Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Reykjanes- og Reykjavlkurkjördæmi: Jöfnun atkvæðisréttar mikilyægt hagsmunamál VÆGI atkvæða eftir búsetu hefur raskast verulega vegna búsetuþróunar í landinu á undanförnum áratugum. Atkvæðisréttur, sem er einn veigamesti þáttur almennra mannréttinda, þarf að sjálfsögðu að vera sem jafnastur, eins og önnur slík þegnréttindi. Hvaða viðleitni hefur verið sýnd á Alþingi til að jafna þessi mannréttindi, án tillits, til búsetu eða annarra aðstæðna? Það verður rakið hérá eftir, ásamt öðrum málum, er snerta Reykjanes — og Reykjavíkurkjördæmi, og þingmenn Sjálfstæðisflokks í þeim kjördæmum hafa haft afskipti af. Þingsályktunartillaga 1976 Ellert B. Schram, Guðmundur H. Garðarsson og Ólafur G. Einarsson fluttu tillögu til þings- ályktunar snemma árs 1976 um kjördæmaskipan. Þeir vekja athygli á því að í kosningunum 1974 hafi 60% kjósenda í landinu, búsettir á Reykjanesi og í Reykja- vík, eða rúmlega 77.000 kjósendur, kjörið 17 þingmenn, en 50.500 kjósendur, eða 40% kjósenda 35 þingmenn. Vægi atkvæðis í einu kjördæmi geti verið fjórfalt við vægi þess í öðru. Nokkur mismun- un kunni að vera eðlileg en hér sé um slíkt misræmi mannréttinda að ræða að tafarlausra úrbóta sé þörf. Flutningsmenn lögðu til að stjórnarskrárnefnd mótaði þegar tillögur til að leiðréttingu yrði komið við í tíma fyrir næstu alþingiskosningar. Reykjanesi og í Reykjavík fjölgað að sama skapi til að jafna vægi atkvæða í landinu. Eftir sem áður yrðu flest atkvæði að baki kjörn- um þingmönnum í þessum tveimur kjördæmuum. Frv. varð ekki útrætt. Samstaða um leiðréttingar fyrir kosningar 1982 Þegar hér var komið flutti allsherjarnefnd Sameinaðs þings tillögu til þingsályktunar um skipan nýrrar stjórnarskrárnefnd- ar. Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra flytur síðan breytingar- tillögu við þá tillögu, ásamt formönnum annarra stjórnmála- flokka, sem verður að líta á sem samkomulag um leiðréttingu í þessu efni. Var sú tillaga sam- þykkt en hún var svohljóðandi: almenningsvagna, sem er nýjung í umferð hérlendis. Frv. felur í sér að þegar ökumaður auðkennds almenningsvagns í þéttbýli gefur merki um akstur frá auðkenndri biðstöð, skuli stjórnendum annarra ökutækja skylt að draga úr hraða eða nema staðar, tii þess að hinn auðkenndi almennings- vagn eigi greiða leið í umferðina. Frv. var samþykkt. Verndun Bernhöftstorfu Ellert B. Schram var með- flutningsmaður að tillögu til þingsályktunar, 1977, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að hverfa frá ákvörðun um að reisa nýtt stjórnarráðshús á spildunni við Bankastræti, Skólastræti og Amtmannsstíg í Reykjavík og stuðla þannig að því, að endur- bygging og lagfæring á svonefndri Bernhöftstorfu geti hafizt þegar í stað. Tillagan varð ekki útrædd. Njarðvíkurhreppi og Keflavík, en athugun á þessu efni hafði þá staðið í tvö ár á vegum heilbrigðis- ráðuneytis. Matthías Bjarnason ráðherra gerði í ítarlegri ræðu grein fyrir athugunum á þesSu mali, aðgerðum, er hann teldi nauðsynlegar, og hann taldi eðli- legt að yrði á vegum varnarmála- deildar, í samráði við heilbrigðis- eftirlitið og ráðuneytið, eftir því sem kostur væri. Oddur þakkaði svör og lagði ríka áherzlu á ströngustu varnaraðgerðir í þessu efni. Fiskimjölsverksmiðja í Grindavík Oddur Ólafsson er með- flutningsmaður að tillögu til þingsályktunar, 1977, um að reist verði fiskimjölsverksmiðja