Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Útgefandi mfrlnfrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sí ni 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. 6 mánuði innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakiö. Vinstristjórn í Reykjavík — verjum ísland Nú degi fyrir kjördag er ástæða til að hvetja kjósendur til að hugsa um þær meginstefnur, sem við blasa í íslenzkum stjórnmálum. Fyrir mánuði gerðist sá örlagaríki atburður, að vinstri stjórn tók við völdum í Reykjavík. Þessi vinstri stjórn lýtur ótvíræðri forystu Alþýðubandalagsins, sem hefur á stefnuskrá sinni að umbylta íslenzku þjóðfélagi gersamlega og taka uþþ sósíalíska stjórnarhætti. Fyrirmyndir að slíkum stjórnarháttum er að finna í Sovétríkjunum og öðrum A-Evrópulöndum, Kína og Kúbu, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Úrslitin í Reykjavík og sú sigurvissa og sá hroki, sem einkennt hefur málflutning Alþýðubandalagsins síðan, vissa þess að því séu allir vegir færir nú, gera það að verkum, að kosningarnar á morgun eru stórpólistískustu kosningar, sem fram hafa farið á íslandi áratugum saman. Nú er tekizt á um meginstefnur í íslenzkum stjórnmálum, stefnu frjálshyggju og einkaframtaks eða sósíalisma, eins og Birgir ísl. Gunnarsson benti á í ræðu á útifundi. sjálfstæðismanna í fyrradag. Nú er kosið um lífsviðhorf, eins og Ragnhildur Helgadóttir sagöi á sama útifundi. Vinni Alþýðubandalagiö og aörir þeir flokkar, sem með einum eða öðrum hætti boða sósíalisma sigur á ný, er hætta á því að ísland „sigli hraöbyri til sósíalísks stjórnarfars," eins og Birgir ísl. komst að orði á fyrrnefndum fundi. Það er um þessar meginlínur, sem kjósendur þurfa að hugsa þar til þeir greiða atkvæði sitt á morgun. Ef þeir vilja í raun bylta íslenzku þjóðfélagi og taka upp sósíalískt þjóðskipulag á íslandi hljóta þeir að kjósa Alþýðubandalagið eða aðra flokka, sem hafa sósíalisma á stefnuskrá sinni. Vilji þeir hins vegar ekki gjörbylta þjóðfélagi okkar og kalla yfir sig sósíalískt gerræði þurfa kjósendur að víkja burt óánægju með einstakar stjórnarathafnir eða vonbrigðum yfir takmörkuðum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni og styðja þann eina flokk, sem hefur vilja og af! til þess að standa gegn sósíalisma. Sá flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti á í ræðu sinni á útifundi sjálfstæðismanna, að í kosningunum á morgun þyrftu Reykvíkingar að koma í veg fyrir, að vinstri stjórn héldi innreið sína í landsstjórnina eins og gerzt hefði í borgarstjórn. Þetta er kjarni málsins. Ef vinstri stjórn tæki við á landsmælikvarða eftir valdatöku vinstri flokkanna í Reykjavík mundi Alþýðubandalagið verða allsráðandi í málefnum lands og þjóðar. Kjósendur þurfa að hugleiða, hvort þeir telja það farsæla niðurstööu þessara kosninga. Reyk j anesk j ör dæmi Staðan í kosningabaráttunni í Reykjaneskjördæmi er nú þannig, að barizt er um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn heldur þremur kjördæmakosnum þingmönnum og Suðurnesjamanninum Eiríki Alexanderssyni verði þar með tryggð þingseta, eða hvort þriðji maður Sjálfstæðisflokksins fellur og þar með vonin um þingsæti fyrir Suðurnesjamann af lista Sjálfstæðisflokks. Ólafur G. Einarsson, sem skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, segir í viötali við Morgunblaðið í gær, að miðað við úrslit sveitarstjórnakosninga vinni Alþýðuflokkurinn mann af Sjálfstæðisflokknum en Ólafur segir: „Ég hef hins vegar ástæðu til að ætla að óvenju vel sé unnið í kjördæminu af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins og því fer fjarri að við höfum lagt árar í bát. Við ætlum okkur að ná þriðja kjördæmakjörna fulltrúanum og þar með að tryggja að fulltrúi Suðurnesja, Eiríkur Alexandersson, komist á þing.