Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 25 Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra: Sjálfstæðisflokkurinn stefn- ir að minnkun ríkisumsvifa Hlutdeild ríkisins í atvinnurekstri Engin ástæða er til þess að draga dul á það að sakir fámennis hins íslenska þjóðfélags verður hið opinbera stundum að gegna forystuhlutverki við útvegun fjár tii áhættusamra stórframkvæmda. Hið opinbera hefur einnig verið knúið til að sinna ákveðnum viðfangsefnum, sem telja má að einstaklingar eða samtök þeirra hefðu betur geta sinnt. Hins vegar er vandinn sá, að opinber rekstur skilar að jöfnu ekki þeirri arðsemi sem rekstur einstaklinga og félaga, sem verður að lúta lögmál- um samkeppninnar. Ég hef gert grein fyrir þeirri skoðun minni, að nauðsynlegt væri að athugun færi fram á því, hvort grundvöllur sé fyrir að ýmissi atvinnu- og þjónustustarfsemi, sem hið opinbera hefur með höndum, sé betur fyrir komið í höndum einstaklinga eða félaga þeirra. I framhaldi af því skipaði ég 7 manna nefnd undir forystu Árna Vilhjálmssonar, prófessors, sem vinna skyldi að þessum viðfangs- efnum. Hins vegar var ljóst, að um geysiumfangsmikið starf væri að ræða, og því nauðsynlegt að ætla nefndinni rúman tíma, en ég óskaði eftir því við nefndina, að hún skilaði mér áfangaskýrslum. I desembermánuði s.l. skilaði nefnd- in fyrstu áfangaskýrslu sinni, þar sem lokið er afgreiðslu tveggja mála, er varða Landssmiðju og Siglósíld. Meginniðurstaða nefndarinnar um Landssmiðju og Siglósíld er að þær verði ekki lengur ríkisfyrir- tæki. Nefndin hefur ennfremur unnið að athugun á öðrum ríkisfyrir- tækjum, þ. á m. Ferðaskrifstofu ríkisins og Bifreiðaeftirliti ríkis- ins. Þessi athugun er á lokastigi. Allmörg önnur fyrirtæki ríkisins eru á verkefnaskrá nefndarinnar. Mun nefndin á næstunni meta hvort æskilegt sé, að seld verði hlutabréf ríkisins í ýmsum fyrir- tækjum, svo sem í Slippstöðinni á Akureyri og Þormóði ramma á Siglufirði o.fl. Samhliða þessu starfi er raunar nauðsynlegt að gerð verði könnun á starfsemi og rekstri allra ríkisstofnana. Kannað verði hver sé tilgangur með starfi hverrar stofnunar og jafnframt verði skoðað á hvern hátt þeim tilgangi sé náð og hvernig fjármunum, sem löggjafinn ætlar til viðkomandi starfa áé varið. Meginstefna okkar Sjálfstæðis- manna er skýr í þessum efnum, en hún er að ríkið eigi ekki aðild að atvinnustarfsemi í landinu í sam- keppni við einstaklinga eða félög sem geta leyst verkefnin á hag- kvæman og fullnægjandi hátt. Aukið aðhald og eftirlit Ljóst er, að veigamikill þáttur aukins aðhalds og eftirlits með útgjöldum ríkisins er það eftirlit sem rikisendurskoðun annast. Sú nýskipan, sem tekin hefur verið upp varðandi samtímaendur- skoðun allra þeirra greiðslugagna, sem greiðast hjá ríkisféhirði, er mjög mikilvægt skref í átt til meira aðhald's í meðferð fjármuna ríkisins. Hins vegar er ljóst að efla þarf til muna þetta eftirlit hjá þeim stofnunum ríkisins sem sjálfar a nast fjárvörslu. Einn af megin útgjaldaþáttum ríkissjóðs er launakostnaður, og því mikilvægt að tryggt sé, að starfsmannahald ríkisins ráðist í hvert sinn af fjárveitingum og að fyllsta aðhalds sé gætt í manna- haldi ríkissjóðs og ríkisstofnana. Á þessu kjörtímabili samþykkti Alþingi frumvarp er ég lagði fram um eftirlit með ráðningu starfs- manna og húsnæðismál ríkisstofn- ana. Megintilgangur með þessari lagasetningu er gerð starfsmanna- skrár árlega og jafnframt að upplýsingar og notagildi skrárinn- ar sé slíkt, að hana megi nota við nýráðningar, undirbúning fjárlaga og gerð kjarasamninga. Árið 1975—1978 fjölgaði starfsmönnum Matthías Á. Mathiesen ríkisins um 915 eða um tæplega 2% á ári, í samanburði við aukningu heildarvinnuafls þjóðar- innar, er nemur 2,1% á ári. Af heildarvinnuafli í landinu er um 13% í þjónustu ríkisins. Bætt upplýsingastreymi Síðustu árin hafa miklar um- bætur verið gerðar hjá ríkisbók- haldinu, ekki síst með aukinni tölvunotkun, sem gerir ríkisbók- haldi kleift að skila haldgóðum yfirlitum um ríkisfjármál innan ársins mun fyrr en áður. Þetta hefur leitt til þess að hægt hefur verið að grípa til ráðstafana í tíma í fjármálum ríkisins en ekki þurft að standa frammi fyrir orðnun hlutum, og ennfremur hefur þetta ásamt greiðsluáætlunum gert það að verkum að stofnanir hafa gætt þess að halda útgjöldum sínum innan marka áætlananna. Þá hefur bætt upplýsinga- streymi gert alla fjárlagagerð