Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Eftir innrásina í Shaba-héradid: Gæzluliðasveitir, gjafafé og góð orð. Þetta voru aðalumræðuefnin á Afríku-ráðstefnunni, sem haldin var í París í fyrri viku, og þetta verða um- ræðuefni Afríku-ráðstefn- unnar í Briissel í þessari viku. Innrás hinna svörtu herdeilda frá nágranna- landinu Angóla inn í koparframleiðsluhéraðið Shaba í Zaire hefur valdið taugaóstyrk á Vesturlönd- um, enda þótt enn sé ekki að fullu komið í ljós, hve mikill þáttur Kremlar og handlangara hennar var í reynd í þeim ljóta leik. Sofandi að feigðarósi Þær áhyggjur sem stjórn- málamenn á Vesturlöndum hafa af hinu ótrygga ástandi í Afríku, hafa leitt til þess, að þeir hafa margir hverjir látið hörð orð falla um þátt Moskvu og Havanna í þessum nýja hildarleik, og einnig hefur ástandið í Afríku orðið þess valdandi að haldin er hver ráðstefnan á fætur annarri um vandamál hins víðlenda svarta meginlands. Ekki svo að skilja, að Afríku- búar sjálfir bregðist hart við vandanum: Mobutu forseti Zaire óttast að vísu að verða gerður höfðinu styttri; nokkur vest- ur-afrísk smáríki tala um, að þeim sé ógnað, og Senghor, forseti S.enegals, segist jafnvel eiga von á því, að þriðja heimsstyrjöldin brjótist út í Afríku, og það geti gerst hvenær sem er. En í öðrum hlutum Afríku virðast menn vera ákaf- lega lengi að átta sig á, að hið helgasta grundvallaratriði hinn- ar nýfrjálsu Afríku, nefnilega eigið sjálfstæði, er í hættu. Gjafafé og gæzlulið Afríkubúar sjá að vísu, hvern- ig Kreml kemur hernaðaráform- um sínum í Afríku í kring, og vita að stjórnmálamenn á Vesturlöndum eru með sífelldar vangaveltur um gagnaðgerðir, en sjálfir hreyfa Afríkubúar ekki hönd eða fót til þess að finna einhverja haldgóða lausn á eigin málum. Aðeins í löndum utan Afríku er slagorðið „Afríka handa afríkönum" hafið upp til skýja sem eitthvað nýtt undra- lyf, t.d. nýlega á ráðstefnu æðstu manna Nató í Washing- ton, á ráðstefnu þeirri, sem ’Giscard d'Estaing hélt með leiðtogum þeirra Afríkuríkja, sem vinveitt eru Frakklandi, og loks á ráðstefnu fimmveldanna í París nýlega. Á ráðstefnu Frakklandsforseta með hinum vinveittu afrísku leiðtogum kom í fyrsta sinn fram hugmyndin um gæzlulið hvítra og svartra til að halda uppi röð og reglu, auk þess mjög auknar fjárfestingar og beint styrktarfé frá hinum þróuðu, iðnvæddu ríkjum á Vesturlöndum til smáríkjanna i Afríku; og svo öll þau góðu orð um betri framtíð, sem höfð voru um munn. Algjört sinnuleysi Sjálfir hegða Afríkanar sé heima fyrir eins og ástandið í Afríku. Vopnaður hervörður er Mikil skálmöld virðist í aðsigi víða orðinn hversdagsleg sjón. gerðust nýlega í Shaba-héraði, hafa ríki Afríku hvorki tekið upp aukið diplómatískt sam- starf sín á milli, né heldur hafa hinar afrísku trumbur verið barðar til þess að boða til sam-afrískrar ráðstefnu. OAU, þ.e. Samband afrískra ríkja, sem stofnað var fyrir 15 árum- til þess að bera sáttarorð á milli og skilja að stríðandi aðila á ófriðasvæðum Afríku, þessi samtök þegja nú sem fastast. Það er einkennandi fyrir ástandið í Afríku, að það köm í hlut Evrópuríkisins Frakklands, í samvinnu við hina afrísku fylgihnetti þess, — að semja drög að nýrri heildarstefnu