í Grindavík, er vinni loðnu og annan feitfisk, ásamt fiskúrgangi. tillögum ber að gera úttekt á vandanum og bregðast síðan gegn honum af einurð og festu, skv. sérstakri áætlun, er unnin verði í framhaldi af úttektinni. Atvinnu- og lánamál Þingmenn Sjálfstæðisflokks úr Reykjaneskjördæmi og Reykjavík vöktu margoft athygli á Alþingi á vanda sjávarútvegs, útgerðar og fiskvinnslu, í kjördæmunum, sem m.a. eigi rætur í minni fyrir- greiðslu opinberra lána- og fjár- festingarsjóða við nýsköpun og hagræðingu í þessum atvinnu- greinum en í öðrum kjördæmum landsins. Hefur í máli þeirra verið bent á byggðasjóð, sem nú hefur að nokkru linað á fyrri afstöðu gagnvart þessum kjördæmum. í þessu sambandi hafa þingmenn sjálfstæðismanna af þessu svæði einkum bent á nauðsyn þess að endurnýja skipastól og koma á nauðsynlegri endurhæfinu fisk- vinnslufyrirtækja í kjördæminu. Hitaveita Suðurnesja Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi hafa og fylgt fast eftir málefnum Hitaveitu Suðurnesja á opinberum vett- vangi, en það fyrirtæki hefur risið af grunni á kjörtímabilinu, sam- hliða því sem hitaveita hefur komið í Kópavog, Hafnarfjörð og Garðabæ. Stjórnarfrumvarp um Hitaveitu Suðurnesja varð að lögum um áramótin 1975—1976. Breyting á kosningalögum Stjórnarskrárnefnd hafði ekki skilað neinum tillögum til Alþing- is er leið að þinglausnum vorið 1978. Þá flytja Ellert B. Schram, Guðmundur H. Garðarsson, Ólaf- ur G. Einarsson o.fl. frumvarp til laga um breytingu á kosninga- lögum. Þar er lagt til að atkvæða- magn en ekki hlutfall ráði úthlut- un uppbótarþingsæta. Þessi breyt- ing hefði ekki haft áhrif á þingmannatölu flokka, miðað við kosningaúrslit 1974, en hins vegar fært uppbótarþingsæti til Reykja- víkur- og Reykjaneskjördæma, og þann veg jafnað vægi atkvæða í kjördæmum landsins. Flutningsmenn tóku frám, að í frumvarpinu fælist ekki allsherjar né frambúðarlausn. En það væri spor í rétta átt og og að það drægi nokkuð úr því hróplega ranglæti, sem nú ríkti. Frv. varð ekki útrætt. Reykjaneskjördæmi skipt í tvö kjördæmi Oddur Ólafsson flutti frumvarp á sl. þingi til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Islands. Lagt er til að kjördæmum verði fjölgað úr 8 í 9. Kjördæmakosnum þingmönnum verði fjölgað úr 49 í 56. Lands- kjörnum þingmönnum verði fækkað úr 11 í 4. Heildartala þingmanna verði óbreytt. Skv. frv. skyldi Reykjaneskjör- dæmi skipt í tvö kjördæmi: 1) REYKJANESKJÖRDÆMI: Hafnarfjörður, Gullbringusýsla, Grindavíkurkaupstaður, Njarðvík- urkaupstaður og Keflavík. 2) SUÐVESTURLANDSKJÖRDÆMI Garðabær, Kópavogur, Seltjarnar- nes, Kjósarsýsla. Hvort kjördæmið skyldi hafa 5 kjördæmakosna þingmenn. Þá átti kjördæmakjörnum þing- mönnum Reykvíkinga að fjölga um 2. Þetta hefði þýtt að þingmenn yrðu áfram sextíu. Landskjörnum þingmönnum fækkað um 7 en kjördæmakosnum þingmönnum á - „Alþingi ályktar, að þar sem 6 ár eru liðin síðan stjórnarskrár nefnd var kosin og það er lengri tími en venjulegur kjörtfmi þing- kjörinna nefnda og ráða, skuli að loknum kosningum til Alþingis tilnefna 9 menn f stjórnarskrár nefnd af hálfu þeirra stjórnmála- flokka, sem fulltrúa eiga á nýkjörnu Alþingi og í hlutfalli við þingmannatölu þeirra. Skal hin nýja nefnd skila innan tveggja ára álitsgerð og tillögum um endurskoðun stjórnarskrár- innar og taka sérstaklega til meðferðar kjördæmaskipan, kosningaákvæði stjórnskipunar laga og skipulag og starfshætti Alþingis og kosningalög.