“ Að þessu marki þurfa allir stuðningsmenn þeirra lífsviðhorfa sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir að vinna. Suðurland ISuðurlandskjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft þrjá þingmenn kjörna. Þar eins og annars staðar sækir Sjálfstæðisflokkurinn fram þrátt fyrir mótbyr vegna erfiðleika undanfarinna ára. í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu er Steinþór Gestsson alþingismaður, glæsilegur fulltrúi bænda á Alþingi, sem að auki hefur getið sér sérstakt orð fyrir störf sem formaður fjárveitinganefndar. Til þess að Steinþór Gestsson sé öruggur um endurkjör þurfa kjósendur í Suðurlandskjördæmi að standa fast með lista Sjálfstæðisflokksins því að sótt er að honum úr ýmsum áttum. Um horfurnar í kjördæminu sagði Steinþór Gestsson í samtali við Morgunblaðið í gær: „Mér sýnist að staðan sé mun léttari, þegar líður á kosningabaráttuna og þykist þess fullviss, að við höldum okkar hlut fyllilega.“ Vesturland Jóseþ Þorgeirsson, sem skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi lýsir stööunni þar með svofelldum orðum í Morgunblaðinu í gær: „Baráttan hér er ákaflega tvísýn og engan veginn hægt að fullyrða um hverjar lyktir verða.“ Ekki má mikið út af bregða í Vesturlandskjördæmi til þess að annar maður ista sjálfstæðismanna verði í hættu. Jósep Þorgeirsson gjörþekkir athafnalíf isturlandskjördæmi og er einn þeirra frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, hefur þekkingu á atvinnurekstri af eigin raun. Að slíkum manni er fengur Mþingi, þegar sífellt færri þingmenn koma úr röðum atvinnulífsins. Þess egna er ástæöa til að hvetja kjósendur í Vesturlandskjördæmi til þess að veita Sjálfstæðisflokknum öflugan stuðning. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Dugnaður einstakl- inganna lyftir lífskiörum fólksins í sjónvarpskynningu Sjálf- stæðisflokksins 5. júní s.l. sat Geir Hallgrímsson formaður flokksins fyrir svörum. Spurn- ingarnar snerust ekki síst um stöðu Sjálfstæðisflokksins í fslensku stjórnmálalífi. Hér á eftir fara þrír kaflar viðtalsins. Sjálfstæðisflokkur- inn og unga fólkið Pyrirspyrjendur vörpuðu því fram, að sú mynd væri dregin af Sjálfstæðisflokknum, að hann væri flokkur gróðahyggju, þar sem hver og einn hugsaði um það eitt að mata krókinn, og spurðu síðan á hvern hátt Sjálfstæðisflokkurinn höfðaði til unga fólksins. Geir Hallgrímsson svaraði á þessa leið: — Eg er í engum vafa um það, að unga fólkið sem nú gengur í fyrsta sinn að kjör- borðinu hefur e.t.v. mestan áhuga á því að hafa frelsi til athafna; hafa frelsi til þess að velja sér námsleið; hafa frelsi til þess að velja sér starf og hafa frelsi til þess að beita sér í námi og starfi og finna kröftum sínum viðnám. Ég er þess vegna í engum vafa um það að það stefnumark Sjálfstæðisflokks- ins, sem hann hefur umfram aðra flokka, að berjast fyrir