Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 33 Málefni sjávarútvegs á Alþingi: Menntun, starfsskilyrði og öryggi sjómanna Fiskvernd og hagkvæm nýting fiskafla Sjálfstæöisflokkurinn hefur haft á hendi ráðuneyti sjávarútvegsmála í núverandi ríkisstjórn og fylgt þar eftir stefnumálum sínum í formi stjórnarfrumvarpa og annarra þingmála m.a. um útfærslu fiskveiðilandhelgi í 200 sjómflur, margs konar ákvæði um fiskvernd og málefni útgerðar og fiskvinnslu. Einstakir þingmenn flokksins hafa einnig látið til sín taka í málefnum sjávarútvegs. Hér á eftir verður lauslega rakinn hluti af þessum sjávarútvegsmálum einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Verðmæti í þjóðarbúið sótt í sjávardjúp. Rannsóknaskip í sjávarútvegi Sverrir Hermannsson og Hall- dór Blöndal fluttu tillögu á Alþingi 1974 um byggingu nýs rannsóknaskips af skuttogaragerð, 500 smál. eða stærra, knúið a.m.k. 2000 ha. aðalvél. í greinargerð er lögð áherzla á gildi fiskrannsókna og starfsaðstöðu vel menntrar fiskifræðingastéttar þjóðarinnar. Meðferð fiskleitar og siglingatækja Sama ár flytja sömu þingmenn, ásamt Lárusi Jónssyni, tillögu til þingsályktunar um farkennslu í meðferð fiskleitar- og siglinga- tækja. Skv. tillögunni átti tækni- deild Fiskifélags Islands að annast þetta verkefni í samráði við skólastjóra Stýrimannaskólans. Tillagan varð ekki útrædd. Verkleg kennsla í sjómennsku Sverrir Hermannsson er með- flutningsmaður að tiliögu til þingsályktunar um verklega kennslu í sjómennsku og fiskveið- um og um útgerð fiskiskipa. Tillagan fjallar og um rekstur skólaskipa. Tillagan varð ekki útrædd. Sjóvinnuskóli íslands Pétur Sigurðsson flytur frv. til laga um Sjóvinnuskóla íslands á þinginu 1975 — farskóla í verk- legri sjóvinnu. Beitningavél Þorvaldur Garðar Kristjánsson gerir fyrirspurn um íslenzka uppfinningu — beitningavél, — um aðgerðir til að flýta fyrir að fullgera og sannprófa þá vél, sem hafnfirzkur hugvitsmaður, Garðar Ástvaldsson, hafi unnið að. í svari ráðherra kom fram að Fiskimála- sjóður hafi veitt styrki til þessa starfs um árabil. Sagði ráðherra að miklar vonir væru bundnar við þessa uppfinningu og að hann hefði, sem stjórnarmaður í Fiski- málasjóði átt hlut í að styðja þetta mál. Lánveitingar úr Fiskveiðasjóði Pétur Sigurðsson spurðist fyrir um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði Islands. I ljós kemur að á árunum 1972, 1973 og 1974 hafa verið lánaðar rúmar 6000 m. kr. úr sjóðunum. 1974 vóru t.d. lánaðar 42.6 m. kr. til Reykjavíkur, 430.8 m. kr. til Reykjaness, 411.6 m. kr. til Vesturlands, 645.1 m. kr. til Vestfjarða, 118.9 m. kr. til Norður- lands vestra, 843.2 m. kr. til Norðurlands eystra og 90.0 m. kr. til Suðurlands. Lánveitingar úr Hafnarbótasjóði Pétur Sigurðsson spyrst fyrir um lánveitingar úr Hafnarbóta- sjóði. I ljós kemur að árið 1974 var lánað úr sjóðnum: Vesturland 14.0 m. kr., Vestfirðir 38.0 m. kr., Norðurland vestra 17.7 m. kr., Norðurland eystra 47.3 m. kr., Austurland 36.8 m. kr., Suðurland 8.0 m. kr., Reykjanes 16.5 m. kr., Reykjavík ekkert. Sjávargróður við ísland Þorvaldur G. Kristjánsson, Pét- ur Sigurðsson, Jón heitinn Árna- son, Guðlaugur Gíslason og Sverr- ir Hermannsson flytja tillögu til þingsályktunar um rannsóknir og hagnýtingu á sjávargróðri við Island. Tillagan fól í sér aðgerðir til eflingar á slíkum rannsóknum, annars vegar með tilliti til uppeld- isstöðva nytjafiska og hins vegar með hagnýtingu sæþörunga fyrir augum. Takmörkun þorskveiða Oddur Ólafsson flytur tillögu um takmörkun þorskveiða. Lagt er til í tillögunni að ríkisstjórninni verði falið að sjá svo um að ekki verði veiddar meira en 250 þúsund lestir af þorski á Islandsmiðum 1976. Tillagan varð ekki útrædd. Staða hafnarsjóða Sigurlaug Bjarnadóttir o.fl. fluttu tillögu til þingsályktunar um stöðu hafnarsjóðs. Tillagan fól í sér athugun á hlutdeild ríkisins í stofnkostnaði hafnarmannvirkj a, mismunandi aðstöðu hafna vegna náttúruskilyrða, arðsemi hafna með tilliti til framleiðslu og verðmætasköpunar, athugun á ráðstöfunum til að létta greiðslu- byrði hafnarsjóða, sem verst eru settir, o.fl. Tillaga þessi hlaut ekki afgreiðslu. Útgáfa fiskikorta Sverrir Hermannsson flytur tillögu um útgáfu fiskikorta á þinginu 1976. Er þar gert ráð fyrir undirbúningi að útgáfu fiskikorta