Morgunblaðið - 24.06.1978, Side 31

Morgunblaðið - 24.06.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 31 „Iðnkynning inn á við” Félag islenzkra iðnrekenda hefur tekið upp þá nýbreytni að halda fræðslunám- skeið fyrir félagsmenn sína á sviði markaðsmála og fleiri þátta og hafa þeir nefnt þessi námskeið „Iðnkynning inn á við“. Námskeið þessi eru haldin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Hagvang. Að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar framkvæmda- stjóra FÍI þá er þetta tilraun hjá félaginu og gefist hún vel er í bígerð að halda áfram á þessari braut. A fyrra námskeiðinu voru mættir nokkrir forsvarsmenn iðnfyrirtækja, sem ræddu um markaðsstöðu íslenzks iðnaðar. — Á hinu síðara voru mættir auk forsvarsmanna iðnfyrirtækja nokkrir kaupmenn og fulltrú- ar neytenda. Þar var rætt um samstarf þessara aðila almennt, og lögð fram sýnishorn af framleiðsluvöru þessara fyrir- tækja þar sem rökrætt var um gæði, verð, umbúðir og fleira. Bæði þessi námskeið stóðu yfir í V2 dag. Þessu var síðan fylgt eftir með heimsókn í fyrirtækin og framleiðsluaðferðir og annað skoðað og síðan fóru fram umræður. Markmiðið með þessari tilraun er að hafa áhrif á söluhlutdeild íslenzkra iðnaðarvara, svo sem með kynningarstarfi, vöruþróun og breyttum söluaðferðum. — „Þetta er viðleitni í þá átt að styrkja tengslin milli neytenda, kaupmanna og framleiðenda og að tryggja aukna hlutdeild íslenzkrar iðnaðar- vöru,“ sagði Pétur ennfremur. Frá seinna námskeiðinu. þar sem ma'ttir voru íorráðamenn iðnfyrirtækja. kaupmenn og fulltrúar neytenda... Aukin fyr- irgreiðsla vegna olíu- leitar í lög- sögu Norð- manna í VIÐTALI við Bjartmar Gjerde, olíu- og orkumála- ráðherra Noregs, fyrir skömmu, kom fram að Norð- menn hyggjast í framtíðinni veita erlendum fyrirtækjum, sem hyggja á olíuvinnslu í norskri lögsögu, aukna fyr- irgreiðslu og aukin leyfi til athugana. Þá kom það fram að Gjerde mundi hitta Anthony Wedge- wood Benn orkuráðherra Breta til að ræða frekari samvinnu landanna um vinnslu á landgrunni Norð- manna. Búist er við því að breski ráðherrann fari fram á að Bretar fái frjálsar hendur með athuganir á svæðum í norsku lögsögunni í Norðursjó, en þegar hafa verið haldnir nokkrir fundir vegna þeirra deilna. Einnig munu ráðherrarnir ræða saman um ýmis öryggismál varðandi olíuvinnsluna í Norðursjó. — Verðlags- loggjof Framhald af bls. g anda aðila til að tilkynna stofn- uninni verðhækkanir. Reynist samkeppni takmörkuð, eins og nánar er tilgreint í IV. kafla, eða samkeppni er ekki nægileg til að tryggja sanngjarnt verðlag eða horfur eru á ósann- gjarnri þróun verðlags og álagn- ingar, getur verðlagsráð ákveðið eftirtaldar aðgerðir til að ná því takmar.ki, sem getur í 1. gr.: 1. Hámarksverð og hámarks- álagningu. 2. Gerð verðútreikninga eftir ákveðnum reglum. 