Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 45 T! VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRA MANUDEGI nyí/j/ffrsPi-'abH'u n höfuðnauðsyn að allir þjóðhollir íslendingar þjappi sér saman og veiti óvinum frelsisins, kommún- istunum, þá ráðningu sem þeir gleyma ekki strax. Minnumst þess að tvístig í þeim efnum er stór hættulegt og getur haft óbætan- legar afleiðingar. E.E.“ • Grunsamlegar skrautfjaðrir? „Það er viðbjóðslegt að sjá og heyra þessa fimmtu herdeild Sovétríkjanna hér á landi, sem kallar sig Hernámsandstæðinga, beljandi íslenska ættjarðarsöngva, hér í miðborg gömlu Reykjavíkur, veifandi íslenskum og rauðum rússafánum framaní vegfarendur. En hvernig stendur á því, að þessi útlendingahersveit Kreml- verja, skuli hafa Ríkisútvarpið algjörlega á sínu valdi, sem sendir svo þessa þjóðarsmán út um allan heim, öllum sönnum íslendingum til smánar og skapraunar? Þessi lýður þykist vera að rifna af ættjarðarást, en þeirra ættjarð- arást á ekki rætur í íslenzkri mold, en ást þeirra mun eiga traustar rætur langt fyrir austan ísland allt austurundir Kremlarmúrum. Við íslenzkir menn erum undr- andi yfir því, hvað ást þessarar óheillaklíku og áróður fyrir Sovét- ríkjunum er ofsafenginn. Nú hvað vera í undirbúningi, að senda hóp ungmenna úr þeirra flokki til Kúbu, til þjálfunar í auðsveipni og undirgefni við Kremlverja. Heyrt hef ég það á samtölum við menn, sem gengið hafa gönguna miklu, að til greina geti komið, að fara þess á leit við Kreml, að hingað yrðu sendir vel þjálfaðir Kúþumenn til þess að frelsa ísland. Eins og allir vita hafa Sovétrík- in sigað þessum kúbönsku víg- hundum sínum á mörg ríki í Afríku og hefur þeim sums staðar orðið mikið ágengt. Auðvitað verður fyrst að leggja niður eftirlitsstöðina á Miðnes- heiði og hrekja ísland úr Atlants- hafsbandalaginu. Ég hélt nú, að það væri óþarfi að vera að bjóða rússum hingað, því þeir eru vanir að koma óboðnir, ef einhvers staðar opnast smuga. En við megum aldrei gleyma því, að þessir svokölluðu hernáms- andstæðingar eru kjarninn í Kommúnistaflokknum, sem um mörg undanfarin ár hefur kallað sig Alþýðubandalag og gefur út blaðið Þjóðviljann, hvorttveggja nokkuð grunsamlegar skrautfjaðr- ir. Ég heyri sagt, að hér eigi að setja að stofn heilaþvottastöð og að frú Guðrún Helgadóttir eigi að veita fyrirtækinu forstöðu. Einnig heyrist talað um að hingað eigi að koma rússneskur heilaþvottasér- fræðingur, frúnni til trausts og halds. Líklega verður þá byrjað á þvi, að sandblása heilabúið á Kristjáni Benediktssyni, því mér skilst á ummælum frúarinnar að það séu einhver óæskileg íslenzk þanka- strik í hausnum á honum, því allt skal verða rautt meira að segja blóðrautt. Ragnar H. Björnsson. Þessir hringdu . . . • Um veðurfregnir Annar árrisulh — í Dagblaðinu 6. þ.m. skrif- ar Árrisull um „veðurfréttir" þeirra Jóns Múla og Péturs Péturssonar í útvarpinu og segir þá (Jón og Pétur) hafa orðið fyrir vítum frá Veðurstofu íslands. Ég er á sama máli og Árrisull, að „veðurfregnir" þeirra Jóns Múla og Péturs séu góðra gjalda verðar og megi ekki niður falla. Það er ekki meiningin að niðra eða lítilsvirða þá merku stofnun Veðurstofu íslands né þá mætu menn, sem þar starfa. Ég verð þó að leyfa mér að vitna í ummæli bóndans á Hrafnkelsstöðum, Helga Haraldssonar, en hann SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á svæðamóti Sovétríkjanna í Lvov í vor kom þessi staða upp í skák þeirra Balashovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Dorfmans. 