Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Tillögur Sjálfstæðisflokksins í samgöngumálum: Varanlegir vegir til allra byggðar- laga á 15 árum SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN hefur lagt fram tillögur um stórátak í vegamálum, sem miði að því að innan 15 ára skuli vegir til allra byggðarlaga landsins lag- færðir eða endurlagðir með bundnu slitlagi. Sjálfstæðis- menn minna á í sínu kosn- ingaávarpi að hér sé um svipaða stefnumörkun að ræða og Sjálfstæðisflokkur- inn beitti sér fyrir í Reykja- vík í byrjun síðasta áratugar og leiddi til malbikunar meginhluta gatna í borginni og kom henni í nútímahorf. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til í tillögum sínum að þessar framkvæmdir verði að hluta fjármagnaðar úr Byggða- sjóði, enda sé hér um að ræða framkvæmdir, sem hafi mikla þýðingu fyrir framtíð allra byggða landsins. Varan- leg vegagerð er raunhæf byggðastefna, sem allir landsmenn geta sameinast um, eins og segir í kósninga- ávarpi Sjálfstæðisflokksins. Tillögur þær, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lagt fram í vegamálunum eru byggðar á álitsgerð, sem málefnanefnd Sjálfstæðis- flokksins hefur unnið að. Helstu atriði tillögunnar eru: • Á næstu 15 árum verða lagfærir og/ eða endur- lagðir vegir til allra byggðarlaga með bundnu slitlagi og vel upphækkað- ir í snjóahéruðum. Þetta markmið næst með 2500 km. vegakerfi en þar af hafa 200 km. verið full- gerðir nú. • Þetta átak í vegamálum er álíka stórt og gatnagerðin var fyrir Reykvíkinga á sínum tíma, en Sjálf- stæðisflokkurinn hafði forystu um hana. • Fyrsti áfangi þessa átaks er áætlaður um 800 km. vega og er þá gert ráð fyrir, að því marki yrði náð á fyrstu 5 árunum með lagningu 160 km. á ári (svipað og áfangi A á kortinu). I öðrum áfanga Snæbjörn Jónasson „Tæknilega er áætlunin vel fram- kvæmanleg — segir vega- máiastjóri 11 „ÉG GET ekki séð að það kæmi til með að standa á Vegagerð ríkisins eða verktökum að reyna að koma svona áætlun í fram- kvæmd, því bæði getur Vega- gerðin afkastað meiru heldur en nú er og það sama gætu vafalaust verktakar, ef þeir hefðu einhverja von um föst verkefni framundan. Vitanlega þyrftu þessir aðilar að auka eitthvað tækjakost sinn, ef áætlun sem þessi yrði sett í gang. Tæknilega fæ ég ekki annað séð en að þessi áætlun sé vel framkvæmanleg," sagði Snæbjörn Jónasson, vegamála- stjóri, er Morgunblaðið leitaði álits hans á þeim tillögum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram um 15 ára áætlun í uppbyggingu varanlegra vega. „Þessi áætlun hefur ekki slegið mig sem eitthvað, er við hjá Vegagerðinni þyrðum ekki að glíma við,“ sagði Snæbjörn, „en vissulega er þetta alltaf spurning um hvort menn eru tilbúnir til að verja fé til þessara verkefna." • Gert er ráð fyrir, að þær tekjur, sem ríkissjóður hefur á næstu árum af umferðinni og bifreiðainn- flutningi umfram forsend- ur fjárlaga 1978, renni til þessara framkvæmda og er áætlað að það verði ekki undir 2000 milljónum króna á næsta ári og vaxi að raungildi um 10% að meðaltali á ári í fyrir- sjáanlegri framtíð. Miðað við þessar forsend- ur og fast verðlag er gert ráð fyrir, að fjármagn til þessara framkvæmda næstu 5 árin verði um 27 þúsund milljónir króna sem er kostnaður við fyrsta 5 ára áfangann. „Nægjanlegt innlent fjármagn fyrir hendi til verksins” - segir formaður Félags ísl. bifreiðaeigenda „VIÐ hjá Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda höfum allt frá því að hafist var handa við gerð varanlegra vega hérlendis barist fyrir því að gert yrði átak í vegamálunum í