hefur verið vörugeymsla og kæliklefar fyrir hráefnið og fullunnar vörur og á síðasta ári frystiklefar, sem ætti að geta orðið til þess að hægt sé að reka fyrirtækið af meiri krafti ef aðrar aðstæður leyfa. Því er ekki að leyna að stærsti markaður okkur nú, hefur verið Rússland, en einnig hefur verið selt til V-Evrópu og Bandaríkj- anna. Ekki það að við séum svo óánægðir með rússneska mark- aðinn, hann þyrfti bara að vera tryggari. Við kaupum hráefnið á haustin á meðan síldin veiðist og er söltuð og síðan er það yfirleitt ekki fyrr en í janúar sem farið er að semja um kaupin. Rússneski markaðurinn er ótraustur að því leyti að mismunandi mikið er keypt frá ári til árs. Það er Sölustofnun lagmetis sem hefur söluna á hendi, en við erum aðilar að henni. Það er hennar hlutverk að brjótast inn á hina ýmsu markaði erlendis en það hefur tekizt misjafnlega. Hér er mikið verkefni fyrir höndum. Starfsfólk, hér vinna nú rúm- lega 200 manns við öll störf, fyrst og fremst framleiðslustörf. Við teljum okkur hafa haft mjög gott starfsfólk frá byrjun og með þrotlausri vinnu hefur tekizt að gera fyrirtækið að því sem það er nú. Ég tel að svona fyrirtæki þurfi að vera mjög tæknilega fullkomið til þess að vera samkeppnishæft og starfsfólk þarf að vera þjálfað. Á bak við svona rekstur er gífurleg rann- sóknarstarfsemi, en á hana hefur skort mikið hér á landi. — Við höfum leitað til Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins en þeir eru nú að koma sér fyrir hér í húsakynnunum hjá okkur. Sölumál? Ef ná á árangri í sölumálum þarf geysilega vinnu og fjármuni til. Samkeppnin er mikil þar sem hér er um að ræða sölu á fullunninni vöru. Það er munur á slíkri sölu og sölu á hráefni. Framtíðarmarkaðurinn, hann verður náttúrulega um allar jarðir gallinn er bara sá að við Islendingar erum litlir sölu- menn. Ég hefði sagt að markað- ur væri í stórum dráttum um allan heim til Japan, og þó, við þurfum e.t.v. ekki að fara svo langt. Það eru Bandaríkin, V-Evrópa og svo A-Evrópa. Markaðurinn innanlands fer vaxandi. Við höfum hugsað okkur að snúa okkur meira að honum en viö höfum gert undanfarin ár. Nýjungar, náttúrulega er maður með þær í huga — það er svo fjölmargt sem nýta mætti og koma á markað ef maður aðeins kæmist yfir það. Nei það hafa engar kvartanir yfir vöru borizt frá útlöndum og ekki borið neitt á því að vörur hafi farið illa í flutningum". Frá Akureyri Álfakollur , (Stachys macrantha) ÁLFAKOLLUR er ein aí okkar harðgerustu garð- jurtum. Ég held að hann geti verið til augnayndis hvar sem er á landinu sé ofurlítið um hann hugs- að. Það er nefnilega ekki sama hver lífskjör hon- um eru búin fremur en öðru sem lifir og grær. Álfakollur verður ALDR- EI fallegur í rökum jarð- vegi og skugga og ekki má hann heldur hafa mjög kröftuga mold (þ.e. mikinn áburð), því þá vill blaðvöxtur verða feiki óþarft að fá sér margar plöntur í einu. Hann er líka fallegri ef honum er skipt, ætti ekki að standa óhreyfður lengur en 4—5 ár. Blómin á álfakollinum eru nokkuð stór, rauð- fjólublá og sitja í stuttu axi á stöngulendanum. Hann er mjög skrautleg- ur í blómi og ef vel tekst til með ræktun standa blómin nokkuð lengi. Blómin henta vel til af- skurðar. mikill, blómin verða færri og koma seinna. En sé honum valinn sólríkur staður t.d. ofarlega í hallandi beði getur blóm- skrúðið orðið ótrúlega mikið, — og golu þolir álfakollurinn betur en mörg önnur blóm. Hann nýtur sín best í þyrpingu, einnig fallegur í röð. Álfakollur er meðal þeirra blóma sem afar auðvelt er að fjölga með skiptingu. Jarðstöngl- arnir eru láréttir og má — ef vill — búta þá niður mjög smátt. Það er því Álfakollur er af vara- blómaætt. Náskyld hon- um eru HULDULJÓS og LAMBSEYRA en sjald- séðari í ræktun. Lambseyra er ræktað vegna blaðanna sem eru þykk og mjúkhærð ljós- grá á lit og bera nafn með rentu. Það hefur viljað týna tölunni hér nyrðra í snjóalausum frostavetrum og sjálfsagt er að skýla því lauslega ef sólskin er mikið og heitt á daginn en hörku- frost um nætur. H.P. Fornhaga. Metverd á uppboði London. 22. júní. AP. SKAMMT Kerist nú stórra höKKa á milli hjá uppboðsfyrirtæki Sothebys í London. Mbl. Kreindi í gær frá að þar hefði á miðvikir daK verið boðið upp dýrasta málverk allra tíma fyrir um 240 milljónir ísl. króna. Á fimmtudaK var aftur sett met og var í þetta sinn boðinn upp minnispeninKur frá miðöldum. Pcninsurinn. sem sýnir kærleiksengilinn og er um 14 sentimetrar að ummáli, seldist fyrir um 576 milljónir íslcnzkra króna. Þetta er hæsta verð fyrir nokkurt listaverk í sögunni annað en málverk. Minnispeningurinn var, eins og málverk De Faolos, úr safni Roberts von Hirsch og var það Þjóðverji að nafni Reiner Zietz sem keypti hann fyrir ríkislista- safnið í Berlín. Peningurinn er frá því um árið 1150 og smíðaður af belgíska gullsmiðnum Godefroid de Claire.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.