með Loran-C staðarlínum og öðrum þeim upplýsingum, sem að gagni mega koma við fiskveiðar. Nýting á lifur og hrognum Sigurlaug Bjarnadóttir og Jón heitinn Árnason flytja tillögu til þingsályktunar árið 1976 um nýtingu á lifur og hrognum, hvernig fullnýta megi lifur úr fiskafla landsmanna, sem nú „er að mestu fleygt fyrir borð á skuttogurum"; hvern veg bæta megi aðstöðu í fiskiskipum og í landi til nýtingar og vinnslu þessara verðmæta. í grg. kemur fram að um 10.000 tonnum af lifur sé árlega fleygt, sem á verðmæti þess tíma var talið 250 m. kr. í hráefninu einu, en verðmæti lifr- arinnar að sjálfsögðu margfalt meira fullunninnar. Tilkynningar- skylda skipa Pétur Sigurðsson flytur frv. til laga um tilkynningarskyldu ís- lenzkra skipa. Þar vóru settar fram nákvæmar reglur um þetta atriði, skiptingu hafsvæða um- hverfis landið í tilkynningarreiti, starfsemi strandstöðva að öryggis- eftirliti, framkvæmd þess og tilkynningarskyldu o.fl. Frum- varpið var í meginefnum sniðið eftir reglugerð um tilkynningar- skyldu en hefur að auki að geyma það nýmæli að bæta aðdtöðu með uppsetningu nýrra strandstöðva og staðfesta stjórnunarlegan rett Slysavarnafél. Islands í þessum málum. Tollfrjáls „nýjung“ til fiskvinnslu Albért Guðmundsson flytti frv. til laga um breytingu á lögum um tollskrá o.fl., sem var samþykkt, og fól í sér niðurfellingu innflutn- ingstolla á til þess gerðum vöru- pöllum úr plasti, sem nýttir eru í fiskiðnaði. Lífeyris- sjóður sjómanna Pétur Sigurðsson o.fl. flytja frv. til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna,' er færa lánareglur sjóðsins til samræmis við lánareglur annarra lífeyris- sjóða. Frv. var flutt að ósk stjórnar lífeyrissjóðsins. Stærð þorskstofns Guðlaugur Gíslason ber fram fyrirspurnir um áætlaða stærð þorskstofnsins o.fl. hann varðandi. I svari ráðherra kemur fram að veiðanlegur þorskstofn (þ.e. 3ja ári og eldri) hafi verið talinn 1976 642 milljónir fiska eða 1237 þúsund tonn að þyngd. Hrygningarstofn þorsksins (7 ára og eldri) hafi verið talinn á sl. ári 210 þúsund lestir eða minni en nokkru sinni fyrr. Ráðherra fór og ítarlega út 1 fiskverndaraðgerðir, starfsemi Hafrannsóknastofnunar, rann- sóknir á hrygningar- og uppeidis- stöðvum o.fl., sem of langt mál er fram að telja í slíku yfirliti sem þessu. Öryggi smábáta Pálmi Jónsson flytur tillögu um öryggisbúnað smábáta. Tillagan felur ríkisstjórn að beita sér fyrir að settar verði reglur um öryggis- búnað smábáta og eftirlit með þeim. í greinargerð segir að engar lágmarkskröfur hafi enn verið gerðar af hálfu opinberra aðila um flothæfni og öryggisbúnað smá- báta (6 metra langir milli stafna eða minni). Bátar af þessari stærð hafi alla tíð verið notaðar af þjóðinni á sjó, ám og vötnum í margvíslegum tilgangi. Sú notkun virðist fara í vöxt. Með hliðsjón af slysasögu síðari ára sé nauðsyn- legt, að setja öryggisreglur í þessu efni, raunhæfar og meðfærilegar í framkvæmd. Borgarspítalanum faerð tölva til úrvinnslu heyrnarmælinga EFTIRFARANDI fréttatilkynn- ing barst Morgunblaðinu fyrir skömmu frá Borgarspítalanum. SKRIFVÉLIN H/F, Suður- landsbraut 12, Reykjavík hefur nýverið fært Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans að gjöf tölvu, sem nota á við úrvinnslu niðurstaðna sérstakra heyrnarmælinga, svonefndra ERA-heyrnarmælinga, sem ný- lega er farið að framkvæma á deildinni, og er nýjung hér á landi. Er hér um að ræða flókna tækjasamstæðu, sem gerir læknum og starfsliði deildarinn- ar mögulegt að mæla heyrn á sjúklingum þeim, sem ekki geta aðstoðað við venjulegar heyrn- armælingar, svo sem fávitum, vangefnum eða ómálga börnum. Tölvan var afhent af Erni Jónssyni forstjóra SKRIFVÉL- ARINNAR H/F þann 18.05.78 í Borgarspítalanum, að viðstödd- um stjórnarmeðlimum stjórnar Sjúkrastofnana Reykjavíkur- borgar, læknum Háls-, nef- og eyrnadeildar ásamt öðru starfs- liði. Þetta er sjötta stórgjöfin, sem Háls-, nef- og eyrnadeild Borg- arspítalans hefur fengið síðan að hún tók til starfa fyrir rúmum 8 árum síðan, en hún er eina deild sinnar tegundar á íslandi. Öllum velunnurum deildar- innar bæði fyrr og síðar færir stjórn Sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar hinar beztu þakkir. Mynd þessi var tekin er gjöfin var afhent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.