Morgunblaðið - 22.08.1978, Side 1

Morgunblaðið - 22.08.1978, Side 1
44 SÍÐUR 180. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tékkóslóvakía: Kyrrt heima fyrir — en mót- mæli erlendis IÆttingjar látinna við jarðneskar leifar nokkurra aí þeim tæplega 400 manns sem brunnu til bana í kvikmyndahúsi í íranska bænum Abadan um helgina, er hryðjuverkamenn lögðu eld að húsinu Sjá fréttina „Hápunktur hryðjuverka trúæsingamanna" — á bls 43.“ ísraelar gerðu hefndarárásir Pra({, Vínarbortt. Munchen. 21. áKÚst — Reuter NOKKRIR stúdcntar skipuiögðu þögla stund við Wenceslasstyttu í Prag til að mótmæla innrás Varsjárbandalagsherja í landið fyrir tíu árum. Allt var með kyrrum kjörum í Tékkóslóvakíu í dag og kom hvergi til áktaka innanlands. Víða erlendis voru haldnir fundir og mótmælagöng- ur til að mótmæla innrásinni. Hafði enda verið haft í hótunum við tékkneska andófsmenn ef þeir Hjartaþegi varð faðir Van Nuys, Kaliforntu 21. &K. AP. TVÍTUGUR piltur, Robert Dodge, sem hefur tvívegis geng- izt undir hjartaflutningsaðgerð- ir, varð faðir í morgun er kona hans ÓI honum stælta dóttur er vó um sextán mcrkur. í AP-frétt- um segir að talið sé að Dodge sé fyrsti hjartaþegi sem hefur getið barn. Dodge er einn af yngstu hjartaþegum f heimi. Aðgerðir á honum fóru fram á Stanford- sjúkramiðstöðinni árið 1976. Kaíró 21. ág. Reuter. EGYPZKA stjórnin neitaði í kvöld þrálátum orðrómi þess efnis að Mamdouh Salem forsætis- ráðherra hefði lagt lausnarbeiðni sína fyrir Sadat forseta, en hann hefði neitað aö taka hana til greina. Fréttastofan Mena sagði í kvöld að þessi frétt ætti ekki við nein rök að styðjast. Flokkur Salems ákvað í sl. viku að sameinast Lýðræðislega þjóðar- flokknum sem Sadat ákvað að koma á laggirnar f sl. mánuði. hefðu sig í frammi. Var lögregla við öllu búin ef út af brygði. Gustav Husak flokksleiðtogi sagði í dag að bezta svarið við and-tékkneskum áróðri, sem hald- ið væri uppi víða erlendis, væri hið „hljóðláta og kyrra pólitfska andrúmsloft“ sem ríkti í landinu. Fréttastofan Ceteka sagði að Ilusak hefði ekki beinlínis vikið að innrásimi en sagt að „um þessar mundir“ væri Tekkó- slóvakía milli tannanna á fjand- samlegum öflum scm sæju ekki, og vildu ekki sjá hvernig tékk- neska þjóðin lifði... og skynjuðu ekki hvernig öllu hefði fleygt fram í landinu í hverri atvinnu- grein og hvarvetna sæjust merki um velmegun og vellíðan. í fréttum frá Prag segir að settur hafi verið blómvöndur við fótstall st. Wenceslasstyttu en lögreglan hafi gripið vöndinn og hent í sorptunnu. Ferðamaður, sem sá hvað gerðist, reyndi að koma blómunum aftur á stað, en var handtekinn og yfirheyrður stutta stund. Hópur stúdenta tók sér stöðu hjá styttunni. Lögregla kannaði skilríki en lét þá að öðru leyti afskiptalausa. Sjá bls. 42.i Mótmæli víða utan Tékkóslóvakíu í gær. Blaðið A1 Ahrar scm skýrði frá lausnarbeiðni Salems sagði að 24 af áhrifamönnum í flokki for- sætisráðherrans hefðu lagzt gegn sameiningunni og þar á meðal hefði verið ráðherrann sjálfur. AI Ahrar sagði að Salem hefði skýrt stjórn- arabíska sósíalista- flokksins frá ákvörðun sinni eftir að hann hefði lagt hana fyrir Sadat og tekið fram að hann myndi hætta öllum afskiptum af stjórnmálum. Beirut, Tel Aviv, London 21. ág. Reuter AP. STAÐFEST hefur verið að þrír Palestínumenn létu lífið og fjórtán særðust er ísraelar gerðu árás á stöðv- ar Palestínuskæruliða skammt frá Beirut, og var þetta í hefndarskyni fyrir atlögu arabískra hryðju- verkamanna að EL ÁL bifreið í miðborg London á sunnudag. Fréttin um loftárás ísraela var í