Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978
Formaður sjómannadeildarinnar á Ólafsfirði:
Pétur verður
áð fara á þing”
svo við missum ekki þau ítök
sem við sjómenn höfum haft
GÍSLI Friðriksson formaður
sjómannadeildar Ólafsfjarðar,
sem var í framboði fyrir vinstri
menn til sveitarstjórnar þar,
segir að Pétur Sigurðsson verði
að halda sæti sínu á þingi.
„Ef við sjómenn missum þau
sterku ítiik sem við höfum haft
á Alþingi fyrir tilstuðlan Pét-
urs Sigurðssonar, þá er illa
komið fyrir okkur, þar sem
enginn verður þá inni sem
hægt er að ræða við sem
sjómann. Pétur hefur verið
okkur sjómönnum sérstaklega
þarfur á þingi og má nefna sem
lítið dæmi frumvörp hans um
tilkynningaskylduna og um
gúmbjörgunarbáta. — Því
verður Pétur „absolut“ að fara
á þing næsta kjörtímabil,“
sagði Gísli Friðfinnsson, for-
maður sjómannadeildar Ólafs-
fjarðar, í stuttu viðtali við Mbl.
um sfðustu helgi.
„Það var mjög slæmt þegar
prófkjörið fór fram fyrir sunnan
að mörgum sjómönnum gafst
ekki kostur á að taka þátt í því,
Gfsli Friðfinnsson
t.d. sjómönnum á millilanda-
skipum, en á þetta hefur mikið
verið deilt í dagblöðunum.
Pétur hefur hjálpað sjómönn-
um afar mikið og við þá aðstoð
sína hefur hann aldrei látið
pólitíska afstöðu sína ráða.
Já, það er ekki hægt að neita
því að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur fylgt landhelgismálinu vel
eftir. Eftir að erlendir togarar
hafa horfið héðan af miðunum
hefur afli fyrir Norðurlandi
glæðzt mjög og síðast liðnar
tvær vertíðir verið mjög góðar.
I fyrstu líkaði mér illa hvernig
staðið var að friðun á miðunum
en þær aðgerðir hafa breyst
mjög til batnaðar. Ráðstafan-
irnar um fjölda manna á net
núna um páskana voru mjög
góðar, en það var engin hemja
hvernig þetta var áður.“
— Hvað segirðu um hafnar-
aðstöðuna hér á Ólafsfirði og
önnur málefni staðarins.
„Hafnaraðstaðan mætti vera
betri. Fjörðurinn er að grynnast
af sandburði þannig að stórátak
þarf að gera í höfninni, en okkur
hefur verið lofað sanddæluskipi
hingað. Hér áður brotnaði báran
seinna en í dag. Bæta þarf
aðstöðuna fyrir skipin okkar og
stór skip, en á döfinni er að
bæta aðstöðuna fyrir skuttogar-
ana og er það einna brýnast.
Samgöngurnar eru hér ekki
nógu góðar. Vegsvalir þarf að
byggja fyrir Múlann, en við sum
gilin eru snjóflóð tíð. Lárus
Jónsson hefur mælt fyrir þessu
máli, sem er mjög brýnt vegna
Pétur Sigurðsson
hættunnar sem þarna er á
ferðum. Vegurinn yfir Lágheið-
ina er í ólestri. Hann er
niðurgrafinn, var lagður á sín-
um tíma á sem auðveldastan
hátt, því er þörf á að hefja
endurbætur á honum.
Varðandi tannlæknaþjónustu
þá hefur hún verið mikið vanda-
mál hérna hjá okkur. Það er illt
fyrir börnin að hingað fást ekki
tannlæknar, en tannlæknastól-
arnir sem við höfum eru úr sér
gengnir og tannlæknar líta ekki
við þeim. Þó er það mál komið
á nokkurn rekspöl, en slysa-
varnadeild kvenna hér hefur
veitt milljón króna lán úr eigin
sjóði til kaupa á stól. Kostnaður
af ferð suður til tannviðgerða er
mikill og á Akureyri er erfitt að
komast að, svo þetta hefur verið
töluvert vandamál fyrir okkur
Ólafsfirðinga.