“ Menntaskólinn við Hamrahlið/ íþróttahús Árið 1974 flytur Ragnhildur Helgadóttir tillögu til þingsálykt- unar um íþróttahús við Mennta- skólann í Hamrahlíð. Forgangur almenningsvagna 1977 flytur Albert Guðmunds- son frv. til laga um forgang Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit o.fl. Albert Guðmundsson flutti frv. til laga um þetta efni, sem m.a. tók til leigu eftir sorpílát, og trygg- ingu þess með lögveði settu í húseign. Frv., sem flutt var eftir beiðni borgarstjórnar, var sam- þykkt. Sami þingmaður flutti að beiðni borgarstjórnar frv. til br. á lögum um ákvörðun leigumála og söluverðs lóða og landa Reykja- víkurkaupstaðar, sem var sam- þykkt. Ennfremur frv. til laga, ásamt Axel Jónssyni, um breyt- ingu á mörkum lögsagnarumdæma Reykjavíkur og Seltjarnarness- kaupstaðar, sem var samþykkt. Skv. frv. verða eyjarnar Viðey, Engey og Akurey lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, en nokkurt land við vesturmörk borgarinnar (40 þús. ferm) er afsalað til eignar og lögsögu Seltjarnarneskaupstaðar. Mengunarhætta í Njarðvíkurhreppi og Keflavík Oddur Ólafsson bar fram fyrir- spurn, 1975, um mengunarhættu í Fræðsluumdæmi Ólafur G. Einarsson o.fl. flytja frv. til laga um breytingu á lögum um grunnskóla: heimild til að stofna sérstakt fræðsluumdæmi í sveitarfélagi með 10.000 íbúum eða fleiri. Frv. er flutt vegna beiðni bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Varnir gegn ágangi sjavar við sunnan- verðan Faxaflóa Axel Jónsson, Oddur Ólafsson og Ólafur G. Einarsson eru flutningsmenn tillögu til þings- ályktunar um aðgerðir til varnar ágangi sjávar við sunnanverðan Faxaflóa. Lagt er til að fram fari úttekt á ágangi sjávar á landi á Suðurnesjum, Vatnsleysuströnd, Hvaleyri við Hafnarfjörð, Álfta- nesi og Seltjarnarnesi. Sveitar- félögum hafi ekki verið kleift, kostnaðar vegna, að koma við vörnum gegn landbroti. Fjárfram- lög ríkisins í þessu skyni hafi verið sem engin. Gert sé ráð fyrirað verja um 2000 m.kr. úr ríkissjóði til ræktunar og landgræðslu, en samtímis brotni niður og glatist dýrmætt land vegna þess, að einungis 35 m.kr. sé varið úr ríkissjóði til sjóvarnargarða. Skv. Álbræðslan í Straumsvík 13. maí 1976 voru samþykkt lög frá Alþingi um staðfestingu samnings milli ríkisstjórnar Is- lands og Swiss Aluminium Ltd. um stækkun verksmiðjunnar, gerð kerskála, sem þýðir að framleiðsl- an aukizt um 10700 tonn, en til þess þarf rafafl 20MW og fól samningurinn einnig í sér hækkun raforkuverðs til fyrirtækisins. Saltverksmiðja á Reykjanesi Árið 1976 var lagt fram stjórn- arfrumvarp um saltverksmiðju á Reykjanesi. Þar með var hrundið af stað lokaáfanga undirbúnings að sjóefnaverksmiðju á Reykja- nesi. Iðnaðarráðherra sagði, er hann mælti fyrir frv.: „Það er gert ráð fyrir að afurðir verksmiðjunn- ar verði fyrst og fremst salt, fisksalt og fínsalt, ennfremur kalí til áburðar, kalsíum, klórið og bróm til notkunar í iðnaði, en einnig er gert ráð fyrir að til muni falla verulegt magn af öðrum efnum, svo sem kísli, gipsi, kaidó- oxíði sem úrgangsefni, en líklegt, að sum eða öll þessi efni gætu skilað hagnaði, ef þau væru hagnýtt á réttan hátt ...“ Hitaveitur í flesta þéttbýlisstaði Reykjanesskjördæmis. Saltverksmiðja á Reykjanesi. Álverksmiðjan stækkuð. Varnir gegn ágangi sjávar og landbroti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.