Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Landsleikur við Dani á miðvikudapn: Verður 13 happatala íslands? ÍSLENDINGAR og Danir leika landsleik á Laugardalsvellinum n.k. miðvikudag og hefst hann klukkan 20. Dómari verður skozkur, Alexander að nafni, en línuveröir íslenzkir, Hreiðar Jónsson og Valur Benediktsson. Miðaverö verður 2000 krónur í sæti, 1400 krónur stæði og 400 krónur barnamiöi. Forsala aðgöngumiða hefst í Austurstrætí á hádegi á mánudag. Landsleikurinn á miövikudag verður 103. landsleikur íslendinga og sá 13. gegn Dönum. íslendingum hefur aldrei tekist að sigra Dani í landsleik í knattspyrnu, en af þeim 12 leikjum sem þjóðirnar hafa leikið hefur tveim lyktað með jafntefli (1 — 1 og 0—0) en 10 hafa tapast. Af þessum 12 leikjum hafa 7 veriö leiknir á íslandi, en 5 í Danmörku. Markatalan í leikjunum er 12 gegn 51 Dönum í hag. Ef við rifjum upp leikina gegn Dönum, þá er fyrst að minnast á þaö, að fyrsti landsleikur okkar var einmitt gegn Dönum og fór hann fram á Melavellinum 17. júlí 1946. Þann leik unnu Danir með 3—0. Árið 1949 er fyrsti landsleikur íslands á erlendri grund, er leikið er gegn Dönum í Árósum og enn sigra Danir, en að þessu sinni með 5—1. Mark íslands skoraöi Halldór Hall- dórsson, Val, sem hafði komið inná sem varamaður. Aftur mætum við Dönum árið 1953 og nú á Idrætsþarken í Kaupmanna- höfn. Aftur er danskur sigur, 4—0. Danir heimsækja ísland áriö 1955 og leika í roki og rigningu á gamla Melavellinum. Veöur og aöstæöur hafa ekki áhrif á þaö, að Danir sigra örugglega 4—0. Á 10 ára afmæli KSÍ heimsækja Danir okkur og nú er í fyrsta sinn leikiö á Laugardalsvellinum. Aö þessu sinni var leikurinn fjörugur og Þrír landsliösmenn voru á æfingu í Laugardalnum í gær, allir komnir frá útlandinu til Þess að vera með. Talið frá vinstri: Jóhannes Eðvaldsson, Árni Stefánsson og Jón Pótursson. Ljósm. KróL lauk honum með sigri Dana 6—2. Það voru Skagamennirnir Ríkharður Jónsson og Þórður Þórðarson, sem skoruðu mörkin. Árið 1959 leika íslendingar í riðli með Dönum vegna undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Róm 1960. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvellin- um 26. júlí. Þrátt fyrir að leikurinn væri ágætlega leikinn af okkar mönnum tókst þeim ekki að sigra, því Danir skoruðu 4 mörk gegn 2 okkar. Þeir félagar úr KR, Sveinn Jónsson og Þórólfur Beck, skoruöu mörk íslands. Síöari leikurinn fór fram á Idræt- sparken 18. ágúst sama ár. Þaö er skemmst frá því aö segja, aö nú var danskurinn heppinn og slapp naum- lega fyrir horn. Sveinn Teitsson frá Akranesi skoraði í fyrri hálfleik og viö það sat, allt til að einar 7 mín. voru til leiksloka, en þá tókst Henning Enoksen aö jafna. En eftir þaö átti ísland a.m.k. tvö góö tækifæri til aö skora, sem ekki tókst að nýta og jafntefli 1—1 varö staöreynd. Nú líöa eins 6 ár, þar til viö mætum Dönum næst, en það var 6. júlí 1965, aö þeir heimsækja okkur og leika á Laugardalsvellinum. Danir halda uppteknum hætti og sigra aö þessu sinni með 3—1. Það var Baldvin Baldvinsson, sem skoraði eina mark íslands. íslendingar gjalda þessa heimsókn meö leik á Idrætsparken 23. ágúst 1967. Þessum leik gleymum við aldrei, en hann er einn sá svartasti í landsleikjasögu okkar til þessa. Þaö er skemmst frá að ségja, að Danir sigruöu meö miklum yfirburðum og skoruðu hvorki meira né minna en 14 mörk gegn 2. Það voru þeir Hermann Gunnarsson, Val, og Helgi Númason, Fram, sem sendu knöttinn í marknet Dana í þessum leik. Nú verður nokkurt hlé á leikjum við Dani, því það er ekki fyrr en 7. júlí 1970, að við leikum næsta leik við þá og nú á Laugardalsvellinum. Þaö tókst að nokkru að hefna harmanna frá 1967, því leiknum lauk með markalausu jafntefli. Danir koma aftur í heimsókn 3. júlí 1972 og sigra örugglega í skemmti- legum leik með 5—2. Það var Tómas Pálsson, ÍBV, og Eyleifur Hafsteins- son, ÍA, sem skora mörk íslands. 