„Flokka-
flæking-
ar” sækja
í framboð
á Aust-
urlandi
í KOSNINGABARATTUNNI í Austur-
landskjördæmi hefur athygli beinzt
að Því, að „flokkaflækingar“ sækja
mjög í framboð í pví kjördæmi.
Frambjóðandi Alþýðuflokksins í Aust-
urlandskjördæmi er nú Bjarni Guðna-
son, prófessor, sem á að baki
fjölbreytilegan stjórnmálaferil. Talið
er, að Alpýðuflokkurinn sé fimmti
stjórnmálaflokkurinn, sem Bjarni
Guðnason á aðild að eða styður. í
upphafi mun hann hafa stutt Samein-
ingarflokk alpýðu—Sósíalistaflokk-
inn, pá Þjóðvarnarflokkinn, síðan
Samtök frjálslyndra og vinstri manna,
eftir Það Frjálslynda flokkinn og nú
Alpýðuflokkinn.
I síöustu kosningum var annar
„flokkaflækingur" í framboöi á Aust-
fjörðum, Ólafur Ragnar Grímsson,
prófessor. í upphafi var hann flokks-
bundinn í Framsóknarflokknum og
áhrifamaður þar. Síðan fór hann í
framboð fyrir Samtök frjálslyndra og
vinstri manna og Mööruvallahreyfing-
una í kosningunum 1974 og þá í
Austurlandskjördæmi. Nú er Ólafur
Ragnar í framboði fyrir þriöja stjórn-
málaflokkinn, sem hann á aðild aö,
Alþýöubandalagiö og aö þessu sinni í
Reykjavík.
Lúðvík Jósepsson um stjórnarmyndun:
Meginskilyrði að
febrúarlögin verði
numin úr gildi
„ÉG ER ekki tilhúinn til þess að ræða neina möguleika á
stjórnarmyndun eftir kosningar, því að íyrst þurfa ákveðnar
forsendur að liggja fyrir,“ sagði Lúðvík Jósepsson, alþingismaður og
formaður Alþýðubandalagsins í gær er Morgunblaðið spurði hann,
hvort Alþýðubandalagið myndi gera að skilyrði fyrir stjórnarmyndun
eftir kosningar, að febrúarlögin yrðu numin úr gildi og fullar
vísitölubætur greiddar.
»
„Hins vegar get ég svarað hinu
algjörlega afgerandi,“ sagði Lúð-
vík, „að við munum setja það sem
meginskilyrði að þessi lög verði
numin úr gildi. Það er ljóst, að það
er meginskilyrði fyrir þátttöku
okkar í ríkisstjórn. Afleiðingar af
því verða þá auðvitað, að þeir
samningar, sem eru í gildi verða
að gilda. Með því erum við þó ekki
að segja neitt um afstöðu okkar til
þeirra samninga, sem kunna að
hafa verið gerðir."
í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum
kvöldum sagði Lúðvík Jósepsson,
að sér fyndist eðlilegt að verka-
lýðsflokkarnir hefðu samstöðu
vegna þeirra miklu deilna, sem
uppi hafi verið um launamálin og
samstöðu þeirra í þeim málum.
Morgunblaðið spurði Lúðvík,
hvort þar ætti hann við Sjálfstæð-
isflokkinn, þar sem hann væri
næststerkasti stjórnmálaflokkur-
inn á t.d. Alþýðusambandsþingum.
„Nei það sem ég á þar við eru
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag. Ég á eingöngu við þessa tvo
flokka, þegar ég tala um þá sem
verkalýðsflokka. Mér er hins vegar
alveg ljóst, að það eru margir
menn í forystuliði verkalýðsfélaga
í Sjálfstæðisflokknum og Fram-
sóknarflokknum, en þrátt fyrir
það kalla ég þá ekki verkalýðs-
flokka," sagði Lúðvík Jósepsson.
