Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Ólafur G. Einarsson, alþingismaður: Hugleiðingar um hættuástand Mjög hafa menn velt því fyrir sér að undanförnu hverjar skýr- ingar kunni að vera á fylgisaukn- ingu Krata og Komma í byggða- kosningunum í maí, og samsvar- andi tapi stjórnarflokkanna. Margar skoðanir eru uppi, sjálf- sagt eiga þær allar einhverja stoð, engin ein er þó algild, eða nægileg til útskýringar. Sem ýmsir aðrir hef ég reynt að mynda mér skoðun á þessu. Ekki geri ég kröfu til að mínar skýring- ar verði álitnar öðrum réttmætari. Engu að síður set ég þær fram. Orsakir upplausnar Upplausnarástand er nú ríkj- andi hér á landi og hefur verið um margra ára skeið. Ég rek upphaf þess hiklaust til hinnar taumlausu eyðslu, sem vinstri stjórnin inn- leiddi. Allt átti að gera á svip- stundu, og svo sannarlega gerðist margt meðan sjóðirnir entust og afleiðing aukinnar seðlaprentunar var ekki farin alvarlega að segja til sín. Verðbólguskriðan fór af stað. En þá var ekki lengur gaman að stjórna og vinstri stjórnin hrökklaðist frá þegar hún hafði komið verðbólgunni í 50% og vel það. Til þessa tíma og aðgerða vinstri stjórnarinnar má rekja þá upplausn sem ríkir í íslensku þjóðlífi. Andstaða við stjórnvöld Hinn almenni borgari vill þetta ekki. Hann notar öll tækifæri, sem bjóðast, til þess að mótmæla þessu ástandi. Þau tækifæri bjóðast mörg. Hann mótmælir athöfnum stjórnvalda, alveg sérstaklega ef þær snerta að^ejnhverju leyti hans hagsmuni. Svo er um flestar aðhaldsaðgerðir, t.d. að dregið er úr launahækkunum, þótt sannan- legt sé, að í því felist raunhæfari kjarabætur en fleiri krónur í laun veita. Vaxtahækkun er einnig aðhaldsaðgerð til að draga úr þenslu á peningamarkaði. Hún hittir þá, sem skulda, eða þurfa á lánsfé að halda. Þeir hugsa hins vegar ekki þá stundina um hag sparifjáreigenda, sem tapa sínu fé í verðbólgunni. Á þeirra fé byggj- ast þó útlán bankanna. Hinn almenni borgari mótmælir öllu meiri-hluta valdi. Það er ein skýring á því, að meirihluti sjálfstæðismanna tapaðist í nokkrum sveitarstjórnum, og hélst naumlega í öðrum. Þessi andstaða við meirihluta eins flokks kom einnig fram í Neskaupstað, þar sem Alþýðubandalag hefur ráðið lögum og lofum í áratugi. Þar tapaðist einn maður úr meirihlut- anum. Tími lýðskrumara Venjulega notfæra kommúnist- ar sér þetta ástand út í æsar. Það hafa þeir líka gert hér á undan- förnum árum, enda var sá tilgang- urinn þegar þeir lögðu grunninn. En nú hefur það gerst, að þeir hafa eignast keppinauta þar sem kratarnir eru. Öðru eins lýðskrumi hefur aldrei fyrr verið hellt yfir þjóðina, eins og kratarnir hafa gert nú undanfarin misseri. Og þetta er einmitt tími lýðskrumar- anna. Sagan kennir okkur, að þeir hafa víðar en hér notfært sér hliðstætt ástand. Nærtækasta dæmið eru nazistarnir í Þýska- landi og leiðtogi þeirra Hitler, sjúkur maður á sál, en nægilega tungulipur til að hrífa með sér heila þjóð, sem ekki gat lengur unað upplausnarástandi í efna- hagsmálum sínum, og fundvís á rétta tímann til að blekkja fólk til fylgis við helstefnu sína. Munurinn á Hitlerum nútímans er ekki mikill, að því er tekur til áróðurstækni. Beitt er lygum með hliðstæðum hætti, menn eru sak- felldir saklausir og verða síðan að sanna sakleysi sitt fyrir almenn- ingsálitinu. Með þessari aðferð er snúið við grundvallarreglu í rétt- arfari, þeirri, að enginn er sekur fyrr en á hann hefur verið sönnuð sök. Á þetta atriði benti Jón Skaftason, alþingismaður, á fram- boðsfundi í Stapa sl. þriðjudag. Þar las hann krötunum pistilinn á viðeigandi hátt og hafi hann heila þökk fyrir. Á þeim tveimur framboðsfund- um sem haldnir voru í Reykjanes- kjördæmi, var málflutningur krat- anna með eindæmum, einkum þeirra Karls Steinars Guðnasonar, svokallaðs verkalýðsleiðtoga, og Gunnlaugs Stefánssonar, guð- fræðinema. Dæmi