Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 „Bændurnir hér í kring eru afskap- lega hjálplegir" — fíætt vid Guðmund Guðjónsson, skrifstofumann á Húsavík Á Húsavík hcfur byKgðin þanist út, en þar cru íbúarnir núna um tvö þúsund og tvö hundruð. Á sumrin er vcðurfar- ið yfirleitt mjög gott og mið- næturssólin einna fegurst á landinu. ..Ég ætlaði að hvfla mig frá námi í eitt ár og prófa að búa úti á landi, en ég er hcr enn og þrjú ár eru sfðan við fluttum,*4 sagði Guðmundur Guðjónsson, starfsmaður á sýsluskrifstof- unni á Húsavfk, f byrjun rabbs við Mbl. Guðmundur er Reyk- víkingur og hafði ætlað sér að læra sjúkraþjálfun. en er nú búsettur á Húsavík. Hann er kvæntur Magneu Ingibjörgu Þórarinsdóttur sem staríar sem hjúkrunarkona á sjúkra- húsinu á staðnum og þau eiga eitt barn. Hvað veldur að við ílengd- umst hér þennan tíma. Það er svo gott að vera hérna, veðrátt- an er slík að það má segja að rigningardagarnir séu jafn margir og sólardagarnir í Reykjavík. Nei, ég var ekki leiður á Reykjavík en langaði að prófa að flytja út á land og mér datt þá ekki í hug að það gæti verið svona ánægjulegt að vera hér. Við auglýstum eftir starfi og fengum tilboð um starf fyrir Magneu á Akureyri, Akranesi og héðan, fyrir mig kom svo margt til greina. En ég hef m.a. kennt eðlisfræði við gagnfræða- skólann og iðnskólann hér. Þegar við lentum hér á flug- vellinum var leiðindarveður í Reykjavík, en blankafínt veður hér. Einhvern veginn hafði það svo mikið að segja og slíkt veður hefur verið hér síðan! Við verðum örugglega lengur hér, en mig langar að læra einhverja iðn í stað langskóla- náms, þar sem það er ekki nógu gott að vinna á skrifstofu í svona veðri, útivinnan er betri. Jú, við erum að byggja og fórum út í það til að gera eitthvað. Ég veit ekki um atvinnumöguleika hér en okkur reyndist auðvelt að fá vinnu. Húsnæðisvandamálið er slíkt á staðnum, að fólk sem kemur fer út í það að byggja yfir sig áður og það er erfitt að fá leigt. Ég hef að mestu leyti unnið sjálfur við húsið, eiginlega enga ' aukavinnu keypt nema steypu- vinnu og pípuvinnu. Það er rúmlega fokhelt núna og ég býst við að flytjast inn næsta vor. Þetta hefur allt gengið vel. Eitt af því sem er yndislegast við staðinn að hér í kring er náttúrufegurðin svo stórkostleg, til að njóta hennar þarf maður að fara svo stutt. Þann tíma sem ég hef verið hér hef ég flengst um nágrennið og er ekki enn búin að komast yfir það sem ég vil kynnast., Aðstaðan til að veiða á færi er fín, enda stunda margir trilluna. I gegnum starfið hérna á sýsluskrifstofunni hef ég mikið komist í kynni við bændurna hér í kring, sem mér líkar afskaplega vel við. Einhvern veginn hefur mér reynst auðvelt að kynnast þeim og þeir hafa Framhald á bls. 39. „Lausn sem verðugt er aðhugleiðá rætt við Vö/und Hermóðsson í Árnesi í Aðaidai Völundur Hermóðsson. „ÞAÐ er stefnt að því að ljúka framkvæmdum við laxastigann næsta sumar, en þær voru hafnar í fyrra. Það má segja að laxastig- inn sé liður í samkomulaginu um Laxárvirkjun. Ég hef unnið á beltavél við byggingu stigans nú tvö síðustu sumur. en fjölskyldan rekur veiðiheimili við ána,“ sagði Völundur Ilermóðsson í Árncsi í Aðaldal í stuttu spjalli við Mhl. f vikunni. Hann er búsettur í Árnesi ásamt eiginkonu sinni, IIöllu L. Loftsdóttur. og þremur börnum þeirra. Völundur hefur séð um að aka með börn í Hafralækjarskóla á veturna og á sumrin er bfllinn notaður í hópferðir. Halla heíur einnig meirapróf og hefur tekið að sér langkeyrslur. Þau voru um tíma búsett í Svíþjóð þar sem Völund- ur var við nám sem húfræðikandi- dat. „Ég var í fjöldamörg ár fylgdar- maður við ána. Hver áhrif laxa- stiginn komi til með að hafa á veiði í ánni? Það var Laxdælum og Mývetningum áhugamál að fá laxinn upp á vatnasvæðin fyrir ofan virkjunina. Stiginn kemur til með að hafa stórkostleg ahrif þannig að laxveiði í ánni getur tvöfaldast að minnsta kosti. Fiski- fræðingar eru ekki þeirrar skoðun- ar að laxagengdin hafi slæmar afleiðingar fyrir Laxárdalsurriða- stofninn, m.a. vegna þess að laxinn, sem er sterkari fiskur, heldur sig á öðrum stöðum í ánni en urriðinn. Svæðin fyrir ofan stigann ættu að verða einhver þau skemmtileg- ustu í ánni, að