20. dxe6! — Rxa3 (Tapar þvingað, en eftir 20.... fxe6 21. Dd7 verður svartur a.m.k. peði undir) 21. Hxc8+ - Hxc8 22. Dd7 - Ha8 23. Dxf7+ - Kh8 24. Hd7 - Be5 25. g3 og svartur gafst upp. Lokin gætu orðið: 25. ... Dg4 26. e7! — Dxd7 27. Df8+ og mátar. Röð efstu manna varð þessi: 1. Balashov 9 v. af 14 mögulegum. 2. Vaganjan 8% v. 3.-5. Kuzniin, Romanishin og Tseshkovsky 8 v. 6. Tukmakov 7‘/2 v. Fjórir efstu öðlast þátttökurétt- indi í millisvæðamóti. * segir svo í bók sinni skýrt og skorinort (í kafla um þjóðtrú og vísindi, sem hann nefnir svo). Helgi segir eftirfarandi: „Ég hefi alla ævi átt heima á Hrafnkelsstöðum og í 70 ár horft til veðurs af sama sjónarhól. Hefi ég oft getað sagt fyrir veður um sláttinn...“ í sama bókarkafla segir Helgi í sambandi við veðurspá frá Veður- stofu íslands: „Enda er haft eftir ’gömlum bónda: „Ég held þeir líti aldrei til lofts þarna í Veðurstof- unni“.“ Helgi bætir síðan við: „Og það sem verra er, Veðurstofan hefir vanið bændur af því að líta til lofts, og því fer sem fer.“ Ég vona að Helgi á Hrafnkels- stöðum megi enn um sinn líta til lofts og einnig þeir félagarnir í útvarpinu við Skúlagötuna og getum við hlustendur þá máske notið góðs af „veðurfregnum" þeirra." HÖGNI HREKKVÍSI 4^' A v J I'CSJSl P Þú ert við sama heygarðshornið. Bið þig ekki aftur að hjálpa mér með blöðin! Aðvörun Þeir sem hafa í hyggju aö feröast til íslands í því skyni aö kaupa eöa nota ísiensk hross, er bent á, áö meö heimild í lögum nr. 11, 1928 er bann lagt viö því aö flytja til íslands notuö reiötygi, beislaútbúnaö, óhreinan reiöfatnaö og reiöstígvél og annaö er lýtur aö reiöbúnaöi og hugsaniega gæti boriö sóttnæmi sem hættulegt er hrossum. Þeir sem ekki gæta þessa eiga á hættu tafir og óþægindi og aö farangur þeirra veröi kyrrsettur af tollgæslu. Landbúnaöarráöuneytið, 22. júní 1978. Alþingiskosningar fara fram í Kópavogi sunnudaginn 25. júní 1978. Kjörfundur hefst kl. 10 árdegis og lýkur kl. 23.00. Kosiö veröur í Víghólaskóla fyrir Austurbæ og Kársnesskóla fyrir Vesturbæ. Aösetur yfirkjör- stjórnar veröur í Víghólaskóla. Sími: 40630. Yfirkjörstjórn Kópavogs. Bjarni P. Jónasson. Halldór Jónatansson. Snorri Karlsson. g Kosninga rj \ skrifstofur X ^ Q LISTANS fi í REYKJAVÍK HVERFISSKRIFSTOFUR SJALFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK á vegum fulltrúaráös Sjálfstæðisfélaganna f Reykjavík og hverfafélaga Sjálfstæöismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrif- stofur. Nes- og Melahverfi: Lýsi, Grandavegi 42, sími 25731 og 25736. Opiö frá 16—20. Sörlaskjóli 3, sími 10975, opiö frá 18—22. Vestur- og Miöbæjarhverfi: Ingólfsstræti 1 A, sími 25635. Austurbæ og Noröurmýri: Hverfisgata 42, 3. hæö sími 19952. Hlíða- og Holtahverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 85730, 82900. Laugarneshverfi: Bjarg, v/Sundlaugaveg, sími 37121 og 85306. Langholt: Langholtsvegi 124, sími 34814. Háaleitishverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 28144 og 82900. Smáíbúöa-, Bústaöa- og Fossvogshverfi: Langageröi 21, kjallari. Sími 36640. Árbæjar- og Seláshverfi: Hraunbær 102 B, (að sunnanveröu) sími 75611. Bakka- og Stekkjahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 74653. Fella- og Hólahverfi: Seljabraut 54, 2. hæð, sími 74311. Skóga- og Seljahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 73220. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga, frá kl. 16—22 og laugardaga frá kl. 14—18. Stuöningsfólk D-listans, er hvatt til aö snúa sér tll hverfisskrifstofanna, og gefa upplýsingar, sem aö gagni geta komiö í kosningunum. Svo sem upplýsingar um fólk, sem er eöa verður fjarverandi á kjördag o.s.frv. D ' EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.