Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 27 Herdís Hermódsdóttir: Bod og gerðir Það er mikið talaö um úrslit byggðakosninganna um síöustu helgi, og ekki minni getum að því leitt hver verði úrslit alÞingiskosn- inganna. Siguróp AIÞýðubandalags- ins heyrist hljóma víða, mjög svo skiljanlega. En Þó er Alb. aö fagna sigri sem er þó ekki meiri en það, aö allir vinstri flokkarnir svokallaöir, hafa sameiginlega aöeins rúmum tveim þúsund atkv. meira fylgi í Reykjavík en Sjálfstæöisflokkurinn einn. Ekki sýnist þaö nú neinn stór sigur, en er þaö þó engu að síður, svo fáliðaðir voru þeir fyrir. Og kosninga- moldviðrið mun halda áfram aö rjúka okkur um eyru næstu vikurnar. Um eitt virðast allir sammála, þaö er, aö mikil óánægja ríki meóai kjósenda. Vitanlega hlaut þaö þá helzt að bitna á stjórnarflokkunum, þar sem þeim er kennt um a.m.k., óstjórnina í efnahagsmálum. Enda er sannast sagna aö efnahagur þjóöar- búsins er ekki björgulegur, og minnir um margt, illu heilli, á ástandið í Þýzkalandi millistríösárin 1923, þeg- ar þýzka stjórnin, á kafi í skuldum, jók seölaútgáfuna og verðfall varö svo ört á markinu aö frímerki á eitt póstkort kostaöi 1 milljarð marka. Og dollarinn sem kostaði þá í ársbyrjun 7.260 mörk, kostaði í nóvember sama ár 4.200.000.000 marka. Ég er ekki aö segja, hvaö þá óska, að þetta sé svona. En óneitan- lega er hættumerkin augljós. Ríkisbúið er f mínum augum eins og hvert annað heimili, en aöeins stærra í sniðum. Um það er hægt að segja, eins og um önnur heimili, að margs þarf búiö viö. Munurinn er aöeins sá, aö á litlu búunum (heimilunum) veit a.m.k. hver hús- móöir aö ekki er hægt að gera allt í einu, þó æskilegt væri. Læra þær fljótt af reynslunni og vinza þaö úr sem nauösynlegast er og láta hitt mæta afgangi til betri tíöa. En þannig er ekki farið aö á Ríkisbúinu, enda er þar engin húsmóöir. En þar sem allt á aö gera f einu, án tillits til efnahagsins, þarf aö slá lán á lán ofan. Og þaö er einmitt þaö sem gert hefur verið á Ríkisbúinu um áratuga skeið. En lítil sanngirni er þó í því aö kenna bústjórunum á því búi um allan ófarnaðinn. Þar erum viö öll meira og minna sek. Þaö er að veröa árátta hjá okkar litlu þjóö aö heimta allt af öörum, en minna af sjálfum sér. Stórir hópar fólks iifa á “styrkj- um“ og aörir hópar, ekki minni, heimta “styrki“. En til þess aö engum sé nú minnkun í aö lifa á styrkjum, viröist mér vera aö veröa keppikefli aó koma sem flestum á styrki. Vitanlega kallar slíkt styrkjakerfi á aukna skattheimtu, sem er ein rótin undir veröbólgunni. Nú er þaö svo, aö allir viöurkenna aó veröbólgan sé böl. Allir þykjast, f orði kveönu, vera að berjast viö hana. En samt blæs hún út eins og púkinn á fjósbitanum. Að mínum dómi veröur hún ekki til eins og vindurinn sem blæs og enginn fær heft. Hún er búin til af stjórnvöldum hverskonar. Ekki dettur mér í hug aö þaó sé gert af illvilja. Heldur mun pólitíkin spila þar inní og marga hendir aö reyna aö bjarga atkvæðun- um sínum meö því að gera allt fyrir alla. En þaö er einfaldlega ekki hægt, nema meö aukinni skattheimtu. Og síaukin skattheimta er nú þegar rekin af fullkominni óbilgirni. Upphafsmaö- ur og faöir íslenzkrar skattheimtu, Gissur biskup ísleifsson, lét sér nægja 10. part, eöa 1% af skuldlausri eign bjargálna manna. En skatta kóngar nútímans eru komnir langt fram úr því, eins og flestir mega kenna á sjálfum sér. en