Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 8
8 .. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 Frá afmælishófi Prestafélajís íslands. sr. Ólafur Skúlason formaður félagsins í ræðustól. Ljósm. ól. K. M. Prestafélag íslands 60 ára: Þrír nýir heidursfélagar — sr. Ólafur Skúlason endurkjörinn formadur Nýja verðlagslöggjöf- in eykur valdsvið verð- íagsyfirvalda Prestafélag íslands. sem stofn- að var hinn 26. júní árið 1918, á um þessar mundir 60 ára afmæli og var haldið afmælishóf í Bústaðakirkju í fyrrakvöld. Sátu það ríflega 100 prestar ásamt konum sínum on öðrum gestum, en prestastefnu lauk í gær. Þrír prestar voru kjörnir heiðursfélag- ar Prestafélags íslands, þeir hr. Sigurbjörn Einarsson .biskup, sr. Gunnar Árnason og dr. Jakob Jónsson. Afmæiishófið hófst með því að Ingveldur Hjaltested söng við undirleik Guðna Guðmundssonar og Ágústu Björnsdóttur og lék Guðni, sem er organisti Bústaða- kirkju, síðar tvö verk. Sr. Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup annað- ist ritningarlestur og bæn og sr. Ólafur Skúlason bauð gesti vel- komna og bað þá heiðra minningu látinna félaga P.í. Síðan var boðið til kaffisamsætis og þar flutti sr. Ólafur Skúlason formaður P.í. ræðu og tilkynnti þá ákvörðun félagsins að gera þá hr. Sigurbjörn Einarsson biskup, sr. Gunnar Árnason og dr. Jakob Jónsson heiðursfélaga og afhenti hann þeim sérstaklega áritað heiðursskjal og fluttu þeir stutt ávörp og þökkuðu fyrir þann heiður sem þeim hafði verið sýndur og óskuðu félaginu blessunar á komandi árum. Sr. Ólafur Skúla- son gat þess í ávarpi sínu að þeir hefðu allir setið í stjórn félagsins og látið málefni þess til sín taka. í afmælishófinu kynnti formað- ur Prestafélagsins merki sem gert hefur verið fyrir félagið og annað- ist það sr. Karl Sigurbjörnsson. Hafa verið gerðir fánar með markinu, sem félagið mun hafa til sölu. Færði hann sr. Erlendi Þórðarsyni sem lengi var prestur í Odda fána að gjöf, en hann er jafnaldri Prestafálegsins eins og sr. Ólafur komst að orði, var vígður árið 1918. Einnig færði hann sr. Gísla Jónassyni skólapresti fána sem fulltrúa yngri presta er starfa munu næstu 60 ár. Prestafélagi íslands bárust margar kveðjur, m.a. frá forseta- hjónunum, dr. Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru Eldjárn, Geir Hall- grímssyni forsætisráðherra og ðlafi Jóhannessyni dóms- og kirkjumálaráðherra, sem gátu ekki komið því við að sitja hófið vegna annarra starfa. Þá var félaginu fært að gjöf frá Prestakvenna- félagi íslands gestabók og funda- hamar. I gær var aðalfundur Presta- félagsins, sem jafnan er haldinn í tengslum við Prestastefnu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru umræður um efnið „Guðfræði- menntun og prestsþjónusta". Framsögumenn voru sr. Sigfinnur Þorleifsson og sr. Bjarni Sigurðs- son lektor við guðfræðideild H.I. Þá voru hringborðsumræður undir stjórn sr. Jóns Einarssonar og sr. Guðmundar Óskars Ólafssonar og tóku þátt í þeim sr. Valgeir Ástráðsson, sr. Örn Friðriksson og dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor við guðfræðideildina. Á aðalfundinum var sr. Ólafur