fyrir Afríku til þess að sporna við því, að upplausnarástandið breiddist út um hið svarta meginland. Þróun og öryggi Hinir svörtu Afríkanar hafa alls ekkert á móti því að fá stórauknar fjárveitingar frá Vesturlöndum. Þeir vita ofur vel, að öryggi og þróun atvinnu- veganna í ríkjum þeirra eru nátengd hvort öðru. Júlíus Nyerere, æðsti maður Tansaníu, hefur orðað þetta vandamál á mjög svo einfaldan hátt: „Frels- ið og þróun atvinnuveganna eru jafn nátengd hvort öðru eins og hænan og eggið. Án hænunnar ekkert egg, og án eggja á maður brátt engar hænur. Á sama hátt verður engin framþróun án frelsis, og ef engin þróun á sér stað, glatar maður brátt frels- inu.“ vanmáttug smáríki, sem hefur reynzt tiltölulega auðvelt að halda uppi náinni samvinnu við Frakkland og við önnur vestræn ríki. Sá pólitíski sjálfsþótti og freyðandi þjóðerniskennd, sem einkennir flest þau afrísku ríki, sem eru í vinfengi við Bretland, kemur hins vegar í veg fyrir, að þau geti komið sér upp sameiginlegu gæzluliði. Fyrrverandi nýlendur Frakka hafa aftur á móti reynzt miklu samvinnuþýðari við gamla móðurlandið í Evrópu, og leita gjarnan ráða hjá stjórninni í París, þegar þeim er mikill pólitískur vandi á höndum. Frans- menn hljóta lof Felix Houphouet-Boigny, sem ræður ríkjum á Fílabeins- ströndinni, og nýtur mikils álits víða á Vesturlöndum, hefur komizt svo að orði um aðstoð Frakklands við að setja niður vopnaðar deildur í Afríku: „Við Afríkanar fáum enga minni- máttarkennd vegna þessarar aðstoðar, sem Frakkland hefur veitt okkur. Nató-löndin hafa leitað verndar Bandaríkja- manna, og löndin í Aust- ur-Evrópu eru í hernaðarbanda'- lagi við Ráðstjórnarríkin. „Og Leopold Senghor í Senegal, sem einnig er mikils virtur, segir: „Gagnrýni mín beinist að þeim ríkjum utan Afríku, sem að beiðni einhvers ríkis hér í álfunni, hafa komið hingað með hernaðaríhlutun í fyrstu, og Afríka álfa í uppnámi álfunni komi þeim hreint ekkert við. Ríki Afríku hafa ekki verið fær um að móta eigin stefnu í innan- og utanríkismálum, — það væri þá helzt, ef kalla ætti reiðiköst pólitíska stefnu. Afríkönum finnst þeir sjálfir vera útilokaðir frá áhrifum á gang sinna eigin mála. Og þeir bregðast því við með biturleika og tilfinningasemi, af því að þeir hafa lúmskan grun um, að bak við hina skyndilegu hjálpfýsi vestrænna ríkja búi fremur efnahagslegir eða jafnvel valda- pólitískir hagsmunir en ein- skærir mannúðarþankar. Því eru Afríkanar fljótir að grípa til orðalags eins og „endurvakin nýlendustefna." Ekkert er eins hræðilegt í augum Afríkana. Sú staðreynd, að í meðvitund hinna svörtu íbúa Afríku skuli enginn skuggi af „endurvakinni nýlendu- stefnu" falla á Rússa og Kúbu- menn, jafnvel eftir atburðina í Shaba-héraði, gerir hið afríska vandamál ekki beinlínis einfald- ara né auðleystara. Umsvif rauðlið- anna En þegar málefni Afríku eru skoðuð ber að varast að setja öll ríki Afríku undir einn hatt. Eftir að Kúbumenn lyftu Agostinho Neto til valda í Angóla, og Kreml tók sér vígstöðu í Eþíópíu, hafa þeir menntamenn, sem hiotið hafa háskólamenntun sína á Vestur- löndum, oftlega látið sér tíðrætt um „valda-tómarúmið“ í hinum ýmsu afrísku löndum. Þessir menn vita ofur vel, að veikleiki