Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Halldór Blöndal: Orð í einlægni um kaup- rán og kjarabætur Blekkingarskrifum Guðmundar J. Það vantar ekki fyrir kosningar, að ýmsir beri hag hinna lægst launuðu fyrir brjósti. Mörg eru þau orð, sem beitt hefur verið til að lýsa djúpi þeirra tilfinninga. Ef öllum þeim flaumi yrði breytt í krónur, þætti það dálagleg dýrtíð- aruppbót um hásumarið. Um hitt er minna, að verkalýðs- leiðtogar og stjórnmálamenn tali í einlægni um þessi mál, skýri satt og rétt frá. Sólstöðusamningar Ég ætla ekki að rifja upp viðskilnað vinstfi stjórnar. Get þess þó, að launasamanburður við vikurnar áður en sú ríkisstjórn skerti öll laun í landinu er settur fram í blekkingarskyni en ekki til að lýsa viðvarandi ástandi. Ohjákvæmilegt er að hafa það í huga, að viðskiptakjörin við útlönd versnuðu eftir stjórnarskiptin svo, oJ. svarað að við töpuðum einni krónu af hverjum þrem. Slíkt áfall hlaut að valda versnandi lífskjörum hér á landi. Fyrir ári hafði tekizt að rétta atvinnulífið svo við eftir áföllin, efnahagsmálin voru komin í svo gott horf að mati verkalýðshreyf- ingarinnar, að hún taldi raunhæft að atvinnuvegirnir gætu borið 43% grunnkaupshækkun auk vísi- töluhækkana á einu og hálfu ári., Og ef marka má kröfurnar um samningana í gildi, trúa ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingar- innar þessu enn. Og Lúðvík Jósepsson, ef marka má lokaorð hans í sjónvarpsþætti sl. miðviku- dagskvöld. Launafólk veit betur Ég hef unnið með verkamönnum og sjómönnum, verzlunarmönnum og kennurum. Ég hef talað við þetta fólk um hvaðeina: stjórnmál, kjaramál o.s.frv. Þetta fólk veit af langri og biturri reynslu að ný kollsteypa í efnahagsmálum hefur hvað eftir annað riðið yfir, þegar kjarasamningar hafa verið gerðir, sem reyndust ofviða atvinnuveg- unum. Þegar þetta fólk frétti um 43% launahækkun á einu og hálfu ári auk fullkomnari verðtryggingar á laun en nokkru sinni fyrr, vissi það, að þetta gat ekki staðizt. Enginn slíkur hvalreki hafði rekið á fjörur okkar íslendinga, að réttlæti gerð slíkra kjarasamn- inga. Hvernig stóð á þessu Það er eðlilegt að velta því fyrir sér, hvað valdi því, að samningar eins og sólstöðusamningarnir voru gerðir. Verðbólgan var komin niður í 26—27% og varanlegar kjarabætur í sjónmáli. Þannig hefur kaupmáttur aldrei verið jafnmikill í 12 mánuði og sl. ár. Er það hugsanlegt, að forystumönn- um verkalýðsfélaganna hafi þarna orðið á reginskyssa? Jón Helgason, formaður Eining- ar á Akureyri, hefur á fundum hér fyrir norðan talað um, að lögmál frumskógarins gildi við gerð kjarasamninga, að hver taki til sín of mikinn skerf. Þetta er harður dómur eins reyndasta verkalýðs- foringja landsins. En þetta er kannski kjarni málsins. Innan Alþýðusambands Islands ríkir í orði láglaunastefna. Aðeins í orði. I verki fara samningar þannig fram, að fyrst eru ákveðin laun hinna lægst launuðu. Síðan byrja hinir betur settu að knýja fram hlunnindi fyrir sig umfram þá lægst launuðu. Ég nefni til duldar launagreiðslur, sem ekki koma til skatts, samningsbundnar og ósamningsbundnar yfirborgan- ir og margvísleg fríðindi önnur. „Samningana í gildi“ Ég var ekki að öllu ánægður með efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar. En mér duldist ekki, að ráðstafanir af því tagi voru óhjákvæmilegar. Og þetta held ég, að hinn almenni launamaður skilji líka. Hann veit, að enn frekari vöxtur verðbólgunnar bitnar fyrst og fremst á honum. A fundi á Akureyri fyrir verk- fallsdagana 1. og 2. marz lýsti ég þeim viðhorfum mínum, að for- ystumenn ASI ættu nú að taka ,upp samningaviðræður við ríkis- stjórn og atvinnurekendur um frekari verðtryggingu til hinna Rannveig Tryggvadóttir: Hvers virdi...? Hvers virði er það að búa við lýðræði? Er það ekki hin æðstu gæði? Hvers virði er það „að eiga sjálfan sig“, en vera ekki eign yfirvalda, þeim til frjálsrar geðþótta- ráðstöfunar? Hvers virði er það að vera frjáls ferða sinna, eftir því sem efni og aðstæður leyfa? Hvers virði er það að vita sig geta fluzt úr landi, án þess að eiga það á hættu að verða dæmdur til margra ára útlegðar í eigin landi fyrir að hafa látið ósk um slíkt í ljós? 'Hvers virði er það fólki að geta farið til ástvina sinna erlendis, án þess að þurfa að taka inn eitur eða hlekkja sig við grindverk á almanna- færi til að vekja athygli á neitun yfirvalda við þeirri beiðni sinni? Hvers virði er það að búa í landi, þar sem valdhafar hafa ekki enn tamið sér þann hroka að þeir segi við landa sína: „Við eigum landið og þú færð ekki að eiga hér heima, nema þú lútir vilja okkar í einu og öllu?