Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 39 —Minning Guðný Framhald af bls. 38. kynningu alla á einn veg. Alveg sérstaklega hefur móðir mín beðið mig að flytja henni að leiðarlokum þökk fyrir vináttu og samveru. í Guðnýju taldi hún sig eiga eina sína beztu vinkonu hér. Það slær birtu á minningu þessarar góðu konu í hugum okkar, gott var að eiga samfylgd hennar hverjum sem hana átti. Öllum aðstandendum hennar færi ég einlægar samúðarkveðjur, ekki sízt sonum hennar og fóstur- dóttur og þeirra fólki svo og aldraðri systur. Blessuð sé minning Guðnýjar í Skál. Helgi Seljan. — Minning Kjartan Framhald af bls. 38. stjórn verslunarfyrirtækis föður síns, sem var allumsvifamikið og stóð í blóma. Áður hafði hann starfað sem gjaldkeri í banka í New York. En þegar Hannes lést, á afmælisdegi sonar síns, fyrir 6 árum, flutti Jón með Elínu, móður sinni, til Reykjavíkur. Hann var þó löngum með annan fótinn í Banda- ríkjunum, en hélt um leið tryggð við ættland föður síns og fylgdist vel með íslenskum málefnum. Það er til marks um vinsældir Jóns, að nágrannar hans í Ridge Road í Bronxville frá barnæsku, þau hjónin Frederick og Gertrud Beach, ásamt dóttur þeirra Nancy, tóku hann á heimili sitt sem sonur væri og bróðir. Bjó Jón ávallt hjá þeim er hann kom til New York, þar til fyrir nokkrum mánuðum að hann ákvað að leigja sér íbúð í nágrenninu. Mun hann hafa hugs- að sér að setjast að í Bandaríkjun- um og þá á þeim slóðum þar sem hann hafði slitið barnsskónum og davlið mestan hluta sinnar stuttu ævi. Fyrir tveimur árum, er Elín, móðir Jóns var í heimsókn hjá dætrum sínum, Margréti, gift Farrow Allen, sem býr í Vermont- fylki, og Önnu, gift John Macko, sem býr í Rochester, New York, varð hún fyrir áföllum á heilsu sinni, sem gerði henni ófært að flytjast aftur til Islands í bráð. Eftir þetta eyddi Jón heitinn fleiri stundum í Bandaríkjunum. Með Jóni er genginn ljúfur drengur, sem skildi eftir ekkert nema góðar minningar hjá öllum, sem til þekktu. Blessuð er minning hans í þakklæti fyrir margar góðar stundir í hans félagsskap. New York í júní 1978. ívar Guðmundsson. — Rætt við Guðmund Framhald af bls. 32 verið allir af vilja gerðir til að hjálpa mér þegar ég hef leitað til þeirra. Hjá einum fékk ég timbur til hússins, hjá öðrum kartöflugarð og svona mætti lengi telja. Það sem ég tel vera einna mest aðkallandi svona persónu- lega hérna á Húsavík er að fá bætta íþróttaaðstöðuna fyrir krakkana. Þeir hafa margir náð mjög langt í hinum ýmsu íþróttagreinum, en aðstaðan stöðvar þá, þ.e. innanhússað- staðan. Mér innst það nú skrítið að þetta fína íþróttahús skyldi hafa verið byggt á Laugum, hér innar í sveitinni, reyndar tóm della, það hefði átt aö byggja það hér í bænum. Jú, við hjónin erum bæði jafn ánægð að búa hér, allir hér taka manni vel, það er mjög gott að umgangast Húsvíkinga og héð- an eru hlemmivegir til beggja átta. Alla vega verðum við hér næstu árin svo veit maður ekki hvað verður. — Afríka Framhald af bls. 16 þeirra lætur í ljós skoðun sína a því, hvaða framvindu málefni Afríku skulu taka í framtíðinni. Án nokkurra athugasemda láta leiðtogarnir í hinum ýmsu Af- ríkuríkjum forseta Togos lýsa yfir: „Innrásin í Shaba-héraðið hefur sýnt og sannað, að tveir dagar nægja til þess að eyði- leggja vinnu tuttugu ára. Öryggi verður að koma á undan þróun atvinnuveganna." Jafn þegj- andalega taka hinir ýmsu leið- togar í Afríku ummælum for- seta Malis: „Mér verður á að spyrja hvers virði sam-afrískur her er í rauninni. Vandamál Afríku eru þróunarvandamál. Háþróað land getur nefnilega varið sig sjálft." Leiðtogarnir í Afríku taka enga afstöðu. Eins og púður- tunna Hættan á stórsprengingu í Afríku eykst jafnt og þétt. Hin 48 ríki þessarar heimsálfu eru skipulagslaus og sundurþykk sín á milli. Afríska samheldnis- stefnan, sem hinn fyrrum svo vinsæli ríkisforseti Ghanas, Kwame Nkrumaha, boðaði og barðist fyrir, er nú löngu gleymd. Svarta Afríka á í hæsta lagi eina sameiginlega rödd, þegar hin tvö ríki hvítra manna í