Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 19 Kommúnistaflokkur íslands: „Alþýðubandalagsforystan hefin*með ráðnum hug notfært sér kjarabaráttu íslensks verkalýðs í eigin tilgangi” „Verkalýðsforingjar Alþýðu- bandalagsins létu hátt í vetur þegar kaupránslögin voru sett og kröfðust: SAMNINGANA í GILDI. Nú hafa þessir sömu forkólfar varla orðaforða til að lýsa með ánægju sinni með ákvörðun borgarstjórnarinnar og ekkert heyrist lengur minnst á að samningana eigi að fá í gildi. Sannleikurinn er sá að Alþýðubandalagsforystan hefur með ráðnum hug notfært sér kjarabaráttu íslensks verkalýðs í eigin tilgangi, þeim tilgangi að afla sjálfri sér ráðherrastóla og feitra embætta innan ríkis- valdsins. íslensk verkalýðsstétt hefur einskis að vænta úr hendi Alþýðubandalagsins og verka- lýðsforingja þess nema svika og aukins kaupráns. Verkalýðs- stéttin verður að taka upp sjálfstæða baráttu með virkri þátttöku alls þorra verkalýðsins ef einhvers árangurs á að vænta úr baráttunni." Þannig er komist að orði í leiðara Stéttabaráttunnar, mál- gagni Kommúnistaflokks Is- lands, Marxista — Lenínista en sá flokkur býður nú fram við alþingiskosningarnar á sunnu- dag í Reykjavík undir bókstafn- um K. í leiðaranum segir að að undanförnu hafi landsmenn fengið að heyra útlistanir stjórnmálaflokkanna, „þar sem hver kennir öðrum um hvernig í pottinn er búið í íslensku efnahagslífi í dag. Einna hæst hefur galað Alþýðubandalagið, sem hefur nú að eigin sögn grafið upp úr pússi sínu hinar einu sönnu og óbrigðulu lausnir á efnahagsvandanum." í framhaldi af þessum orðum er í leiðaranum spurt, við hverju megi búast eftir kosningar og bent á að menn þekki aðgerðir ríkisstjórnarinnar og aðferðir hennar til að leysa vandamálin. Þá er spurt, „er einhvers annars og betra að vænta frá Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalag- inu? Svar okkar er hiklaust neitandi. Við höfum nú þegar fyrir okkur stikkprufu af því sem koma skal ef þessir flokkar komast í rikisstjórn. Þessa stikkprufu höfum við úr aðgerð- um nýja borgarstjórnarmeiri- hlutans, þar sem mörkuð var stefnan um áframhaldandi kauprán í fótspor íhaldsstjórn- Undir lok leiðarans segir: „Kosningar eru ekki kjarabar- átta en þingmenn geta veitt stuðning baráttu verkalýðsins með starfi sínu á Alþingi.“ Neisti blað Fylkingarinnar, sem einnig býður fram til Alþingis í Reykjavik undir bókstafnum R, segir í forsiðu- grein að nýkjörinn meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hafi séð til þess að krafan „Samning- ana í gildi" var bara krafa, táknræn mótmæli að sögn verkalýðsforystunnar (nema BSRB). Grein þessi ber fyrir- sögnina: „Verða kjarabætur eftir í kjörkössunum?" Sveinn Björnsson nja mynd sinni „Þeir hala veitt hval“. (myndi Ól.K.Mag.) Sveinn Bjömsson með sýningu í Norræna húsinu og í Bogasal 31. umdæmisþing Rotaryklúbbanna haldið á Þingvöllmn Stefán frá Möðrudal sjötugur STEFÁN Jónsson listmálari frá Möðrudal er sjötugur í dag, 24. júní. Stefán er löngu þekktur maður. Um hann hefur Ólafur Runólfsson þetta ort, en hann vann með listamanninum í Breta- vinnu á Heiðarfjalli hér fyrr á árum. Mikið hvað sá maður getur, málar bæði haust og vetur, fagrar listir mjög hann metur, margir tigna verkin hans. Vorleik upp á voð hann færði, varla nokkur á sér bærði, fyrr en löggan kom og kærði, kunnast verk þess listamanns. ÍSLENZKU. Rotaryklúbbarnir munu halda 31. umdæmisþing sitt og fræðslumót í Valhöll á Þing- völlum dagana 23.