engir þó geipilegar en húsmæöurnar. Þær veröa sem sé aö sjá um aö launin dugi fyrir nauöþurftum heimil- anna. En þar, eins og annarsstaöar, er sem hvaö reki sig á annars horn í voru þjóöfélagi. Maöurinn sjálfur gleymist. Þjóöfélagiö er oröiö aó ópersónulegu bákni sem nýtir ein- staklinginn og mersýgur hann. Þaö hefur gleymzt aó þjóöfélagið á aö vera til fyrir einstaklingana, en ekki einstaklingarnir fyrir þjóöfélagiö, eöa svo sýnist mér. Nærtækt er aö benda á, aö meðan hjúskapur er talinn æskilegt form sambýlishátta í þjóðfé- laginu, lítur sannarlega svo út að fólki sé hegnt fyrir að ganga í hjónaband, a.m.k. konum. Viö giftingu eru þær svo að segja strikaðar út úr mannfélaginu. Eftir þaö eru þær ekki taldar sjálfstæöir einstaklingar, heldur nokkurskonar viðhengi viö eiginmanninn, launa- lausar, skattlausar og jafnvel ekki taldar þurfa mat á viö aöra menn í þjóöfélaginu, þar sem hjónum er ætlaöur lægri lífeyrir en tveim einstaklingum. Skattalögin frá í vetur munu að vísu bæta þar nokkuö um. En meöan talað er fagurlega um þennan „hornstein þjóðfélagsins", er allt sem aö heimilunum og heimilishaldi lýtur, þar meö vélar og tæki, í hæsta tollflokki og engu fyrirtæki er ætlað aö búa viö jafn skaröan hlut fjárhagslega. Er nokkuf furöa þótt Skrifað að afloknum kosningum 1. júní 1978 óánægju gæti hjá fólki meö slíkan tvískinnung í málflutningi? I orói kveönu þykjast allir stjórn- málaflokkarnir og hagsmunasamtök vilja vinna aö launajöfnuöi. En hver er raunin? í því sambandi langar mig til aó benda á eftirtektarveröar staðreyndir um hvernig t.d. Alþýðusamband íslands fer aö því. A.S.I. tekur undir verndarvæng sinn stærstu hálauna- samtök landsins, sem hafa verö- tryggða lífeyrissjóöi m.m. Hálauna- samtök sem vísast hafa, og ætla aö hafa, nokkra láglaunamenn innan sinna vébanda til aö geta talist til láglaunafólks. Formaður B.S.R.B. sagöi aö sam- tökin hefóu þurft að fara í verkfall til aö bæta laun sín og kjör. Samkvæmt launatöflu, sem birt var í blöðunum, sést nokkuð greinilega hvernig farið var aö því. í Morgunbl. 26. október s.l. voru birtar launatöflur yfir laun opinberra starfsmanna. Þar kemur í Ijós aö laun þeirra lægst launuöu í fyrsta launaflokki, þriöja þrepi, er voru kr. 88.727 á mánuði, voru við kjarasamningana hinn 25. október hækkuö í 116.980 kr. pr. mánuó. En þeirra hæst launuöu í 31. launaflokki' 3. þrepi sem voru 250.078 kr. á mánuði, voru hækkuó í 314.735 kr. pr. mánuö. Þaö er næsta nöturlegt aö A.S.Í. skuli lýsa ánægju sinni meö sítka „launjöfnun", að sá sem ekki gat lifað á launum sínum fékk 38.253 kr. í launabót á mán. en sá sem haföi nær þreföld laun, lágtekjumannsins fékk — Mun gera mitt bezta... Framhald af bls. 2 og Vinnumálasambandi og síö- ast en ekki sízt núverandi rikissáttasemjara, Torfa Hjart- arsyni, og sáttanefndarmönn- um. Hefur það verið mér mikið gleðiefni. En ég kem að því aftur að ég hef auðvitað vissar efa- semdir um það að maður skili því hlutverki, sem til er ætlazt, en ég mun gera mitt bezta." Guðlaugur Þorvaldsson kvað kjörtímabil sitt sem rektors renna. út í september á næsta ári. Hann sagði að rektorskjör ætti lögum samkvæmt að fara 64.657 krónur í viðbót viö sitt mánaöarkaup. Þetta er sem sé launajöfnunarstefnan í öllu sínu veldi. Samt sýndi þaö sig aö ekki þótti nóg aö gert, því enn einu sinni átti aö etja verkafólkinu á foraöiö, til enn meiri launamismunar; því