raunhæfari, þar sem hægt hefur verið að nýta upplýsingar frá ríkisbókhaldinu þegar mat er lagt á útgjaldaþörf einstakra stofnana. Þá hefur sú skipan komist á, að Alþingi er nú gerð grein fyrir afkomu ríkissjóðs strax í byrjun hvers árs, í stað þess að aðal- greinargerð fjármálaráðherra um fjárhagslega afkomu liðins árs hefur verið flutt í fjárlagar4ðu í upphafi þings hvert haust. Minnkun rikisumsvifa Þær þingkosningar, sem nú fara í hönd, snúast ekki síst um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram við stjórn. Þetta er sú staðreynd, sem við blasir eftir úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem berst fyrir því að minnka ríkisumsvifin. Á þessu kjörtímabili hefur hlut- deild ríkisins í þjóðarframleiðslu lækkað um 4%. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk- inn í alþingiskosningunum n.k. sunnudag er eina tryggingin fyrir því að áfram verði haldið á þeírri braut, sem Sjálfstæðismenn hafa markað, það er að minnka ríkis- umsvif. Því skora ég á alla frjálshuga íslendinga að veita flokknum stuðning í komandi alþingiskosningum n.k. sunnudag. Ema Ragnarsdóttir: S j álfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem í raun hvetur einstaklinginn til framtaks — sem er meginforsendan fyrir frelsi hvers og eins Ungt fólk heyrist stundum spyrja: „Frelsi — til hvers að tala um það? Við íslendingar höfum aldrei þekkt stríð og skiljum þess vegna heldur ekki hvað friður þýðir. Vinir okkar og nágrannar Norðmenn upplifðu ógnanir stríðsins, borgir lagðar í rúst og fjöldafangelsanir fólksins. Það er ekki von að sá sem aldrei hefur orðið fyrir frelsis- skerðingu viti hvaða þýðingu frelsið hefur, né hafa þeir sem aldrei upplifðu kreppu, mögu- leika á að skilja hvers virði það er að hafa fasta atvinnu og fjárhagslegt sjálfstæði. Við sjálfstæðismenn trúum á það að fjárhagslegt sjálfstæði sé ein meginforsendan fyrir frelsi hvers og eins, að geta aflað þess fjár sem við teljum okkur þurfa og ráðstafað því á þann hátt sem við sjálf óskum, að svo miklu leyti sem mögulegt er. Ef við viljum ekki vera sjálfbjarga eins lengi og við getum þá glötum við frelsinu, því opinberir aðilar skattleggja okkur í síauknum mæli til þess að sinna þörfum og gerviþörf- um, sem yfirvöld telja okkur vanhaga um hverju sinni. Fólk í vestrænum ríkjum hefur í vaxandi mæli verið að varpa af sér oki þess bákns, sem Alþýðuflokkar, Alþýðubandalög og önnur sósíalísk samtök hafa með skattaáþján og opinberri fyrirgreiðslustefnu leitt yfir okkur. Meginátökin í íslenskum stjórnmálum eru á milli þess. hvort einstaklingarnir eigi að ráða sér sjálfir eða hvort opinberir aðilar eigi að ákveða óskir þeirra og langanir og taka ákvarðanir íyrir þá frá vöggu til grafar — einstakl- inga sem hafa misst sjálfsfor- ræði sitt. Ef ríkið tekur peningana af fólki þá hefur það ekki afl til þess að gera neitt sjálft, menn verða háðir ríkisvaldinu, kröfur aukast á kerfið, en að sama skapi gera menn minni kröfur til sjálfs sín — frumkvæði og sjálfsábyrgð glatast. Stjórnvöld sem sífellt eru að skipuleggja líf manna og útdeila Erna Ragnarsdóttir gjöfum sínum, hafa þannig náð tangarhaldi á fólkinu. Það einkenni sósíalisks þjóð- skipulags að megináherslan er lögð á félagslega samhjálp er beinlínis á kostnað framtaks einstaklinganna og sjálfsbjarg- arviðleitni þeirra. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að allir geti notið góðra lifsskilyrða, það er lika hlutverk okkar að stuðla að því að einstaklingar sem hafa vilja, hæfileika og kjark til að stefna hátt, á hvaða sviði sem er, fái til þess hvatningu og uppörvun. Slíkir einstaklingar, athafnamenn, listamenn og vís- indamenn skapa hugmyndir og innblástur og ryðja brautina fyrir hina. Ég átti fyrir örfáum dögum tal við góðkunningja minn sem hafði setið vísindaráðstefnu í Buda-Pest í Ungverjalandi núna í þessum mánuði. Ungverjar eru gömul menn- ingarþjóð, einangruð eins og við Islendingar vegna þess að hún talar mál sem enginn skilur. 1956 gerðu Rússar innrás inn í landið og sýna enn í dag engin merki þess að þeir muni sleppa hendi af því landi sem þeir hafa einu sinni klófest. Síðustu orð framkvæmda- stjóra ráðstefnunnar, yfirmanns rannsóknastofu einnar, sem hann flutti í lokahófi fyrir hina erlendu gesti, eiga erindi til okkar íslendinga ekki síst núna fyrir þessar kosningar. Með rússneska skriðdreka í 20 km Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.