-25. júní n.k. Allmargir erlendir gestir munu sækja þingið, þar á meðal verða fulltrúar frá Rotary International og fulltrúi Rotaryklúbba á Norðurlöndum. Leiðbeinandi á fræðslumótinu er Eve Malmquist frá Svíþjóð. Núverandi umdæmisstjóri Rot- ary er Jón R. Hjálmarsson, félagi í Rotaryklúbbi Rangæinga, Hvols- velli. Kristinn G. Jóhannsson í Rotaryklúbbi Ólafsfjarðar mun taka vlð umdæmisstjórn á þing- inu. Brotizt inn hjá Æskunni BROTIZT var inn í Bókabúð Æskunnar Laugavegi 56 í Reykja- vík í fyrrinótt og peningakassar verzlunarinnar tæmdir, en ekki lá fyrir í gær hversu mikil upphæð hafði verið í þeim. Þá var farið um allt hús í frekari leit að fjármun- um en ekkert hafðist upp úr henni. Rotaryklúbbar á landinu eru nú 22 með um 850 félaga samtals. Sveinn Björnsson er nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann hélt stóra málverkasýningu. Laug- ardaginn 24. júní opnar hann sýningu á hluta af þeim myndum, sem hann sýndi í Danmörku. Myndir hans eru margar mjög stórar svo ekki nægir honum einn Steingrímur sýnir á ísafirði STEINGRÍMUR Sigurðsson list- málari Hvilft I, Önundarfirði, opnar í dag 37. málverkasýningu sína í sjálfstæðishúsinu Uppsölum á Isafirði. Steingrímur sýnir þarna 21 mynd sem að mestu eru málaðar úti á sjó í vikuútilegu fyrir Vestfjörðum og tileinkar Stein- grímur sýninguna bátnum ÍS 13, sem hann fór með, og skipstjóran- um Rafni Oddssyni og konu hans. Sýningin verður opin til klukkan 23 í kvöld og frá 10—23:30 á morgun. Kvenfélagið verður með kaffi- veitingar í sambandi við sýning- salur, hann verður því með myndir bæði í kjallara Norræna hússins og í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Alls eru 74 myndir á sýningunni, 54 í Norræna húsinu og 20 í Bogasalnum. Þetta eru myndir sem Sveinn hefur gert á síðustu tíu árum, en hann hefur verið að mála í 30 ár. Má segja að þetta sé 30 ára afmælissýning Sveins. Á sýningunni eru olíumálverk, olíu- patel og vatnslitamyndir. Sveinn er skipstjóri að mennt, en eitt ár var hann við Akademí- una í Kaupmannahöfn og kynnti sér málaralist. Kynni Sveins við sjóinn koma fram í sumum verk- um hans og mikið er um huldufólk. Sýningin stendur til 3. júlj. Hún er opin frá kl. 14—22 um helgar, en virka daga frá kl. 16—22. Kosninga- skrifstofa á Eyrarbakka SJÁLFSTÆÐISMENN á Eyrar- bakka verða með kosningaskrif- stofu í Dagsbrún á kjördag og er síminn 99-3289. Uppsafnaður söluskattur; Síðustu greiðslur frá f jármálaráðu- neyti þessa dagana „ÉG GERI ráð fyrir því að við ljúkum við að ganga frá greiðsluskjölum í dag og þá eru tilbúnar síðustu greiðslurnar af uppsöfnuðum söluskatti frá 1977, en við höfum verið að senda greiðslurnar til fyrir- tækja eftir því sem við höfum komið í verk að undirbúa greiðsluskjöl,“ sagði Höskuld- ur Jónsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í samtali við Mbl. í gær. Sagði Höskuld- ur að samtals væri um 275 milljónir króna að ræða og væri meðaltalið 3,6% af útflutn- ingsverðmæti viðkomandi fyr- irtækis, en meðaltalið fyrir hverja iðngrein væri á bilinu 1-5%. Þessar greiðslur eru í fram- haldi af yfirlýsingu fjármála- ráðherra Matthíasar Á. Mathie- sen í fjárlagaræðu á Alþingi á sl. hausti. Höskuldur sagði, að 1975, þegar slíkar greiðslur fóru fram vegna uppsafnaðs söluskatts 1974, hefði verið notuð svokölluð 2,5% meðaltals- regla, en nú hefði verið reiknað út meðaltal fyrir hverja iðn- grein fyrir sig og væru þau á bilinu 1—5%. Sagði Höskuldur að kísilgúriðnaðurinn fengi mest en einnig væri ullar- og skinnaiðnaðurinn fyrir ofan meðallag, en meðaltal allra iðngreina væri 3,6%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.