Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Framkvæmdir við Kröflu ákveðnar: Endurvinnsla og tenging hola fyrir 350 millj. Eiga að gera virkjuninni kleift að framleiða 15-17 MW „bessi áætlun Einars Tjörva Elíassonar yfirverkfræðinKs og framkvæmdastjóra Kröflunefnd- ar var rædd í ríkisstjórninni og það var ákvcðið að hefja undir búning og setja hana í gang. Ég hef því faiið Kröfluncfnd að stjórna þessu verki,“ sagði Gunn- ar Thoroddsen iðnaðarráðherra í samtali við Mhl. í gær, er blaðið spurði hann um fyrirhugaða endurvinnslu borhola við Kröflu á þessu ári. „Varðandi borun nýrra hola vildu menn ekki taka neinar ákvarðanir,“ sagði iðnaðarráðherra, „en með þessum framkvæmdum eru horfur á að Kröfluvirkjun fari að framleiða rafmagn í verulegum mæli síðar á þessu ári.“ Einar Tjörvi Elías- son framkvæmdastjóri Kröflu- virkjunar sagði að áætlun sin gerði ráð fyrir viðgerðum á holum 11,10 og 3 og að iausleg kostnaðaráætlun varðandi við- gerð og tengingu hljóðaði upp á 350 milljónir króna. „Með þessu er aetlunin að geta keyrt á hálfu afli á annarri samstæðunni sem gæfi 15—17 megawött," sagði Einar Tjörvi. Iðnaðarráðherra sagði að gerð yrði nákvæm greiðsluáætlun fyrir framkvæmdirnar en ekki hefur verið ákveðið með hverjum hætti þær verða fjármagnaðar. „Þetta verður fjármagnað af ríkinu á einn eða annan veg,“ sagði iðnaðarráð- herra. Einar Tjörvi sagði að hann hefði gert tillögu um að gert yrði við holur 11, 10 og 3. „Viðgerðin á holum 11 og 10 felst í að fóðra af efra kerfið og er það að ráðum Richards Bolton yfirjarðhitaverk- fræðings á Nýja-Sjálandi. Viðgerð á holu 3 verður að bæta slit á fóðringu og auk þess steypa af efra kerfið. Holur 3 og 10 eru ekki tengdar, þannig að þær þarf að tengja inn á gufuveituna.“ „Eg hef gert lauslega kostnaðar- Framhald á bls. 2G. begar utankjörstaðaskrifstofunni í Miðbæjarskólanum var lokað í gærkvöldi höfðu 6700 manns neytt þar atkvæðisréttar síns en á föstudagskvöld fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu 7099 manns kosið þar. Skrifstofan verður opin í dag milli kiukkan 10 og 12, 14 — 18 og 20—22 og á morgun, kjördag, milii kiukkan 14 og 18 fyrir utanborgarfólk. Myndin var tekin í Miðbæjarskólanum í gær. Ljósm. Mbl: Kristinn. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur í Kópavogi: Falla frá kröfunni „samninga í gildi” VINSTRI stjórn Alþýðu- bandalags, Alþýðuílokks og Framsóknarflokks hefur verið mynduð í Kópavogi undir forystu Alþýðubanda- lagsins. Á bæjarstjórnar- fundi í gær kynnti Björn ólafsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins mál- efnasamning meirihluta- flokkanna, en í honum segir að leitað verði lausnar á kjaramálunum „með hlið- sjón af“ ákvörðun vinstri stjórnarinnar í Reykjavík. Hið sama er því uppi á teningnum f Kópavogi, að Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag falla frá kröfunni „samningana í gildi“ og efna aðeins 30% af kosningalof- orði sínu frá því fyrir sveitarstjórnakosningar. Björn Olafsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins sagði, að sér- stök stjórn yrði sett yfir Vélamið- stöð bæjarins og eftirlit yrði aukið með allri starfsemi bæjarins. Hann sagði, að lögð yrði áherzla á smíði leiguíbúða og verkamanna- bústaða á næsta kjörtímabili. Ef ágreiningur yrði á milli samstarfs- Framhald á bls. 26. Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson: Brotið blað 1 lífeyrismálum — Grettistök í húsnæðis- og tryggingamálum aldraðra SJÖUNDA og áttunda sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Rcykjavík skipa tveir forystumenn launþega- samtaka, þeir Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlun- armannafélags Reykjavíkur, sem er stærsta iaunþegafélag landsins, og Pétur Sigurðsson, einn af forystumönnum sjó- manna um árahii. í bréfi, sem þeir hafa sent frá sér til kjósenda, minna þeir Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson á þann ár- angur, sem náðst hefur í hagsmunamálum sjúkra, aldr- aðra, öryrkja og lífeyrisþega. beir undirstrika jafnframt, að næstu áfangar í baráttunni fyrir aidraða og öryrkja verði. • Verðtryggður elli- og ör- yrkjalífeyrir til allra lífeyris- I þega. 8 • Hærra viðmiðunarmark gagnvart tryggingagreiðslum. • Lífeyrissjóðir Iandsmanna taki þátt í byggingu leiguibúða fyrir lífeyrisþega, sem þörf hafa fyrir slikt. • Misrétti í trygginga- og lífeyrismálum verði útrýmt. Þeir Guðmundur H. Garðars- son og Pétur Sigurðsson segja í bréfi sínu: „Aldraðir, öryrkjar og lífeyrisþegar njóta ekki verndar hagsmunasamtaka né stéttarfélaga sem aðrir. Með þátttöku okkar f stjórnmálum viljum við styrkja stöðu þeirra og framti'ð.“ Þingmennirnir segja enn- fremur:„Með samstilltu átaki í félags- og stjórnmálum hefur tekizt að lyfta grettistökum í húsnæðis- og tryggingamálum aldraðra, en enn er lokamarkinu ekki náð. Á síðustu árum hafa risið upp ný dvalarheimili fyrir öryrkja og aldraða og eldri heimili hafa verið stækkuð og endurbætt. í lífeyrismálum hafa orðið þáttaskil. Með fram- kvæmd samkomulags aðila vinnumarkaðarins, sem varð til fyrir tilhlutan ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar hinn 1. janúar 1976 var brotið blað í sögu lífeyrismála. Þá hófst greiðsla verðtryggðs ellilífeyris til lifeyrisþega hinna almennu verkalýðsfélaga." I bréfi Guðmundar H. Garðarssonar og Péturs Sigurðssonar er minnt á, að á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hafi ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, Matthías Bjarnason, farið með tryggingamál. Á þessu tímabili hafi • elli- og örorkulífeyrir hækkað um 263,5% • Tekjutrygging hækkað um 495,2% • Tekjutryggingarmark elli- og örorkulífeyris að viðbættri tekjutryggingu um 345,3% • Tekjutrygging með heimilisuppbót um 423,9% Á þessu sama tímabili hafi kauptaxtar allra launþega hækkað um 252,7%. Loks segja þeir Guðmundur Framhaid á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.