um málflutning Karls Steinars: „Sjálfstæðisflokkurinn er nátt- tröll íslenskra stjórnmála. Hann stefnir að því að svifta þjóðina efnalegu sjálfstæði." Flokkur, sem tæplega helmingur þjóðarinnar hefur fylgt að málum, fær þessa einkunn hjá þessum lýðskrumara. Svona málflutningur er ósiðlegur og sæmir ekki manni, sem telur sig eiga erindi á Alþingi. Dæmi úr málflutningi Gunn- laugs skipta ekki máli, enda var ræða hans mest megnis hávaði. Um blaðaskrif Vilmundar, for- stjóra hreinsunardeildarinnar, ætla ég ekki að ræða, það hafa svo margir gert, og fólk er löngu farið að sjá í gegnum þau. Samt virðast þessir menn njóta fylgis ótrúlegs fjölda, miðað við stefnumálin. En það, sem veldur, er þetta: Þeir bjóðast til að hreinsa til, þeir gera þetta með aðferðum lýðskrumara, þeir njóta fulltingis fjölmiðlanna, dagblaðanna flestra sjónvarps og útvarps, þeir fara með hrein ósannindi um menn og málefni, þeir þykjast ætla að gera það, sem þeir eru ekki menn til að standa við. Þeir tala um, að virðing Alþingis fari þverrandi. Niðurlæg- ing Alþingis yrði fullkomnuð, ef þessir menn setjast þar í bekki. Sjálfstæðisflokkurinn er haldreipið Spurningin er nú, hvort líklegt sé að bitlingasjúkir kratar, eða Alþýðubandalagsmenn, sem stöð- ugt villa á sér heimildir, séu líklegir til að bæta ástandið. Vonandi hafa menn áttað sig á því, að svo verður ekki. Ef þessir flokkar vinna á í kosningunum, verður mynduð hér vinstri stjórn með Framsókn, hvaða útreið sem hún fær. Það þýðir nýja kollsteypu í efnahags- og öryggismálum. Ég trúi því, að allir lýðræðis- sinnar hafi séð, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eina haldreipið. Með því eina móti að kjósa hann verður komið í veg fyrir myndum vinstri stjórnar, innreið haftakerfis, rík- isafskipta á öllum sviðum þjóðlífs- ins og glæfrastefnu í utanríkis- málum. Ég trúi því, að allir lýðræðis- sinnar hafi séð, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eina haldreipið. Með því eina móti að kjósa hann verður komið í veg fyrir myndun vinstri stjórnar, innreið haftakerfis, rík- isafskipta á öllum sviðum þjóðlífs- ins og glæfrastefnu í utanríkis- og öryggismálum. Þeir fylgjendur Sjálfstæðis- flokksins, sem kusu hann ekki í byggðakosningunum, verða að geta treyst því, að hann endurmeti stöðu sína og starfsaðferðir í ljósi þess, sem þegar hefur gerst. Það má vera það skilyrði sem fylgir atkvæðinu nú. sjálfstæði til ánauðar OKKUR tókst að fella Birgi ísleif Gunnarsson í borgar- stjórnarkosningunum síð- astliðnum. Ég segi okkur, vegna þess að það voru verk okkar manna, þeirra sem sátu heima og ekki kusu og hinna, sem hlupu yfir til annarra flokka, sem urðu þess valdandi að höfuðvígi sjálfstæðismanna á íslandi féll. Fimmtíu og tvö at- kvæði vantaði. Um leið og ég óska þessum mönnum til ham- ingju með kommúnista í stjórn, þá bið ég þá hina sömu að hugleiða þetta vel. Við þetta fólk vil ég segja: að það er ekki að velja um leiðir til þess að ná fram ákveðnum persónulegum hlutum, heldur er þetta fólk að leiða yfir sig stefn- ur; óbreytanlegar ofbeldis- stefnur. Sjaldan hef ég skilið þá menn, sem láta augnabliks hagsmuni og reiði koll- varpa sinni lífsskoðun, menn sem hlaupa frá sjálf- stæðri stefnu til ánauðar kommúnista. Þetta hefur oft gerst og þetta gerðist nú í bæjar- og b rgarstjórnarkosningun- um, en í guðs bænum látum það ekki endurtaka sig nú. Það er með öllu óskiljan- legt, að fólk sem man nazismann og hörmungar hans, skuli nú hlaupa í faðm kommúnismans — Alþýðubandalagsins. Frosti Sigurjónsson Björgvin Þóroddsson, Garði: Stjórnarandstaðan slitin úr tengslum við fólkið í landinu Kosningaslagur sá, er staðið hefur í allt vor, er nú að taka enda að sinni og er ekki laust við að nokkurrar þreytu gæti hjá fólki yfirleitt eftir svo langa umræðu um þjóðmál, enda þótt