12. landsleikur okkar við Dani fór svo fram í Álaborg 9. okt. 1974. Nú átti að sigra Dani eins og svo oft áöur, en þeir höföu heppnina meö sér og unnu 2—1 í jöfnum or spennandi leik. Matthías Hallgríms- son, ÍA, skoraði mark íslands. Leikurinn á miðvikudag er 13. landsleikur þjóöanna og enn von- umst við eftir íslenskum sigri. Reynist talan 13 happatala fyrir okkur og rætist sá langþráöi draumur aö sigra Dani? Úr því fæst skorið á miðviku- dagskvöldiö. • Janus Guðlaugsson, leikur nú sinn annan landsleik gegn Dön- um á þessu ári, hann lék með íslenska handboltalandsliðinu. sem tapaði fyrir Dönum í Heims- meistarakeppninni. • Arnór Guðjohnsen, yngsti leik- maður íslenska liðsins, aðeins 16 ára gamall. Aðeins einn leikur í 1. deild AÐEINS einn leikur fer fram í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu um helgina vegna lands- leiksins við Dani á miðvikudag- inn. Heil umferð fer fram í 2. deild og fjölmargir leikir í 3. deild að vanda. Dagskrá íslands- mótsins um helgina er þessii Laugardaxur, 2. deild, Laugardalsvöllur, KR — Þór k). 14 tsafjarðarvöllur, ÍBÍ — Austri kl. 14 Húsavfkurvöllur, Völsungur — Ármann kl. 15 Sandgerðisvöllur, Reynir — Þróttur kl. 16 3. deildi Þorlákshafnarvöllur, Þór — Grindavfk kl. 16 Vikurvöllur, USVS — Víðir ki. 16 ÍSLANDSMÓTIÐ Þegar leiknar hafa verið 8 umferöir í fslandsmótinu og aöeins ein eftir í „hálfleik", bendir allt til þess, að spá margra um toppbar- áttuna muni rætast. Akranes og Valur hafa nú þegar slíka yfirburði og mikið forskot stiga að aðrir blanda sér ekki í baráttuna á næstu vikum. Þaö fer ekkert á milli mála aö þessi tvö lið eru f sérflokki, og leika knattspyrnu sem er mörgum „klöss- um“ fyrir ofan þau liö sem næst koma. Spurningin er hvort hér sé að verða eins og í Skotlandi þar sem tvö félög hafa um áraraðir verið í sérflokki. Vonandi ekki. Við þessa stööu sem nú er komin veröur mótið svipminna en ella. Áhorfendur koma aðeins á leiki þegar þessi lið eru annar aðili, en sárafáir á aöra. Ömurlegar voru síöustu tölur úr Hafnarfirði, 182 áhorfendur. Hlé verður á íslandsmótinu í viku vegna landsleiksins við Dani n.k. miðviku- dag, en níunda umferð verður 1. júlí meö toppleik deildarinnar, þ.e. leik Akraness og Vals á Skipaskaga. Fyrir þá sem gaman hafa að ýmiss konar „statistikk" má geta þess, að Janus Guðlaugsson F.H. skoraði 100. mark deildarinnar í leik Þróttar og F.H. Alls hafa verið skoruð 123 mörk í 37 leikjum eða að meöaltali 3.32 mörk í leik sem er mjög hátt meðalta! og segja má að sóknarknattspyrna sé í fyrirrúmi. Annað sem athygli vakti í knatt- spyrnunni í síöustu viku voru úrslit í nokkrum bikarleikjum þar sem 3. deildar lið unnu stóra sigra á 2. deildar liöum. Einherji, Vopnafirði, yfir Austra, Víkingur, Ólafsvík, yfir Ármanni, Rvík, og ísafjörður gegn Fylki, en bæöi þessi liö eru ofarlega í 2. deild. ÚTLENDINGAR í ÍSLENSKRI KNATTSPYRNU í leik Vals og K.A. sl. fimmtudags- kvöld lék skozkur piltur í liði Vals og vakti það að vonum athygli manna. Til þess að erlendir ríkisborgarar fái leyfi til að leika með íslenzkum félögum í landsmóti, þarf samþykki Í.S.