Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 15 Brauðgerðin er einna þekktust fyrir kringlurnar sögðu Oskar og Karl og hér er þeim raðað á piötur. Ljósm. Rax. Starfsfólk Brauðgerðarinnar Krútts. kaupfélögin, við erum sjálfir með litla búð, en mest er selt fyrir okkur annars staðar og það má t.d. nefna að á Blönduósi eru sex útsölur á brauði, sem er mjög mikið í ekki stærri bæ. Þorsteinn gat þess að fyrir- tækið hefði eiginlega að mestu vaxið af sjálfu sér: — Við hefðum sennilega kosið að halda okkur sem mest við kringlurnar, en þegar annar bakari, sem hér var, hætti, þá urðum við að hefja almenna brauðsölu og síðan hefur þetta vaxið smám saman. Fyrirtækið er orðið það mikið að vöxtum að sölusvæðið gerir ekki betur en rétt duga fyrir okkur. Og frá tali um brauð og kringlur er vikið nokkuð að fyrirtækinuÓsplasti: — Ég hef snúið mér að því eftir að strákarnir tóku við þessu að sinna uppbyggingu fyrirtækis sem kallað er Osplast og er nýlega kominn frá Þýzkalandi þar sem við skoðuðum vélar til fram- leiðslu á plaströrum og plast- filmum. Eigendur Osplasts eru kaupfélagið Fróði h.f.'og hreppsfélagið ásamt nokkr- um einstaklingum og eru hluthafar ríflega eitt hundrað, og hlutafé 25 milljónir. Það hefur satt að segja gengið ótrúlega seint að koma þessu fyrirtæki í gang, og þrátt fyrir að allir okkar þingmenn hafi lagt fram liðsinni sitt, þá hefur allt verið mjög þungt í vöfum. Nýlega er loksins búið að fá tilskildar ábyrgðir og fleira sem þarf áður en þetta fer allt í gang. Hvað verður einkum fram- leitt hjá Ósplasti? — Það verða plaströr í ýmsum víddum svo sem niðurfallsrör fyrir húsgrunna o.fl. og plastfilma. Við fáum alveg nýja vél, sem var verið að prófa þegar ég var erlend- is á dögunum en þessi vél framleiðir í senn allar víddir á rörum og töluðu þeir um að við vildum helzt fá vél sem gerði allt fyrir ekki neitt, en þessi vél er sem sagt fyrsta sinnar tegundar, sem er svo fjölbreytt. Þessi framleiðsla hér á ekki að vera í sam- keppni við þau fyrirtæki sem til eru nú þegar á þessu sviði heldur er þetta hugsað sem hrein viðbót, sagði Þorsteinn Húnfjörð að lokum og leiddi okkur síðan um bakaríið. Hefjum fullvinnslu skinna í haust segir Jón Ásbergsson hjá Loðskinni á Saudárkróki EITT iðnfyrirtækja á Sauðár- króki er Loðskinn h.f. er stofnað var fyrir um það bil átta árum og eins og nafnið bendir til er starfsemin einkum sútun skinna. Jón Ásbergsson er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og var rætt við hann á dögunum um starfsem- ina. — Við höfum fram til pessa ekki fullunnið skinn, en byrjum líklega á því í haust. Það hefur verið okkur þrándur í götu að fá ekki hingaö menntaðan sútara, en nú er að ljúka námi í Englandi Oddur Eiríksson líffræðingur og kemur hann til starfa hjá okkur í haust. Það hefur óneitanlega í för með sér mikla aukningu á verðmæta- sköpun hjá fyrirtækinu að geta fullunnið skinn, og geri ég ráð fyrir að hún tvöfaldist. Þessi fullvinnsla skinnanna kallar einnig á aukinn starfskraft en í dag erum við alls 25. — Framleiðsla Loðskinns hefur verið einkum langhára teppagær- ur, forsútun skinna og nokkuð hefur verið um framleiðslu á svonefndum mokkajökkum. Jón var spurður um rekstur iðnfyrirtækja á Sauðárkróki og hvort iðnaður ætti þar framtíð fyrir sér: — Iðnaður á án efa framtíð fyrir sér hérna á Sauðárkróki, en nú er rekin hér saumastofa, sængurgerð og að sjálfsögðu eru hér líka ýmiss konar verkstæði og mikill bygg- ingariðnaður. Eg held að fyrirtæk- in eigi eftir að stækka og dafna ef rétt er á málum haldið. Hvert er framleiðsla Loðskinns einkum seld? — Pólland er hefðbundinn markaður okkar og síðan Norður- löndin og við erum að gera okkur vonir um að komast inná Banda- ríkjamarkað og England. Það er íslenzka umboðssalan er annast afgreiðslu fyrir okkur, en við seljum allt í eigin nafni. Er ekkert erfitt að reka út- flutningsfyrirtæki frá Sauðár- króki? — Segja má að því fylgi vissir annmarkar, t.d. það að Búnaðar- bankinn afgreiðir ekki gjaldeyri, útflutningsleyfi þarf að sækja til ráðu.neytis og við höfum ekki aðgang að telexþjónustu. En samt eru þessi samskipti við kerfið ekki svo mikið vandamál, við höfum afgreiðslu syðra eins og ég nefndi og fyrirtækið er vel í sveit sett hér í Skagafirði. Þetta er landbún- aðarhérað, sem gerir okkur öflun hráefnis auðveldari, nóg er af heitu vatni, sem við þurfum mikið af og skipin koma hingað og taka vöru okkar til útflutnings, en það er lýtur að skrifstofumálum fer allt í gegnum Reykjavík. Hvernig gengur salan fyrir sig? — Við sækjum ákveðnar skinna- sýningar, sem haldnar eru tvisvar á ári, vor og haust, erlendir aðilar koma hingað og við förum út og nokkuð er einnig selt gegnum telex, þegar fastir viðskiptavinir eiga í hlut. Að lokum er Jón Ásbergsson spurður nánar um uppbyggingu Loðskinns h.f. á næstu árum: — Við reiknum með að auka jafnt og þétt starfsemina, sérstak- lega hvað varðar fullvinnslu skinnanna. Á næstu tveimur árum verður starfsmönnum smám saman fjölgað upp í um 50 manns og e.t.v. meira. Úm húsnæðið er það að segja að ekki er þörf á að stækka það að svo stöddu, það er um 3600 fermetrar, en auka þarf við vélakostinn og höfum við þegar fjárfest fyrir um 45 milljónir í þessu skyni, en við gerum ráð fyrir að njóta að nokkru fyrirgreiðslu frá Iðnþróunarsjóði og Iðnlána- sjóði. Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Loöskinns h.f. með ísland svart á hvítu. Sútunin fer fram í ýmsum kerjum og síðan eru gærurnar þvegnar. Eftir pressun eru þær hengdar upp og setar í sérstaka þurrkskápa. sÉ Séð yfir einn vinnslusala Loðskinns h.f. en húsnæði fyrirtækisins er samtals 3600 fermetrar. Ljósm. Rax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.