Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 11 1. áfangi nýja útvarpshússins verður 14.300 fermetrar r Aætlaður kostnaður 2.5 milljarðar kr. Aætlaður kostnaður við bygg- ingu nýs útvarpshúss var miðað, við vcrðlag í janúar s.l. 2.450 milljónir króna. en alls verður húsið í upphafi 14.300 fermetrar að stærð á 4 hæðum. Á 40 ára afmæli útvarpsins árið 1970 var skipuð sérstök byggingarnefnd útvarps og hana skipuðu í upphafi þeir Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins og Benedikt Gröndal þáverandi formaður útvarpsráðs. Þegar Benedikt lét af formennsku tók Njörður Njarðvík sæti í nefnd- inni og síðan Þórarinn Þórarins- son er hann varð formaður útvarpsráðs. Á afmælisárinu bauð Reykjavíkurborg útvarpinu liö þá sem nú er ákveðið að byggja á en lóðin, sem er ca 5.6 hektarar, stendur á horni Háa- leitisbrautar og Bústaðavegar. Bygginganefndin leitaði fljót- lega til Sambands útvarpsstöðva í Evrópu um ráðleggingar um bygg- ingu nýja hússins. Var nefndinni fljótlega bent á útvarpshúsið í Dublin á Irlandi og var húsið skoðað og síðar var leitað ráða hjá írunum sem hafa verið ráðgefandi aðilar við hönnun hússins síðan. Upphaflega átti aðeins að byggja yfir hljóðvarpið en írsku ráðgjafarnir lögðu strax til að íslendingar byggðu yfir útvarp og sjónvarp sameiginlega, bæði væri það miklu hagkvæmara og um leið ódýrara. Sögðu þeir að þótt sjónvarpshúsið og hljóðvarpshúsið í Dublin væri á sömu lóðinni væri það til óþæginda, þar sem þau voru ekki sambyggð. Því ákvað byggingarnefndin að heildarhönn- un á lóðinni skyldi miðast við að hljóðvap-sjónvarp yrði í framtíð- inni í sama húsi og varð úr að fyrst skyldi unnið að gerð þess áfanga hússins sem á að hýsa hljóðvarpið. Karl Guðmundsson verkfræð- Þannig mun 1. áfangi útvarpshússins líta út. í framtíðinni á síðan að byggja við húsið til vinstri á myndinni. ingur, sem er hönnunarstjóri nýja útvarpshússins sagði að þegar lokið var við gerð allra teikninga að hljóðvarpshúsinu hefði komið í ljós að það væri meira en nógu stórt fyrir hljóðvarpið fyrstu árin eftir að það yrði tekið í notkun. Því hefði komið fram sú hygmynd hvort ekki væri rými fyrir starf- semi sjónvarpsins í húsinu, án þess þó að heildarskipulag hússins alls yrði brotið niður, og að stofnanirnar fengju meira rými en þær hefðu í núverandi húsakynn- um. — Þetta var allt athugað og niðurstöður leiddu í ljós að báðar stofnanirnar komast þarna fyrir og fá meira rými en þær hafa nú. Nýja útvarpshúsið er sérstak- lega hannað með það fyrir augum, að hægt sé að byggja það í litlum einingum, en ekki var talið hag- kvæmt að ráðast í áfanga minni en nú er fyrir hugað, sem er um 1/3 af öllu útvarpshúsinu eins og það er hugsað í framtíðinni. Eins og fyrr segir, þá er heildarkostnaður við 1. áfanga útvarpshússins áætlaður 2.450 millj. kr. miðað við verðlag í janúar, sem þá var 176 stig. I þessari tölu eru innifaldar allar innréttingar en ekki tæknibúnaður hljóðvarps, en þess ber að geta að hljóðvarpið er búið að nýta sinn búnað langt fram yfir þann tíma sem þekkist annarsstaðar í heim- inum eða í 19 ár í stað 10. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að sjónvarpið þurfi að endurnýja tækjabúnað sinn mikið þar sem búnaður þess er miklu nýrri, en gert er ráð fyrir kostnaði sem stafar af flutningi tækjabúnaðar stofnunarinnar og frá dregið er söluverð sjónvarpshússins að Laugavegi 176. Þá er Morgunblaðinu sagt að gert væri ráð fyrir að Bygginga- sjóður Útvarpsins myndi að mestu leiti standa undir byggingarkostn- aðinum. Teiknistofan Oðinstorg s.f. hef- ur séð um allar teikningar af útvarpshúsinu og burðarþolsteikn- ingar. Kristján Flygering hefur gert vatns- skolp- og loftræsti- teikningar, Egill Skúli Ingibergs- son rafmagnsteikningar, Jón Þóröarson um útvarps teikningar, Gunnar Pálsson hljómhönnun. Til stuðningsmanna D-listans — starfsstöðvar á kjördag — BIFREIÐAAFGREIÐSLUR Aðalstöðvar Vesturbær — Miðbær — Melar: Nýlendugata 45, sími 29377 (3 línur) Austurbær — Hlíðar — Háaleiti: Reykjanesbraut 12, sími 20720 (4 línur) Laugarnes — Langholt — Vogar — Heimar — Smáíbúöa — Bústaða — Fossvogur — Árbær: Skeifunni 11, símar 84848 — 35035. Breiðholtshverfin: Skeifunni 54, sími 76366 (3 línur) Utanbæjarakstur: Seljabraut 13, sími 82222 (3 línur). Þeir sem vilja aka fyrir D-listann í dag eru vinsamlegast beönir um aö mæta á einhverri af ofangreindri bílastöö. Skrifstofur hverfafélaganna Nes- og Melahverfi (Melaskóli): Átthagasal, Hótel Sögu, upplýsingasími 25907. Vestur- og Miðbæjarhverfi, (Miöbæjarskóli): Tjarnarbúð, upplýsingasími 26505. Austurbær og Norðurmýri (Austurbæjarskóli): Templarahöllin, upplýsingasími 27072. Hlíða- og Holtahverfi (Sjómannaskólinn): Hekla v/Laugaveg, upplýsingasími 27538. Laugarneshverfi (Laugarnesskóli): Kassagerðin v/Kleppsveg, upplýsingasími 27861 Langholtshverfi (Langholtsskóli): Glæsibær, upplýsingasími 28045. Háaleitishverfi (Álftamýrarskóli): Valhöll v/Háaleitisbraut, upplýsingasími 27946. Smáíbúöa- Bústaða- og Fossvogshverfi (Breiðagerðisskóli): Fordskálinn Sveinn Egilsson, upplýsingasími 28475. Árbæjarhverfi (Árbæjarskóli): Hraunbær 102b, upplýsingasími 75611. Bakka- og Stekkjahverfi (Breiöholtsskóli): Seljabraut 54, upplýsingasímar 74311 — 74653. Fella- og Hólahverfi (Fellaskóli): Seljabraut 54, upplýsingasímar 74311 — 74653. Skóga- og Seljahverfi (Ölduselsskóli): Seljabraut 54, upplýsingasímar 74311 — 74653. Almenn upplýsingamiðstöð Allar upplýsingar varðandi kosningarnar eru gefnar á vegum D-iistans í síma 82900 (5 línur). SJÁLFBOÐALIÐAMIÐSTÖÐVAR UTANKJÖRSTAÐA- Þaö fólk, sem vill starfa fyrir D-listann á kjördag, er beðið um aö koma eöa hafa samband viö sjálfboöaliöamiöstöövar D-listans SKRIFSTOFAN er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Valhöll, Háaleitisbraut 1, kjallara símar 26562 — 27038. símar 84751 — 84037 — 84302 — 85547.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.