vitanlega halda þeir áfram aö viöra prósentu og vísitöluúreikningana sína í verö- bólgurokinu, sem enginn tapar á nema þeir lægst launuöu. En þetta er verkafólkiö fariö aö skilja og því fór sem fór 1. og 2. marz s.l. Og ekki þarf neinn aö undra þó sumir segöu aö helgislepjan heföi lekið af Guömundi J. Guöm. þegar hann tilkynnti aö uppskipun á olíu myndi veröa bönnuö. Enda hlaut slík ákvörðun aö koma frá þeim staö sem bjó viö tryggt rafmagn og hitaveitu. Umhyggjan fyrir „þeim verst settu“ var ekki meiri en það hjá þessum alþýöuvinil, aö hann gat vel unnt verkafólkinu hér út um landsbyggö- ina, sem þarf aö greiða helming launa sinna fyrir hita og rafmagn, aö norpa í kuldanum. Eitt af því sem mjög er áberandi, ekki sízt á kosningaári, er „umhyggj- an“ fyrir þeim öldruöu. Allir keppast viö aö yfirlýsa aö búa verði vel aö gamla fólkinu, og aö aldrei sé nógu vel aö því búiö. Hver skyldi nú vera framkvæmdin á því í raun? Jú, „Gamla fólkið“, sem staöið hefur undir allri velmegun okkar velferöarþjóöfélags, hefur verið skyldað í áratugi til aö greiða af sínum lágu launum í lífeyrissjóö sem notaður er til þjóöfélagsþarfa, en er ekki verðtryggður. Þegar það svo eftir langan vinnudag kemst á ellilaun, eru því aö flestra dómi greiddar smánarbætur. Ofan á þaö bætist svo, að ef þaö er svo heppið aö vera heilsuhraust og getur og nennir aö vinna, er klipiö af ellilaun- unum, þó allir ættu aö geta skilið aö vinnan er því nauðsynleg til dægra- styttingar, þó ekki kæmi annaö til. Sem sagt, því er hegnt fyrir aö geta og vilja vinna. Síöan bætir hiö háa Alþingi um betur og samþykkir árlega margföldun á fasteignagjald- inu, sem veröur til þess, aö sú eina eign sem þetta fólk á, eftir langan og strangan vinnudag, íbúðin eöa húsiö, sem þaö hugöi nokkurn veginn verötryggöa, er oröin því sífelld áhyggju uppspretta til æfiloka og veröur síðast hirt uppí t.d. gatna- gerðargjöldin, svo hinur ungu og hráustu bíleigendur velferðarþjóð- félagsins geti ekið naöurlausir á góöum vegum, því þaö gjald skulu aöeins húseigendur greiöa, og eins þó þeir séu komnir aö fótum fram og hafi aldrei stigiö fæti á nýja veginn, (eöa gamla veginn meö nýja slitlag- inu). Er nokkur furöa þó fólk trénist upp á aö fylgja stjórnmálaflokkunum þegar orð og gerðir stangast svo hrapallega á? Og hver man ekki gerðir vinstri stjórnar, sem entust gamanþáttahöfundum til þeirra orða- skipta, aó ekki væri hægt aö hafa tal af gamla fólkinu vegna þess aö þaö væri búiö aö slá þaö af? (Ríkisstj. Matthildar) Og ekki var „ríkisstjórn“ Neskaupstaöar þar eftirbátur, þó veriö hafi „vinstri stjórn" í áratugi. Því þegar ég heimsótti aldraða vini mína á þeim stað sumarið 1975, var aldraða fólkiö, „sem umhyggjan beinist nú helst að!“ í oröi kveðnu, búiö aö fá skipun um aö greiöa fram í apríl eða maí. „Mér er það sérstakt ánægjuefni, þar sem ég fer í þetta nýja starf á annað borð, að það geti gerzt með þeim hætti að ekki þurfi að efna til rektorskjörs, fyrr en annars hefði orðið. Ekkert lá fyrir, hvort ég myndi gefa kost á meðr þriðja tímabilið, svo að ég tel mig nokkurn veginn geta lokið þeim skyldum, sem ég hefi tekið á mig.“ Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra sagðist vilja bæta því við að vegna skyldustarfa rektors þá gæti hann ekki tekið við starfinu fyrr en 15. apríl næstkomandi, en frá þeim degi væri Guðlaugur skipaður. Á meðan hefur Torfi Hjartarson „gatnageröargjald". Og gæti þaö ekki borgaö, átti þaö aö mæta á bæjarstjórnarskrifstofunni til að veð- setja hús sitt fyrir skuldinni ! Þessi vinur minn var 82 ára, kona hans nokkrum árum yngri, en bæöi sjúklingar. Þvílík umhyggja !!! Og þetta gerist víöar en í Neskaupstað. Svo þykjast menn vera að „berjast viö veröbólguna." Aö minni hyggju er aukin skattheimta verðbólguhvati, ásamt síhækkandi veröi á öllum nauðsynjavörum. Og hringekju vit- leysunnar í okkar efnahagsiífi má í stuttu máli lýsa á þann hátt, aö aukin skattheimta dregur úr kaupgetu almennings og kallar á hærrt laun. Allir viöurkenna aö fólk geti ekki lifaö af því kaupi sem þaö fær við síhækkandi verðlag á öllum lífsnauð- synjum, og kaupið hækkar. Fyrirtæk- in berjast í bökkum og hækka framleiösluna svo hún veröur illselj- Herdís Hermóösdóttir anleg á erlendum markaöi. Þá er gengiö fellt. Þaö hækkar svo aftur allar innfluttar vörur um allan helm- ing, sem svo bitnar aftur á heimilin- um og fyrirtækjunum, sem verða þá enn verr í stakk búin til aö greiða hærri laun. Þá er verkafólkinu att út í verkfall þó allir viti aö allt hækkar margfalt um leiö. Fyrirtækin sjá fram á taprekstur og leggja upp laupana. Ríkisvaldiö sér fram á aö engum sköttum er hægt aö ná inn og fer aö greiöa ýmiss konar styrki til aö halda þeim gangandi og stendur jafnvel aö samningum sem fyrirsjáanlega er ekki hægt aö standa viö, í veikri von um verðhækkanir á framleiðsluvör- um okkar erlendis. Ekki er hægt aö standa viö nauöungarsamningana. Enn eitt verkfall er yfirvofandi og næsta hringferó hafin. En svona getur þetta ekki gengið. Ég hygg að flestir sjái aö viö veröum aö snúa viö á þessari óheillabraut. Og húsmæðurnar geta verið hemill á þessa öfugþróun, t.d. meö virkri andstöóu gegn stanzlausum hækk- unum á svo til öllum lífsnauösynjum. Neytendur víöast hvar erlendis eru miklu virkari og láta sannarlega til sín heyra, þó ekki sé um nema 2—3% hækkanir aö ræöa. Mætti þar minna á Svía, Pólverja og Kanadamenn. En hér eru okkur boönar minnst 20—30% hækkanir í einu. Og þaö er ætlazt til aö allir geri sér þaö aö góöu, umyröalaust. Þann 11. apríl s.l. urðum viö vitni aö einni slíkri hækkun, þegar sement var á einu fallizt á að gegna áfram störfum eins og verið hefur. Gunnar Thoroddsen sagði um þessa skipan Guðlaugs Þor- valdssonar í embætti ríkissátta- semjara: „Lögin, sem samþykkt voru á síðasta þingi um sáttastörf í vinnudeilum eru ákaflega merkilegt spor. Aðal nýmælið er þetta að starf sáttasemjara er gert að aðalstarfi og er gert ráð fyrir auknum rétti hans til afskipta af vinnumálum í heild. Ég tel það sérstakan fertg að hafa fengið Guðlaug Þorvalds- son háskólarektor til þess að taka að sér þetta starf. Hann hefur þegar verulega reynslu í sáttastörfum í sáttanefndum bretti hækkað um 30%, en áburöur um 32%. Og þetta gerist á sama tíma og vanda landbúnaöarins er lýst í svörtustu litum og neyzla á búvörum dregst saman. — Getur verið að menn ætli aö búvörurnar verði ódýrari og seljanlegri við þessar aðstæður og aðgerðir? Eða ætli slíkt sé taliö áhrifaríkasta ráðiö í barátt- unni viö verðbólguna? Nei. Með þessu og þvílíku er hún alin. En þaö er snöggtum fleira sem þarf athugunar viö í okkar þjóöfélagi. Ekki sízt hér út um land. Síminn og símaþjónustan er eitt af því. Oft er það svo aö nær ómögulegt er aö ná sambandi viö aöra landshluta, en samt eru sífellt hækkuö símagjöldin. Þaö hlýtur