Í. og K.S.Í., í þessu tilfelli, og var svo aö sjálfsögöu. Leyfi viðkomandi aðila byggist á því að viðkomandi maöur hafi minnst 6 mánaða búsetu í landinu og atvinnuleyfi. Öll mál hafa tvær eða fleiri hliðar og svo mun Landsliðsmál og útlending- ar í íslenzkri knattspyrnu einnig hér. Ég minnist þess ekki að erlendir ríkisborgarar hafi keppt með íslenzkum félögum a.m.k. í 25 ár, ef undan er skiliö leyfi fyrir erlenda körfuknattleiksmenn, en þaö mun mál manna er bezt þekkja að leyfi til körfuknattleiksmannanna hafi verið íslenzkum körfuknattleik til fram- dráttar og því rökrétt ályktun. Það sem teljast verður jákvætt við ofangreind leyfi fyrir knattspyrnu- menn er að sjálfsögöu, að viðkom- andi leikmenn hafi bætandi áhrif á knattspyrnuna í landinu, og séu íslenzkum íþróttum til góðs. Nei- kvæöu hliöarnar eru trúlega þær aö menn óttast að peningar verði í spilinu, þ.e. peningafyrirgreiösla eöa önnur fyrirgreiðsla t.d. laun eða lánafyrirgreiðsla komi við sögu, eöa menn komi hingaö með einhverju yfirklóri sem þjálfarar eða eitthvað annað. Þegar íslenzkir knattspyrnumenn leita til útlanda í von um frægö og frama finnst mönnum það eölilegt, ef erlendir leikmenn óska eftir að leika hérlendis snýst dæmið við. Ég tel að hér verði að fara að öllu með gát og flýta sér hægt og íþróttaforystan verði hér að hafa skýr ákvæöi um að fara eftir. Hér er mál til umhugsunar, breyttir tímar boða ný viðhorf sem taka verður á hverju sinni, og finna beztu lausn. LANDSLIÐSMAL Fyrsti A-iandsleikur ársins verður n.k. miövikudag við „erkifjendur", Dani, og nú skal „danskurinn" lagöur að velli. Óvenju hljótt hefur verið um landsliösmál á þessu vori, ólík því sem var s.l. tvö ár þegar Tony Knapp var í eldlínunni, og íþróttafréttaritarar fylltu síður sínar af hugleiðingum og athugasemdum um landsliösþjálfara og landsliösmál. Það, sem einna helst var deilt um, var hvort lands- liðsþjálfari í fullu starfi á góðum launum ynni nógu mikið fyrir sínu kaupi, og hvort ekki væri hægt aö nýta landsliðsþjálfarann betur sem starfskraft fyrir íslenska knattspyrnu. Á þessu ári var skipt um landsliðs- þjálfara og Sovétmaðurinn Youri llitchev ráðinn. Ilitchev hafði eins og flestum mun kunnugt þjálfað val um 4 ára skeið með góðum árangri. Þrátt fyrir þessa skiptingu hefur ekki orðið um neina verulega breytingu að ræöa varöandi starf landsliðsþjálf- ara. Ég þekki Youri llitchev allvel sem þjálfara eftir nokkurra ára samstarf aö knattspyrnumálum, og fullyröi að hér er frábær þjálfari fyrir félagsliö á ferðinni. Sterkustu kostir Youris sem þjálfara tel ég vera glögga og nákvæma úrfærslu á þeim leikkerfum sem hann leggur fyrir hverju sinni, mjög útsjónarsamur varðandi stað- setningar einstakra leikmanna meö tilliti til leikskipulags, eldsnöggur aö sjá út veikleika andstæðinga. Um það hvort eins vel tekst til varðandi þjálfun landsliðs, verður tíminn að skera úr, vonandi að svo verði, en mér til efs aö þau vinnubrögð og sá tími sem ætlaöur er til iandsliösundir- búnings hérlendis henti núverandi landsliðsþjálfara. Aö vera þjálfari án liðs er nokkuð annað og hentar kannski ekki öllum jafnvel, frekar en að vera hershöfðingi án hermanna. Þegar þetta er ritað er ekki vitaö hvernig