þjóðfélagsum- ræða fari vissulega alltaf fram á sinn hátt á öllum tímum. Það, sem kosningabarátta þessi hefir snúist um, eru kjaramál fólks í landinu yfirleitt, enda þó líklega hafi kjör fólks yfir heildina tekið aldrei verið betri, auk þess sem möguleikar til að auka tekjur eru góðir, þar sem víðast hvar vantar fólk til starfa. Það er því ömurlegt að heyra sultarvol núverandi stjórnarandstæðinga, sem á köflum er svo skerandi að hreint kvalræði er á að hlýða. Það er nú svo að mér finnst hálf aumkunarvert að hlusta á stjórnar- andstöðuna kvarta um kulda, myrk- ur, hungur og yfirleitt allt það sem fólki er heldur til ama í lífinu, eða að minnsta kosti er ómögulegt annað &ð skilja á þeim góðu mönnum sem tala á framboðsfund- um hér í Norðurlandskjördæmi eystra. Því er meðal annars haldið fram að ríkisstjórnin hafi framið kauprán með því að setja bráða- birgðalögin í vor og um leið sagt að það hafi verið gert til þess að auka fylgi stjórnarflokkanna. Málflutn- ingur stjórnarandstöðuflokkanna er annþá óskiljanlegri þegar þess er gætt að þeir hafa áður sjálfir í stjórn staðið að nokkurn veginn sömu aðgerðum og stjórnin nú. Það segir sína sögu að stjórnarandstað- an skuli halda því fram að ríkis- stjórnin fari í vasa lægst launaða fólksins í landinu til þess að sækja fljótt mikla peninga.Það sýnir betur en allt annað hversu gjörsamlega stjórnarandstaðan er slitin úr öllum tengslum við fólkið í landinu og það líf sem þjóðin lifir. Stjórnarandstaðan veit það ekki að í vösum lægst launaða fólksins eru alls engir peningar. Fólk með 150—200 þúsund krónur á mánuði gengur ekki bogið af peningaburði þó stjórnarandstaðan haldi það. Ég veit að vísu að það er nauðsynlegt að hafa illa launað fólk til þess að nota í verkföllum, svo hægt sé að ná meiru fyrir hátekju- fólk, þess vegna er til láglaunafólk á íslandi. Hefði verkalýðshreyfingin á undanförnum árum og áratugum verið notuð til þess að byggja hér upp þjóðfélag, sem byggði á skiln- ingi á milli stétta, launajöfnuði, sem er forsenda alls réttlætis, og þess gætt, að hagsmunir heildarinn- ar sætu í fyrirrúmi fyrir hagsmun- um einstakra hópa myndu málin horfa öðruvísi í dag. Það er óþarfi að vera að segja hvað gert hafi verið á undanförnum árum. Það vita allir að alltaf hefur verið stefnt að því að fara í verkfall í hálfan mánuð eða þrjár vikur, þó vitað hafi verið fyrir fram að kaupið yrði nákvæm- lega það sama að verkfalli loknu, það eina sem breyttist var krónan, hún varð minni, því kaup var hækkað í krónutölu en ekki aukinn kaupmátturinn. Fleiri krónum var vísað á sama verðmætið en áður, öðru nafni gengisfelling. Kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags þekkja allir, og vita, að þar græðir ekki fólk með eðlilegar tekjur. Þar er það sundurlyndis- fjandinn einn sem græðir. Það er réttlætismál að allir geti lifað góðu lífi af sinni vinnu og umfram allt launajafnrétti. Mikill launamunur stuðlar að missætti milli fólks og milli stétta og eykur það spennu á' öllum sviðum í þjóðfélaginu. Ég sé þó ekkert því til fyrirstöðu að duglegt fólk, sem mikið vill á sig leggja, fái vel borgað fyrir sína vinnu og þeir vinnuveit- endur sem hafa afburða fólk geti greitt því í samræmi við afköst. Gleymum því ekki að til þess að okkur farnist vel í okkar landi þurfum við öll að vinna saman, stefna öll að sama marki. Betri þjóð, betra land. Sjálfstæðisflokkurinn einn er flokkur allra stétta, því er hann stærstur allra flokka og því er hann sá flokkur sem gefur fólki mesta möguleika til áhrifa á gang þjóð- mála. Sjálfstæðisflokkurinn einn er sameiningarflokkur. Kjörorðið er „stétt með stétt". Við erum ein þjóð í einu landi. Sýnum að við höfum vit til þess að vinna saman að heill lands og þjóðar. Garði 20. júní 1978, Björgvin Þóroddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.