hinnar svörtu heimsálfu, hin eilífu grimmúðlegu smástríð, á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til hinna óraunhæfu landamæra, sem fyrrverandi nýlendudrottnarar þröngvuðu upp á hin nýfjrjálsu ríki. Það er hin megna óánægja þegnanna í hinum ýmsu afrísku ríkjum yfir aðskilnaðarlínum landamær- anna, sem hefur orðið þess valdandi, að erlendar hersveitir hafa verið kallaðar til að skakka leikinn. Því alls staðar, þar sem nú er verið að berjast í Afríku, er það fjandskapurinn milli einstakra afrískra kynþátta, sem skiptir meginmáli. Það er sama, hvort litið er á Shaba-héraðið, Angólu, Erítreu, eða á ófriðarástandið í Tsjad eða í Vesturshahara. Logandi deilur milli mismunandi þjóð- flokka skipta jafnvel höfuðmáli í sjálfstæðisbaráttunni í Rhódesíu og í Namibíu; hin pólitísku markmið hinna stríð- andi svörtu afla skipta miklu minna máli. Frakkar taka af skarið Hinar langdregnu fræðilegu umræður um ófremdarástandið í Afríku hafa hingað til ekki leitt til beinnar pólitískrar ákvörðunar. Eftir ósköpin, sem Afrískt slökkvilið Deilurnar standa aðeins um það, hverju sinna eigi fyrst og fremst, öryggi álfunnar eða þróunarmálum. Þannig eru gæzluliðssveitirnar, þetta afríska slökkvilið, sem á að koma til skjalanna á ófriðar- svæðum víðs vegar um álfuna til þess að koma í veg fyrir að erlendar hersveitir birtist á vígvöllunum, alls ekki velkomn- ar í sumum ríkjum Afríku. Til dæmis líta Eþíópíumenn á þetta sam-afríska gæzlulið sem „nýja hernaðaraðgerð til þess að ræna og rupla auðæfum Afríku." Hinn uppstökki forseti Líbýu, Ghaddafi, hefur krafizt hárri röddu beinnar andspyrnu gegn gæzluliðinu. Þessi viðbrögð þarf svo sem engan að undra. En jafnvel Mokhtar Ould Daddah forseti Máretaníu, sem litinn er hornauga jafnt af leiðtogum kommúnistaríkjanna sem leið- togum Vesturlanda , hefur lýst óbeit sinni á því, að í framtíð- inni eigi sumir Afríkanar að vera eins konar úlfar í augum annarra Afríkana. Fylgiríki Frakklands Þau ríki, sem leggja eiga fram hersveitir í gæzluliðið fyrir alla Afríku, eru Togo, Gabon, Fíla- beinsströndin og Senegal, ásamt Marokkó. Allt eru þetta haldur síðan tekið að blanda sér í innri málefni Afríku. En ég fordæmi þó ekki hina frönsku íhlutun, þegar verið er að hjálpa einu afrísku ríki við að hrinda árásarstríði annars Afríkuríkis. Átrúnað- argoð negranna En það er minna hlustað á orð manna eins og Senghors og Houphouet-Boignys í Afríku. sjálfri heldur en í Evrópu og Ameríku. í hinni svörtu heims- álfu er mest hlustað á raddir þeirra þjóðarleiðtoga, sem ein- beita sér að frelsisstríðinu gegn syðstu hlutum Afríku, þ.e.a.s. Rhódesíu og Suður-Afríku. Það eru þeir Júlíus Nyerere í Tansaníu, Kenneth Kaunda í Sambíu, Somora Machel í Mos- ambique og svo Agostinho í Angólíu. Afstaða Nígeríu vegur einnig þungt á metunum, en það er efnahagslega og hernaðarlega sterkast af hinum svörtu ríkjum Afríku. Nígería hefur samt hingað til sýnt lítinn lit á því að taka að sér forystuhlutverkið meðal hinna afrísku ríkja. Hvað er svo fram- undan? Hin fjölmörgu ríki Afríku eiga það sameiginlegt, að ekkert Framhald á bls. 39. Afríkubúar sjá/fir eru ósammá/a og lítils megnugir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.