suðurhluta álfunnar ber á góma, — og reyndar einnig í þeim tilvikum, þegar hin svörtu Afríkuríki sjá tækifæri til þess hjá Sameinuðu þjóðunum að setjast sjálf í dómarasætið yfir hinum sömu Vesturlöndum, sem þó veita þeim þróunaraðstoðina. Hin marg- víslegustu sjónarmið Annars verður að flokka Afríkuríkin eftir hinum marg- víslegustu hagsmunasamtökum þeirra, sem aftur gera það að verkum, að sundurþykkjan inn- byrðis er fljót að blossa upp í bál, ef eitthvað ber út af. Það má nefna pólitískt samband, sem markast af landfræðilegri legu einstakra ríkja, efnahags- lega samvinnu eins og Vesturaf- ríska efnahagsbandalagið, svo aftur þann hóp ríkja, sem eru hliðholl Frakklandi og leita þar ráða og aðstoðar. Þá má tala um hin „gætnari" Afríkuríki eins og Fílabeinsströndina, Líberíu, Senegal, Sambíu, Keníu og Súdan, og svo aftur upi hin „róttækari" ríki eins og Angólu, Mosambique, Líbíu og Alsír. Enn má nefna hin algjörlega áhrifalausu ríki eins og Búr- undi, Rúanda eða þá Mið- afríku-lýðveldið, sem nú kallast keisararíki. Þarna eru líka hin blóðidrifnu einræðisríki Mið- baugs-Guinea, Úganda og Eþíó- pía. Og loks verður svo að nefna þau tvö ríki, sem innan skamms hljóta sjálfstæði: Rhódesíu og Namibíu. Ráðaleysið ríkir Hingað til hefur slagorðið „Afríka handa Afríkönum" ekk- ert verið nema innantómt slag- orð. Hið mjög svo óljósa orðalag ýmissa afrískra stjórnmála- manna og menntamanna um að Afríka verði nú loks að fara að þróast í samræmi við sinn uppruna og verði að minnast þess styrks, sem hún búi yfir, og að bezta aðferðin til þess sé að efla OAU, Samband Afrískra ríkja, gefur aðeins það eitt í skyn, að í reynd verði allt látið dankast áfram. Því í Afríku er einfaldlega hvorki fyrir' hendi þessi „afríska samhyggð" né heldur býr Afríka yfir sameigin- legum styrk, — svo alls ekki sé minnst á sameiginlegan vilja til eins eða neins. Og leikurinn heldur áfram Á meðan gæzlulið, gjafafé og góð orð eru helztu úrræðin, sem til tals koma eða jafnvel her- sveitir hvítra manna, sem veita eiga skyndihjálp gegn skyndiár- ásum, munu aðrir utanaðkom- andi aðilar halda áfram að reyna sitt bezta við að ná endanlega tökum á atburðarás- inni í Afríku sér í hag. Gabriele Venzky — Sú byggðastefna... Framhald af bls. 20 kvæmdum væri verið að byggja upp vegakerfi fyrir allt landið, sem að vísu er mikilvægast fyrir þá, er búa við verstar samgöng- ur, en allir landsmenn hafa hag af því að geta komist greiðlega um sitt land. Ég vil aðeins endurtaka að þetta er hags- munamál allra landsmanna og sú byggðastefna, sem allir ættu að geta sameinast um,“ sagði Valdimar að lokum. mHADSTEN H0JSKOLE 8370 Hadsten, milli Árósa og Randers 20. vikna vetrarnámskeid okt —febr. 18. vikna sumarnámskeið marz-júlí. Mörg valfög t.d. undirbúningur til umsóknar í lögreglu, hjúkrun, barna- gæzlu og umönnun. Atvinnuskipti og atvinnuþekking o.fl. Einnig lestrar- og reikningsnámskeið. 45 valgreinar. Biöjiö um skólaskýrslu. Forstander Erik Klausen, sími (06) 98 01 99. Morgunblaðið óskar v-oftir blaðburðarfólki i Vesturbær Hagamelur Upplýsingar í síma 35408 tvgtmfrlftMfe m & f* Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiöar og jeppabifreiö, er veröa sýndar aö Grensásvegi 9, þriöjudaginn 27. júní kl. 12—3. Tilboöin veröa opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliöseigna. Jónsmessugleöi Hvoli Skvettiö úr klaufunum á Jónsmessugleöi Hauka. Mætum hress viö kjörboröiö. X-Haukar. Sætaferöir frá B.S.Í. Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn og Hellubræörum. Hvati. Simi 27/VO Frumsýnum í dag stórmyndina rroitM ■rce-cRiscQf ^ —impnsoned... hisonedesre ^ tbe perfect revenge . :v«\v ."'VvÖ * ¥• ^ J'j-Æoo Richard Chamberiain „The Count of Monte-Cristo .un^gTrevor Howard Louis Jourdan Donald Pleasence »iTonyCurtÍ$MFm«iifaA«o mntog Kate NoSqan Taryn Power Nenwewfloeinont om>m« OvridGraene A*yn Fer^oon *~*M***SidneyCjrrol mm.Ateander Dunae A Norman RoMmont Production Sýnd 5, 7 og 9. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.