líkingu við þá áætlun, sem sjálfstæðismenn hafa nú sett fram og ég fagna henni því. Það sýnir sig í þessari áætlun, eins og við höfum reyndar alltaf haldið fram, að það er til nægjanlegt innlent fjármagn til þessa verkefnis og það virðist ekki þurfa að auka erlendar lántökur til að koma þessu verki í höfn. Vegafram- kvæmdir af þessu ta&i eru líka eitt það arðbærasta, sem hægt er að gera í opinberum fram- kvæmdum og yrði þessi áætlun framkvæmd sparaðist verulegur gjaldeyrir vegna minna viðhalds í bílum," sagði Tómas Sveinsson, formaður Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda, í samtali við Morgunblaðið,., er hann var Tómas Sveinsson spurður álits á þeim tillögum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram um gerð varanlegra vega á næstu 15 árum. „Menn hafa fram að þessu," sagði Tómas, „verið alltof ragir við að ræða um stórátak sem þetta í vegagerð, og sagt að til þessara hluta væri ekki til neitt fjármagn. En ef við lítum á fyrsta áfangann í tillögum sjálfstæðismanna þá er áætlað að hann kosti um 27 milljarða og verði þeim framkvæmdum skipt á fimm ár. Arlega væru þetta 5,4 milljarðar og það þýðir liðlega 50% aukningu á því fjármagni, sem til þessara hluta fer nú, en Vegasjóður hefur í ár Framhald á bls. 26. er miðað við 800—900 km (líkt og áfangi B á kortinu) og er heildarvegakerfið þá orðið 1800-1900 km. langt. í þriðja áfanga yrði lokið við hringveginn, náð fullri tengingu við Vest- firði og önnur byggðarlög tengd góðvegakerfi. Samhliða þessari vegagerð þarf að vinna að áframhald- andi endurbótum og styrk- ingu vega í öllum landshlut- um til að tryggja sem örugg- astar samgöngur og tengsl innan hvers byggðarlags. í álitsgerð málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um sam- göngumál er ítarlega fjallað um fjármögnun þessara framkvæmda. Helztu tillögur eru: • Byggðasjóður skal verja 1000 milljónum króna á ári til þessa verkefnis og hækki það framlag árlega í samræmi við vísitölu vegagerðar. • Með sölu happdrættis- skuldabréfa er gert ráð fyrir að afla 2000 miHjón króna á ári. 11 Sú byggða- stefna, sem allir áttu að geta sam- einast um” — segir Valdimar Kristinsson „MEGINHUGMYNDIN að baki þessum tillögum okkar í málefnanefndinni um sam- göngumál er að færa landið saman, ekki í kílómetrum held- ur í klukkustundum. Uppbygg- ing varanlegs vegakerfis, og þá með bundnu slitlagi sem mest, er raunhæfasta byggðastefnan í dag og leiðir bæði til betri nýtingar á atvinnutækjum og ýmiss konar þjónustu s.s. á sviði heilbrigðismála, og gefur fólki aukna möguleika til að taka þátt í fjölbreyttu menningar- og skemmtanalífi. Verði þessi áætlun að veruleika ætti engin byggð á landinu að vera fjær en sem nemur dagleið frá annarri byggð, og fólk komist á milli án þess að ofgera sér eða farar- tækjum sínum," sagði Valdimar Kristinsson, hagfræðingur, for- maður málefnanefndar Sjálf- stæðisflokksins um samgöngu- mál, er hann var, spurður Valdimar Kristinsson hverjar væru meginhugmynd- irnar að baki tillögum nefndar- innar. „Ef tækist að búa vegakerfi landsins í þann búning, sem þessar tillögur gera ráð fyrir, má segja að landið verði ein heild fremur en nokkru sinni fyrr. Við í nefndinni höfum einnig lagt fram tillögur um hvernig eigi að standa að fjármögnun þessara fram- kvæmda og ég vil í því sambandi benda á að með því að nota verulegt fé úr Byggðasjóði til þessara vegaframkvæmda, er fé sjóðsins notað á þann hátt, sem fólkið í landinu í heild getur vel fellt sig við. Með þessum fram- Framhald á bls. 39.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.