Skúlason endurkjörinn formaður og í stjórnina voru kjörnir sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Þorbergur Kristjánsson, en fyrir voru þeir sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og sr. Sigfinnur Þorleifsson. Sr. Ólafur Skúlason sagði að aðalfundurinn hefði að þessu sinni verið óvenju fjölsóttur og hefði hann í alla staði verið hinn ánægjulegasti. ALÞINGI setti nýlega ný lög um verðlag, sam- keppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Lög þessi, sem íyrir afgreiðslu þingsins voru ríkis- stjórnarfrumvarp, eykur mjög verulega valdsvið verðlagsyfirválda og gefur þeim um leið fyllri reglur til þess að fara eftir. Verðlagsráð er gert óháðra viðskiptaráðherra, þar sem Hæstiréttur íslands fær nú oddaaðstöðu, þar sem hann skal tilnefna menn í ráðið. Um leið eru verðstöðvunar- lög felld úr gildi, en þau hafa heldur ekki verið miklu meira en pappírs- gagn eitt svo sem kunnugt er. Eins og kunnugt er gerðu verðstöðvunarlögin ráð fyrir því að engin vara mætti hækka án samþykkis verðlagsyfirvalda og ríkisstjórnar. Þó hafa verðlags- yfirvöld og viðskiptaráðherra að- eins fjallað um verð örfárra vara. Sem dæmi má nefna að aldrei hefur verið fjallað um verð á fatnaði, húsgögnum, sælgæti eða yfirleitt þeim vörum, sem fram- leiddar eru innanlands. Verðlags- yfirvöld hafa hins vegar gefið út álagningarákvæði fyrir hluta inn- fluttra vara. í nýju lögunum er svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða: „Þær samþykktir um hámarksálagn- ingu, hámarksverð og aðra fram- kvæmd verðlagseftirlits, sem í gildi eru, þegar lög þessi taka gildi, skulu halda gildi sínu áfram, þar til verðlagsráð hefur tekið afstöðu til þeirra." Þetta ákvæði gerir það raunar að verkum að þótt hin nýju lög taki gildi, verður í raun engin breyting að því er varðar verðlags- hömlur, öll gildandi verðlags- ákvæði gilda í raun áfram, þar til verðlagsyfirvöld ákveða annað. Þetta hefur jafnframt þau áhrif að unnt er að afnema verðlagseftirlit og álagningarákvæði með ákvörð- un verðlagsyfirvalda án frekari lagabreytingar. Helztu ákvæði hinna nýju laga og þau, sem mestu máli skipta, eru þessi: „3. gr. Framkvæmd þessara laga skal vera í höndum verðlagsráðs, samkeppnisnefndar og verðlags- stofnunar. í verðlagsráði eru níu menn: Viðskiptaráðherra skipar formann ráðsins án tilnefningar og auk þess sex menn, tvo samkvæmt tilnefningu Alþýðusafnbands ís- lands, einn samkvæmt tilnefningu Vinnuveitendasambands íslands, einn samkvæmt tilnefningu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, einn samkvæmt tilnefningu Vinnuveitendasambands Islands, einn samkvæmt tilnefningu Verzlunarráðs Islands og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Hæsti- réttur skipar tvo menn í verðlags- ráð. Skulu þeir vera óháðir fyrir- tækjum og samtökum þeirra, sem lög þessi taka til, og hafa þekkingu á viðskipta- og neytendamálum og kunnáttu í lögfræði eða hagfræði. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og um getur í 2. mgr greinar þessarar. Ráðið er skipað til fjögurra ára í senn. Nú notar einhver aðili ekki rétt sinn til tilnefningac- og skal viðskiptaráðherra þá skipa í þess stað án tilnefningar." Með þessari grein er gerð sú breyting á skipan verðlagsráðs, sem áður hélt verðlagsnefnd, að VSÍ og ASÍ hvort um sig tilnefna einum fulltrúa færra, en Hæsti- réttur íslands skipar tvo menn í þeirra stað. í 8. grein laganna segir: „Þegar samkeppni er nægileg til að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag skal verð- lagning vera frjáls. Nú er verð- lagning frjáls og getur verðlags- stofnunin þá skyldað hlutaðeig- Framhald á bls. 31 Þrír nýir heiðursfélagar Prestafélagsins frá v> Dr. Jakob Jónsson, hr. Sigurbjörn Einarsson biskup og sr. Gunnar Árnason. Sr. Ólafur Skúlason lengst til hægri. 29555 Opið 13—15 í dag. Hamraborg 2 hb. íbúð í fjölbýli. Snotur íbúö. Verð 9,5—10 m. Útb. 6,5—7 m. Eskihlíö 2 hb. íbúð, selst í skiptum fyrir 5—6 hb. + bílskúr í Hlíðum. Kópavogsbraut 2 hb. kj. íbúð með sér inng. Timburhús. Verð 7,5—8 m. Útb. 5 m. Reynimelur 2 hb. jarðhæð. Sér inng. og sér hiti, selst í skiptum fyrir 3ja hb. á Melunum eða nágrenni, ekki í fjölbýli. Hrauntunga Hfj. 3 hb. 90 fm. jarðhæð. Góð íbúð. Bílskúrsréttur. Verð 12,5 m. Útb. 7,5—8 m. Bugðulækur 3 hb. jaröhæð. Sér inng., sér hiti. Verð 11 m. Útb. 8—8,5 m. Hjallabraut Hfj. 3 hb. 96 fm. 2. hæð í fjölbýli. Útb. 7 m. Verð tilboö. Miðvangur Hfj. 3 hb. 65 fm. íbúð í fjölbýli. Verð tilboö. Útb. 7,5—8 m. Strandgata Hfj. Tvær 3ja hb. íbúðir. Verð tilboö. Blikhólar 4—5 hb. 120 fm. íbúð í fjölb. Góð íbúð. Gott útsýni. Verð 14,5—15 m. Útb. 9,5—10 m. Flúöasel 4 hb. + 1 í kj. Sérstaklega vel unnin íbúð, selst með mjög löngum afhendingartíma. Verð tilboð. Krummahólar 6 hb. þakhæð 158 fm. að mestu frágengin. Verð 20—22 m. Útb. tilboð, skipti á einbýli kemur til greina. Krummahólar 4 hb. 105 fm. íbúð í fjölb. óbyggt bílskýli. Verð 14 m. Útb. 9—10 m, skipti á sérhæð í Reykjavík kemur til greina. Drápuhlíð 5 hb. sérhæð á 1. hæð 143 fm. Verð og útborgun tilboð. Dúfnahólar 5—6 hb. mjög góð íbúð í fjölbýli. Bílskúr. Verö og útb. tilboð. Goöheímar 5 hb. hæð m. bílskúr, selst í skiptum fyrir stærri sérhæð í sama hverfi. Garðabær 4 hb. einbýli 143 fm. selst í skiptum f. minna einbýli eða sérhæö í Garöabæ eöa Rvík. Smáíbúðahverfi 5 hb. á tveimur hæöum + bi'lskúr. Verð 25—26 m. Útb. tilb. Kópavogur 180 fm. einbýli í skiptum fyrir minna einbýli í Kópavogi, rað- hús kemur til greina. Seltjarnarnes 7 hb. mjög glæsilegt einbýli. Verð tilboð. Arnartangi Mosf. 94 fm. raöhús, 4 hb. á einni hæð. Verð tilboð. Grettisgata Timbur-raðhús samtals 150 fm. Verð og útb. tilboð. Við miðbæinn 4 hb. 148 fm. raöhús í góðu ástandi. Verö tilboð. Kópavogur austurbær Mjög glæsitegt raðhús rúmir 200 fm. á tveimur hæðum. Verð tilboð. Tunguvegur Raðhus tilb. til afhendingar strax. 100 fm. Verð tilboö. Neðra Breiðholt Mjög gott raðhús, 5 hb. 150 fm. bílskúr. Verö tilb. Höfum til sölu hús og lóöir í Mosfellssveit, leitið upplýsinga. Sumarbústaði í nágrenni Reykjavíkur. Eignir víðsvegar iim landið. EIGNANAUST LAUGAVEGI 96 (vió Stjörnubíó) SÍMI 29555 Sölum. Ingólfur Skúlason Lárus Helgason Svanur Þór Vilhjálmsson hdl. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.