einstaklingsfrelsi, á erindi til þeirra kjósenda, sem nú ganga í fyrsta sinn að kjörborðinu. Unga fólkið vill fá að glíma við vandamálin sjálft og leysa þau. En auk þess hefur Sjálf- stæðisflokkurinn það á stefnu- skrá sinni t.d. að gera unga fólkinu kleift að koma þaki yfir höfuðið. Og hann hefur það blátt áfram á stefnuskrá sinni, að sem flestir eigi sínar eigin íbúðir. Sjálfstæðisflokkurinn vill opna námsleiðir. Sjálfstæð- isflokkurinn vill opna tækifær- in. Ef við tölum um gróðann, sem minnst var á í spurningunni, þá vildi ég láta það koma hér skýrt og greinilega fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn telur, að reka eigi fyrirtæki með ágóða og telur enga synd í því fólgna, — telur ekki í því fólgið arðrán eins og andstæðingar okkar segja. Við skulum taka dæmi af tveimur fyrirtækjum, af sams konar fyrirtækjum sem eru rekin hlið við hlið, annað græðir, hitt tapar. Ég held að það sé frekar fyrirtækið sem tapar sem arðrænir fólkið held- ur en fyrirtækið sem græðir. En hvaðan er gróðinn tekinn? Ekki frá neinum, vegna þess að gróðinn er sjálfstæð verðmæta- sköpun dugmikilla athafna- manna. Og við vitum um dæmi eins og t.d. úti á landi, þar sem erfiðleikar hafa steðjað að og hallarekstur hefur verið á frystihúsum eða útgerð, en blaðinu hefur e.t.v. verið snúið við með tilkomu dugmikils stjórnanda. Þarna sjáum við svart á hvítu hvað einkaframtakið hefur mikla þýðingu í verðmætasköp- un þjóðarinnar og hvað einka- framtakið og dugnaður einstakl- inganna lyftir lífskjörum fólks- ins í landinu og er í þágu launastéttanna. Énda er það svo, að um leið og Sjálfstæðis- flokkurinn le'ggur áherslu á að skapa atvinnurekstrinum og fyrirtækjunum skilyrði, ekki vegna atvinnurekendanna held- ur vegna hagsmuna launþega, getum við líka haldið því fram, að hlutur launþeganna í þjóðar- tekjunum hér á Islandi sé hærri en í flestum öðrum löndum. Er stefna flokksins óljós? Þá var formaður Sjálfstæðis- flokksins spurður álits á þeirri skoðun, að mikið fylgi Sjálf- stæðisflokksins væri keypt því verði, að stefnan væri óljós og flokkurinn of sveigjanlegur í mörgum málum. Geir Hallgrímsson, svaraði: — Ég er ekki sammála þessu vegna þess, að ef við viljum lifa saman í friði og sátt í þessu landi, þá verðum við að sætta andstæða hagsmuni stétta á milli, landshluta á milli o.s.frv. Sjálfstæðisflokkurinn er skip- aður fólki úr öllum stéttum og úr öllum landshlutum og vill samræma þessa hagsmuni og áhugamál og hugsjónir þessa fólks. Ég tel að það sé unnt og raunar að Sjálfstæðisflokkurinn sé best fær um það»og um það snýst í raun og veru stjórnmála- baráttan. Sjálfstæðisflokkurinn er fast- ur fyrir þegar um mannréttindi, Geir llallgrimsson mannhelgi og frelsi einstaklings er að ræða og við leggjum áherslu á það, að fólk fái að njóta framtaks síns og gáfna. Við leggjum áherslu á það, að sköpunargáfa listamannsins fái að njóta sín. Við bendum á það, að alls staðar þar sem sósíalist- ísku skipulagi hefur verið komið á, þar er sköpunargáfan kæfð. Listamennirnir fái ekki að njóta sín, njóti ekki tjáningarfrelsis en það er nauðsynlegt fleirum en listamönnum. Það er nauð- synlegt öllum mönnum hvaða starf sem þeir vinna. Hvers vegna á að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Loks var Geir Hallgrímsson spurður, hvers vegna fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og svarið var á þessa leið: — Við skulum rifja upp hver voru helstu baráttumálin í síðustu alþingiskosningum. Þá var deilt um það, hvort flytja skyldi varnarliðið af landi brott í áföngum á því tímabili sem þá var að líða. Það var komið í veg fyrir það. Þá var deilt um það hvort við ættum að staðfesta þátttöku okkar í Atlantshafs- bandalaginu. Við myndun nú- verandi ríkisstjórnar var hvor tveggja stefnan staðfest, varn- arsamningurinn við Bandaríkin og þátttakan í Atlantshafs- bandalaginu. Þetta er okkur íslendingum nauðsynlegt engu síður en öðrum þjóðum ef við viljum vernda sjálfstæði okkar og sjálfsákvörðunarrétt. Við þurfum að véra á verði varðandi öryggi okkar alveg eins og allar aðrar sjálfstæðar þjóðir í heim- inum. Þá komu sjálfstæðismenn í síðustu kosningum með stefn- una um 200 mílna fiskveiðilög- sögu. Þá gerðu andstæðingar okkar lítið úr þeirri stefnumörk- un 'og vildu segja sem svo, að það væri nægilegt að vinna að sigri í 50 mílunum. Þegar núverandi stjórn tók við völdum þá var enn barist um 50 mílurnar. Nú erum við búin að ná fullnaðarsigri í 200 mílna fiskveiðilögsögu. Allar þjóðir virða fiskveiðilögsöguna. Við höfum fylgt fram verndunarað- gerðum undir forystu Sjálfstæð- isflokksins og sótt í nýja fisk- stofna. Þetta hefur geysilega þýðingu til að byggja upp afkomu okkar í framtíðinni. Þriðja baráttumálið voru efnahagsmálin. Þá var allt að fara í kalda kol, atvinnurekstur- inn var rekinn með svo miklum halla að atvinnuleysi blasti við. Ymsar opinberar stofnanir vantaði milljarða króna í sjóði sína. Þessi aðkoma gerði það að verkum, að baráttan gegn verð- bólgunni varð geysilega lang- dregin, slóði verðbólgunnar í tíð vinstri st.jórnarinnar náði langt inn á stjórnartímabil okkar stjórnar. Nú höfum við náð þeim árangri að tryggja atvinnu, fulla atvinnu og atvinnuöryggi allan okkar stjórnartíma, á mcðan atvinnuleysi er í öðrum ríkjum. Við biðjum um umboð til þess að halda áfram þessari stefnu og að tryggja fulla atvinnu, tryggja viðskiptajöfnuð við út- lönd, stöðva erlenda skuldasöfn- un og verðbólguna. Ég held, að í þessu sambandi verði fólk að gera sér grein fyrir að þetta verður ekki gert nema að aðrir en hinir lægstlaunuðu færi einhverjar fórnir. Ef mönnum er alvara að berjast gegn verðbólgunni, hljóta menn að gera sér grein fyrir þessu þótt það sé ekki rétt, að ríkisstjórn- arflokkarnir ætli sér að skerða lífskjörin eftir kosningar eins og haldið er fram. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að ef við viljum vinna að fjölmörgum framfaramálum í landinu eins og t.d. í sam- göngumálum, byggingu varan- legs gatnakerfis og vegakerfis um land allt, ef við viljum vinna að endurbótum í félagsmálum, heilsugæslu, sjúkrahúsmálum, ef við viljum vinna að endurbót- um í menntamálum, þá þurfum við að koma efnahagsmálunum í jafnvægi og vinna bug á verðbólgunni. Ég treysti því, að þið góðir landsmenn, veitið Sjálfstæðis- flokknum styrk svo að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi áfram að marka stefnuna í landsmálum og við taki ekki vinstri stjórn, svo hörmuleg reynsla sem af fyrri vinstri stjórnum hefur orðið. Við heitum því sjálfstæð- ismenn að gera okkar besta og óskum eftir samstarfi við lands- menn alla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.