“ Hvers virði er athafnafrelsi, málfrélsi, prentfrelsi, félagafrelsi og fundafrelsi? Hvers virði að geta sagt yfirvöldum til syndanna, án þess að eiga það á hættu að lenda í fangelsi eða á geðveikra- hæli fyrir? Hvers virði er trúfrelsi? Hvers virði að búa í landi, þar sem menn eru hvorki tunguskornir né myrtir fyrir að boða kristna trú? Hvers virði er nær þúsund ára kristin menningararfleifð okkur íslendingum? Hvers virði voru Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar íslenzku þjóðinni á mestu niðurlæg- ingar- og þrengingartímum hennar? Hvers vegna þurfa menn að þjást til að skynja það sem er sannanlega gott? Hvers virði er það sál Hvers mannsins að geta „hafið sig í æðra veldi", þegar alvar- legt mótlæti knýr dyra? Hvers virði var það „hníp- inni þjóð í vanda" að taka sér Passíusálma séra Hallgríms í hönd og hefja lestur þeirra á orðunum: „Upp, upp, mín sál og allt mitt geð...“? í 4. sálmi segir m.a.: „Andvana lík, til einskis neytt, er að sjón, heyrn og máli sneytt. Svo er án bænar sálin snauð, sjónlaus, köld, dauf og rétt steindauð." Heilræðavísur séra Hallgríms hafa líka verið þjóðinni tungutamar allt framT a þennan dag og er það vel. Trúarþel Jóns Sigurðs- sonar, forseta, kemur vel fram í lok þingslitaræðu hans 1849, en hún endar svona: „því nema Hann haldi vörð, þá vaka varðmennirnir til einskis." virði er kærleiksboðskapur kristinnar trúar og virðing- in fyrir einstaklingnum, sé þetta tvennt látið á vogar- skál á móti hatursboðskap og mannfyrirlitningu kommúnista? Er menningararfleifð okkar gatslitið fat, sem fleygja má frá sér án eftirsjár til að geta íklæðst flík, sem fer ekki betur en svo, að það þarf að „girða fólk af“ í löndum sínum til að það fáist til að klæðast henni. Hvernig þætti íslending- um, ef þeir þyrftu að stela flugvél til að komast til sólarlanda, til dæmis, en ættu 12 ára fangelsi yfir höfði sér ef ránið mis- tækist? Ætli það myndi ekki syngja í tálknunum á sumum? Segja mætti mér það. Höldum vörð um frelsi okkar og sjálfstæði! Ritað 22. dag júnímánaðar, 1978, Rannveig Tryggvadóttir. / b lægst launuðu. Því var algjörlega hafnað af Þóri Daníelssyni, fram- kvæmdastjóra Verkamannasam- bands íslands, Jóni Helgasyni, Haraldi Steinþórssyni og Helga Guðmundssyni. Þeir töldu allir, að sá launamismunur, sem þá var í landinu, væri eftirsóknarverður til frambúðar. Ég benti þá á, að verzlunar- og skrifstofufólk, almennir verka- menn og iðnverkafólk hefðu dreg- izt aftur úr. Þessar stéttir gætu ekki unað (þeim launahlutföllum sem sólstöðusamningarnir og samningarnir við BSRB og Banda- lag háskólamanna gerðu ráð fyrir. Ber verkalýðs- forystan ekki ábyrgð? Það er nú deginum Ijósara, að sólstöðusamningarnir voru ekki raunhæfir. Þeir hafa leitt til nýrrar kollsteypu í efnahagsmál- um og dregið úr þeirri kaupmátt- araukningu, sem efni stóðu til að veita hinum lægst launuðu. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar verja gerðir sínar með vígorðum og margvíslegu talna- og töfluflóði, sem ekki er til þess fallið að gefa rétta mynd af ástandi þjóðmála. Nú eru ýmsir af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar á háum launum sem slíkir og hafa marg- vísleg fríðindi, sem ég skal ekki lasta. En ég geri á hinn bóginn þá einföldu kröfu til þeirra, að þeir taki á sig ábyrgð af verkum sínum, skýri, hvers vegna þeim eru svo mislagðar hendur og gjöri opin- beran þann ágreining, sem ég veit að er milli forystumanna hinna ýmsu starfsstétta innan ASÍ. Meðan þessi ágreiningur kemur ekki upp á yfirborðið, er lítil von til þess, að innan ASÍ takist raunveruleg samstaða um launa- jöfnun. Svæðameð- ferðarnám- skeið MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Rannsóknarstofnun vitundarinn- ar: Námskeið í svæðameðferð verð- ur haldið á vegum Rannsókna- stofnunar vitundarinnar mánu- daginn 26. júní og þriðjudaginn 27. júní n.k., hefst það kl. 16.30 báða dagana. Svæðameðferð er heilsu- ræktarleið skyld nálarstunguað- ferðinni og er þar beitt sérstökum nuddaðferðum til að örva ákveðin viðbragðssvæði á fótum. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Geir Vilhjálmsson sálfræðingur. Köku- og blómabasar hjá mormónum Kirkja Jesú Krists af síðari daga heilögum (mormónar) verða með köku- og blómabasar í samkomu- sal sínum að Austurstræti 12, laugardaginn 24. júní. Seldar verða heimabakaðar kökur og pottablóm. A sama stað verður veittur fróðleikur um krikjuna og starf- semi hennar, bæði í máli og myndum. Allir eru velkomnir. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.