minnsta kosti sambærileg við svæðin hérna neðar. Áætlaður kostnaður af laxa- stiganum veit ég að var um 150 milljónir og það lítur út fyrir að sá útreikningur komi til með að standast, jafnvel hafa fram- kvæmdir við verkið reynst ódýrari en reiknað var með í byrjun. Ef við vendum nú okkar kvæði í kross þá vil ég segja, að mér er ljóst að við sjálfstæðismenn verðum að halda saman gegn ófrelsisstefnu vinstri manna, sem hér virðast vera að auka við sig fyigi- Ég neita að trúa því að Sjálf- stæðisflokkurinn sé í hættu, en þá væri illa komið. Vinstri menn vilja öllu ráða eftir eigin höfði, þannig að einstaklingurinn fái ekki að standa á eigin fótum og á eigin ábyrgð. Ástæðurnar fyrir því hvernig sveitarstjórnarkosningarnar fóru um allt land eru sjálfsagt margar, en aðallega óánægja yfir að stjórnin hefur ekki haft taumhald á verðbólgunni, stjórnin hefur ekki verið nógu hörð og ákveðin í þeim efnum. Ég er þeirrar skoðunar að það séu óábyrgir aðilar sem ráða í verkalýðsfélögunum með hnefa- rétti einum. Hér á landi er t.d. minna um erlenda ferðamenn m.a. vegna ótta útlendinga við verkföll hér á landi. Þeir treysta ekki aðstæðum hér vegna slíkra að- ferða sem hér hafa allt stöðvað. Það er mín skoðun að á meðan verkföll eru misnotuð á þann hátt sem gert hefur verið verður hreinlega að gera einhverjar ráðstafanir við þeim. Til þess að jöfnuður náist á laun, þar sem þeir lægst launuðu eru ekki of sælir af sínu, ættu verkalýðsfélögin að semja saman í heild um kjörin og síðan hvert um sig að raða sínum félagsmönnum í launastiga. Ég tel þetta vera lausn sem verðugt er að hugleiða. Einn og einn starfshópur ætti ekki að geta skorið sig úr með verkföll- um og lamað þannig allt atvinnulíf þjóðarinnar. Það má nefna það t.d. að það gæti riðið flugfélagi að fullu ef það hefur ekki fullt öryggi á sínum flugleiðum, það er vert að hafa það í huga hér á íslandi sem á svo mikið undir flugsamgöngum komið bæði innanlands og til útlanda." „Erfiðara þegar þarf að leita til sérfræóinga" rætt við Stefán Inga Jónsson, iðnnema á Húsavík „ÚTÞENSLA byggðarinnar er hér gífurleg og lóðirnar ganga vel út. Vegna jarðskjálftahættu hefur byggð verið bönnuð í norðurhluta bæjarins síðustu árin og hefur því færst suður og upp í hæðirnar sem liggja að Reykjaheiði. Árið 1872 urðu hér miklir jarðskjálftar í norðurhlutanum þar sem fjöldi húsa fór. Raunar finnst mér þensla bæjarins vitlaus hérna. þó ekki væri nema vegna þess hvað veðurhæðin er mikil hér uppfrá.“ sagði Stefán Ingi Jónsson, ncmi í múrverki á Húsavfk, þcgar Mbl. ræddi við hann í vikunni. Stefán er Ilúsvíkingur og hann er kvænt- ur Guðrúnu Snæbjörnsdóttur sem ættuð er úr Mývatnssveit og þau eiga einn son, en þau eru búseft í nýja hvcrfinu í bænum. „Hvað ákjósanlegt sé við staðinn. Ég er fæddur hér, en fluttist um stund í burtu, og s.l. 5 ár hef ég svo búið hérna. Það er oft betra að vera í fámenninu, hér er maður laus við allan ys og þys sem fylgir fjölmennari stöðum og hér er hreint ekki hægt að kvarta yfir veðrinu. Það er alltaf gott. Hér er næg vinna fyrir alla og sjálfur hef ég yfirdrifið nóg að gera. Ég hef unnið talsvert mikið við bygg- ingar uppi í Mývatnssveit og ef ég er ekki að vinna fyrir aðra þá er ég að dunda við að byggja sjálfur. Samgöngurnar, þær eru mjög sæmilegar, flugferðir niu sinn- um í viku og áætlunarferðir frá Akureyri tvisvar í viku. Að- stöðumunurinn er þó náttúrlega talsverður miðað við t.d. höfuð- borgarsvæöið. Hérna á Húsavík er læknishjálpin mun betri en víðast annars staðar úti á landi, en það er erfiðara þegar maður þarf að leita til sérfræðinga. T.d. hef ég þurft að leita mikið til augnsérfræðinga í Reykjavík, sem hefur kostaö mig gífurlegt fé. Jú, ég var mikill baráttu- maður fyrir „Vörðu landi" á sínum tíma og ég styð Sjálf- stæðisflokkinn fyrst og fremst af því að ég treysti honum best í utanríkismálum og það má segja að ég hafi hálfgert ógeð á Alþýðubandalaginu og fram- bjóðendur þess eru engan vegin hagstæðir og aðrir flokkar koma ekki frekar til greina. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur mest upp á að bjóða af þeim flokkum sem bjóða fram til Alþingis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.