Þá lagði Morgunblaðið þá spurn-
ingu fyrir Benedikt Gröndal,
formann Alþýðuflokksins, hvort
flokkur hans myndi setja það
skilyrði fyrir stjórnarmyndun að
febrúarlögin yrðu afnuminn og
greidd yrði óskert vísitala.
„Alþýðuflokkurinn hefur mark-
að þá stefnu, að það beri að greiða
fullar vísitölubætur á laun, en hins
vegar höfum við ekki lagt fram
ákveðnar tillögur um hvernig eigi
að gera það. Reykjavíkurborg
hefur nú samið við sína starfs-
menn um greiðslu vísitölubóta í
áföngum," sagði Benedikt Gröndal
formaður Alþýðuflokksins þegar
Morgunblaðið spurði hann hvort
Alþýðuflokkurinn myndi setja það.
sem algjört skilyrði við stjórnar-
myndun að fullar vísitölubætur
yrðu greiddar strax á laun.
„Ég hef ekki svarið á reiðum
höndum, en Alþýðuflokkurinn
hefur sitt markmið í þessu máli.
Aðstæðurnar verða að ráða því
hversu snöggt er hægt að koma
fullum verðbótum á launin."
Ljósmyndi Varnarliðið
Rússar stórauka njósnaflug til íslands
MIKIL aukning hefur orðið und-
anfarna daga á flugi rússneskra
hervéla til íslands. Oftast koma
þær ein og ein í senn en síðustu
daga hafa þær iðulega komið
tvær saman. Sl. fimmtudag hafði
varnarliðið afskipti af rússnesku '
vélunum í 100. sinn frá áramótum
og var þá þessi mynd tekin af
tveimur sprengjuvélum af
Bjarnar-gerð í njósnaflugi til
íslands.
Þann 13. júní sl. höfðu þotur
varnarliðsins alls flogið 60 sinn-
um í veg fyrir rússnesku vélarn-
ar, en upp úr því stórjukust
íslandsferðir þeirra. A sl. 10
dögum hefur varnarliðið þurft að
hafa afskipti af þeim fjörutíu
sinnum til viðbótar.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna:
Hærri hjá elli- og örorkulifeyrisþegum
og verkamönnum en nokkru sinni fyrr
• KAUPMÁTTUR ráóstöfunar-
tekna elli- og örorkulífeyrispega
hefur frá árinu 1970 hækkað um
160%. Kaupmáttaraukning
verkamannakaups er á sama
tíma 60%. Þessar hækkanir hafa
orðið á sama tíma og pjóðartekj-
ur hafa hækkað um 35%. Þá hafa
ráðstöfunartekjur almennings
hækkað á Þessum tíma um 47%.
• Á síðastliðnu hálfu priðja ári
hefur lífeyrir aldraöra í verkalýðs-
félögum almennt sjöfaldazt. Þeir
lifeyrisÞegar, sem fengu um 8.000
krónur í ársbyrjun 1975 fá nú um
52 Þúsund krónur mánaðarlega.
Ástæður Þessa er samkomulag,
sem varð milli aðila vinnu-
markaöaríns og bráðabirögalög,
sem ríkisstjórnin setti í kjölfar
samninganna.
• Kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna verkamannalauna er nú
2% til 3% hærri en hann hefur
nokkurn tíma áður orðið. Hæsta
mark, sem pessi kaupmáttur
náöi, var á árinu 1974. Framan af
árinu í ár var kaupmáttur launa
15% til 16% meiri en hann var
fyrir kjarasamingana í fyrra og
Lífeyrir hefur sjöfaldast
hann veröur nokkuð stöðugur út
Þetta ár eða um 6% meiri en á
öllu árinu í fyrra. Aukning kaup-
máttar á tveimur árum er um
16% til 17%.
• Efnahagsráöstafanir ríkis-
stjórnarinnar, sem gerðar voru í
febrúar og aftur í maí, voru
launajöfnunarstefna í reynd, par
sem láglaunum voru tryggöar
mestar hækkanir en hátekjufólk
Framhald á bls. 26.