staöið verður aö vali lands- liðs gegn Dönum. Hvort sóttir verði 6—8 leikmenn sem leika með erlendum liðum til auglýsingar til aö fá fleiri áhorfendur eða hvort valið verður úr þeim landsliðshópi, sem valinn var til landsliðsundirbúnings og æfinga í vor, en um æfingar og undirbúning þar aö lútandi hefur verið mjög lítið aö ræða. Þá vaknar sú spurning sem oft hefur verið rætt áöur, hvort ráöa eigi landsliðsþjálfara í fullt starf á góöum launum, sem hefur „síðan nær engin tækifæri til að þjálfa viðkomandi „kandidata". Eins og málum er nú komiö fer þjálfun öll fram í félögunum og landsliðsþjálfar- inn nánast „samnefnari" fyrir lands- lið. Á það má benda að bezta knattspyrnulandsliö heims aö margra KN ATTSP YRNUR ABB EjFTlR ÁRNA NJÁL8SON Njarðvíkurvöllur, Njarðvík — Bolungarvlk kl. 15 Ólafavfkurvöllur, Vfkingur — Snæfell kl. 16 Borgarnesvöllur, Skallagrfmur — Aftureld- ing kl. 16 Sauðárkróksvöllur, Tindastóll — Svarfdæl- ir kl. 16 Ólafsfjarðarvöllur, Leiftur — KS kl. 16 Grenivfkurvöllur, Magni — HSÞ-b kl. 16 Dagsbrúnarvöllur, Dagsbrún — Árroðinn kl. 14 Vopnafjarðarvöllur, Einherji — Leiknir kl. 17 Seyðisfjarðarvöliur, Huginn — Sindri kl. 17 Sunnudaguri 3. deildi Egilsstaðavöllur, Höttur — Sindri kl. 16 Mánudagur> 1. deildi Akureyrarvöllur, KA - Vfkingur kl. 20 3. deildt Helluvöllur. Hekla — Selfoss kl. 20 dómi í dag, Hollendingar, annaö tveggja liða sem leika úrslitaleik um Heimsbikarinn n.k. sunnudag, hefur ekki landsliösþjálfara ( fullu starfi, langt frá því. Landsliösþjálfari Hol- lendinga er í fullu starfi hjá 1. deildarliöi í Belgíu, en er síðan meö hollenzka landsliöið rétt fyrir lands- leik eða aðeins meðan landsleikur stendur yfir. Verði það ofaná að margir leikmenn sem leika með erlendum liðum leiki landsleikinn viö Dani tel ég aö starf landsliösþjálfar- ans eins og það hefur verið í vor sé alrangt. Þá hefði verið eðlilegra að landsliösþjálfarinn hefði verið stóran hluta af tímanum erlendis, feröast á milli staða þar sem viökomandi leikmenn eru og fylgst með leikjum þeirra og verið í eins nánu sambandi viö þá leikmenn, og unnt var. Frá mínum sjónarhóli er út í hött að velja menn í landsliö, sem landsliöþjálfari hefur ekki séð leika í 1—2 ár, auk þess sem margir þeirra eru búnir að vera í margra vikna sumarfríi. Starf landsliösþjálfara veröur ekki rakiö nánar aö þessu sinni en mín skoðun á vali landsliös fyrir leikinn viö Dani er sú aö velja ber 1—2 leikmenn sem leika í útlöndum, ef fulltryggt er aö þeir séu í „toppformi" en í aðrar stööur eigi aö velja leikmenn sem róa á heimamiðum. MINNINGARLEIKUR Á AKRANESI Undirbúningur fyrir landsleikinn við Dani byrjar í dag meö leik á Akranesi, þar sem úrval landsliðsnefndar leikur gegn íslandsmeisturum Akraness. Leikurinn er leikinn til minningar um Guðmund Sveinbjörnsson, sem um langt árabil var einn af forvígismönn- um í Knattspyrnusambandi íslands, lengst af sem varaformaður. Guö- mundur Sveinbjörnsson vann ómetanlegt starf að æskulýös- og íþróttamálum fyrir Akranes og naut þar trausts og virðingar. Ég kynntist Guömundi Sveinbjörnssyni vel þegar ég var liösmaöur meö Val og landsliðinu, og té að þeir ungu menn sem í dag eru valdir í úrvalsliö til að leika knattspyrnuleik í minningu um Guðmund Sveinbjörnsson séu gæfu- menn, því betri forystumanni fyrir ísienzka íþróttaæsku hefi ég ekki kynnst- Árni Njálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.