fyrstu óljós. Fram kom að í dögun hefðu ísraelskar orrustuvél- ar lagt til atlögu við flóttamanna- búðirnar Bourj E1 Barajneh ekki ýkja langt frá Beirut. Kom mönn- um ásamt um að ísraelar þekktu greinilega til hvar Palestínu- skæruliðar hefðu stöðvar sínar, því að á þessum stað væri mjög mikið af virkum Palestínuskæru- liðum og jafnvel væri þar eins konar þjáWunarstöð. Vélarnar flugu lágflug yfir Beirut og rufu hljóðmúrinn og lék allt á reiðiskjálfi í borginni í fimm mínútur. Þá bar fréttum ekki saman um það framan af hvort vélarnar hefðu varpað sprengjum niður. Sagði í fréttum frá Beirut í fyrstu að þær hefðu ekki gert það, og hefðu loftvarnarskyttur Palestínu skæruliða hrakið þær á braut og meira að segja hefði þeim tekizt að hæfa eina vélina. ísraelar til- kynntu aftur á móti að árásin hefði „heppnazt" og nokkru síðar skýrðu fréttamenn í Líbanon frá því að yfirstjórn PLO hefði viðurkennt að manntjón hafi orðið. Israelar drógu ekki dul á af hverju þessi árás hefði verið gerð, en hermdarverkið í London, þar sem tveir létu lífið og níu særðust, hefur vakið mikla ólgu í ísrael. Hafa flestir forvígismenn orðið til að fordæma það harkalega og sagði Begin forsætisráðherra að Londonarárásin væri villimannleg og viðurstyggileg. Þá bendir margt til þess að Israelar muni nú mjög herða öryggisvörzlu innanlands og leikur grunur á því að stjórnin hafi komizt á snoðir um að Palestínu- menn hafi ýmis áform á prjónun- um innan Israels. Sjá frétt á bls. 42 um 1 árásina f Londom „Átta létust fjöldi særðist og flugfreyja liggur enn milii heims og helju.“ Tekst að læknaböm sem væta rúmið? Tel Aviv 21. ág. Reuter ÍSRAELSKIR vísindamenn telja að í sjónmáli sé nú að veita lækningu börnum sem hafa þjáðzt af því að væta rúm um nætur. Hafa þeir hannað eins konar eiektróniskar náttbuxur og í þeim er hárnákvæmur elektrónískur rakamælir og nokkurs konar klukka. begar fyrsti dropinn fer í buxurnar hefur elektróniskur útbúnaður inn þau áhrif að vöðvarnir dragast saman og stöðva rennsl- ið. Siðan hljómar klukkutækið og vekur barnið. Sovézkur kafbátur í nauð við Skotland London, 21. ágúst. — ReuterAP DÖNSK freigáta, brezk og bandarísk herskip og flugvélar fylgdu í dag eftir sovézkum kjarnorkukafbáti undan Skot- landsströndum, en kafbáturinn er þar í togi á leið til Mur- mansk vegna bilunar í vélar búnaði. Það var á laugardag að kafháturinn bilaði og fjöldi sovézkra herskipa úr norður- flota Sovétríkjanna umkringdu hann þegar hann kom upp á yfirboðið. Á sunnudag kom til móts við hann sovézkur drátt- arbátur sem er að jafnaði við Shetlandseyjar og tók kafbát- inn í tog, um 100 sjómílur norðvestur af Wrath höfða á Skotlandi. í dag var hcrsingin komin um 100 sjómílur norður fyrir Shetlandseyjar og þegar veður leyfði sigldi kafbáturinn Staða kafbátsins undan Skot- landsströndum. með 3ja hnúta hraða fyrir ncyðarvélum sínum sem knún- ar eru diesel-olíu. Sovézki kafbáturinn er af Echo-II gerð, en sú tegund kafbáta er með átta skotpalla fyrir „Shaddock" eldflaugar sem draga um 400 kílómetra og geta borið annað hvort öflugar sprengjur eða kjarnaodda, að því er brezka varnarmálaráðu- neytið skýrði frá í dag. Hópur sovézkra herskipa fylg- ir kafbátnum og dráttarbátnum eftir, en meðal þeirra eru skip sem hafa innanborðs fjarstýrð- ar eldflaugar, eldflaugnaeyðir, tundurspillir, birgðaskip og rannsóknaskip. Sovézki kafbáturinn á siglingu undan Skotlandsströndum. Greinilega má sjá eldflauga- skotstæðin. • Ljósm. Varnarliðið. Hættir Salem eða ekki?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.