aö vera krafa landsbyggö- arinnar aö fjarlægðagjöldin veröi afnumin og jöfnunarverði komið á. Þaö er óþolandi ranglæti sem landsbyggðin verður aö búa viö, aö vera látin greiöa söluskatt af um- framsímtölum og fjarlægöagjöidun- um. Ekki er ástandiö betra ef litið er til vörudreifingar. Næstum öllum vörum til landsins er skipaö upp í Reykjavi'k og síöan selflutt þaöan út um land, meö gífurlegum aukakostnaöi vegna síhækkandi flutnings- og hafnar- gjalda. Og ofan á allt saman er fólkiö látið greióa söluskatt af flutnings- og hafnargjöldum. Þetta er sjálfsagt „jafnvægið í byggö landsins“ í framkvæmd. Tvennt er þaö enn sem snarlega þyrfti breytinga viö, en það er að Rafmagnsveitur ri'kisins heföu sömu gjaldskrá fyrir alla landsmenn, án tillits til þess hvar þeir búa á landinu, en ekki eins og veriö hefur, aö þar sem kostað hefur veriö minnstu til virkjana og fólk búiö í rafmagnssvelti, hefur þaó einnig þurft aö búa viö dýrasta rafmagniö. — Hitt er aö fólk fái aö hafa íbúöarhús sín í friöi fyrir skatt- og tollheimtumönnum. Þaö hlýtur að vera réttlætiskrafa, þar sem þeir, er komið hafa sér upp þaki yfir höfuöiö, hafa borgaö skatta og skyldur af hverri krónu sem til þess hefur runniö og einnig tolla og söluskatt af öllu efni sem í þaö fór. Þaö ætti aö vera skylda Sjálfstæöis- manna aö vinna aö því, enda í fullu samræmi viö stefnuskrá flokksins. En rödd hrópandans í eyöimörkinni hefur, sem kunnugt er, þótt heyrast illa. En rödd almúgamannsins virðist heyrast mun verr er hann krefst réttlætis. Aftur á móti heyröist rödd Guðrún- ar Helgadóttur mæta vel í sjónvarps- þætti núna fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar er hún krafðist þess aö byggt yrði á „félagslegum grund- velli,“ nóg af leiguíbúöum fyrir þá sem ekki nenntu aö byggja yfir sig sjálfir. Eöa eins og hún orðaöi þaö „vildu heldur eyða fé sínu, tíma og kröftum í eitthvaö annaö.“ Sjálfsagt ætlar hún þá þeim sem hafa komið sér upp þaki yfir höfuöið aö byggja yfir hina líka. Þaö er hennar réttiæti! En þaö má vera hverjum sönnum íslendingi Ijóst aö draga veröur burst úr nefi þeirra afla sem ganga vilja þvert á rétt einstaklingsins til að ráöa sjálfur geröum sínum og fjármunum. Því ef hægt er að nota húseignir manna til aö þvinga þá til aö greiða nánast hvaða fjárhæð sem vera skal, meö hótunum um eignamissi geri þeir það ekki, er þaö aö svipta menn fjárforræði, og hrein stigamennska. En hafi stjórnarflokkarnir beðiö afhroð vegna tilhneiginga í þá átt, mun ekki um bæta aö ganga til liðs viö þá sem fyrirlíta einstaklinginn og ætla honum þann hlut einan, aö vera nýttur til þarfa þeirra sem álíta sig réttskipaöa til drottnunar og sskoö- anamyndna fyrir almenning. undanfarin ár. Ég hefi lagt á það áherzlu við val ríkissátta- semjara að samráð sé haft við aðila vinnumarkaðarins og það liggur fyrir samþykki þeirra allra, Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands ís- lands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna, sem allir hafa lýst samþykki og ánægju yfir því að fá háskólarektor til þessa mikilvæga starfs." í fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneytinu í gær segir að aðrir umsækjendur um starf sáttasemjara hafi verið Björg- vin Sigurðsson, hrl., dr. Gunn- laugur Þórðarson, hrl., Jón Erl. Þorláksson, tryggingafræðingur og Már Pétursson héraðsdóm- ari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.