3. Verðstöðvun í allt að sex mánuði í senn. 4. Aðrar reglur um verðlagningu og viðskiptakjör, sem verðlagsráð telur nauðsynlegar hverju sinni. Hér fær verðlagsráð mun víð- tækara vald en það hefur í gildandi lögum til afskipta af verðlagsmálum. Fjórði töluliður gefur ráðinu nánast vald til þess að gera hvað sem er, hvenær sem er. Hins vegar er í 1. málsgrein gefin viðmiðunarregla fyrir verð- lagsráð að fara eftir í ákvörðunum sínum, en engin leið er fyrir verðlagsnefnd að geta sér til í dag, hvernig gildandi lög ætlast til að ákvarðanir um verðlagsákvæði skuli teknar. Á því verður hins vegar engin breyting — það er verðlagsráð sem ákveður verðlags- ákvæði og samkvæmt eigin mati, hvort ástæða sé til að hafa slík verðlagsákvæði. Þá falla úr gildi fjölmörg úrelt lög um verðlagsmál og einkasölur, m.a. á steinolíu, sem eru frá 1917. Þá er sérstakur bálkur um samkeppni. Tilgangur sam- keppnislöggjafar er að vernda kaupendur gegn því að seljendur bindist samtökum á markaði til þess að ná fram hærra verði, betri greiðsluskilmálum fyrir seljendur eða útiloka samkeppnisaðila. Sam- keppnislöggjöfin kemur fyrirtækj- um ekkert til góða, nema að því leyti, sem þau eru einnig kaupend- ur á almennum markaði, hvort heldur er að hráefnum eða fullunnum vörum. í kaflanum um óréttmæta viðskiptahætti eru ýmis lagaákvæði, sem unnin eru upp úr neytendalöggjöf annarra Norðurlanda og þau sett saman við gildandi lög um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum, sem sett voru árið 1933 fyrir frumkvæði Verzlunarráðs íslands. Þóttu þessi lög einskorðast um of við hagsmuni fyrirtækja. — Eini flokkurinn sem hvetur ein- staklinginn... Framhald af bls. 25 fjarlægð, sagði þessi maður og það var þungi í hverju orði: „Ef við lítum til fugla himins- ins sjáum við að þar eru alltaf einhverjir sem fljúga hærra en allir hinir. Það er skylda okkar að leyfa þeim sem vilja fljúga hærra að gera það, vegna þess að það sem þeir bera úr býtum er landi og þjóð ómetanlegur fengur. í guðs bænum haldið ekki aftur af þeim, heldur þvert á móti hvetjið þá til dáða.“ Hafi einhverjir efast um, um hvað þessar kosningar snúast, þá hafa úrslit borgar- og sveit- arstjórnakosninganna tekið af allan vafa. Við stöndum frammi fyrir vali milli frelsis og sósíal- isma. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: ‘ VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI RIKISSJOÐS: Kaupgengi Yfirgengi Pt kr. 100- miöað viö innlausnar- verð Seðla- bankans 1967 2. flokkur 2530.14 36.9% 1968 1. flokkur 2204.09 21.2% 1968 1. flokkur 2072.72 20.5% 1969 1. flokkur 1545.55 20.6 % 1970 1. flokkur 1420.83 57.9 % 1970 2. flokkur 1037.25 20.7 % 1971 1. flokkur 977.04 56.8 % 1972 1. flokkur 851.48 20.8 % 1972 2. flokkur 728.84 56.8 % 1973 1. flokkur A 560.28 1973 2. flokkur 517.84 1974 1. flokkur 359.68 1975 1. flokkur 294.07 1975 2. flokkur 224.42 1976 1. flokkur 212.43 1976 2. flokkur 172.50 1977 1. flokkur 160.52 1977 2. flokkur 134.20 VEÐSKULDABRÉFX: Kaupgengi Pr- kr. 100- 1 ár Nafnvextir: 26% 79- 2 ár Nafnvextir: 26% 70- 3 ár Nafnvextir: 26% 64- x) Miðaö er við auðseijanlega fasteign. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJOÐS: Sölugengí pr. kr. 100- 1974 — D 388.22 (10% afföll) 1974 — E 274.73 (10% afföll) 1974 — F 274.73 (10% afföll) 1975 — G 171.57 (19.3% afföll) HLUTABREF: Verslunarbankinn Kauptilboð óskast NÁRPCninGARPCIAG ÍÍIAODJ HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 — R (iSnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. •í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.